Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 11 Fiskeldi hf. að hef ja klak á 1 milljón hrogna FISKELDI HF., sem stofnað var fyrr á þessu ári og hefur á stefnuskrá sinni að rækta la.va- seiði með hafbeit og hugsanlega sjógönguseiðasölu i huga, hefur nú byggt rúmlega 500 fermetra klaks- og eldishús i Haukamýrar- gili við Húsavik, þar sem rúm verður fyrir klak á allt að einni milljón hrogna og mun starfsem- in hefjast af fullum krafti i haust. Stofnhluthafar eru rúm- lega 600 og eru þeir búsettir i 53 byggðarlögum og meðal þeirra eru byggðarlögin Húsavik, ólafs- f jörður og Kelduneshreppur. Áður en félagið var stofnað, hafði ýmsum gögnum og upplýs- ingum verið safnaö saman um kosti, sem hugsanlega gætu komið til álita í sambandi við starfsemi félags af þessu tagi. Stjórn félags- ins hófst því handa um að kanna nánar þessa kosti og var starfsem- in í sumar fyrst og fremst fólgin í rannsóknarleiðöngrum ýmissa að- ila á vegum félagsins. Að lokinni athugun á fjölmörg- um stöðum, sem vissulega bjóða upp á landsgæði sem henta myndu starfsemi af þessu tagi, varð niðurstaðan sú að hefja byggingu fiskeldisstöðvar í landi Húsavík- urkaupstaðar. Samningar voru gerðir í byrjun ágústmánaðar við bæjaryfirvöld í Húsavík. Hefur félaginu verið úthlutað góðu land- rými og heimild veitt til virkjunar vatnslinda, sem í landi þessu eru. Framkvæmdir við byggingu 504 fermetra klaks- og eldishúss hóf- ust 20. ágúst sl., en í því húsi eru möguleikar til klaks á allt að einni milljón hrogna. Virkjun vatns- lindanna er nú á lokastigi og smíði hússins verður lokið innan fárra daga, þannig að starfsemin getur hafist síðari hluta þessa mánaðar. Áætlaður stofnkostnaður við þessar framkvæmdir nemur kr. 140 milljónum. Með þessum fram- kvæmdum á vegum félagsins er stigið fyrsta skref í þá átt sem tilgangur félagsins segir til um, þ.e. hrognaklaks og framleiðslu á seiðum. Hins vegar hefur félaginu verið úthlutað það rúmu lands væði, að möguleikar eru þar til staðar, til frekari þróunar á starfsemi fyrirtækisins. í vetur verður unnið að því að hanna og skipuleggja mannvirki og búnað sem nauðsynlegur er í þessu sam- bandi. Gert er ráð fyrir, að nægilegar upplýsingar liggi fyrir næstkomandi vor, þannig að unnt verði að taka ákvarðanir um frekara framhald framkvæmda sem lúta að síðari stigum fram- ieiðslunnar. Enda þótt starfsemi félagsins hafi nú verið valinn staður á Húsavík, eru fleiri staðir í athug- un, sem heppilegir teljast til fiskeldis. Vonir stjórnenda fyrirtækisins eru bundnar við það, að unnt muni reynast að reisa myndarlegt fyrir- tæki á Húsavík á næstu árum, sem hafi með höndum alla þætti starfseminnar. Of fljótt er hins vegar að spá um það hvort slíkt verður unnt, en það veltur auðvit- að á því, hvort hluthafar eru reiðubúnir til að leggja fram eigið fé til starfseminnar, ásamt og um leið hvort eðlileg fjármálaleg fyrirgreiðsla fæst til starfseminn- ar. Stjórn félagsins hefur ákveðið að beita sér fyrir stofnun heildar- samtaka aðila, sem fást við fisk- eldi og mun leitast við að ná sem bestu samstafi og samvinnu um þá hagsmuni, sem tengdir eru þessari starfsemi. Stjórn félagsins skipa eftirtald- ir: Formaður Jón Gauti Jónsson, viðsk.fr. Varaform. Jón Friðjónsson, verkfr. Ritari. Árni 01. Lárusson, viðsk.fr., Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstj., Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifr., Jakob V. Hafstein, lög- fræðingur, Hilmar Helgason, stór- kaupmaður. Varastj. Ingimundur Konráðss., framkv.stj. Pétur Rafnsson, for- stjóri, Skúli Johnsen, læknir, Snorri Pétursson, viðsk.fr. Framkvæmdastjóri félagsins er Jón G. Gunnlaugsson, viðskiptafr. Klak- og eldishús Fiskeldis hf. i Haukamýrargili. A eftir... Við viljum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað nútímaþróun varðar, hvorki í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði né verslun. Bættskipulagog endurbættur vélakostur hafa stöðugt aukið framleiðslugetu þjóðarinnar. Hlutverk verslunar er að komaframleiðslu hinna atvinnuvegannaá neytendamarkað. Áðbúnaður verslunarinnar þarf því að vera í samræmi við aukna framleiðslugetu og þarfir neytenda. Hún gegnir hér stóru hlutverki í okkar daglega lífi - hugsaðu um það næst þegar þú ferð út í búð Búum beturad versluninni Það er okkar hagur. viðskipti &verzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.