Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980
19
Karl Rolvaag ásamt Hilmari Helgasyni á blaðamannafundinum á skrifstofu SÁÁ. M?nd Mbi. Emiiia.
hlyti ég að geta stjórnað sjálfum
mér.
Eftir ósigurinn þá bauð John-
son forseti mér sendiherraemb-
ætti hér á landi. Þegar manni
býðst slíkt embætti er fortíð
manns könnuð og FBI gerir það.
Sker úr um hvort maður sé
hæfur. Meðal annarra hluta er
áfengisneyzla könnuð. Nú, ég
stóðst þetta próf — enn ein
sönnun þess ég ætti ekki við
áfengisvandamál að stríða.
Ég var hér í fjögur ár og leið
ákaflega vel, þó glasið væri
auðvitað ekki langt undan. En
fljótlega eftir að ég fór héðan
missti ég vald yfir áfengisneyzlu
minni. Eg fór yfir línuna. Af
hverju einmitt eftir að ég fór frá
íslandi? Því get ég ekki svarað.
Það er svo margt, sem við ekki
vitum um alkóhólisma.
Til dæmis, af hverju þjóðir á
norðlægum breiddargráðum
eiga í meiri erfiðleikum með
áfengi en jgengur og gerist — þá
á ég við Islendinga, Norðmenn,
Finna, Rússa og íbúa N-Minne-
sota. Frakkar eiga við landlægt
áfengisvandamál að stríða — en
hins vegar alls ekki ítalir og
Spánverjar eða gyðingar, mú-
hameðstrúarmenn eiga ekki í
þessu geigvænlega stríði. Af
hverju? Því getur enginn svar-
að. Én það var einmitt eftir að
ég hætti að velta þessu „af
hverju" fyrir mér og einbeitti
mér að sjúkdómi mínum, að
árangur fór að nást.
Ég hef fundið styrk minn í
AA-samtökunum. Og nú hef ég
látið af störfum í opinberu lífi.
Reyni að leggja mitt af mörkum
í baráttunni við áfengið. Ég er
alkóhólisti — og verð það sem
eftir er. Um árabil drakk ég
flösku af whiskey á dag og auk
þess einn eða tvo eftir kvöld-
verð. Ég þarfnast ekki áfengis
núna en stundum myndi ég
þiggja ef boðið væri — og okkur
alkóhólistum er einmitt kennt
að þekkja aðstæður, þar sem
hættan er meiri á að detta.
Þegar menn eru reiðir, einmana,
þreyttir — það eru hættumerki.
Það hefur orðið hugarfars-
breyting síðustu 10 árin gagn-
vart áfengisvandamálinu,
stórkostleg hugarfarsbreyting.
Og mér hefur verið tekið stórk-
ostlega í þau ár, sem ég hef
haldið mér þurrum. Nánast við-
kvæði, að sagt er við mig: Karl,
en hvað þú lítur vel út. Á
föstudaginn var haldið samsæti
okkur, sem gegnt höfum fylkis-
stjórastörfum í Minnesota, til
heiðurs. Við erum átta, sem
erum á lífi og allir sögðu: Karl,
en hve þú lítur vel út. Fólk
hringir í sífellu til mín með
vandamál sín og leitar ráða og
hjálpar. Og maður reynir hvað
maður getur.
En það verð ég að segja, að
enn lifi ég í blekkingu. Því enn
þann dag í dag á ég erfitt með að
viðurkenna, að ég hafi ekki
getað stjórnað eigin lífi. Svona
erfitt er vandamálið — og svona
erfitt verður það. Ég og mínir
líkar eigum í því það sem eftir
er ævinnar," sagði Karl Rol-
vaag, að lokum.
viðfangsefni heimspekinga um
aldir. Sömuleiðis er það snar
þáttur í vinnu stjórnmálafræð-
inga. Það gæti þess vegna orðið
efni í fræðilega deilu að velta
fyrir sér hvort það sé pólitísk
athöfn þegar stjórnmálaflokkur
ræður sér framkvæmdastjóra.
í mínum huga leikur enginn
vafi á, að það er hápólitískt að
ráða framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins. Mér myndi til
dæmis ekki detta í hug, að
Ólafur Ragnar Grímsson eða
Steingrímur Hermannsson yrðu
ráðnir framkvæmdastjórar
Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru þó
báðir duglegir menn og röskir.
En aldeilis óhæfir til starfans af
pólitískum ástæðum. Svo geta
Einar K. Guðfinnsson Bolungarvik:
Er framkvæmda-
stjórinn ópólitískur?
SYNDAREGISTUR Jóns Magn-
ússonar, formanns Sambands
ungra sjálfstæðismanna, frá 21.
sept. kallar á nokkrar athuga-
semdir. Ég læt eftirfarandi
nægja:
Það var aðalatriði í grein
þeirri, sem ég reit í Morgunblað-
ið 19. þessa mánaðar, að með
samþykkt sinni um ráðningu
nýs framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins hafi fram-
kvæmdastjórnin farið út fyrir
verksvið sitt. Hafi í raun og veru
brotið lög Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Því til rök-
stuðnings vitnaði ég til fimmtu
greinar í lögum SUS. í þessari
lagagrein kemur ótvírætt fram
að framkvæmdastjórn annist
daglegan rekstur SUS milli
funda stjórnarinnar. Hún á að
taka ákvarðanir er lúta að
framkvæmdum sambandsins.
Og loks er klásúla um að
framkvæmdastjórn sé óheimilt
að álykta um stjórnmál.
í framhaldi af þessu benti ég
á það í grein minni, að ályktun
framkvæmdastjórnar sé laga-
brot. Þetta segir héraðsdóms-
lögmaðurinn Jón Magnússon,
formaður SUS, að sé rangt. Rök
hans eru þau, að „hugtakið
stjórnmál verður ekki skýrt það
rúmt, að ráðning framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins falli
þar undir".
Nú er það svo, að heilar
háskólagreinar fást við grein-
ingu hugtaka. Þetta hefur verið
menn velt fyrir sér hvort ráðn-
ing á framkvæmdastjóra Sjáif-
stæðisflokksins sé pólitísk eður
ei.
Það vill svo vel til að valdsvið
framkvæmdastjórnarinnar er
nákvæmlega markað í lögum
SUS, eins og ég hef þegar rakið.
Samkvæmt því er framkvæmda-
stjórninni ætlað að annast dag-
legan rekstur á milli funda
stjórnar SUS og að taka ákvarð-
anir er lúta að framkvæmdum
sambandsins. Þrátt fyrir ítrasta
velvilja er mér fullkomlega
ómögulegt að flokka ráðningu
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins undir þetta skýrt af-
markaða verksvið fram-
kvæmdastjórnar Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Ráðning framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins er ekki
hluti af daglegum rekstri SUS.
Því síður má segja, að ráðning
hans lúti að framkvæmdum
sambandsins. Þess vegna er
laukrétt ályktað þegar sagt er
að framkvæmdastjórnin hafi
farið út fyrir sitt verksvið og
brotið lög SUS.
Hvernig sem á málin er litið,
er ljóst, að framkvæmdastjórn
SUS gekk of langt, þegar hún
ályktaði um ráðningu Kjartans
Gunnarssonar í starf fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins. Engin ástæða er til
þess að erfa það frumhlaup. En
af framansögðu má sjá, að allar
fullyrðingar formanns SUS þess
efnis að ég hafi rangfært stað-
reyndir eru úr lausu lofti gripn-
ar.
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR ELECTROLJUX FRYSTIKISTU FYRIR HEIMILIÐ,
BORGAR SIG AÐ LÍTA Á FLEIRA EN VERÐIÐ!
Rafmagnsnotkun, lítrastænó
og hraófrystirými gætu ráÓiÓ miklu.
Electrolux frystikisturnar fást í
fjórum stærðum:
Gerð: TC 800 TC 1150 TC 1500 TC 1850
Stœrd í lítrum: 225 325 425 525
Hæft í mm: 850 850 •850 850
liengd í mm: 795 1050 1325 1600
I)ýpt í mm: 650 650 650 650
Afköst við frystingu i ku sólarh. 14.5 22.0 30.3 38.0
Frystikista er skynsamleg fjárfesting. Þú
gerir hagkvæmari innkaup, sparar þér
eilífar búðarferðir og matvörurnar
nýtast betur.
En það er ekki sama hvaða tegund þú
kaupir, - kynntuþér kosti Electrolux.