Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 $&&c$tmbttfoifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Víðsýni í olíumálum Hernaðarátök írana og íraka fyrir botni Persaflóa eru í nágrenni mikilvægustu olíulinda heims. Áhrifa átakanna gætir nú þegar á alþjóðaefnahagsmál. I gær snarhækkaði gullverð og kvíða gætir vegna hugsanlegra tafa á olíuframleiðslu. Óþarft er að fara mörgum orðum um það, hvaða áhrif sviptingar á þessum slóðum hafa haft á efnahagslíf allra ríkja veraldar. Það má rekja til byltingarinnar í íran, að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 132% frá janúar 1979 til þessa dags. Verðsprengingin varð mest á svonefndum Rotterdam-markaði, sem mælir dagverð á olíu, andstætt hinu almenna viðskiptaverði, er almennt gildir í langtímaolíusamningum milli ríkja. Á undanförnum mánuðum hefur þróunin hins vegar orðið sú, að dagverðið hefur lækkað niður fyrir viðskiptaverðið. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna, OPEC, hittust á fundi í Vínarborg í síðustu viku til að móta sameiginlega stefnu, sem miðar að því að samræma verð á framleiðslu þeirra og framleiðslumagn, í því skyni að draga úr þeim ofsalegu verðsveiflum sem orðið hafa á síðustu árum. Stefna ríkin að því að koma á jafnvægi, þannig að munurinn á viðskiptaverðinu og dagverðinu hverfi. Sá munur, sem skapast hefur á undanförnum mánuðum, stafar af offramboði á olíu. Það má rekja til mildrar veðráttu í Evrópu á síðasta ári, orkusparnaðar og umframframleiðslu í Saudi-Arabíu, sem hefur viljað knýja einstök olíuframleiðsluríki til að lækka viðskiptaverðið. Fundinum í Vínarborg lauk á þann veg, að Saudi-Arabar hækkuðu verðið á olíufatinu úr 28 dollurum í 30 dollara, en opinbert OPEC-verð er 32 dollarar og sum ríki selja olíufatið á 37 dollara. Jafnframt ákváðu Saudi-Arabar að halda áfram óbreyttri framleiðslu til ársloka, en gáfu til kynna, að þá yrði langlundargeð þeirra á þrotum. Bíða menn nú ákvarðana á fundi æðstu manna OPEC-ríkjanna. sem halda á í byrjun nóvember. Hernaðarátökin milli írana og Iraka kunna hins vegar að trufla þau fundahöld og rugla enn hið alþjóðlega olíudæmi. Miðað við reynslu undanfarinna missera lýsir það furðulegri skammsýni hjá ríkisstjórn íslands, ef hún ætlar nú að stöðva allar athuganir á sínum vegum til að kanna innflutning á olíu frá öðrum en Sovétríkjunum. Þótt dagverðið í Rotterdam, sem ræður verðviðmiðun í viðskiptum okkar við Sovétmenn, sé nú lægra en viðskiptaverðið, sýnir reynslan, að slíkt getur verið skammgóður vermir af mörgum óvæntum orsökum. Öll efnahagsleg áætlanagerð verður háð stjórn- málasviptingum í þeim heimshluta, sem nú er viðkvæmastur allra, umhverfis Persaflóann. Síst af öllu er það til að auka festuna í íslensku efnahagslífi að byggja á slíkum grunni varðandi svo mikilvæga neysluvöru. Með skammsýni sinni kemur ríkisstjórnin í veg fyrir, að nú þegar verði teknar upp viðræður við Norðmenn um framtíðarolíuviðskipti, og aðgerðarleysið gagnvart tilboði Saudi- Araba hefur ekki verið skýrt með neinum haldbærum rökum. Formaður olíuviðskiptanefndar, dr. Jóhannes Nordal, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir helgi, að nú sé tækifæri til að ná samningum um olíuviðskipti til lengri tíma og full ástæða sé til að huga að því, þar sem engin vissa sé fyrir því, að Rotterdam-vérðið haldist til langtíma jafn hagstætt og það er í dag. Hvað sem líður olíuverðinu er ekki síður miklivægt að leiða hugann að því, að allar spár hníga í þá átt, að Sovétmenn verði ekki aflðgufærir með olíu eftir fáein ár til annarra en sjálfra sín og fylgiríkja sinna. Þar sem telja verður, að núverandi ríkisstjórn líti ekki á Island sem eitt af fylgiríkjum Kremlverja, hlýtur hún að gefa þessum spádómum gaum. Að vísu benda yfirlýsingar kommúnista hér á landi ekki til þess, að þeim virðist þörf aðgæslu af þessum sökum, enda finnst þeim best að vera undir pilsfaldi sovéska heimsveldisins og lifa á molum af borði þess. Að óreyndu hefði mátt ætla, að Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, væri annarrar skoðunar. Umræðurnar um olíuviðskiptin endurspegla þær deilur, sem ávallt verða hér á landi um mikilvæg utanríkismál. Annars vegar eru kommúnistar, sem reyna ávallt að leggja stein í götu traustra tengsla þjóðarinnar við vinveitta nágranna og taka fremur mið frá Rauða torginu en Arnarhóli. Hins vegar eru lýðræðisflokkarnir þrír, sem gera sér grein fyrir því, að skynsamlegt er að hafa ekki önnur viðskipti við Sovétríkin en þau, sem hagkvæm eru frá almennu sjónarmiði. I hópi þeirra flokka hefur Framsóknarflokkurinn jafnan haft tilhneigingu til að leika tveimur skjöldum, oft vegna þess að þjóðarhagur víkur fyrir hagsmunum SÍS-valdsins. Um tvískinnung framsóknar má til að mynda nefna andstöðu hennar gegn stóriðju og aðild íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. Reynslan hefur sýnt, að afstaða kommúnista og framsóknarmanna í slíkum málum hefur aldrei átt við rök að styðjast. Svo er einnig nú, enda slá flokkarnir á strengi stundarhagsmuna og neita að ræða málið af nægilegri víðsýni. gSSSwn Opið bréf til menntamálaráðherra Háttvirtur menntamálaráð- herra! Þann 29. maí sl. sendi ég háskólaráði H.í. bréf, sem ég framsendi yður í opnu bréfi í Mbl. 31. maí sl. Eins og þar kom fram samþykkti heimspekideild- arráð H.í. á fundi sínum 18. jan. sl., að prófdómari, sem ráðuneyti yðar skipaði síðan, mæti prófúr- lausnir mínar í dönsku við Há- skóla íslands í samræmi við prófúrlausnir annarra próftaka í sama fagi. Niðurstöður prófdómara (Ást- hildar Erlingsdóttur) varðandi úrlausnir í „Textafræði" urðu þær, að af 12 nemendum væri ég sá eini, sem ætti að hækka, 2 nemendur að standa í stað, en 9 nemendur að lækka. Ég gekk út frá því, að þar sem niðurstöður lögskipaðs prófdóm- ara lægju fyrir, yrðu einkunnir sjálfkrafa leiðréttar. Sú varð þó ekki raunin. í viðtali, sem ég átti við Guðmund Magnússon, rekt- or, 23. maí sl. (sbr. áðurnefnt opið bréf til yðar), kvað hann engar leiðréttingar verða gerðar og tiltók ástæður þess. Þær hrakti ég sem haldlausar í nefndu bréfi til háskólaráðs. Jafnframt krafðist ég þess þar m.a., að leiðréttingar yrðu gerð- ar tafarlaust. Háskólaráð hefur ekki hirt um að virða mig svars nú í hartnær 4 mánuði. Hinsvegar fékk ég í ágúst sl. tölvuritaðar upplýs- ingar frá skrifstofu heimspeki- deildar H.í. um námsferil minn síðastliðinn vetur. Þar er engin leiðrétting gerð á rangri einkunn kennara í „Textafræði". Upplýs- ingablað þetta er dagsett 11. júlí sl. (póstlagt 31. s.m.). Háskóli íslands brýtur sam- kvæmt því enn á mér þann rétt að fá þessa einkunn leiðrétta í samræmi við niðurstoður próf- dómara. Leiðrétting þýðir í raun, að hækka ber einkunn mína um 0,70 stig + sambærilega hækkun og 9 nemendur eru látnir njóta í einkunnagjöf kenn- ara umfram rétta einkunn að mati prófdómara, verði þeirra einkunnir ekki leiðréttar (þ.e. Sigrún Gisladóttir lækkaðar) eins og rétt er. Sam- bærileg hækkun á þá við um þá 2 nemendur sem prófdómari taldi vera með rétta einkunn. Mig varðar engu hvað undir- málsfólk innan eða utan háskól- ans álítur um hæfni mína eða hvatir. Hitt er öllu alvarlegra þegar réttur nemenda, sem stunda nám við Háskóla íslands, er fótum troðinn og þeir jafnvel flæmdir frá námi vegna þess að þeir vilja ekki una skoðanakúg- un og þora að rísa gegn þeirri pólitísku innrætingu og lágkúru, sem tröllríður a.m.k. dönsku- kennslu Háskóla íslands. Þér hafið opinberlega lýst því yfir, að valdið sé yðar sem menntamálaráðherra og að þér munið beita því eftir beztu samvizku. í samræmi við það óska ég þess hér með, að þér sjáið um að leiðrétting verði gerð án frekari tafa á prófein- kunn minni (og annarra) í „Textafræði" í dönsku við heim- spekideild H.í. Einnig ítreka ég við yður ábendingu mína í marg- nefndu bréfi til háskólaráðs H.I., um að kennurum í þessum fræð- um, Lotte Maybom og Knud- Erik Holme Pedersen, beri að víkja úr starfi. Varðandi umsókn Peter So- by-Kristensen um lektorsstöðu í dönsku við heimspekideild H.Í., vil ég minna á þátt hans í máli mínu öllu (sbr. áðursend gögn og opin bréf) og yfirlýsingu yðar um vald, samvizku og þor. Þótt ég líti á veru mína í dönskudeild Háskóla íslands síð- astliðinn vetur og andóf mitt þar gegn kennslu í ríkjandi hug- myndafræði kennara í dönsku sem þarft verk og ómetanlega reynslu ofar bóknámi og réttind- um, þá hefur það ár, sem ég fékk hálflaunað leyfi frá kennslu til framhaldsnáms, ekki veitt mér þau viðbótarréttindi sem stefnt var að. Ástæður þess hef ég reynt af fremsta megni að upp- lýsa yður og aðra um. Jafnframt hef ég leitazt við að fá leiðrétt- ingar minna mála, en hingað til án árangurs, þó þar væri ekki um að ræða þau viðbótarréttindi sem mér hefur verið meinað að ná við Háskóla íslands. Það síðastnefnda eitt sér gæti verið grundvöllur mun harkalegri að- gerða en hingað til af minni hálfu til að ná rétti mínum. Ég vænti þess, að þér munið nú þegar taka þannig á málum, að til þess þurfi ekki að koma. Reykjavík, 21. september, 1980 Sigrún Gisladóttir. Fréttaskýríng: Irakar sjá sér leik á hnignunar íranska Persar og arabar hafa frá alda ööli eldað saman grátt silfur. Á þess- arí öld hafa deilur íraka og írana komist í brennidepil og þá eink- um vegna hinna gífurlegu olíu- auölegðar á svæðinu. Ríkin hafa á víxl gert landakröfur hvort til annars. Þau hafa stutt minni- hlutahópa innan hvors annars til uppreisna. Og síðast en ekki síst, trúarbragöadeilur hafa blossaö upp, ekki síst nú, eftir valdatöku erkiklerksins Khomeini. íran er ekki lengur þaö stórveldi fyrir Persaflóa, sem þaö var. Hreint ótrúleg hnignun hefur átt sér staö innan íranska hersins í kjölfar byltingarinnar. Frétta- skýrendur eru almennt sammála um, að hnignun hernaðarmáttar írana sé orsök þess, aö írakar riftu samkomulagi því sem gert var fyrir nokkrum árum milli ríkjanna. Þeir töldu einnig að Saddan Hussein, forseti Iraks, hygöist notfæra sér óreiöuna í íran og veikingu íranska hersins, til þess að gera íraka aö sterkasta hernaöarveldi við Persaflóa. Báöir aðilar hafa búiö sig undir styrjöld. Ekki hefur enn að minnsta kosti verið lyst opinber- lega yfir stríði, þrátt fyrir stig- mögnun átaka. írakar hafa ásak- aö írani um aö trufla siglingar írakskra skipa um Shatt-al- Arabfljót. Þeir hafa ásakað írani um loftárásir á írakskt lands- væði. íranir hafa ekki látið sitt eftir liggja — þeir kvarta undan árásum Iraka inn í hið olíuauöuga Huzestan. írakar hafa gert kröfur til þessa landsvæöis, sem eink- um er byggt arabískum írönum. Khomeini hefur hvatt íraka til þess aö rísa upp gegn forseta sínum, Saddam Hussein. íranir eru að miklum hluta Shiitar. Raunar eru írakar aö meirihluta Shiitar en Sunnitar skipa flestar valdastöö- ur og sjálfur er Hussein Sunniti. Um árabil var Khomeini í útlegö í írak og stjórnaöi þaöan and- stööu við stjórn Reza Pahlavi, keisara. Hussein rak Khomeini frá landinu áriö 1978. Erkiklerk- urinn fór til Frakklands og þaöan varö hann sameiningartákn ír- önsku þjóöarinnar í andstööunni gegn Reza Pahlavi. Þaö, sem átti aö veröa til þess aö einangra Khomeini, varö upphafiö aö valdatöku hans. Bani-Sadr forseti íranska hernum. — stjórnar nú Samkomulagiö frá 75 Undir stjórn Reza Pahlavi varð íran óumdeilanlega öflugasta her- veldiö við Persaflóa. í krafti hervalds síns og máttar þvingaöi Pahlavi íraka til samkomulags um hiö umdeilda Shatt-al-Arab- fljót. Samkvæmt samkomulaginu skyldu landamæri ríkjanna liggja um mitt fljótiö á 200 kílómetra | I a h £ S I s r E r Ní v s L •>•••! <•«•••• •.'". ¦'• »»»1 Vt> »»X» .V' «»». '•.«¦• ,••< <»>?. ¦.%. .v «v». V«. >X» «>«4 ••»>. t.» ..fc '.•«.> *,•>, «.% .».1 «v* «.•. .«.» *.», >.fc .».« •.•. •_*. .».> •.«. >.*. ,».« ».». •.*. .*.* «V». ».«_ .*.• <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.