Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Tveir Rússar biðja sendiráð um aðstoð Moskvu. 22. september — AP. TVEIR Sovétmenn komu í dag inn í sendiráð Bretlands í Moskvu og báðu sendiráðs- menn um hjálp við að koma fjolskvldum sínum úr landi. Þeir fóru óhindraðir úr sendi- ráðinu aftur skömmu síðar og sögðust búast við því að verða handteknir. Mönnunum tókst að láta vest- rænan fréttamann fá yfirlýs- ingu þar sem þeir sögðust hafa farið inn í sendiráðið til þess að freista þess að bjarga fjölskyld- um sínum frá misrétti og tor- tímingu. Mennirnir héldu út úr sendiráðinu eftir að starfsmenn þess höfðu skýrt það fyrir þeim, að ómögulegt væri að hjálpa þeim að flytjast úr landi í óþökk sovéskra yfirvalda. Mennirnir Ný stjórn í Tyrklandi Ankara. 22. septemher. AP. BULENT Ulusu, sem útnefndur var forsætisráðherra Tyrklands, birti í dag ráðherralista sinn, en alls eru í stjórninni 27 ráðherrar, þar á meðal sjö fyrrverandi hers- höfðingjar. fimm prófessorar og fyrrverandi embættismenn. Meðal ráðherranna er Turgut Ozal, er var efnahagsmálaráðherra í stjórn Suleymans Demirel, og gegnir hann embætti varaforsætis- ráðherra í stjórn Ulusu. Vestrænir fréttaskýrendur segja að samsetning nýju stjórnarinnar sé til marks um það að hershöfð- ingjarnir ætli að halda áfram á þeirri braut í efnahagsmálum sem Demirel markaði. tveir eru Úkraínubúar, 35 og 24 ára. Réttarhöld yfir andóf smonnum í dag hófust í Moskvu réttar- höld yfir tveimur andófs- mönnum, Lev Regelson og Vyacheslav Bakhmin. Að sögn Tass-fréttastofunnar játaði Regelson sekt sína við réttar- höldin í dag og vitni staðhæfði að Bakhmin væri sekur. Eigin- kona Regelson, sem var viðstödd réttarhöldin, hefur staðfest það, að Regelson hafi við réttarhöld- in sagt skrif sín vera andsovésk en hann stæði fast við þá skoðun, að þau væru af kristi- legum toga spunnin. Regelson hefur verið gefið það að sök að hafa borið út óhróður um Sovétríkin með skrifum sín- um. Regelson er fimm barna faðir og hefur starfað innan ýmissa rússneskra ortodoxra kirkna. Hann hefur einnig skrif- að bréf til stuðnings öðrum andófsmönnum og ritaði m.a. til sovéskra yfirvalda árið 1974, þar sem hann fordæmdi þá meðferð sem Alexander Solzhenitsyn hefur mátt sæta af þeirra hálfu. Regelson á yfir höfði sér sjö ára þrælkunarvinnu og fimm ára fangelsisvist. Bakhmin er ákærður fyrir að hafa falsað skjöl um sovéskt heilbrigðiskerfi og yfirvöld. Bakmin er einn stofnenda þeirr- ar nefndar sem berst á móti notkun geðsjúkrahúsa í pólitísk- um tilgangi. Bakhmin á yfir höfði sér þriggja ára fangelsis- vist. Járnbrautarmenn í V-Berlín í verkfalli Berlin. 22. september. AP. FYRSTA farþegalestin í næstum þrjá daga fór i dag um Zoo- brautarstöðina í Berlín er verk- fallsmenn yfirgáfu merkjastöð í járnbrautarstöðinni til marks um það að þeir væru reiðubúnir Veður víða um heim Akureyri 10 léttskýjað Amsterdam 21 skýjao Aþena 31 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Brttsset 25 heiðskírt Chícago 20 skýjað Feneyjar 23 hálfskýjað Frankfurt 25 skýjað Færeyjar 10 mistur Gent 20 rigning Helsinki 14 heiðskírt Jerúsalem 28 heiðskírt Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupmannahöln 21 skýjaö Lissabon 22 heiðskirt London 20 rigning Los Angeles 25 skýjaö Madrid 22 skýjað Malaga 25 heíðskírt Mallorca 27 léttskýjað Miami 28 skýjað Moskva 11 heiðskírt NewYork 29 heiðskirt Oslo 14 skýjað París 20 skýjað Reykjavik 12 rigning Rtó de Janeiro 31 skýjað Rómaborg 30 heiðskírt Stokkhóbnur 15 skýjao Tel Aviv 30 heiðskirt Tókýó 28 skýjað Vancouver 16 skýjað Vínarborg 17 skýjað til viðræðna við vinnuveitendur sína um kjarakröfur sínar. Vinnuveitandinn, sem eru yfir- völd í Austur-Þýzkalandi, hafa hins vegar þráfaldlega neitað að ræða eitt eða neitt við starfsmennina sem verið hafa í verkfalli frá því á miðvikudag. Reyndu yfirvöld í A-Þýzkalandi að setja þrýsting á starfsmennina um að hverfa aftur til vinnu sinnar, með því að reka 60 starfsmenn og hóta þeim sem eftir væru uppsögnum. Hjá járnbrautunum, Reichsbahn, sem þjóna báðum hlutum Berlínar, starfa um 3.500 íbúar V-Berlínar. Þrátt fyrir að farþegalestir byrj- uðu að rúlla á ný í dag eru vöruflutningalestir þó enn lamaðar, þar sem verkfallsmenn hafa nokkr- ar miðstöðvar þeirra á valdi sínu. Segjast verkfallsmenn hvergi hvika fyrr en yfirvöld í A-Þýzkalandi setjist að samningaborðinu. Verkfallsmenh hvöttu til þess í dag að vestræn ríki skærust í deiluna og hrintu af stað samninga- viðræðum við yfirvöld í A-Berlín, er hefðu það að markmiði að færa stjórn járnbrautanna til v-Berlín. Sögðust starfsmennirnir ekki leng- ur hafa áhuga á að starfa undir stjórn yfirvalda í A-Þýzkalandi. Ronaid Reagan (t.h.) og John Anderson sitja fyrir svörum fréttamanna í Baltimore sl. Kappræðurnar í Baltimore: sunnudag. (Kímnmynd AP) Anderson ákafur, Reagan rólegur Frá Önmi Bjarnadóttur, Iréttaritara Mbl. I I.ns Angeles, i uar RONALD Reagan, frambjóðandi repúblikana, og John Anderson, sem býður sig fram sjálfstætt til forseta, sátu fyrir svörum útvalinna fréttamanna i Baltimore á sunnudag. Þeir höfðu þegið boð samtaka kvenkjósenda til svokallaðra kappræðna en Jimmy Carter, frambjóð- andi demókrata, afþakkaði boðið. Carter kærði sig ekki um að standa við hlið Andersons, sem hann telur ekki eiga nokkra möguleika á sigri i nóvember. Tvær stærstu sjónvarpsstöðv- arnar sjónvörpuðu kappræðunum beint, en ABC kaus að sýna frekar bíómynd. Frambjóðendurnir svör- uðu báðir sömu spurningum frétta- manna og fengu tíma til að bæta við svar sitt eftir að hinn svaraði. Spyrjendurnir báðu þá að svara spurningunum, en ekki aðeins að þylja hluta kosningaræðnanna þegar því var við komið. Báðir féllu þó í þá gildru en Anderson virtist reyna að halda sig við spurning- arnar, sem snerust allar um inn- anríkismál. Frambjóðendurnir, sem Carter kallar tvo repúblikana, þar sem Anderson hefur átt sæti í fulltrúa- deild bandaríska þingsins í 25 ár fyrir Repúblikanaflokkinn, voru sammála um að mannafla banda- ríska hersins væri mjög ábótavant. Þeir eru báðir andvígir herskyldu ungra manna á friðartímum og vilja hækka laun hermanna, svo að fleiri gangi í herinn af fúsum og frjálsum vilja. En þeir voru ósam- mála um flest annað sem þeir voru spurðir um, skattamál, orkumál, lausn á vandamálum stórborga og verðbólgu og samband ríkis og kirkju. Skoðanir Andersons eru mun frjálslyndari en Reagans. Þátttaka hans í kappræðunum var mjög mikilvæg fyrir hann. Ander- son fékk tækifæri til að sýna bandarísku þjóðinni að hann er alvarlegur frambjóðandi, þótt Carter telji ekki að svo sé og hann hafi aðeins um 15% fylgi í skoð- anakönnunum. Bæði Anderson og Reagan minntu áhorfendur á strax í fyrsta svari að Carter hefði ekki viljað vera með. Hann væri sá sem bæri ábyrgð á óförum þjóðarinnar und- anfarin fjögur ár, en þeir fóru ekki mörgum orðum um hann. Báðir þykja þeir hafa staðið sig vel. Anderson var mun ákafari en Reagan og vitnaði í tölur og rannsóknir sérfræðinga um flest mál. Reagan, sem er fyrrverandi leikari og kemur vel fyrir í sjó- nvarpi, var mun rólegri og vitnaði til reynslu sinnar á ferðum sínum um landið með hversdagslegum dæmum. Samtök kvenkjósenda höfðu látið sér detta það í hug að láta auðan ræðustól minna á fjarveru Carters, en féllu frá þeirri hugmynd. Margir telja að Carter hafi tapað kapp- ræðunum með því að taka ekki þátt í þeim. Hann hefur þó ekki sömu þörf fyrir ókeypis sjónvarpstíma og hinir frambjóðendurnir. Hann kemst í fréttir fjölmiðla með því einu að sinna störfum sínum í Hvíta húsinu. I vikunni sem leið hélt hann blaðamannafund þótt hann hefði ekkert annað að segja en það, hversu vel honum gengi að stjórna landinu. Fréttamenn spurðu Carter hvort hann teldi Reagan kynþáttahatara, eins og hann hefði gefið í skyn í kosninga- ræðu, en Carter neitaði því. En dálkahöfundar og höfundar leiðara helstu dagblaða hafa undanfarið gagnrýnt Carter harðlega fyrir að ráðast ætíð á mannkosti mótfram- bjóðenda sinna en hefja ekki mál- efnalega kosningabaráttu. Anderson sigraði Washington, 22. septemher. — AP. JOHN Anderson, sem býður sig fram sjálfstætt til forseta i Banda- ríkjunum, bar sigurorð af keppi- naut sinum Ronald Reagan, i kappræðunum sl. sunnudag sam- kvæmt mati dómnefndar sem fylgist með kappræðunum fyrir hönd Associated Press (AP). Dómnefndin var skipuð sér- fræðingum í að dæma kappræður, og notuðu þeir þá aðferð að gefa frambjóðendunum stig samkvæmt kerfi því sem notað er í skólum. Anderson hlaut 169 stig en Reag- an 154 stig. Tímaritið U.S.News and World Report Magazine birti sl. sunnu- dag skoðanakönnun sem sýnir að meirihluti bandarískra þing- manna telur, að Reagan færi með sigur af hólmi ef kosið væri núna. 60,4% þingmanna töldu að Reag- an myndi bera sigur úr býtum en aðeins 31,1% töldu að Carter myndi sigra. Enginn þingmann- anna taldi að Anderson gæti unnið kosningarnar. 8,3% þingmann- anna voru óákveðnir. Afganistan: Ráðherra st jórnarhersins myrtur Pakistan. 22. september — AP. „AFGANSKI stjórnarherinn hefur náð þremur ættbálkum á sitt vald en missti eínn ráðherra sinna er hann reyndi að kaupa þann fjórða til hlýðni," að sögn fransks mannfræðings sem nýkominn er úr ferð um svæðin sem eru á valdi frelsissveita Afgana. Mannfræðingurinn, Jean- Christopher Victor, sagðist hafa séð lík ráðherrans, Faiz Mohammad, og fjögurra aðstoð- armanna hans. Þeir voru drepn- ir er hlé var gert á viðræðum þeirra og Zadran-ættflokksins í austurhluta Afganistan. Við- ræðurnar fóru fram í húsi mágs ráðherrans. Hann vildi hins vegar ekki fá blóð á teppi húss síns og bauð mági sínum því út fyrir dyrnar er hlé var gert á viðræðunum. Þar beið aftöku- sveit 20 manna sem skutu ráðherrann og aðstoðarmenn hans samstundis. Victor sagði að góður andi ríkti meðal frelsissveita Afgana en þær skorti mjög vopn, mat og aðrar vistir. Sagðist Victor hafa séð lítið af vopnum meðal þeirra, helst bresk frá því í fyrri heimsstyrjöldinni og sovésk sem sveitirnar hafa komist yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.