Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 17 Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands: Telur Alþingi, að sjálfstæð- ir atvinnurekendur geti ekki hugsað sjálfstætt? Að undanförnu hafa allmargir einstaklingar með atvinnurekstur spurzt fyrir um það hjá Verzlun- arráðinu, hvort þeir sem sjálf- stæðir atvinnurekendur væru nú skyldaðir til aðildar að lífeyris- sjóði. Virðist þessi nýlunda koma mörgum á óvart, og ekki að undra, því að mörg þingmál verða að lögum, án þess að þau séu rædd að marki opinberlega. Svo var um þetta mál. Skylduaðild að lífeyrissjóði Á síðasta löggjafarþingi var lagt fram frumvarp til laga um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. Frum- varp þetta var samið af 8-manna lífeyrisnefnd ASÍ, FFÍ, VSÍ og VMSS, er í áttu sæti fulltrúar frá þessum aðilum. Niðurstaða nefndarinnar var samhljóða og var frumvarpið sam- þykkt óbreytt frá alþingi þann 28. maí 1980 (lög nr. 55/1980). í 2. gr. umræddra laga segir: „ÖHum launamönnum og þeim, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, er rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, enda starfi lífeyris- sjóðurinn skv. sérstökum lögum eða reglugerð, sem staðfest hefur verið af fjármálaráðuneytinu." Síðar í sömu grein: „Verði ágrein- ingur um það, til hvaða lífeyris- „Rokk gegn her": 2.334 greiddir aðgöngumiðar „SAMKVÆMT minni talningu voru greiddir aðgöngumiðar 2.334," sagði Gunnar Guðmanns- son, framkvæmdastjóri Laugar- dalshallar, er Mbl. spurði hann í gær um aðsóknina að „Rokk gegn her" í Laugardalshöll á laugar- dagskvöldið, en í Þjóðviljanum á þriðjudaginn er sagt, að 3.500 gestir hafi farið út úr Laugardals- höllinni að tónleikunum loknum. Aðgöngumiðinn kostaði 7000 krónur, þannig að inn hafa komið 16.338.000 krónur. Þar af fara 20% í húsaleigu, 10% í skemmtana- skatt og 3% í STEF — gjald, samtals 33%, eða 5.391.540 krón- ur. ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LANÐ ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 22480 sjóðs iðgjöld skuli greidd, úr- skurðar fjármálaráðuneytið hann, að fenginni umsögn Vinnuveit- endasambands íslands, Alþýðusambands íslands og/eða þeirra aðila annarra, sem hlut eiga að máli." í 3. gr. er einnig tiltekið, að „eigi maður ekki sjálf- sagða aðild að sjóði skv. 2. gr. velur hann sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa". Þar eð verzlunin sem atvinnu- grein innheimtir og greiðir um 65% af tekjum ríkissjóðs, þurfa sjálfstæðir atvinnurekendur að verja umtalsverðum tíma í þegn- skylduvinnu við þessi störf. Þessir aðilar hafa því spurt, hvort þeim beri aðild að Lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna og af hvaða launastofni skuli reikna iðgjöld, þar sem þessi störf séu ólaunuð. Aðildin að Lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna kemur senni- lega ekki til greina, þótt ASÍ og VSÍ verði að svara til um það. Spumingunni um, hvernig iðgjöld skuli reiknuð, er hins vegar svarað í 4. gr. laganna. Þar segir, að stofn lífeyrissjóðsiðgjalda sjálfstæðra atvinnurekenda séu reiknuð laun þeirra samkvæmt nýju lögunum um tekju- og eignarskatt. Enn- fremur segir, að „sé iðgjald miðað við reiknað endurgjald fyrir störf við eigin rekstur skal stofn ið- gjaldsins ákvarðaður sem reiknað endurgjald á næstliðnu ári, sam- kvæmt skattframtali eða ákvörð- un skattstjóra, uppfært til þess tímabils sem greiðsla tekur til. Fjármálaráðuneytið ákveður og birtir uppfærslustuðul endur- gjaldsins með hliðsjón af almenn- um launabreytingum." Afstaða Verzlunarráðsins Frumvarp að umræddum lögum var til umræðu á fundi fram- kvæmdastjórnar Verzlunarráðs- ins þann 13. maí í vor. Var á þeim fundi samþykkt svofelld ályktun, sem var send öllum nefndar- mönnum í fjárhags- og viðskipta- nefnd efri og neðri deildar alþing- is: „Framkvæmdastjórn Verzlun- arráðs íslands mótmælir ákvæð- um 4. gr. frumvarps til laga um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda, sem kveður á um skylduaðild einstakl- inga með atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi að lífeyrissjóði. Óeðlilegt og óþarft er að skylda einstaklinga með atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi til að greiða í lífeyrissjóð, þar sem þeir geta nú þegar keypt sér lífeyris- sjóðsréttindi hjá lífeyrissjóðum. Auk þess geta þeir lagt fyrir tekjur til að lifa af að lokinni starfsemi með öðrum hætti og með betri ávöxtunarmöguleikum en völ er á í lífeyrissjóðum. Óeðlilegt er að þvinga umrædda aðila til sparnaðar, og sérstaklega þegar sú ráðstöfun gefur þeim oft lægri ávöxtun en völ er á annars staðar. Árni Árnason Lögmæti Við þessa ályktun er ekki miklu að bæta. Alþingi tók ekki tillit til þessara sjónarmiða Verzlunar- ráðsins. Þó hefði mátt ætla, að alþingi setti nýtt ákvæði í lögin, svo að hægt yrði að framfylgja þeim, þar sem ætla mátti, að fengnum þessum ábendingum Verzlunarráðsins, að sjálfstæðir atvinnurekendur vildu sumir hverjir ekki hlíta lögunum. Þó má segja, að menn hefðu samt haft stoð í æðri lögum, sem er um friðhelgi eingarréttarins í 67. gr. Stjórnarskrárinnar. Er hætt við, að ríkisvaldinu reynist erfitt að sanna, að lögin stangist ekki á við það ákvæði, enda alkunna, að margir lífeyrissjóðir eru þess alls- endis ófærir að endurgreiða mönnum lífeyri, sem samsvarar að raungildi mögulegri ávöxtun þeirra iðgjaldagreiðslna, sem sjálfstæðir atvinnurekendur eru skyldaðir til að inna af hendi. Mjólkurfram- leiðslan 18,7% minni í ágúst MJÖG mikill samdráttur hefur verið í mjólkur- framleiðslunni síðustu tvo mánuði. Samtals tóku öll mjólkursamlögin á móti 10,6 milljónum litra í ág- úst, en það var tæplega 2,5 milljónum lítra minna en í ágúst 1979, eða 18,7% minnkun. Að magni til munar mest um samdráttinn hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, en innvegin mjólk þar var 722 þúsund minni en sama mánuð í fyra, eða 16,2%. Hlutfallslega var minnkunin mest hjá mjólkur- samlaginu á Blönduósi, eða 28,2%, í Borgarnesi var innvegin mjólk 22,3% minni, Sauðárkróki 22,6%, Akureyri 18,3% eða þar munaði um 507 þúsund lítra, Húsavík 24,7% og á Hornafirði 19,6%. Samtals eru mjólkursamlkögin 17 á landinu, af stærri samlögum var minnstur samdráttur hjá mjólkursamlaginu á Egilsstöðum eðaum 10,9%. Verðlagsár landbúnaðarins er frá 1. september til 31. ágúst. Á síðasta verðlagsári 1979—1980 var innvegin mjólk samtals 112.032.201 lítri, en á fyrra verð- lagsári var tekið á móti 118.155.204 lítrum. Mjólkin minnkaði um rúmlega 6 milljónir lítra eða 5,2%. Mjólkurbú Flóa- manna tók á móti 40,5 milljónum lítra, en það yar 2,8% minna en árið á undan. Á Akureyri var tekið á móti tæplega 22,6 milljónum lítra, minnkun var 7,8%. Hlut- fallslega varð mestur samdráttur hjá mjólkursamlaginu á Sauð- árkróki eða um 12,5%, á Blönduósi var samdrátturinn 9,0%, Húsavík 9,9%, í Borgarnesi varð smávegis aukning 0,3%, á Egilsstöðum var minnkunin 2,7%. Bíðið á meóan smurt er eða skiljió bílinn eftir. Með því að láta smyrja bifreiðina reglulega, eykur þú þar meó endingu, jafnframt því sem endursöluverð bifreiðarinnar verður hærra. Við hjá Heklu hf. bjóóum uppá fullkomna smurþjónustu á öllum tegundum bifreiða í smurstöó okkar. Líttu við hjá okkur, næst þegar bifreiðin þarfnast smurningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.