Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 25 ið sigrinum komið F F gur komu a ovart athygli þegar litið er á lokastöð- una í mótinu, er hin góða marka- tala Vals. Liðið skorar 43 mörk en fær aðeins á sig 16 mörk í 18 leikjum. Lið Vals var með góða markverði og sterka vörn í sumar, bestu miðvallarleikmennina og marksæknustu framherjana. Þá náðu leikmenn vel saman í flest- um leikjum sínum og sárasjaldan var miðjan yfirspiluð, heldur byggðust flestar sóknir liðsins upp á öllum leikmönnum. Lið Vals varð fyrir mikilli blóðtöku er það missti Atla Eðvaldsson og Hörð Hilmarsson, en greinilega kemur maður í manns stað. Valsliðið tapaði aðeins þremur leikjum í mótinu og gerði tvö jafntefli. Sigur vannst í 13 leikjum. Stiga- hæstu leikmenn liðsins í einkunnagjöf Mbl. urðu þessir: Sigurður Haraldsson 6,8 í með- aleinkunn í 10 leikjum, Magnús Bergs 6,7 í 17 leikjum, Guðmundur Þorbjörnsson 6,5 í 16 leikjum, Dýri Guðmundsson 6,4 í 13 leikj- um, Sævar Jónsson 6,2 í 16 leikjum, Matthías Hallgrímsson 6,1 í 17 leikjum og Grímur Sæ- mundssen 6,0 í 10 leikjum. Fram Lið Fram varð í öðru sæti í mótinu. Fram sigraði í bikar- keppninni og má því vel við una eftir sumarið. Liði Fram gekk mjög vel framan af íslandsmótinu og lék sjö fyrstu leiki sína í mótinu án þess að tapa. En síðan fékk liðið mjög slæma útreið í þremur leikjum í röð, tapaði öllum og fékk á sig 11 mörk, en skoraði aðeins tvö. Liðinu tókst hins vegar að komast upp úr öldudalnum og stóð sig vel í næstu leikjum sínum. Sterkasta hlið Fram var góð vörn, og voru sumir gárungar farnir að kalla Fram „Varnarlið- ið". Hinir sterku í vörn Fram voru Trausti Haraldsson, sem varð stigahæstur í einkunnagjöf Mbl., átti ávallt mjög jafna og góða leiki og brást aldrei. Þá er Trausti mjög marksækinn og var oft á tíðum fremstur manna í sókninni. Mar- teinn Geirsson, fyrirliði liðsins átti gott sumar og stjórnaði liði sínu eins og herforingi. Þá munaði mikið um fyrir Fram að fá hinn harðskeytta og leikreynda varn- armann Jón Pétursson aftur í liðið. Leikur Fram var einna veikastur fyrir á miðjunni og framlínumennirnir urðu oft að treysta á einstaklingsframtak sitt þar sem þeir voru oft lítt studdir. Hættulegustu framlínumenn Fram voru Pétur Ormslev, sem er leikmaður framtíðarinnar, og Guðmundur Steinsson, sem þó á að geta gert betur. Fram vann sex leiki í sumar með markatölunni 1—0, og það vildi brenna við hjá liðinu eftir að það var búið að skora að draga leikmenn sína um of aftur í vörnina í stað þess að sækja áfram. Stigahæstu leikmenn í einkunnagjöf Mbl. voru: Trausti Haraldsson 6,5 í meðal- einkunn í 15 leikjum, Marteinn Geirsson 6,8 í 18 leikjum, Guð- mundur Baldursson 6,5 í 16 leikj- um, Pétur Ormslev 6,3 í 14 leikjum og Gústaf Björnsson 5,8 í 11 leikjum. Breidablik Það lið sem kom einna mest á óvart á sumrinu var lið UBK. Liðið var skipað skemmtilegri blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum og reyndum og bar- áttuglöðum jöxlum. Leikir UBK voru ávallt skemmtilegir á að horfa þar sem liðið reyndi alltaf að leika knattspyrnu og tókst það nær alltaf. Léttur og hraður sam- leikur einkenndi liðið, og fram- herjar liðsins, Sigurður Grétars- son, Ingólfur Ingólfsson og Helgi Bentsson, komu stórvel frá sumr- inu og vöktu mikla athygli, sér í lagi Sigurður Grétarsson, sem er einn efnilegasti knattspyrnumað- ur okkar í dag. Einar Þórhallsson var lykilmað- ur varnarinnar, vel studdur af Helga Helgasyni, Valdimar Valdi- marssyni og góðum markverði, Guðmundi Ásgeirssyni. Með sama áframhaldi á lið UBK eftir að ná langt. Það hefur til þess alla burði. Stigahæstu leikmenn í einkunna- gjöf Mbl. voru: Sigurður Grétarsson 6,8 í 16 leikjum, Guðmundur Ásgeirsson 6,5 í 18 leikjum, Helgi Bentsson 6,5 í 14 leikjum, Einar Þórhallsson 6,4 í 18 leikjum og Vignir Baldursson 6,1 í 17 leikjum. Keflavík Það kom í hlut ÍBK að falla niður í 2. deild. Víst er að liðið hefur ekki langa viðdvöl þar. Liðið hefur marga mjög góða knatt- spyrnumenn í sínum röðum og átti að fá mun meira út úr leik sínum á sumrinu en raun varð á. Oft á tíðum var eins og meiri baráttu- vilja vantaði í lið þeirra. Sá leikmaður, sem vakti mesta at- hygli í liði þeirra, er hinn bráð- snjalli Ragnar Margeirsson, sem býr yfir mikilli og góðri knattmeð- ferð og kemur varnarmönnum allra liða ávallt í vandræði. Verð- ur þess varla langt að bíða að Ragnar fái gott tilboð um atvinnu- mennsku. Keflvíkingum gekk afar illa að skora í sumar og í 18 leikjum urðu mörk þeirra aðeins 16 sem er frekar lítið. Vörn liðsins var þokkaleg og liðinu varð mikill styrkur er Þorsteinn Bjarnason bættist í hópinn í lok mótsins. Stigahæstu menn ÍBK í einkunna- gjöf Mbl.: Þorsteinn Bjarnason 7,0 í sjö leikjum, Ragnar Margeirsson 6,4 í 17 leikjum, Ólafur Júlíusson 6,1 í 17 leikjum, Guðjón Guðmundsson 6,1 í 18 leikjum og Óskar Færseth 6,0 í 17 leikjum. FH Lið FH átti erfitt uppdráttar lengst af í 1. deild í sumar og út úr níu fyrstu leikjum sínum fékk liðið aðeins fjögur stig. En mót- lætið virtist herða leikmenn liðs- ins og síðari hluta mótsins stóð liðið sig með prýði og bjargaði sér frá falli. Og var það mál manna að það hefði verið ósanngjarnt ef lið FH hefði fallið, jafn lipra knatt- spyrnu og liðið gat leikið. FH virtist hafa gott tak á liði ÍA og sigraði það í báðum leikjum lið- anna. Þá vann FH íslandsmeist- ara Vals á heimavelli sínum, 2—1, mjög óvænt. Liðinu var mikill styrkur að fá Valþór og Ásgeir til liðs við sig, en jafn óheppnir að Heimir Bergs frá Selfossi skyldi meiðast í upphafi mótsins og ekki geta leikið með. Magnús Teitsson kom vel frá leikjum sínum í framlínunni og skoraði falleg mörk. Viðar Halldórsson var burðarás varnarinnar ásamt Val- þór. Það var einna helst slæm markvarsla sem olli slæmu tapi í fyrstu leikjunum, en Friðrik Jónsson, markvörður liðsins, sem reyndar lék ekki fyrstu leikina, sótti í sig veðrið og varði vel síðari hluta mótsins. Lið FH sigraði í fimm leikjum, gerði fimm jafn- tefli en tapaði átta leikjum í mótinu. Stigahæstu leikmenn í einkunnagjöf Mbl. urðu: Viðar Halldórsson 6,1 í 18 leikj- um, Valþór Sigþórsson 6,1 í 18 leikjum, Heimir Bergsson 6,1 í 6 leikjum, Magnús Teitsson 5,8 í 16 leikjum og Pálmi Jónsson 5,8 í 17 leikjum. Víkingur Víkingar sýndu á köflum í sumar knattspyrnu sem jafnaðist fylli- lega á við það besta sem önnur lið sýndu. Það var einkum er líða tók á mótið, en liðið var þó alltaf of misjafnt til þess að ógna topplið- unum að ráði og sást það best er liðið mætti Fram í síðari umferð- inni. Víkingar höfðu leikið mun betur í næstu leikjum á undan, en það skipti engu máli er á hólminn var komið, Fram vann auðveldlega 3—0. En segja má að Víkingarnir hafi hlotið umbun fyrir erfiði sitt er þeir sigruðu Skagamenn 2—1 í aukaleik um UEFA—sætið, en liðin voru jöfn að stigum í 3.-4. sæti í lok mótsins. Það er dálítið erfitt að gera sér grein fyrir sterkum og veikum hlekkjum í liði Víkings, því þegar liðið átti góðan dag, virtist ekki vera einn einasti veikur hlekkur í því. Þegar liðið átti slæman dag, má segja að menn í öllum stöðum hafi brugðist. Athyglisverðustu leikmenn liðsins voru Lárus Guð- mundsson sem fór gífurlega fram, einnig kornungur framherji, Jó- hann Þorvarðarson, sem greini- lega er mikið efni. Þeir Víkinga, sem hæstar hlutu meðaleinkunn- irnar, voru þessir: Gunnar Gunnarss. 12 1. 76 st. 6, 33. Heimir Karlsson 16 1. 98 st. 6,12. Lárus Guðmundss. 17 1.103 st. 6,05. Diðrik Ólafsson 18 1. 108 st. 6,00. ÍBV Sem íslandsmeistarar frá 1979, eru Eyjamenn varla ánægðir með frammistöðuna í sumar. Eftir atvikum geta þeir þó þolanlega við unað, því að meiðsl hrjáðu marga af lykilmönnum þeira oft í sumar. Það var athyglisvert hve oft Eyjamenn töpuðu einu eða fleiri stigum á síðustu mínútum leikja, beinlínis hvað eftir annað í allt sumar. Geta þeir þannig sjálfum sér um kennt á margan hátt. En Eyjamenn léku vel þegar sá gállinn var á þeim, sérstaklega í Evrópuleiknum gegn Banik Ostrava. Nokkrir leikmenn voru mjög í sviðsljósinu hjá iBV, eng- inn þó meira en markvörðurinn Páll Pálmason, sem hiklaust var einn besti sinnar tegundar í deild- inni, þrátt fyrir „háan aldur". Sighvatur Bjarnason kom vel frá sumrinu og er þar athyglisverður varnarmaður á ferðinni. Hæstu menn voru þessir: Páll Pálmason 16 1.107 st. 6,68. Sigurlás Þorleifss. 16 1.101 st. 6,31. Gústaf Baldvinss. 12 1. 72 st. 6,00. Ómar Jóhannss. 17 1.102 st. 6,00. Akranes Sumir segja að Skaginn hafi náð betri árangri heldur en margir reiknuðu með, miðað við þann mannskap sem félagið hafði í sumar. Hitt er svo annað mál, að það er áfall fyrir lið eins og ÍA, sem á sér langa hefð sem eitt af fremstu liðum íslands, að ná ekki Evrópusæti. ÍA hefur á að skipa nokkrum góðum knattspyrnu- mönnum, en í liðinu eru þó of margir veikir hlekkir. Kæmi ekki á óvart þó ÍA tefldi fram nokkuð breyttu liði næsta sumar. Kristján Olgeirsson var að öðrum Skaga- mönnum ólöstuðum sá sem virðist efnilegastur. Á góðum degi er pilturinn óstöðvandi. Gamla kempan Jón Gunnlaugsson stóð vel fyrir sínu, einnig Bjarni markvörður, sem var eini leikmað- urinn sem fékk 9 í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Efstu menn voru þessir: Sigurður Lárusson 15 1. 96 st. 6,40 Kristján Olgeirss. 17 1.106 st. 6,23. Jón Gunnlaugss. 17 1. 105 st. 6,17. Bjarni Sigurðss. 17 1.106 st. 6,16. Árni Sveinsson 16 1. 98 st. 6,12. KR Keppnistímabilið var í heild hálf nöturlegt hjá KR, félagið var mest í fréttunum er þjálfara liðsins, Magnúsi Jónatanssyni, var vikið úr starfi sínu vegna komu Skota nokkurs, sem síðan staldraði að- eins örstutt við. KR gekk bærilega fram að þjálfaramálinu, en frekar illa eftir það. Liðið lék yfirleitt frekar stórkarlalega knattspyrnu, einkum og sér í lagi er þeir Sæbjörn og Elías léku ekki með. Slík áhrif höfðu þeir á liðið að erfitt var að þekkja það sem sama lið og horft var á stuttu áður, er þeir voru ekki með. Þeir áttu við meiðsl að stríða langtímum saman í sumar, en þegar báðir léku, sýndi KR sínar bestu hliðar, t. d. er liðið gersigraði Fram 4—1. Auk þeirra kvað mest á ungum og efnilegum markverði, Stefáni Jóhannssyni. Hann er ungur að árum og var nokkuð misjafn, en þar er þó greinilega mjög efnilegur piltur á ferðinni. KR skoraði ekki mikið og fékk heldur ekki mikið á sig af mörkum, þar kom Stefán við sögu ásamt Ottó Guðmundssyni sem hélt saman vörninni með harðri hendi. Efstir voru þessir: Ottó Guðmundss. 18 1.117 st. 6,50. Elías Guðmundss. 14 1. 88 st. 6,28. Sæbjörn Guðmundss. 12 1. 75 st. 6,25. Hálfdán Örlygsson 14 1. 87 st. 6,21. Stefán Jóhannsson 15 1. 90 st. 6,00. Jón Oddsson 18 1.108 st. 6, 00. Þróttur Um fall-lið Þróttar er svo sem ekki mikið að segja, en merkilegt er að liðið náði sér ekki á strik þrátt fyrir að sigur hafi unnist í fyrsta leiknum. Nokkrir 'snjallir leikmenn eru í herbúðum Þróttar og virðist sem helst hafi skort heppni framan af og síðan sjálfs- traust er á leið og ekkert gekk upp. Ýmislegt hjálpaðist því að við að senda Þrótt niður. Hins vegar má vel vera að liðið hafi verið slak- asta lið deildarinnar, en óheppni, sem ávallt loðir við falllið, sleppti aldrei taki sínu af Þrótti. Skotinn Harry Hill sýndi gáða takta með- an hann gekk heill til skógar. Góða hluti gerðu einnig Páll Ólafsson, Ólafur Magnússon, mið- • Guðmundur Þor- björnsson, Val, hampar eftirsóttasta bikarnum. Valsmenn voru vel að sigri sínum komnir í íslands- mótinu. verðirnir Sverrir og Jóhann auk annarra. En mistökin og óheppnin báru allt saman hins vegar ofur- liði. Enginn í liði Þróttar náði meðaleinkunninni 6 í einkunnagj- öf Morgunblaðsins, að Páli Ólafs- syni undanskildum. Hann fékk 93 stig úr 15 leikjum, eða 6, 20 í meðaleinkunn. Sverrir, Jóhann, Hill og Ágúst Hauksson voru með rétt tæpa 6 í meðaleinkunn. • Þórður Hallgrimsson tók á móti bikarnum fyrir meistarakeppni KSÍ. • Marteinn Geirsson Fram tók á móti bikarnum annað árið í röð í bikar- keppni KSÍ. • Diðrik ólafsson fyrir- liði Víkinga tók á móti bikar fyrir Reykjavíkur- mótið í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.