Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 35 Portisch — Htibner VIII Allir skákmenn hafa sína jafntefli. 41. — a4, 42. Rc4 — veikleika. Hiibner t.d. ratar ævinlega í raunir, þegar hann teflir til jafnteflis og hefur hvítt. í þessari skák þarf hann aðeins jafntefli til þess að tryggja sér sigur í einvíginu. Ellefta einvígisskákin Hvítt: Hiibner Svart: Portisch Enskur leikur 1. c4 - c5,2. Rf3 - Rf6,3. Rc3 — Rc6,4. d4 — cxd4,5. Rxd4 — e6, 6. Rdb5 — d5. Hárrétt ákvörðun. Portisch fórnar peði til þess að ná frumkvæðinu. 7. cxd5 — Rxd5, 8. e4 Hiibner gat unnið peð með 8. Rxd5 — exd5, 9. Dxd5, en hann vill fremur skipta upp á liði og reyna á þann hátt að ná jafntefli, þó að hann viti, að margur meistarinn hafi farið Skák eftir GUÐMUND SIGURJÓNSSON flatt á því. 8. — Rxc3, 9. Dxd8+ - Kxd8, 10. Rxc3 - Bc5, 11. Bb5 — Bd7,12. Bxc6 Hiibner er við sama heygarðshornið. 12. — Bxc6,13. Ke2 - Ke7,14. Be3 - Bd6. Portisch vill hafa biskupa- parið, enda handleika fáir bisk- upana betur en hann. Svartur hefur náð aðeins betra tafli. 15. Hhdl? Hrunadansinn er hafinn. Betra var 15. f3. 15. — b5, 16. Hacl - Hhc8, 17. f3 - Bxh2! Portisch þvingar nú fram yfir- burða tafl. 18. Hhl — Bd6, 19. Hxh7 — b4, 20. Rdl Hugsanlega var 20. Rbl betri leikur. 20. — Bb5+, 21. Kf2 - Hxcl, 22. Bxcl - Hc8, 23. Bg5+ - Kd7, 24. f4 Staða Hiibners fer sífellt versn- andi. Ekki gekk 24. Hxg7 vegna Hc2+, 25. Kgl (25. Ke3 - e5) - He2 og svartur hótar bæði Hel+ og Bg3. 24. - Hc2+, 25. Kg3 - Bf8, 26. f5 - exf5, 27. exf5 - Bd3! Nú kemst hvítur ekki lengur hjá liðstapi. 28. Hh8 — Bd6+, 29. Bf4 - Bc5,30. Be3 - Bxe3,31. Rxe3 - Hxb2, 32. Hf8 Eini möguleikinn. 32. — Hxa2, 33. Hxf7+ - Kd6, 34. Hb7 Ekki 34. Hxg7 vegna b3. 34. — a5. Portisch er kominn með vinn- ingsstöðu. 35. Kf3 — Ha3 Klaufalega leikið. Betra var 35. - Kc5. 36. g4 Hiibner reynir að skapa sér frelsingja á kóngs- væng. 36. — b3, 37. g5 — Kc6, 38. f6! Hubner hefur tekist að hræra upp í stöðunni. 38. — gxf6. Portisch er naumur á tíma og telur 38. — Kxb7, 39. f7 — b2, 40. f8D — blD of gott fyrir hvítan. 39. gxf6 — Bg6,40. Hb8, Kc7? Portisch teflir þennan hluta skákarinnar mjög illa. 41. Hb5? Og Húbner svarar í sömu mynt. Eftir 41. Rc4! er staðan Hal. Hér fór skákin í bið og Húbner hugsaði sig um lengi. Ymsu er hægt að leika, t.d. Hc5+, Re5, Rd2, Ra5 eða kóngsleik, en allir þessir leikir virðast gagnslausir við nánari athugun. Eftir um þrjátíu mínútna umhugsun komst Húbner að þeirri niður- stöðu, að einn þeirra var þó öðrum betri, vegna þess að í honum fólst stórkostleg gildra. Hann sagði okkur frá gildrunni, þegar við vorum sestir að kvöld- verði, og þótti okkur hún snjöll. Gallinn var bara sá, að við fundum enga vörn við eðli- legasta leiknum (Bf7), og því fórum við að undirbúa tólftu skákina. 43. Ke2! Greinilegt var, að þessi biðleikur kom Portisch á óvart, því að hann hugsaði sig um lengi. 43. — a3? Við trúðum vart okkar eigin augum! Fyrsti leikurinn eftir bið er rangur! Hvað höfðu aðstoðarmennirnir þrír ásamt Portisch athugað? Voru þeir of sigurvissir? Vinn- ingsleikurinn var 43. — Bf7. 44. Hxb3 - a2. 45. Ha3 - Bh5+. Ekki gekk 45. - Hhl, 46. Ha7+! - Kb8, 47. Hxa2 - Hh2+, 48. Ke3 — Hxa2, 49. Re5! jafntefli, eins og Húbner benti okkur réttilega á við matarborðið. 46. Kf2 - Hhl, 47. Ha7+! Líklega hefur Portisch yfirsést þessi áhrifamikla skák, þegar hann lék 43. - a3. 47. - Kb8, 48. Hxa2 - Hh2+, 49. Kg3 - Hxa2. Það er undravert, að þessi staða skuli vera jafntefli. 50. Re5! — Kc7. Ekki dugði 50. — Ha6 vegna 51. f7 — Hf6, 52. Rd7+ eða 50. — Ha7 vegna 51. Rc6+. Hvílíkur riddari! 51. f7 — Ha8, 52. Kh4 - Hh8, 53. Kg5 Vita- skuld ekki 53. f8D — Hxf8, 54. Kxh5 — Hf5+ og svartur vinnur. 53. — Kd6, 54. Kf6 og Portisch bauð jafntefli, enda kemst hann ekkert áleiðis. Lokin minna á góða skákþraut. Húbner hafði sigrað! Guðmundur Sigurjónsson Hendur stýfðar af afbrotamönnum Nouakchott. 19. scptember. AP. AFTÖKUSVEIT tók morð- ingja af lífi og hcndur voru stýfðar af þremur afbrota- mönnum öðrum, að viðstöddum þúsundum áhorfenda i höfuð- borg Máritaniu í dag. Sérstakur íslamskur dóm- stóll, er settur var á laggirnar fyrr á árinu, dæmdi mennina. Þeir eru hinir fyrstu sem taka út refsingu eftir að hafa verið leiddir fyrir dómstólinn, sem settur var á laggirnar til að stemma stigu við afbrotum, sem færst hafa mjög í aukana í Máritaníu. Forseti dómstólsins er sér- fræðingur í lögum kóransins og honum til aðstoðar eru fjórir menn, þ.á m. tveir guðfræð- ingar. Styrkiö og fegrið líkamann Dömur og herrrar! Ný 4ra vikna námskeid hefjast 29. sept. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR íhádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. < Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð Júdódeild Armanns Ármúla 32. — kaffi. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ECONOLINE Nú er tækifæriö til ao tryggja sér góöan sendibíl í tíma fyrir jólaösina. Viö eigum fyrirliggjandi nokkra Ford Econoline sendibíla af árgerö 1980 Buröarþol 1100 kg. Verö frá kr. 8.400.000.- Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.