Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980
23
• Elmar Gcirsson tekur við bikarnum úr hendi Jens Sumariiðasonar,
varaformanns KSÍ. í baksýn er Gylfi Þórðarson.
• Alex Willoughby þjálfari flytur þakkarræðu. Með honum á
myndinni er örlygur ívarsson, formaður knattspyrnudeildar KA.
• Glaðst yfir velheppnuðu sumri. Á myndinni má þekkja Elmar Geirsson, Gunnar Blöndal og Harald
Haraldsson ásamt frúm.
,1
„Þökk sé Willoughby, kappanum knáa“
KA kvaddi 2. deild með stigameti
„ÞÖKK sé Willoughby, kappanum knáa“, sagði Gísli
Jónsson menntaskólakennari og KA aðdáandi í limru,
sem hann flutti á mikilli sigurhátíð, sem félag hans
efndi til í Sjálfstæðishúsinu sl. laugardagskvöld. KA
menn höfðu líka ástæðu til þess að fagna, þeir voru að
„kveðja öfuga deild“ eins og Gísli sagði í limrunni og
mættir voru fulltrúar KSÍ til þess að afhenda 2. deildar
bikarinn. Mörgum voru færðar þakkir af þessu tilefni
en flestar þakkirnar fékk Skotinn Alex Willoughby,
þjálfari liðsins, sem hcillað hefur Akureyringa með
hæfni sinni og alúðlegri framkomu.
KA kvaddi 2. deildina með leik
gegn Völsungum á Húsavík á
laugardaginn. Sigur í deildinni og
þar með 1. deildarsæti að ári var
löngu í höfn en með sigri yfir
Völsungum náði KA 31 stigi og
þar með nýju stigameti í deildinni.
Leikurinn var ekki síður mikil-
vægur fyrir Völsunga því jafntefli
hefði tryggt þeim áframhaldandi
veru í 2. deild, að öðrum kosti áttu
þeir á hættu að þurfa að leika
aukaleik við Ármann um fall
niður í 3. deild.
Leikur glataðra
tækifæra
Hið bezta veður var á Húsavík á
laugardaginn þegar leikurinn fór
fram og áhorfendur voru með
mesta móti. KA hóf þegar stór-
sókn að marki Völsunga en ekki
vildi boltinn í netið þrátt fyrir
mýmörg tækifæri. Gunnar
Straumland í markinu hafði nóg
að gera og varði oft mjög vel. Og
er hann missti boltann fram hjá
sér voru félagar hans til staðar og
björguðu á línu. Völsungarnir
beittu skyndisóknum og skoruðu
mark úr einni slíkri á 30. mínútu.
Boltinn var gefinn inn í vítateig
KA þar sem Hermann Jónsson tók
við boltanum, lék á Aðalstein
markvörð og skoraði í mannlaust
markið.
í seinni hálfleiknum sóttu leik-
menn KA áfram af miklum móð
og óðu í tækifærum en þau nýttust
ekki. Völsungarnir börðust vel og
tókst að halda út í 73 mínútur. En
þá opnuðust gáttirnar og KA
skoraði tvö mörk með tveggja
mínútna millibili. Óskar Ingi-
mundarson, markakóngur 2. deild-
ar skoraði fyrra markið með skoti
af stuttu færi og sigurmarkið
skoraði Ásbjörn Björnsson, sem
skömmu áður hafði komið inná
sem varamaður. Aðdragandi
marksins var sá að sending kom
inn í vítateig Völsungs. Gunnar
markvörður sló boltann frá en of
stutt, boltinn barst til Ásbjörns
sem skoraði með lausu skoti í
bláhornið.
Það urðu Völsungum auðvitað
mikil vonbrigði að tapa leiknum
en þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Tilkynnt var í leiks-
lok að staðan í leik Ármanns og
Austra væri 2:1 fyrir Austra og
aðeins nokkrar mínútur eftir. Og
auðvitað brutust út geysileg fagn-
aðarlæti á vellinum og KA
mönnum létti líka, þeir höfu lítinn
áhuga á því að senda Völsung
niður í 3. deild.
En snúum okkur aftur að leikn-
um. KA var mun sterkari aðilinn
en virtist fyrirmunað að notfæra
sér yfirburðina. Gunnar Gíslason
sýndi einna bestan leik og þeir
Haraldur og Erlingur voru traust-
ir í vörninni. Völsungarnir börð-
ust aðdáunarlega vel gegn ofurefl-
inu. Beztu menn liðsins voru
Gunnar Straumland markvörður,
Ómar Egilsson og Emil Grímsson.
Verðlaunin afhent
Eftir leikinn var öllu liðinu
boðið í kaffi til Helga Sehiöth,
heiðursfélaga KA og konu hans
Sigríðar. Síðan var haldið til
Akureyrar aftur og þegar menn
höfðu h<^rft á ensku knattspyrn-
una drifu þeir sig á sigurhátíðina í
Sjálfstæðishúsinu. Var hún mjög
fjölsótt og fór í alla staði vel fram
undir öruggri stjórn Stefáns
Gunnlaugssonar. Jens Sumarliða-
son varaformaður KSÍ og Gylfi
Þórðarson stjórnarmaður afhentu
bikarinn og verðlaunapeninga og
einnig afhentu þeir Elmari
Geirssyni fyrirliða KA styttu
fyrir 20 landsleiki. Ávörp fluttu
Sæmundur Óskarsson formaður
KA-klúbbsins í Reykjavík, Örlyg-
ur ívarsson formaður knatt-
spyrnudeildar KA, Gísli Jónsson,
Willoughby þjálfari og loks Jón
Arnþórsson formaður KA. Nokkur
heillaskeyti bárust, þar á meðal
skeyti frá Þór í bundnu máli.
Allmargar peningagjafir bárust,
t.d. gáfu þeir Sæmundur Óskars-
son og Mikael Jónsson KA 61
þúsund krónur hvor eða eitt þús-
und krónur fyrir hvert mark sem
liðið skoraði í 2. deildinni.
Limra Gísla
Willoughby þjálfari var sér-
staklega þakkað fyrir frábæran
árangur og góða viðkynningu og
var hann leystur út með gjöfum.
Willoughby flutti ræðu og þakkaði
góðar móttökur og leikmönnum
þakkaði hann sérstaklega fyrir
góða samvinnu svo og stjórnar-
mönnum í KA. Það kom fra í
samtali, sem blm. Mbl. átti við
Willoughby, að hann hefur áhuga
á því að koma til KA næsta
sumar. Endanlegt svar mun hann
gefa síðar í haust, en hann hefur
fengið tilboð um að stjórna ensku
liði og hefur hann tilboðið til
íhugunar. Viðtalið við Willoughby
verður birt síðar.
Áður hefur verið vitnað í limru
Gísla Jónssonar um Willoughby,
sem hann flutti bæði á ensku og
íslenzku. Hér kemur svo limran:
There was a soccer team north
by the sea
which in first division wished to
be,
and the struggle was tough,
but they did well enough.
Thanks for brilliant work, Will-
oughby.
Lauslega þýtt:
Það var knattspyrnulið sem hét
K.A.
Það keppti af festu og þráa
og í órofa heild
kvaddi öfuga deild.
Þökk sé Willoughby, kappanum
knáa.
Takmarkið að halda
sætinu í 1. deild
Árangur KA í 2. deild er
glæsilegur. Liðið hlaut 31 stig,
sem er met, 7 stigum meira en
næsta lið, Þór. Markatalan var
einkar glæsileg, 61 mark skorað en
liðið fékk á sig 14 mörk. Marka-
kóngur varð Öskar Ingimundar-
son með 21 mark. 6700 áhorfendur
komu á heimaleiki KA í sumar eða
745 að meðaltali. Þar hafði KA
vinninginn eins og á öðrum svið-
um.
Blaðamaður ræddi að síðustu
stuttlega við Elmar Geirsson og
sagði hann þetta m.a.:
— Við erum allir mjög ánægðir
með útkomuna í sumar, hún er
eins og maður gat bezt óskað sér.
Nú er bara að halda sæti sínu í 1.
deildinni en falla ekki strax aftur
niður. Ég er bjartsýnn á að það
takist. Liðið er ágæt blanda eldri
og yngri leikmanna og flestir
okkar hafa orðið talsvert mikla
reynslu. Ég veit ekki betur en allir
leikmennirnir ætli sér að halda
áfram og kannski bætast fleiri í
hópinn, t.d. Hinrik Þórhallsson.
Við vonum allir að Alex Will-
oughby þjálfi okkur áfram, okkur
hefur líkað geysilega vel við hann.
- SS.
■* ♦.*. •.♦> ;♦;« ♦.♦. *.*.» ;«.♦ ♦.♦. >.♦: .♦:* ♦.*. >» ♦« ♦:♦. *.♦;> .*.* ♦.*. *:«ji .♦.« ♦.♦. *.«.*«♦>. *>.*»♦.*. .♦.*»♦.*. >> *j ♦>. »*>. *>. »«>. *>. » ♦.*. *.♦.*». *>. •» ,«>. *>.» «.*, *>.» ,«>. *.».».*>. *.».
»>. *.*.