Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 (Ljó«m. Jón Páll.) ÞÓ SVO AÐ loðnuveiðar hafi gengið heldur treglega það sem af er vertiðinni hafa skipin fengið ágæt köst annað slagið. Á þessari mynd eru þeir á Helgu Guðmundsdóttur að gefa úr góðu kasti og það er Haförninn, sem er þiggjandi að þessu sinni. 45 stunda sigling af loðnumiðunum LOÐNUVEIÐARNAR ganga enn treglega og er heildaraflinn frá upphafi vertíðar 5. september orðinn um 30 þúsund tonn. Þau skip, sem undanfarið hafa fengið afla, hafa flest landað á Norður- landshöfnum og á Bolungarvík, en nokkur þeirra hafa þó landað fyrir austan. Á laugardagskvöld barst fyrsta loðnan á haustinu til Njarðvikur, en Ilarpa og Gigja komu þangað með loðnu eftir 45 klukkustunda siglingu af miðun- um. Ekkert skip tilkynnti afla til Loðnunefndar á laugardag, en í gær og í fyrradag tilkynntu eftirtalin skip afla: Sunnudagur: Haförn 450, Súlan 400, Óli Óskars 700, Börkur 580, Ljósfari 540, Magnús 420. Mánudagur: Gísli Árni 640, Helga II 470. ísafjörður: Réðst inn í hús og hafði í hót- unum við börn ísafirði. 22. xeptembrr Mikið annríki var hjá lögregl- unni hér um helgina. Maður réðst inn á tvö heimili og hafði i hótunum við börn, tveimur bílum var stolið og ölvaður ókumaður ók inn um verslunarglugga. Fimm ökumenn voru teknir vegna meintrar ölvunar og bens- ínsprengja sprakk við barnaskól- ann á Riistúni. Lögreglan á ísafirði leitar nú manns, sem fór inn í a.m.k. tvö hús milli kl. 7:30 og 9 að morgni laugardags. Ekki er vitað hvernig maðurinn komst inn í húsin eða hvert erindi hans var. Börn vökn- uðu í báðum húsunum og hafði maðurinn þá í hótunum við þau ef þau létu heyra í sér. Móðir barn- anna í öðru húsinu varð mannsins vör og kom honum út, en í hinu tilvikinu varð maðurinn á braut Sjávarhiti í ár mörgum gráðum fyr- ir ofan meðallag SJÁVARHITI hefur verið óvenju ntikill hér við land i sumar og sagði Svend-Aage Malmberg haffræðing- ur i samtali við Morgunblaðið, að árið 1980 hefði allt verið afskaplega hlýtt oií gott i sjónum og síðan 1962 hefðu hlýindin ekki verið eins mikil. tpl. t kalda sjónum fyrir norðan og austan sagði Svend-Aage að hitinn hefði verið eins og bezt gerðist á árunum milli 1950—60 og mörgum gráðum hlýrri en hann hefði verið á undanförnum árum. Hann sagði að milli áranna 1979 og 1980 væru miklar ofííar. árið í fyrra væri með því alkaidasta, sem menn þekktu, en árið 1980 með þvi hlýjasta. Hann sagði, að margar skýringar væru á þessum sveiflum milli ára, en staðreyndin væri sú, að kaldi sjórinn hefði vikið <« hlýi sjórinn ráðið rikjum. Niðurstaðan væri sú, að árið 1980 væri óvenju blómlegt ár I sjónum. ¦ án þess að vart væri við að hann ylli nokkrum skaða. Vill lögreglan hér brýna það fyrir foreldrum að gæta barna sinna að kvöldlagi og hafa hurðir og glugga vel lokuð að næturlagi á meðan ekki er vitað hvers konar maður er hér á ferðinni. Aðfaranótt laugardags var nýj- um Wartburg-bíl stolið frá Hlíð- arvegi. Fannst hann skemmdur utan vegar inni í firði þar sem honum hafði verið ekið á ljósa- staur. Toyota-bíl var stolið við Fjarðarstræti og lauk þeirri öku- ferð á hafnarsvæðinu þar sem ekið var á kyrrstæðan Fiat-bíl. Báðir bílarnir eru stórskemmdir. Þá ók drukkinn ökumaður bíl utan í ljósastaur við Aðalstræti, en hafn- aði siðan inni í verslunarglugga hjá Olíusamlagi útvegsmanna. Um nóttina voru fimm ökumenn teknir vegna meintrar ölvunar, mesti fjöldi ökumanna sem hér hefur verið tekinn vegna ölvunar á einni nóttu. Hafa 50 ökumenn verið teknir vegna ölvunar það sem af er árinu, en það er þó 10 færri en á sama tíma 1979. Um kl. 21 á sunnudagskvöld var lögreglan kvödd að barnaskólan- um að Riistúni þar sem vart hafði orðið elds. Kom í ljós að þar hafði verið sprengd bensínsprengja. Skemmdist málning á stórum vegg og er talið, að hefði ekki verið mikil rigning hefði kviknaði í þaki skólahússins. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Þá kom það fram hjá lögregl- unni að í sumar var stolið tveimur naglabyssum úr byggingum hér í bænum. Byssurnar eru stórhættu- legar þeim sem ekki kunna meö þær að fara. Vill lögreglan beina þeim tilmælum til foreldra að gæta þess, ef börn þeirra hefðu byssurnar undir höndum, að koma þeim í öruggar hendur. ¦-------..... Úlfar „Ég hef fundið styrk minn í gegn um AA" „Ég var síðastur í Minnesota til þess að vita, að ég væri alkóhólisti," sagði Karl Rol- vaag. fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna á íslandi, fyrr- um fylkisstjóri í Minnesota og núverandi alkóhólisti. Karl Rolvaag varð fyrir þremur árum forsíðuefni blaða i Bandarikjunum vegna hrein- skilnislegrar játningar — hann viðurkenndi áfengis- vandamál sitt fyrir alþjóð. Karl Rolvaag er nú staddur hér á lundi að frumkvæði samtaka alkóhólista, sem hafa verið i meðferð í Hazelden-stofnuninni i Bandaríkjunum, einni virt- ustu stofnun þar i landi á sviði áfengisvarna. Stofnunin er kunn fyrir rannsóknir sinar og meðferð alkóhólista. Alls hafa á milli 30 og 35 Islendingar verið til meðferðar í Hazelden og þeir hafa stofnað með sér samtök hér á landi. Því eins og Karl Rolvaag sagði á fundi með fréttamönnum i gær: „Að lok- inni meðferð á stofnun er ákaflega mikilvægt að alkóhól- istar standi saman — að þeir haldi hópinn, ræði vandamál sín og hvernig gangi á braut til betra lífs. Það er talið að líkur á því, að alkóhólistar haldi sig frá brennivini batni um 80— 85% með slíkri hópmeðferð." Eins og áður sagði, varð Karl Rolvaag forsíðuefni blaða í Bandaríkjunum og hann sagði frá aðdraganda ákvörðunar sinnar um þessa játningu: „Ég tók ekki sjálfur ákvörðun um meðferð. Eg viðurkenndi ekki einu sinni að ég væri alkóhólisti — slíkir menn eru venjulega síðastir til að vita af sjúkdómi sínum. Lögreglan gómaði mig drukkinn undir stýri — raunar ekki í fyrsta sinn. Ég hafði drukkið stíft og var sendur í blóðprufu. Að sjálfsögðu var of mikið alkóhól í blóðinu. Ég var því sendur fyrir dóm- ara — og hann gaf mér tvo kosti, annað hvort að fara í vinnubúðir og afplána dóm minn þar eða fara í meðferð. Þarna stóð ég — fyrrverandi fylkisstjóri Minnesota, fyrrver- andi sendiherra og maður sem gegnt hafði fjölda trúnaðar- starfa í Minnesota — meðal annars verið fylkisstjóri. Átti ég að láta senda mig í vinnubúðir? Nei, það kom ekki til greina. Ég sagði dómaranum, að ég skyldi bara fara heim — og hætta. Ekkert vandamál! Aðeins ef ég fengi að fara heim, þá skyldi ég hætta! Ég ætti ekki við áfengis- vandamál að stríða. Þetta var um jólin '74. Nei, það kom ekki til mála — dómarinn sagði að ég yrði að fara í meðferð. Svo varð úr að ég fór í meðferð en í febrúar 1975 var ég aftur tekinn drukkinn undir stýri. Ég fór í meðferð á ný en sex mánuðum síðar var ég mættur á ný eftir að hafa hrasað. Og enn sex mánuðum síðar hafði ég hrasað og fór í meðferð. Þá var komið fram á mitt ár 1977 og ég tók erfiðustu og einhverja sársaukafyllstu ákvörðun lífs míns. Ég stóð frammi fyrir blaðámönnum og viðurkenndi þennan veikleika minn — að ég væri alkóhólisti. Það var upphafið að bata mín- um. Þessi játning varð að koma áður en ég var reiðubúinn að takast á við vandamál mitt. Ég fór til Hazelden í ágúst '77. Þann 5. september var ég kom- inn þangað aftur eftir að hafa hrasað. Og aftur hrasaði ég og þann 3. janúar var ég enn á ný mættur. Þeir sögðu mér þá, að ég þyrfti „sérstaka meðferð" — lengri meðferð en þessa venju- legu 30 daga meðferð. Ég var púritískur alkóhólisti. Eftir það hef ég ekki smakkað dropa — í þrjú ár. Og ég er ákaflega ánægður með að vera hér á landi mig hefur iðulega dreymt um að koma hingað. Eg á marga vini hér á landi eftir dvöl mína og vil freista þess að leggja fram hvað ég get til baráttunnar gegn áfengisvanda- málinu, sem næst á eftir hjarta- súkdómum og krabbameini er mannskæðasti sjúkdómur í heiminum. Ég hef verið alkóhólisti í mörg ár, sjálfsagt frá því ég fæddist. Þó veit ég ekki til þess, — segirKarl Rolvaag, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á Islandi að nokkur í minni fjölskyldu hafi átt við alkóhólisma að stríða. Ég var rétt 15 ára þegar ég fyrst neytti áfengis. Mér fannst gott að drekka, þa,ð veitti mér sjálfstraust og gerði það að verkum að mér leið vel. Ég hljópst að heiman þegar ég var 17 ára og í fimm ár vann ég ýmis störf, sem til féllu. Þá snéri ég heim og sættist við móður mína en faðir minn var þá látinn — raunar áður en ég fór að heiman. Ég lauk mennta- skólanámi. Þegar styrjöldin skall á gekk ég í herinn og særðist alvarlega. Var í 2 ár í meðferð. Að styrjöldinni lokinni stundaði ég háskólanám og að því loknu var ég eitt ár í Osló við nám. Ég sneri heim og lífið blasti við mér. Mér leið ákaflega vel — var giftur og átti tvö börn. Hugur minn snérist til stjórn- mála og með þeim urðu kok- teilpartý næsta algengt brauð. 14 sinnum bauð ég mig fram í Minnesota — 13 sinnum bar ég sigur úr býtum. Fjögur ár var ég fylkisstjóri en tapaði því emb- ætti fjórum árum síðar. Ég drakk mikið en mér fannst sigrar mínir sanna það, að ég ætti ekki í vandræðum með áfengi. Og hvernig átti annað að vera? íbúar Minnesota treystu mér fyrir stjórn fylkis síns. Þá Héraðsfundur ísafjarðarprófastsdæmis: Kirkjurnar f ái ódýrara rafmagn FYRIR NOKKRU var haldinn í Hnifsdalskapellu héraðsfundur Isafjarðarprófastsdæmis, en Hnifsdælingar buðust til að halda fundinn i tilefni þess að söfnuðurinn minntist á þessu ári 25 ára vígsluafmælis kapellunn- ar og 55 ára afmælis safnaðarins sjálfs. I upphafi héraðsfundarins var messa, þar sem sr. Baldur Vil- helmsson í Vatnsfirði predikaði og sr. Jakob Ágústsson sóknarprest- ur þjónaði fyrir altari, ásamt sr. Gunnari Björnssyni. Organisti var Guðrún Eyþórsdóttir og Samkór Hnífsdælinga söng. Bauð sóknar- nefndin síðan til kaffidrykkju og rakti sr. Jakob þar þætti úr sögu safnaðarins, gestir fluttu ávörp og Samkórinn söng. Sr. Lárus Guð- mundsson prófastur flutti yfirlits- ræðu á héraðsfundinum og minnti hann þar m.a. á það, að síðasti héraðsfundur hefði sent útvarps- ráði bréf um kristilegt efni í útvarpi og sjónvarpi og benti á að það hefði unnist síðan að fá betri tíma fyrir sunnudagshugvekju sjónvarpsins, en jafnframt harm- aði hann að önnur atriði bréfsins hefðu ekki fengið hljómgrunn. Héraðsfundurinn samþykkti m.a. að fara þess á leit við Orkubú Vestfjarða að leitað yrði leiða til að selja kirkjum rafmagn við vægara verði. Fundinum lauk með helgistund í Hnífsdalskirkju, þar sem prófastur flutti hugvekju og sr. Gunnar Björnsson og Guðrún Eyþórsdóttir léku á selló og orgel. Þá var aðalfundur Prestafélags Vestfjarða haldinn í hinni nývígðu kapellu á Hrafnseyri og stýrði fundinum fráfarandi formaður, sr. Þórarinn Þór á Patreksfirði. Ræddu prestar um launakjór sín og prestafæð á Vestfjörðum. For- maður Prestafélags Vestfjarða var kjörinn sr. Jakob Hjálmarsson á ísafirði. Nefnd fjallar um samskipti íslands og Vestur-f slendinga UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ skip- aði hinn 16. september sl. eftirtalda aðila til að taka sæti i nefnd um samskipti íslands og vestur-islend- inga: Heimi Uannesson lögfræðing, Reykjavík, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Árna Bjarnason bókaútgefanda, Akureyri. Séra Braga Priðriksson, Garðabæ. Ritari nefndarinnar er Berglind Ásgeirsdóttir, sendiráðsritari. Nefndin, sem er ólaunuð, er skipuð til fjögurra ára í senn. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun árið 1976 að utanríkisráðuneytið skyldi framvegis fara með málefni er varða opinber samskipti íslands og vestur- íslendinga. Jafnframt var ákveðið að skipa framangreinda nefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.