Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 15 Kritszhner fræðileg málefni heldur mest megnis um kirkjurnar sem tvo söfnuði. Þær munu snúast um meiri einingu safnaðanna. Mark- miðið er að auka skilning milli kirknanna og þá einnig landanna sem þær eru í. Markmiðið er ekki að kirkjurnar tvær verði ein og sama kirkjan með sama nafni heldur að þær verði eitt í Kristi. Þetta er mikið og háleitt markmið og enginn veit hvort eða hvenær það næst.“ „Erfiðar viðræður framundan44 Lútherska kirkjan hefur þegar hafið einingarviðræður við kaþ- ólsku- og anglikönsku kirkjuna og undirbýr nú viðræður við orto- doxu kirkjuna og meþódista. „Viðræðurnar við þá ortodoxu verða örugglega þær lengstu og erfiðustu. Ortodoxa kirkjan hefur svo lengi lifað einangruð og fólk á vesturlöndum veit afskaplega lítið um þá kirkju. Það gegnir öðru máli um þær kirkjur sem eru yfirleitt í sömu löndum og þær lúthersku og við þekkjum betur. Sumum finnst þessar viðræður kannski vera eintómt hjal. Ég veit ekki hvernig Islendingar líta á þær, en ein ástæða þess að við vildum að þessar undirbúningvið- ræður ortodoxanna færu fram á íslandi er sú að við viljum að sem flestar lútherskar kirkjur taki beinan þátt í þeim. Þótt kirkjan hér sé ekki stór og íslendingum finnist þeir ekki hafa nokkuð gagn af viðræðunum þá tilheyra þeir einnig heimssambandi lútherskra kirkna. Það ætti líka að vera hagur hverrar lútherskrar kirkju að kynnast því hvernig V4 hluti hins kristna heims hagar sínu safnaðarlífi. Okkur fannst það líka mikil- vægt að ortodoxarnir kæmu hingað til að kynnast hinu lút- herska samfélagi sem hér ríkir. Kirkjan hér er um margt sérstæð og á sér sérstaka sögu. Það er t.d. allt öðru vísi andrúmsloft sem leikur um hana hér en t.d. í Rússlandi eða Jerúsalem." „Kirkja Krists er ein44 — Ef einingarviðræður lúth- erska og ortodoxa fá farsælan enda. Hverju mun það breyta? „Við munum vita meira um trúarvenjur ortodoxana og það mun hjálpa prófessorum verulega við guðfræðikennslu. Kirkjurnar geta heldur ekki haldið óbreyttri núverandi stefnu. Við verðum að gera öllum það ljóst að hver kirkjudeild er ekki einangraður hluti án sambands við þá næstu, heldur eru allir kristnir hluti af heilögu samfélagi Krists. Hver kirkja verður auðvitað að þróast á sinn hátt en ekki einangr- uð án sambands við aðrar. Þær verða að taka mið af hver annarri. Ég er ekki hér með að segja að okkar helgisiðir séu ekki nógu góðir heldur er kirkja Krists aðeins ein. Hér er um að ræða það að hlýða þeirri bæn Krists að ' hans sameinist." Kll rvj.. .. „Ortodoxan beint fram- hald frumkristninnar“ „Fyrir okkur eru lútherskir siðir ákaflega mikilvægir. Við höfum ekki meðtekið siði og reglur kaþólsku kirkjunnar og viðurkennum ekki páfadóminn i Róm frá miðöldum. Því var það ákaflega mikilvægt fyrir okkur ortodoxa er fólkið innan kaþ- ólsku kirkjunnar stóð upp og mótmælti," sagði John S. Rom- anides guðfræðingur við háskól- ann í Þessalóniku i Grikklandi. Romanides er fæddur í Grikk- iandi en var alinn upp i Banda- rikjunum. Hann tók þátt i undir- búningsviðræðunum í Skálholti fyrir hönd ortodoxu kirkjunnar i Grikklandi. „Fyrr á öldum voru ortodoxar vel þekktir á vesturlöndum en nú vita mjög fáir hverjir við erum. Þeir kalla okkur grísk-ortodoxa og við erum orðnir vanir því. Sjálfir lítum við á okkur og köllum okkur rómversk-ortodoxa. Fyrr á öldum voru patriarkarnir 5 og var páfinn í Róm einn þeirra. Þegar hann var handtekinn settu Frankar sinn eigin mann í páfastól. Þá fóru Frankarnir að kalla okkur grísk- kristna. Við teljum okkur hins vegar vera þá einu sem réttilega eru komnir frá gamla söfnuðinum í Róm og köllum okkur rómversk- kristna. Þá sem tilheyra kaþólsku kirkjunni og páfanum í Róm köllum við frank-kristna vegna þess að Franki var settur á páfastól en ekki Rómverji. — Hver er megin munurinn á ortodoxu- og lúthersku kirkjunni út frá guðfræðilgu sjónarmiði? „Ortodoxan er beint framhald af frumkristninni. Fljótlega vor- um við ortodoxar umkringdir ar- öbum og tyrkjum og einangruð- umst frá öðrum kristnum söfnuð- um. En á vesturlöndum voru tíðar styrjaldir og sigurvegararnir oftast kristnir. Hver sigurvegari setti sinn biskup til valda og voru breytingar tíðar. Þannig þróuðust kristnar kirkjur á vesturlöndun- um og urðu fyrir áhrifum frá hvor annarri. En ortodoxa kirkjan var einangruð og fékk ekki tækifæri til að þróast eða verða fyrir áhrifum. Himinn og helvíti Sem dæmi um það hversu þessi þróun héfur breytt boðun kirkn- anna er hversu mismunandi þær líta á himin og helvíti. Lútherska kirkjan boðar þá kenningu Agúst- ínusar að himinn og helvíti séu tveir aðskildir staðir. Ortodoxa kirkjan telur hins vegar að sjálfur Guð sé bæði himinn og helvíti. Það stendur svo í gamla testamentinu og þannig var það boðið í frum- kristni. Allir munu sjá Guð ein- hvern tíma og ef þeir eru sjálfs- elskir og með forhert hjarta sjá þeir Guð sem logandi helvíti en ef þeir eru kærleiksríkir án sjálfs- elsku sjá þeir Guð sem dýrðlegan himinn. Við trúum sem sé ekki á fordæmingu til helvítis eða frels- un til himna eins og þeir lúth- ersku." „Erum afslappaðir og frjálslegir við messur44 — Hvernig er almennt safnað- arlíf innan ortodoxu kirkjunnar? „Ef ég tek dæmi um Grikkland Rætt við John S. Romanides guðfræðing þá eru messur þar á sunnudags- morgna frá kl. 7 til kl. 9.30 (5Vfe milljón ortodoxa eru í heiminum, þar af eru 2—3 milljónir Grikkir). I kirkjunum eru engin sæti og John S. Romanides: „Viö köllum okkur sjálfir róm- versk-ortodoxa.“ getur fólk komið og farið hvenær sem það vill. Engar sérstakar messur eru fyrir ungt fólk eða börn heldur koma allir til sömu messunnar. Jafnvel ungbörn koma með mæðrum sínum. Okkur finnst það mjög skritið að koma inn í lútherska kirkju og sjá alla sitja kyrra. Hjá okkur er fólk afslappað og gengur um og öllum er sama þótt eitthvert barnið gráti eða hlaupi um. Það truflar ekkert." — En hvernig er háttað andlegu lífi safnaðarmeðlima? — I andlegum þroska eru þrjú stig. Fyrsta stigið er hreinsun hjartans án tillits til umhverfis eða hugsunar. Annað stigið er þegar viðkomandi kafar það djúpt í hjarta sitt að hann yfirgefur heiminn á vissan hátt, hugur hans tæmist og hjartað er heilt í bæninni. Þriðja og síðasta stigið er upphafning mannsins (gloryfic- ation). Það er öllum eðlilegt að trúa á Guð en það eru ekki allir sem notfæra sér það á réttan hátt. Hindúar nota svipað hugleiðslu- form og ortodoxar en þegar þeir hafa tæmt hugann hafa þeir náð hámarkinu. En það er þá sem bænin kemur inn í hjá okkur og þá fer manneskjan að öðlast meiri kærleika, óeigingjarnan kær- leika.“ — Telur þú að viðræður ykkar og lútherskra muni koma til með að breyta einhverju? „Alla vega munum við skilja hvora aðra mun betur en við höfum gert hingað til,“ sagði Romanides að lokum. „Með viljanum einum stígum við stórt skref “ í forsvari fyrir hópi ortodoxu prestanna er Jóhannes metropoii- tan, eða biskup, i Finnlandi. „Tiigangurinn með þessum fundi okkar hér er að undirbúa eining- arviðræður við Lúthersku kirkj- una. Við erum að skipuleggja umræðurnar frá okkar hálfu, koma með tillögur um það hvað skuli rætt og hvernig haga skuli áframhaldandi undirbúningi. Þetta er þriðji sliki fundurinn sem við hnldum innan ortodoxu kirkjunnar. Sá fyrsti fór fram i Sigtuna i Sviþjóð og annar fund- urinn var haldinn i Þýskalandi á siðasta ári. Flestar ortodoxar kirkjur í heiminum eiga fulltrúa hér, einn eða tvo. Þeir eru t.d. frá Sovétríkj- unum, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Finnlandi, Grikklandi, Israel og Þýskalandi. Á næsta ári höfum við ákveðið að reyna að halda fund á sama stað og sama tíma og nefnd sú innan lúthersku kirkj- unnar sem undirbýr viðræðurnar af þeirra hálfu. Með því viljum við leggja enn frekari áherslu á grundvöll til einingaviðræðna. Við munum ekki ræða formlega við fulltrúa lúthersku kirkjunnar á næsta ári, en það verður gott fyrir okkur að vita hvorir af öðrum og kynnast betur. Þessar væntanlegu viðræður okkar við lúthersku kirkjuna er þáttur í enn stærra verkefni. Við höfum hafið eöa ráogéFum að hefja viðræður við sem flestar kristnar kirkjur í heiminum. Við höfum þegar hafið viðræður við anglikönsku-, kaþólsku-, gömlu kaþólsku- og oriantísku kirkjurn- ar. Við ráðgerum einnig að hefja brátt viðræður við kalvínsku kirkjuna en undirbúningur þeirra viðræðna hefur enn ekki hafist. „Eining í trúnni44 “Tilgangur allra þessara við- ræðna er einfaldlega sá að auka tengsl kirknanna. Við setjum ekki guðfræðileg sjónarmið á oddinn, heldur spurr.inguna um einingu í trúnni." — Eruð þið að vonast eftir nokkurs konar sameiningu allra kristinna kirkna? „Að vissu leyti. Formið á helgi- og messusiðum þarf ekki að vera hið sama. Heldur að kirkjurnar virði hvora aðra, þekki hvora aðra og eigi það mikið sameiginlegt að söfnuðurnir viti það að þeir til- heyra sömu trú og geti lifað sameinaðir í trúnni." — Hvað er það í stórum drátt- um sem aðskilur þessar tvær kirkjur ef frá eru taldir helgisið- irnir? „Þetta er mikið spurning sem erfitt er að svara nákvæmlega. En í stórum dráttum má segja það að lútherska kirkjan hefur innleitt kirkjusiði vesturlanda sem eru komnir frá kaþólsku kirkjunni en ekki þeirri ortodoxu. Ortodoxa kirkjái'i telur aö allt það sem fram fór á fyrstu öld kristninnar beri að varðveiia Og bvggir starf sitt á því. Lútherska kirkjafi byggir Rætt við Jóhann- es metropolitan frá Finnlandi starf sitt og siði meiri í raun á Biblíunni sjálfri." „Verða langar viðræður44 „Við sem erum hér saman komnir erum frá mörgum og um margt ólíkum ortodoxum kirkjum. Sumar þeirra eru gamlar og rót- grónar, aðrar minni og nýrri. I Grikkiaiíui er ertodoxa kirkjan til dæmis eina kirkjan þar í ianái en í Finnlandi eru þær fleiri og er ortodoxa kirkjan ákaflega fá- Jóhannes metropoiiián ÍTÍ Finnlandi: „Ortodoxa kirkjan byggir starf sitt á frumkristninni." menn. í landinu öllu eru um 60.000 ortodoxar sem er um 1,2% af fólksfjöldanum. Þrátt fyrir það er staða ortodoxu kirkjunnar sú sama og hinnar lúthersku. Þessar tvær kirkjur eru þjóðkirkjur í Finnlandi. Þar sem ortodoxar eru meðal annarra kirkna, t.d. í Finnlandi og fleiri vesturlöndum, vita þeir meira um siði og hagi annarra kristinna kirkna og hafa meira samband við þær en þeir ortodox- ar sem lifa einangraðir frá öðrum kristnum kirkjudeildum, t.d. í Grikklandi. Þetta gerir umræð- urnar fiókfiári 9g við megum búast við að þær dragist á iafig- inn.“ — Búist þið við miklum árangri af fundi ykkar hér? „Hingað til höfum við hlustað á fyrirlestra um það hvernig við, ortodoxar, lítum á kirkjuna okkar og lífið innan hennar. Við komum ekki til með að ákveða annað en það hvernig beri að haga áfram- haldandi undirbúningi. Hann verður að öllum líkindum langur og strangur og ekki má búast við árangri af viðræðum okkar við lúthersku kirkjuna fyrr en eftir mörg ár. En það er mikilvægt að vilji fyrir samræðum sem þessum er fyrir hendi. Það var fyrst á þessari öld að slíkur vilji kom fram og með honum einum er stigið stórt skref," sagði Jóhannes að lokum. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.