Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 13 hugmyndum en eru þó alls ekki lausir við kynþáttafordóma eða hafa tekið í sig einhverjar róm- antískar hugmyndir um varð- veislu íslenska mannstofnsins, ef svo mætti að orði kveða, líkt og mönnum er annt um að varðveita gömul hús, sjaldgæfar plöntur eða íslenska hundinn. Hins vegar skil ég mjög vel menn sem vilja varðveita íslenska tungu og menn- ingu, ég er sjálfur mjög fylgjandi því enda þarf slík þjóðrækni engan veginn að fara í bága við alþjóðahyggju og hugmyndir um bræðralag allra manna án tillits til þjóðernis eða uppruna. En ganga menn ekki of langt þegar þeir eru farnir að hugsa um mannfólkið á svipaðan hátt og dýr, plöntur eða hluti? Kristin siðfræði kennir að maðurinn sé heilagur, þar er ekki gert upp á milli manna eftir hörundslit eða kynþætti. Einhver kann að hafa þá skoðun að t.d. „hinn norræni kynþáttur" sé fallegri en aðrir. Ekki er hægt að banna honum að hafa þá skoðun. Hins vegar er það beinlínis mannréttindabrot ef á að fara að láta litarhátt ráða því hvort fólk fær að koma hingað eða ekki og ef til vill blanda blóði við hina stoltu afkomendur vík- inganna. Reyndar er ekki ómeng- að konunga- eða höfðingjablóð í æðum okkar, allnokkuð írskt „þrælablóð" er þar líka. Og sá frægi ruddi og manndrápari sem við erum öll talin vera komin af, Egill Skalla-Grímsson, hafði víst nokkurt lappablóð í æðum, enda sagður „svartur og ljótur". Títtnefndur Helgi Geirsson tal- aði fjálglega um bræður okkar en taldi einungis íslendinga til bræðra, líklega vegna þess að þeir eru allir komnir af Agli sterka. Og vegna þess að aðrar þjóðir eða „manntegundir" gætu í hæsta lagi verið frændur, þá kæmi okkur ekkert við þótt þeir þjáðust eða dæju úr hungri eða öðru. Ekki var þetta skilgreining Krists á því hverjir væru bræður, hann taldi að andlegur skyldleiki ætti að ráða fremur en líkamlegur, sbr. Mt. 12, 48-59, Mk. 3,35 og Lk. 8,20. Og ekki fór Kristur í manngreinarálit, hann umgekkst t.d. Samverja, sem annars voru fyrirlitin þjóð og eru jafnvel enn, þeir hafa meira að segja hlotið þau örlög að úrkynjast vegna ofskyldleika þar sem einangrun þeirra hefur verið svotil algjör öldum saman. Ekki hefði þeim veitt af fersku blóði fremur en öðrum, sagt er að þeir, sem enn lifa, séu meira og minna andlega vanheilir. Dæmisaga um einn af Samverj- um minnir okkur á það að mann- úarstefna okkar, sem fyrst og fremst er sprottin úr kristnum kærleiksboðskap þegar menn loks tóku við honum, á ekki að ein- skorðast við okkur sjálfa og úti- loka aðra þótt við berum gæfu til að lifa við allsnægtir. Öðru nær, við eigum einmitt að vera þess minnug að allir menn eru bræður, líf þeirra er jafnheilagt hvernig sem litarhátturinn er og við eigum að leggja fram okkar skerf til hjálpar bágstöddum hvar sem er í heiminum og á þann hátt sem þeim verður að mestu gagni, jafnvel hýsa einhverja þeirra ef þörf krefur. íslenska þjóðin stendur ekki og fellur með því hvort henni bætist örlítið af fersku blóði þótt hún hafi áreiðanlega gott af því frem- ur en hitt. Og miklu heldur getur menningunni stafað hætta t.d. af amerísku rokki, jafnvel þótt það sé „gegn her“. Auðvitað er mönnum frjálst að hafa sínar skoðanir og sín áhuga- mál svo lengi sem þau ganga ekki út yfir annað fólk og grundvall- armannréttindi. Þess vegna skal áhugamönnum um hreinræktun bent á að snúa sér að því að rækta hvítar mýs, rósir eða eitthvað þess háttar en láta mannfólkið í friði. ólafur Ingólfsson Heiðargerði 7. Rvík. Arndís Björnsdóttir: Við fljótum sofandi í átt til ríkisreksturs í aldaraðir bjuggum við íslend- ingar við hina illræmdu dönsku einokunarverzlun. Það var því mikill sigur, þegar okkur tókst að losna úr þeim fjötrum og fengum að verzla við þær þjóðir, sem við vildum verzla við. Þessir merku atburðir í sögu okkar gerðust á síðari hluta 19. aldar og forvígismaðurinn Jón Sigurðsson er þjóðhetja okkar. Það hefði því mátt ætla, að þjóð, sem þekkti svo vel hinar neikvæðu hliðar ófrelsis í verzlun, léti sér þær verða víti til varnaðar og héldi áfram á frelsis- braut til að tryggja það, að slíkir óheilla tímar gætu endurtekið sig. En hvar stöndum við í verzlunar- og viðskiptamálum á árinu 1980? Getum við státað af frjálsri verzlun? í fljótu bragði myndum við svara því til, að við byggjum við fullt frelsi í þessum efnum. Ef hins vegar er betur að gáð, verður okkur ljóst, að ennþá er langt í land með verzlunar- og við- skiptafrelsi. Eins og sakborningur sem búið er að dæma áður en mál hans er flutt Innflutningsverzlunin er að því leytinu ófrjáls, að óraunhæfar álagn- ingarreglur beinlínis hvetja til óhagkvæmra innkaupa, því að hærra innkaupsverð gefur af sér fleiri krónur í álagningu. Það er því lítill áhugi að leita nýrra markaða þegar það gæti jafnvel þýtt versnandi afkomu fyrirtækisins, sem er oftast léleg fyrir. Þróunin hefur líka orðið sú, að heildverzlunin hefur verulega flutzt úr landinu. Samt er sífellt reynt að gera innflutningsverzlunina tortryggilega og má í því sambandi nefna skýrslu þá, sem átti að sýna að verð á innfluttum vörum væri marg- falt hærra hér á landi heldur en í öðrum löndum Evrópu. Var látið að því liggja, að innflytjendur létu hækka verðið á reikningunum er- lendis og hirtu hluta verðsins í eigin vasa. Amóta órökstuddar fullyrð- ingar skjóta upp kollinum og í þessu tilviki er innflytjandinn eins og sakborningur, sem búið er að dæma áður en mál hans er flutt. Hér á landi hefur verið unnið markvisst að því að gera alla innflytjendur grunsamlega og yfirleitt er neikvætt andrúmsloft í garð heildsala og kaupmanna. Þetta neikvæða viðhorf er hættulegt og óspart "notað af öfgaöflum og póli- tískum fylkingum. Því miður hefur þessi áróður borið góðan ávöxt og við heyrum jafnvel á fólki, sem telur sig frjálslynt, að það telur heildsala og kaupmenn af hinu illa. Það er svo lengi búið að ala á því við okkur, að þessir aðilar hugsi um það eitt að græða á óheiðarlegan hátt og okra, að við gleymum þeirri staðreynd, að verzlun er þjónustustarfsemi við fólkið og það er okkar hagur að þessi þjónusta sé frjáls. Eins og nú er, getum við valið milli þjónustu margra fyrirtækja, en ef þessi starfsemi væri í höndum ríkisins yrðum við að sætta okkur við lélega afgreiðslu og hátt verðlag. Taka má nærtækt dæmi: símann. Afnotagjöld verða sífellt hærri, við erum nánast varnarlaus þótt við teljum reikninginn alltof háan og það kemur iðulega fyrir, að símanum er lokað þótt reikningurinn hafi verið greiddur á gjalddaga; „kerfið“ er seinvirkt og silalegt. Síðan fáum við aukareikning fyrir opnun á símanum. Svona afgreiðsla yrði ekki lengi að gera viðskiptavin- ina fráhverfa einstaklingsfyrirtæki. Markvisst unnið að feigð lýðræðis í landinu En þrátt fyrir talandi dæmi um seinvirkni, óliðlegheit og óhóflegan kostnað í rekstri ríkisfyrirtækja eins og símans, hitaveitunnar, tollsins o.s.frv. fljótum við sofandi í átt til ríkisreksturs á sífellt fleiri sviðum. Nefna má fyrirtæki eins og t.d. Innkaupastofnun ríkisins, sem að því er bezt verður séð á lítinn tilverurétt í frjálsu þjóðfélagi. Það verður að teljast varhugavert, þegar ríkisvald- ið er að smeygja sér inn á allar greinar þjóðlífsins og vasast í verk- efnum, sem hinn frjálsi markaður getur fullkomlega annast á eigin spýtur. Með því að gera aðila hins „frjálsa“ innflutnings tortryggilega og ala á lævísan hátt á fjandskap á hendur þeim, er markvisst unnið að feigð lýðræðis í landinu. Eins og nú er málum háttað, eru fjölmörg fyrir- tæki í andarslitrunum, því að þau geta ekki þróast í því kerfi verðbólgu og skattastefnu, sem hér ríkir. Hvað er það, sem við eigum á hættu í þessum efnum? Ef þróunin heldur áfram á þeirri ógæfubraut, sem við nú erum á, er ekki langt í það ófrelsi, sem við hrundum af okkur á sínum tíma undir forystu Jóns Sig- urðssonar. Munurinn verður sá, að í stað þess að mega á sínum tíma aðeins eiga viðskipti við Dani, verður það nú ríkisvaldið, sem velur og hafnar, og við verðum að sæta geðþóttaákvörðunum pólitískra afla á hverjum tíma. frelsið er nefnilega ekki eins sjálfsagt og við teljum. Það verður að varðveita það eins og allt annað. Eitt dæmi um viðskiptaófrelsi okkar eru samningarnir við Rússa. Við neyðumst til að kaupa rússneskt é Arndis Björnsdóttir bensín, lélegt og dýrt. Þótt bensínið lækkaði á heimsmarkaði, var ekki um neina slökun að ræða af hálfu Rússanna. Þar var hinn frjálsi mark- aður nefnilega hvergi nærri. Þetta er talandi dæmi um hvernig fer, þegar neytandinn hefur ekkert að segja. Þeir, sem hafa dvalið eitthvað aust- antjalds þekkja vöruskortinn, dýrtíð- ina og þjónustuleysið, sem þar ríkir. Hinn raunverulegi okrari — ríkið Við skulum því gera okkur ljóst, að velsæld fæst ekki nema í frjálsu þjóðfélagi. Það er brýn nauðsyn fyrir okkur íslendinga að fara að líta á verzlunina sem þjóðhagslega nauð- syn og veita henni frelsi til að sýna gildi sitt. Ef verzlunin fær að starfa við eðlilegan rekstrargrundvöll, mun vöruverð lækka og hagkvæmni í rekstri aukast. Það þarf að upplýsa almenning um þá staðreynd, að það er ríkissjóður, sem í flestum tilvikum er langstærsti innheimtuaðilinn og fær mest fyrir hlutinn, sem seldur er. Það er lævís áróður að það sé heildsalinn og kaupmaðurinn, sem valdi hinu hækkaða vöruverði, því að það dregur athyglina frá hinum raunverulega okrara, ríkisvaldinu. Tökum bara einfalt dæmi: vörugjald- ið „tímabundna". Nú er vörugjaldið 24—30% og getur hver sagt sér sjálfur, hvað þetta hækkar verðið á vörunni. Þarna var ekki kaupmaður- inn að finna sér leið til að okra á viðskiptavininum. En við erum svo upptekin í að úthrópa „milliliðina" og fleiri ámóta, sem búið er að telja okkur trú um að séu okkur andstæð- ir, að ríkið getur lagt á okkur nánast óþrjótandi álögur án þess að gerð sé alvarleg tilraun ti! mótmæla. Við ættum að hugleiða hversu mikið við raunverulega greiðum til ríkisins, ef ekki í formi beinna skatt, þá í formi óbeinna skatta eins og tolla, sölu- skatts o.fl. Ætli við séum ekki ein skattpíndasta þjóð í heimi, ef allt er upp talið? Við eigum ekki að sætta okkur við það ófrelsi, sem ríkir í verzlunar- og viðskiptamálum okkar. Það hlýtur að vera stefna sérhvers hugsandi ein- staklings, að hann sé frjáls þegn í frjálsu landi. Það er ekki hægt að búa þannig að einurn atvinnuvegi þjóðarbúsins að hann raunverulega hjari aðeins í þeirri von, að einhvern tímann komist til valda þeir aðilar, sem skilja mikilvægi hans. Margir þeir, sem standa í verzlunarrekstri, eru orðnir ærið langþreyttir ' og vondaufir. Það er eitthvað bogið við gang mála í þjóðfélagi, þar sem menn segja fullum fetum: „Það borgar sig alls ekki að vera að standa í einkarekstri. Það er miklu betra að vinna hjá ríkinu og vera laus við alla ábyrgð." En þetta segja menn og það er því miður rétt að það er miklu auðveldara að vinna hjá ríkinu og hafa enga ábyrgð. Hvað gerist hins vegar, ef við hugsum öll á þennan hátt.? Ár verzlunarinnar Sem betur fer er ennþá til athafna- fólk, sem vill vinna mikið og sjá árangur erfiðis síns. Það er líka sjálfsagt, að þeir hljóti umbun, sem leggja sitt undir og standa og falla með sínu. Þeir einstaklingar eru ekki að biðja um ríkisábyrgð, en þeir ætlast til þess að ríkið leggi ekki stein í götu þeirra. Þeir vilja hafa svigrúm til að byggja atvinnufyrir- tæki sín upp á heilbrigðum grund- velli. Þeir fá ekki greiðslur úr ríkissjóði fyrir sérhvern seldan hlut líkt og háttað er til með niðurgreiðsl- urnar margfrægu til landbúnaðar. Þeir vilja fá viðurkennda nauðsyn frjálsrar verzlunar og vilja fá umboð til að sanna tilvist hennar. Við höfum haft „ár barnsins", „ár konunnar" og árið 1980 er „ár trésins". Á sama hátt mætti varpa því fram, hvort ekki sé kominn tími til að hafa „ár verzlunarinnar", því að það er fyllsta þörf á hugarfars- og afstöðubreytingu almennings gagn- vart verzluninni. Veröi Ijós S Gott úrval af allskonar bílaperum. Höfum fengið allar gerðir af perum í bíla, bifhjól og vinnuvélar 6, 12 og 24 volta. Allar tegundir festinga (perusæta). Heild- sala, smásala. Mjög hagstætt verð. Fást á öllum bensínstöðvum okkar. Perurnar frá Dr. G. Fischer í V-Þýskalandi eru viðurkennd gæðavara. olís STÖÐVARMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.