Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 24
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hafnarfjörður
Óskum að ráða verkafólk til starfa í frystihúsinu.
Frystihús Hafnarfjaröar hf.
Háteigskirkja
Sóknarnefnd Háteigskirkju óskar aö ráöa:
Kirkjuvörð, frá 1. október 1980.
Upplýsingar hjá sóknarprestum í Háteigs-
kirkju í síma 12407 kl. 11 —12 f.h. og kl.
5—6.30 e.h. mánudaga—föstudaga.
Sóknarnefnd Háteigskirkju.
Óskum að ráða
laghentan, reglu-
saman mann
á aldrinum 25—40 ára. Uppl. ekki í síma.
Sólargluggatjöld sf.
Skúlagötu 51.
Atvinnurekendur
athugið
Ung kona með stúdentspróf frá V.í. og
reynslu í gjaldkera- og einkaritarastörfum
óskar eftir starfi.
Uppl. í síma 43125 næstu daga.
Afgreiðslustúlkur
— Hálft starf
Óskast í nýja verzlun okkar að Hagamel 67.
Upplýsingar veittar á staðnum í dag og á
morgun milli kl. 13 og 15.
Álfheimabakarí
óskar eftir að ráða kvenfólk til framleiðslu-
starfa. Uppl. ekki gefnar í síma. Vinsamlegast
hafið samband við Þorstein Stefánsson,
framleiöslustjóra.
Sanitas við Köllunarklettsveg.
Patreksfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Patreks-
firði.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 1280 og hjá
afgr. í Reykjavík, sími 83033.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft til afgreiðslu-
starfa.
Upplýsingar í verzluninni Laugavegi 76
Vinnufatabúðin.
Skrifstofustúlka
óskast eftir hádegi. Upplýsingar veittar á
staðnum.
Brauð h.f.
Skeifunni 11.
Iðnverkafólk
lönfyrirtæki óskar að ráða starfsfólk hálfan
eða allan daginn. Mötuneyti á staðnum.
Uppl. í síma 43011.
Dósagerðin h.f.,
Vesturvör 16—20, Kópavogi
Hafnarfjörður
Óskum að ráða verkafólk til starfa í frysti-
húsinu.
íshús Hafnarfjaröar hf.
Saumakonur —
Afgreiðslustarf
Vanar saumakonur óskast strax, hálfan eða
allan daginn.
Einnig óskum viö eftir aö ráöa stúlku til
afgreiöslustarfa í 2—3 mánuði.
Hveragerði
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Hvera-
gerði.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 4389 og hjá
afgr. í Reykjavík sími 83033.
Stokkseyri
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðiö á Stokks-
eyri.
Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 3316
og á afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033.
pli>r0iimM£j§>tl>
Kjötiðnaðarmaður
óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist Morgun-
blaðinu merkt: „Kjötiönaöur — 4246.“
Unglingur
óskast til aðstoðar viðgerðarmönnum við
hreinsanir á vélum. Heilsdagsvinna.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir miðvikudsgs-
kvöld, merktar: „Unglingur — 4179“.
Frá Nausti
Stúlkur óskast til eldhússtarfa. Vaktavinna.
Upplýsingar á þriðjudag og fimmtudag frá kl.
9.30—13.30 í síma 17758.
Naust
Mötuneyti úti
á landi
óskar eftir aðstoöarmatráöskonu og aöstoö-
arstúlku. Þarf að hefja starf fyrir 1. okt. Fæöi
og húsnæði á staönum.
Uppl. í símum 99-6132 og 99-6170.
Innanlandsflug Flugleiða:
Vetraráætlun með svip
uðu sniði og á
VETRARÁÆTLUN innanlands-
(Iubs FluKleiða hefst 1. októbner
nk. og stendur til loka aprílmán-
aðar. Áætlunin er í meginatrið-
um sú sama og i fyrravetur ob
viðkomustaðir allir þeir sömu.
Sætaframboð verður ennfremur
svipað.
Til flugsins verða notaðar fjórar
Fokker-Friendship vélar, þrjár af
gerðinni F-27-200 með 48 sæti og
ein F-27-500 með sæti fyrir 56
farþega. Sú síðasttalda verður
aðallega í flugi milli Reykjavíkur
og Akureyrar.
Ferðatíðni frá Reykjavík á viku
hverri verður að öðru leyti sem
hér segir: Til Akureyrar verða 25
flugferðir, þ.e. þrjár ferðir á dag
fimm daga vikunnar, en fiórar
ferðir á fimmtudögum og fimm
ferðir á föstudögum. Til Egils-
staða verða ferðir alla daga og
tvær ferðir þriðjudaga, fimmtu-
sl. ári
daga og föstudaga. Til ísafjarðar
verða tvær ferðir á þriðjudögum,
fimmtudögum, föstudögum og
sunnudögum og ein ferð aðra
daga. Til Húsavíkur verður flogið
mánudaga, miðvikudaga, fimmtu-
daga, föstudaga og sunnudaga. Til
Hornafjarðar verður flogið þriðju-
daga, fimmtudaga, föstudaga og
sunnudaga, til Norðfjarðar þriðju-
daga og fimmtudaga og til Pat-
reksfjarðar mánudaga, miðviku-
f 'ibh'UiUt
daga og föstudaga. Til Sauðár-
króks verður flogið mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga og föstu-
daga og til Þingeyrar þriðjudaga
og fimmtudaga. Til Vestmanna-
eyja verða ferðir alla daga og tvær
ferðir mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga.
Eins og undanfarin ár tengist
áætlunarflug Flugleiða til Akur-
eyrar ferðum Flugfélags Norður-
lands til Vopnafjarðar, Þórshafn-
ar, Raufarhafnar, Kópaskers,
Grímseyjar og Siglufjarðar. Þá
tengjast ferðir Flugleiða flugferð-
um Flugfélags Austurlands frá
Egilsstöðum til Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar og Borgarfjarðar.
Einnig tengjast ferðir Flugleiða
víða áætlunarbílferðum, m.a. á
ísafirði og Egilsstöðum en einnig
á Patreksfirði og Höfn í Horna-
j.• • 4 . i...... -!
firði.
I flugferðum til Neskaupstaðar
verður lent á austurleið á Egils-
stöðum. Ennfremur hefur Fær-
eyjaflugið á laugardögum við-
komu á Egilsstöðum í báðum
leiðum. Á fimmtudögum og
sunnudögum hafa síðdegisferðir
til Akureyrar viðkomu á Húsavík
á norðurleið og sömu daga hafa
flugferðir til Isafjarðar viðkomu á
Þingeyri á vesturleið.
Á því tímabili vetrarins sem
flugvélar Flugleiða fara í árlegar
skoðanir er í ráði að leigð verði 19
sæta Twin Otter-flugvél til að
annast flug á leiðum félagsins.
Flugmenn Flugleiða munu fíjúga
þessari leiguflugvél. Talið er að í
heildina muni skoðanir Fokker
Friendship-vélanna taka 3 mán-
uði.