Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Hreinræktun kynstofna manna — eða þjóðrækni Ólafur Ingólfsson; Laugardaginn 6. september sl. birtist í blaðinu grein eftir Helga nokkurn Geirsson, sem hann kall- aði Við eigum að gæta hræðra okkar. Tilefni skrifanna var grein eftir Björn Friðfinnsson þar sem hann mælir með því að við Islend- ingar leggjum fram nokkurn skerf til hjálpar nauðstöddum bræðrum okkar úti í heimi með því meðal annars að skjóta skjólshúsi yfir nokkra þeirra sem hvergi eiga höfði að halla. Síðast talda atriðið fór ákaflega í taugarnar á þessum Helga. Ekki ætla ég mér þá dul að ég geti sannfært Helga Geirsson um eitt eða neitt með þessum skrifum mínum, það er trúlega vonlítið verk. Hins vegar er hugs- anlegt að einhverjir hafi gleypt við sumum af rökum hans eða hafi sjálfir komist að svipuðum niður- stöðum og þykir mér því ástæða til að skrifa þetta greinarkorn. Einnig vil ég nota tilefnið til ýmissa hugleiðinga um þessi efni þótt ekki séu allar beinlínis svar við skrifum H.G. Ritstjórar Mbl. birtu með grein H.G. stutta athugasemd, sem þó hitti naglann beint á höfuðið, þeir ráðlögðu H.G. að fylgjast með Helförinni í sjónvarpinu. Það var e.t.v. kaldhæðni örlaganna að grein H.G. skyldi birtast einmitt á þeim tíma sem verið var að sýna þennan myndaflokk. Ekki er þó víst að H.G. fái séð samhengið þar á milli. En Helgi hefur greinilega farið að orðum ritstjóranna og fylgst með Helförinni því að hann skrifar heilsíðugrein um hana í eitt dagblaðanna 11. sept. sl. Hins vegar er greinilegt að Helgi hefur ekki haggast í trú sinni, hann reynir að hvítþvo nasista líkt og ýmsir hafa tignað Stalín og Pol Pot og ekki viljað trúa neinu misjöfnu um þá. Því finnst mér það koma úr hörðustu átt þegar H.G. talar um „einfalt fólk sem leggur ekki á sig að leita stað- reynda“. Ekki er ástæða til að elta ólar við þessi skrif Helga um Helförina. Þó má til gamans geta þess að Hitler talaði um „die Endlösung" en ekki „The final Solution" eins og Helgi segir í grein sinni því að hann mælti og skrifaði á þýska tungu en ekki enska, að því er best er vitað. Blaðaskrif vegna komu fióttafólksins í fyrra Ef mér skjátlast ekki, þá er H.G. sami maðurinn og „Helgi“ sá sem skrifaði flest lesendabréf í dagblöðin gegn komu Víetnam- anna þegar hugmyndir komu upp um það í fyrrasumar að taka við þeim; orðbragðið og þankagangur- inn er sá sami. Reyndar væri æskilegra að blöð birtu ekki slík bréf nema höfundurinn gefi upp fullt nafn og heimilisfang og jafnvel stöðu því að svo til allir hér á landi eiga sér marga nafna og flestir allnokkra alnafna og verður þá kannski saklausum kenndur króginn. Þessar miklu umræður hófust í júní þegar nokkrir kynþáttasinnar hringdu til eins blaðsins til þess að mótmæla hugmyndum um að taka á móti fáeinum Víetnömum, sem nú eru 1/7000 af íbúafjölda landsins. Þeir sem samþykkir voru komu flóttafólksins — hinn þögli meirihluti — tóku nú hraustlega við sér til að andmæla þeim sem höfðu hringt. Næstu vikur birtust um fjórir tugir bréfa um þetta efni og var yfirgnæfandi meiri- hluti bréfritara hlynntur því að taka á móti fólkinu, hinir voru flestir einfaldlega á móti hörunds- dökku fólki eða sáu ofsjónum yfir þeim fáu krónum sem fyrirtækið myndi kosta. Æstastur allra var þessi „Helgi", hann skrifaði a.m.k. fjögur bréf á þessu tímabili. Auk þess hafði hann skrifað áður um „kynþáttamál", t.d. 1. júní 1979, þar sem hann segir að íslenskum kynstofni stafi bráð hætta af því að leyft sé að „flytja inn í landið negra, Filippína og aðrar þvílíkar manntegundir á vegum hersins". í líkum dúr voru skrif hans gegn komu Víetnamanna. Rökin voru m.a. þau að „kynþáttahagsmunir íslenzku þjóðarinnar" væru í hættu og verið væri að „kalla yfir íslenzku þjóðina átök og blóðsút- hellingar sem gætu jafnast á við öld Sturlunga". „Helgi" fékk það líka óþvegið frá ýmsum bréfriturum, sem blöskraði slíkt orðbragð, og bentu sumir á skyldleika þess við nas- isma. Ekki vildi „Helgi" viður- kenna slíkt og taldi þetta ofsóknir gegn sér, sagðist bara vera „ís- lenzkur þjóðernissinni". Hverjir eru bræður okkar? í Morgunblaðsgreininni kemur fram sama hugsunin, en hana vil ég nefna kynþáttafordóma eða rasisma og ekkert annað. Kyn- þáttavandamál stafa eimmitt af slíkum hugsanagangi en ekki lit- arhætti fólks. H.G. er „algjörlega mótfallinn" því að „leyfa búsetu fólks á íslandi sem er af gjörólík- um kynþætti þeim [sem] Islend- ingar eru af“. Hér er það sem sé fyrst og fremst ytra útlit fólksins sem haft er fyrir kennimark. Og H.G. vill ekki að setið sé við orðin tóm, hann segir: „Það blessað fólk sem nú er búsett á íslandi og er af kynstofni gjörólíkum Islending- um, verður að hverfa af landinu, hvernig sem það er tengt íslensk- um einstaklingum." Hér á landi býr nú fjöldi fólks, auk Víetnam- anna, sem ekki er af hvíta kyn- stofninum, hvað þá „aríar", marg- ir hverjir eiga íslenskan maka og börn, einnig eru hér allmörg ættleidd börn. „Burt með það“, segja menn eins og H.G. Er þetta nú ekki farið að minna á aðfarir nasista? H.G. eys óþverralegum svívirð- ingum yfir Rauða krossinn og Björn Friðfinnsson vegna flótta- mannamálsins og viðhefur orð- bragð sem ærlegir menn hljóta að hafa skömm á. Ekki ætla ég þó að þrátta við H.G. um það, Rauða- krossmenn hafa bein í nefinu til að svara fyrir sig ef þeim finnst ástæða til. En dylgjur og rógur H.G. um Víetnamana, sem hingað komu, þykja mér hins vegar öllu lítilmótlegri. Hann tekur sér í munn orð víetnamskra kommún- ista, hrarðstjóra sem voru að reyna að gefa skýringar á því hvers vegna fólk vildi leggja líf sitt í hættu til þess að komast úr „sæluríkinu". Reyndar voru ástæðurnar í mörgum tilvikum hliðstæðar ástæðunum fyrir því að hingað komu nokkrir gyðingar frá Þýskalandi fyrir stríð, það er að segja áreitni og ofsóknir vegna uppruna. I öðrum tilvikum flúði fólk einfaldlega vegna kúgunar stjórnvalda, enda er ekki nema hluti flóttamannanna af kín- versku bergi brotinn, hinir eru alvíetnamskir. Þjóðerni, kynþættir, mannúðarstefna Menn hafa margskonar hug- sjónir og áhugamál. Ein hugsjónin er þjóðernisstefna, önnur er alþjóðahyggja og hin þriðja mannúðarstefna. Þessar þrjár stefnur geta farið saman — þótt sumir telji svo ekki vera — ef hin fyrstnefnda gengur ekki út í öfgar og fer að blandast saman við kynþáttastefnu. Ég hygg að flestir íslendingar séu fremur þjóðern- issinnaðir í jákvæðri merkingu þess orðs, þeim er t.d. yfirleitt annt um tungu sína og menningu. Við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með okkar einkenni en án þess þó að það þurfi að þýða að við eigum að hatast út í aðrar þjóðir eða aðra kynþætti eða einangra okkur frá þeim. Reyndar er fáránlegt að tengja þetta tvennt saman eins og H.G. gerir. Mannúðarstefna sú, sem flestir íslendingar aðhyllast nú og er grundvöllur lýðræðis okkar og einnig alþjóðastofnana eins og Rauða krossins, tók ekki að breið- ast um heiminn að marki fyrr en fyrir um 200 árum þótt undirstaða hennar sé kærleiksboðskapur kristninnar. Frelsi, jafnrétti, bræðralag sögðu frönsku bylt- ingarmennirnir. Það þýddi m.a. að allir væru fæddir. jafnir en slíkt var byltingarkennt á þeim tíma. Aður hafði annar hugsanagangur tíðkast, menn tóku stéttaskiptingu sem sjálfsagðan hlut og ætterni skipti öllu máli. Þjóðfélög til forna voru yfirleitt ættarsamfélög, fjöl- skyidu- og ættartengsl voru mun sterkari en nú tíðkast t.d. á Vesturlöndum. Hins vegar eru ættarsamfélög enn við lýði að meira eða minna leyti víða í heiminum. Einstaklingarnir njóta verndar og styrks ættarinnar en hafa minna athafnafrelsi sjálfir og hafa strangar skyldur við ættina, jafnvel hefndarskyldu langt fram í ættir. Á Sikiley þekkist blóðhefnd enn þann dag í dag en okkur er hún kunnust úr íslendingasögunum. Meðal forn- þjóða hirtu menn lítt um rétt eða friðhelgi einstaklinganna sem slíkra til að lifa í friði, vernd þeirra var fólgin í því hve ættin, húsbóndinn eða konungurinn voru voldug. Ef einhver átti sökótt við einn úr ættinni eða höfðingjann gat hann alveg eins tekið það út á öðrum. Einnig var vinnufólk manna talið sem eins konar hus- dýr þeirra og sömuleiðis voru þegnar konunga nokkurs konar eign þeirra. Helgi Geirsson mikl- ast yfir forfeðrum okkar íslend- inga. Einn þeirra, Egill Skalla- Grímsson, reiddist eitt sinn föður sínum og gerði sér þá lítið fyrir og drap húskarl hans þann sem honum var kærstur. Og formæður okkar, Hallgerður og Bergþóra, létu drepa húskarla hvor annarrar líkt og krakkar nú á dögum geta átt það til að skemma ieikföng hvert fyrir öðru ef þeim sinnast. Ekkert höfðu þessir húskarlar til saka unnið enda kom það ekki málinu við í augum þeirra sem réðu þeim bana. Konurigar og höfðingjar herjuðu á ríki annarra konunga sem þeim var uppsigað við og varðaði þá ekkert um það þótt þeir rændu og dræpu saklaust fólk. Reyndar þurftu menn ekki að eiga neitt sökótt við fyrirmenn þeirra þjóða sem þeir herjuðu á, sérstaklega ef þjóðin var fjarlæg og óskyld. Hinir hraustu forfeður vorir, víkingarnir, rændu fé og hnepptu fólk í þrældóm eða drápu án þess að sjá neitt athugavert við það ef fólkið var af annarri þjóð en þeir sjálfir, þeim þótti það allt að því eins sjálfsagt og okkur finnst að fara út á sjó og fiska. Ef til vill vilja sumir segja að þetta sé nú allt löngu liðið og breytt enda séu Vesturlandabúar búnir að vera kristnir í margar aldir. Ekki virtist þó kristnin breyta mjög miklu um virðingu fyrir mannréttindum, hún var jafnvel notuð sem yfirvarp til að stunda hernað, t.d. krossferðir eða aðrar trúarstyrjaldir, bæði milli kristinna manna innbyrðis eða gegn „heiðingjum". „Heiðingjarn- ir“ svöruðu í sömu mynt, t.d. með því að höggva strandhögg hér við land árið 1627. Menn stunduðu þrælasölu af kappi og brytjuðu niður blámenn og indjána sem voru fyrir þeim, rétt eins og við eyðum refum og minkum. Reynd- ar er sagt að slíkt gerist enn þann dag í dag í Suður-Ameríku enda telja margir af hinum „göfuga" hvíta kynstofni indjána vart til manna. Ekki verður annað sagt en að róðurinn hafi verið þungur fyrir mannúðarstefnuna og 4föllin hafi verið mörg, jafnvel bendir ýmis- legt til að hún sé sums staðar á undanhaldi á okkar dögum, svo sem sést á því að algengt er orðið að saklaust fólk sé tekið í gíslingu eða drepið til að refsa öðrum. Þýskir nasistar voru þekktastir fyrir slíkt í stríðinu en ekki virðist vera neitt lát á því nú nema síður væri. Benda má á að þeir, sem mest stunda mannrán og gísla- töku nú á dögum, koma einmitt frá þjóðfélögum þar sem ættar- samfélög og einangrunarstefna er ríkjandi. Kynþátta- stefna Sagt hefur verið að varla sé til það svið þar sem breiðara bil sé á milli hugmynda almennings og niðurstaðna vísindamanna heldur en einmitt hvað varðar kynþætti manna, einkenni þeirra og mis- mun. Og að mörgu leyti er hugtak- ið kynþáttur (rasi) aðeins hug- arsmíð. Til dæmis rugla menn oft saman þjóðum og kynþáttum eða jafnvel málsamfélögum og tala kannski um íslenskan kynþátt, breskan eða þýskan kynþátt eða eitthvað álíka fráleitt. Þá hafa komið upp hugmyndir um yfir- burði eins kynþáttar fram yfir aðra og má að allnokkru leyti rekja þær til Joseph Arthur de Gobineau greifa, sem samdi fjög- urra binda ritverk um ójöfnuð kynþátta um miðja síðustu öld. Auðvitað voru hugmyndir þessar ekki nýjar af nálinni en Gobineau leitaðist við að færa þær í fræði- legan búning og gera úr þeim einhvers konar vísindi sem féllu í góðan jarðveg meðal menningar- vita þess tíma. Og ekki stóð á undirtektunum, menn hrifust mjög af fræðum þessum, stofnuðu Gobineau-klúbba og skrifuðu doðranta í sama dúr og hafa reyndar verið að langt fram á þessa öld, aðallega nasistar. Fræði eins og þessi hentuðu Vestur- landabúum mjög vel þegar þeir voru sem óðast að leggja undir sig lönd í fjarlægum álfum og ýmist kúguðu íbúana til undirgefni eða hreinlega ruddu þeim úr vegi. Varla var hægt að telja saknæmt að drepa eða fara illa með þessa „frumstæðu" menn fyrst „fræði- menn“ töldu þá óæðri mannteg- undir. Og eins og mönnum er í fersku minni náði kynþáttastefna og glæpsamlegar afleiðingar hennar hámarki á Hitlerstíman- um. Þar tengdist kynþáttastefnan — sú falskenning að einn kynþátt- ur geti verið öðrum æðri, göfugri, sterkari og því rétthærri — hern- aðarstefnu, þjóðernishroka og ein- angrunarstefnu nasismans og fyrirlitningu hans á mannúð og lýðræði; einstaklingar áttu engan rétt, hagsmunir ríkisins og kyn- þáttarins voru öllu ofar („úber alles"). Ekki held ég að sé ör- grannt um að eitthvað af þessum hugmyndum hafi slæðst hingað til lands og lifi jafnvel enn, svo siðlausar sem þær eru. Þjóðrækni á villigötum Þeir eru þó fleiri sem engan veginn geta talist haldnir nasista-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.