Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 214. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íranir og Irakar í algerri styrjöld Myndin er talin sýna flutning á kjarnaoddi þeim, sem fréttir herma að hafi þeytzt hundruo metra í loft upp frá neðanjarðar- byrginu í Damascus, Ark., í sprengingunni á dógun- um. Utan á hylkinu stend- ur „Missið ekki" („Do not drop"). Basfdad. 22. september. AP. ÍRAKAR og íranir sogðu i dag að algert stríð væri hafið milli landanna. írakar sögðu að þeir hefðu gert loftárás á flugvöllinn i Teheran og 10 aðra flugvelli i Vestur- og Suðvestur-íran. íranir svöruðu með loftárásum á Was- et-hérað i frak, 160 km austur af Bagdad, og haf narborgina Basra. Khomeini trúarleiðtogi sakaði í kvöld Jimmy Carter Bandaríkja- forseta um að styðja árásir íraka og skoraði á þjóð íraks að setja Saadam Hussein forseta af. í Washington sagði Carter að Bandaríkin mundu hvorugan aðila styðja í stríðinu. „Eina von okkar er sú að þjóðirnar geti leyst deiluna friðsamlega," sagði hann. Hvorki íran né írak lýsti form- lega yfir stríði þrátt fyrir frétta- tilkynningar um loftárásir og sjó- orrustur. írakar sögðu, að sex íranskar flugvélar hefðu verið skotnar niður og tveir íranskir flugmenn teknir til fanga. íranir sögðu, að sex írakskar MIG- flugvélar hefðu verið skotnar niður í loftbardögum. Lík fallinna íranskra flugmanna voru flutt til íranska landamærabæjarins Ilam. íranir lýstu því yfir, að héruðin við Hormuz-sund, innsiglinguna í Persaflóa, væru ófriðarsvæði og vöruðu skip við að flytja hergögn og vistir til hafna í írak. íranska landvarnaráðuneytið kunngerði nýja siglingarleið erlendra skipa um Hormuz til að „vernda sigling- ar á Persaflóa". Skipin verða að sigla 19 km suður af eynni Abu Mousa, 19 km suður af eynni Serri og 19 km suðvestur af eynni Merzi. íranski sjóherinn stjórnar sigling- um um Hormuz-sund frá þessum eyjum. „íransstjórn ber enga ábyrgð á afleiðingunum, ef þessi fyrirmæli eru brotin," sagði ráðu- neytið. Ríkisstjórnir beggja landa birtu fyrirmæli um myrkvun í löndun- um vegna vaxandi loftárása og hvöttu almenning til að spara rafmagn og fara ekki nálægt hernaðarskotmörkum. Abolhassan Bani-Sadr íransfor- seti fullvissaði landsmenn í sjón- varpi, að skyndiárásir íraka hefðu engin áhrif haft á íranska flugher- inn. Hann sakaði Bandaríkin um að styðja stjórn Saadam Husseins forseta og Baathista í írak og kallaði stríðið „bandaríska árás með írönskum staðgenglum". „Her okkar mun svara í sömu mynt," sagði hann. „Þetta stríð, sem óvinurinn þröngvaði upp á okkur, mun ráða örlögum hinnar spilltu stjórnar sem var skipað að ráðast á qkkur." í Moskvu ræddi varaforsætis- ráðherra íraks, Tariz Aziz, í dag við háttsetta sovézka embættis- menn um alþjóðamál, m.a. átök íraka og írana, að sögn Tass. Olíuflutningar frá Persaflóa hafa ekki enn orðið fyrir meiri- háttar truflunum vegna átakanna. Herfræðistofnunin í London tel- ur ólíklegt, að átökin verði alls- herjarstríð milli íraks og írans, þar sem bæði löndin muni sjá sér hag í að takmarka átökin. Um haksvið striðsins: sjá bls. 24-25. Öháð verkalýðsf élö^ sameinast í Póllandi Gdansk. 22. september. AP. FULLTRÚAR frjálsra verkalýðs- félaga i Póllandi ráku smiðs- höggið á stofnskrá landssamtaka i dag og ætla að fara til Varsjár á morgun til að skrá samtökín hjá dómsyfirvöldum. Deild hreyfingarinnar í Varsjá, sem kveðst hafa 90.000 verkamenn innan vébanda sinna, hótaði jafn- framt verkfalli í dag, ef fulltrúar borgaryfirvalda yrðu ekki við beiðni þeirra um aukinn aðgang að fjölmiðlum, aukið framboð á Viðræður i Færeyjum Frá Jógvan Arse í Færeyjum i gær. VIÐRÆÐUR eru hafnar milli stjórnarflokkanna þriggja i Fær- eyjum og þær geta ef til vill leitt til þess að stjórnarsamvinnan verði tekin upp að nýju. Forseti Lögþingsins frestaði þrisvar sinnum í dag þingfundi, þar sem tillagan um þingrof átti að koma til umræðu og nú hefur verið ákveðið að næsti fundur verði haldinn á morgun, þriðju- dag, kl. 15. Viðræður fóru fram í dag milli þingflokka stjórnarflokkanna og talið er að reynt sé að sætta flokkana í málinu, sem samvinnan strandaði á — deilunni um vetrar- siglingar ferjunnar Smyrils. matvælum og tryggingar fyrir því að verkamenn yrðu ekki lögsóttir. Varsjá er sögð eina borgin, þar sem slíkum kröfum hafi ekki verið fullnægt. Lech Walesa, leiðtogi verka- manna í Gdansk, segir að nýja hreyfingin muni hafa aðalstöðvar í Gdansk og kallast „Samstaða". Walesa fer ásamt fulltrúum 17 svæðanefnda og landsstjórn sam- takanna til Varsjár til að skrá samtökin. Hreyfingin kemur fram sem ein landssamtök með deildum í helztu borgum Póllands. Hvert svæða- samband verður sjálfstætt í eigin málum og landsstjórnin mun sam- ræma störf hinna einstöku félaga án þess að stjórna þeim. Pólska stjórnin úrskurðaði, að óháð verkalýðsfélög, sem vildu ekki vera í tengslum við hið ríkisrekna verkalýðssamband, yrðu að sækja um skráningu hjá borgarréttinum í Varsjá. Embætt- ismenn segja, að formleg skrá- setning muni fara fram hálfum mánuði eftir að umsókn er lögð fram. Muskie býður lajisn á deilumálum við Irani Loftárás Nairobi. 22. september. AP. SÓMALÍUMENN sökuðu Eþíópíu- menn í dag um loftárásir á Dolo og tvo aðra bæi nálægt landamær- um þjóðanna. Eþíópíumenn vísuðu ásökuninni á bug. I London vísaði brezka stjórnin á bug mótmælum Eþíópíumanna gegn þeirri ákvörð- un Sómalíustjórnar að veita Bandaríkjamönnum hernaðar- aðstöðu. New York. 22. ágúst. AP. EDMUND S. Muskie, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti til þess i dag, að bandarisku gislarnir í Teheran yrðu látnir lansir og bauðst til að leysa öll deilumál írana og Bandarikja- manna „á grundvelli gagn- kvæmrar virðingar og jafnrétt- is". Muskie skoraði á Allsherjarþing SÞ að styðja skjóta frelsun gísl- anna og samþykkja öruggar ráð- stafanir til verndar diplómötum alls staðar gegn hryðjuverka- mönnum. Hann sagði, að Bandaríkin mundu hætta refsiaðgerðum gegn íran og leggja sitt af mörkum til að finna sanngjarna lausn á deilu- málum landanna þegar gíslarnir 52 hefðu verið látnir lausir. En hann tók ekki í mál að ganga að kröfum írana um að Bandaríkja- stjórn biðjist afsökunar á stefnu sinni í stjórnartíð fyrrverandi keisara. í Teheran lýsti Hashemi Raf- sanjani þingforseti því yfir í dag, að þingið tæki ekki ákvörðun um afdrif gíslanna fyrr en Bandaríkin hefðu gengið að kröfum írana, einkum kröfunni um að auðæfum keisarans yröi skilað. Hann kvað árás íraka á íran „lið í bandarísku samsæri", og sagði að ófriður þjóðanna mundi hafa áhrif á afdrif gíslanna. En fréttatímarit Araba í Lon- don, „8 Days", segir í dag, að Khomeini hafi „endanlega sam- þykkt", að gíslunum verði sleppt á næstu sex vikum og spáir því að viðræður hefjist snemma í októ- ber. Leyniviðræður hafa staðið yfir í þrjá mánuði, segir blaðið. Brezkt skip í kúlnahríð London. 22. september. AP. BREZKT vöruflutningaskip, „Strathfife", hefur lent í skot- hríð á Shatt Ai Arab og talið er að nokkur önnur brezk skip séu innikróuð í íröksku hafnar- borginni Basra, að sögn emb- ættismanna í London í kvöld. Um manntjón er ekki vitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.