Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 10
10 MG'rtGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 29555 Grettisgata Einbýlishús, kjallari, hæö og ris, allt ný endurnýjaö. Möguteiki á 3ja herb. íbúö í kjallara. Laust strax. Verð ca. 50 millj. Vesturgata, Akranesi Einbýlishús 167 fm á 2 hæðum. Allt nýstandsett og endurnýjao. 29 fm. bílskúr. Verð ca. 52 millj. Öldutún, Hafnarfirði 6—7 herb. 145 fm. efri sérhæö í 18 ára húsi með innbyggðum bílskúr. Verö ca. 48 millj. Mögu- leiki á skiptum á 4ra herb. íbúð. Rjúpufell 130 fm. raöhús á einni hæð, ásamt 100 fm. kjallara. Bíl- skúrsplata ca. 60 fm. Borgarholtsbraut 95 fm. einbýlishús á einni hæð. Endurnýjað. Bílskúrsréttur. Verð ca. 37 millj. Kópavogsbraut Einbýlishús sem er kjallari, hæð og ris ásamt 45 fm. bílskúr. Möguleiki á íbúð í kjallara. Stórkostlegur garöur. Verð ca. 75 millj. Rjúpufell 130 fm. raðhús á einni hæð ásamt bílskúr. Möguleiki á aö taka 3ja herb. íbúð uppí. Verð ca. 60 millj. Bollagaröar 200 fm. raöhús á 2. hæöum ásamt innbyggöum bílskúr til afhendingar. Fokhelt með gleri og útihurðum. Bílskúrshuröum. Pípulögn. Verð ca. 55 fm. Möguleiki á aö taka 4ra—5 herb. eign uppí. Hafnarfjörður 115 fm. einbýlishús, ný uppgert timburhús, á hæöinni 3 her- bergi, eldhús, baö á efri hæð. Möguleiki á 2ja—3ja herb. og skála ásamt þvottahúsi og geymslu í kjallara. Falleg eign, sem ný. Verð 55 millj. Möguleiki á skiptum á 4ra herb. íb. Engjasel 180 fm. raöhús sem er 2 hæöir og hálfur kjallari. Fokhelt aö innan glerjaö fullbúlö að utan. Bílskýli. Fullkláraö til afhend- ingar strax. Stórkostlegt útsýni. Verö ca. 43 milij. Lambastaðabr., Seltj. Einbýlishús sem er 2 hæöir og kjallari, ásamt 35 fm. bílskúr. Mikið endurnýjuð eign. Stór- kostlegt útsýni. Sauna í kjallara möguleiki á einstaklingsíbúö í kjallara. Bein sala. Verð ca. 75 millj. eða skipti á sérhæð. Við Miklatorg Einbýlishús sem er kjallari og 2 hæðir 330 fm. ásamt 35 fm. bílskúr. Tilvalið undir skrifstofur eða félagasamtök. Til afhend- ingar í nóvember. Verö ca. 120 fm. Bugðutangi, Mosf. 2x110 fm. einbýlishús á 2 hæð- um. Innbyggður bílskúr. 2ja herb. íbúð í kjallara. Verð ca. 63 millj. Hæðarbyggð, Garðabæ Fokhelt einbýlishús á 2 hæöum með 70 fm. bílskúr og 4ra herb. íbúö í kjallara fullglerjaö til afhendingar strax. Verð tilboð. £S FASTEIGNASALAN ^Skálafell MJÓUHLIO 2 (VID MIKLATORG) Sölustj Valur Magnússon. Viðskiptafr Brynjóltur Bjarkan. Leiði í Miinchen Leikfélag Reykjavíkur: AÐ SJÁ TIL ÞÍN MAÐUR! eftir Franz Xaver Kroetz. Þýðing: Vsthildur Egilson og Vigdís Finnbogadóttir. Lýsing: Daníel Williamson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Leikstjóri: HaDmar Sigurðsson. Franz Xaver Kroetz er einn þeirra leikritahöfunda af raunsæisskóla sem reyna á áhorfandann. Að sjá til þín maður! er til dæmis langdreg- ið leikrit og nauðsyn þess að hafa leikritið svona langt er ekki skiljanlegt í fljótu bragði. En líklega er ætlun Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON höfundarins að ofbjóða áhorfandanum að vissu marki, hægfara framvinda verksins minnir á veruleikann sjálfan og afhjúpar leiða og tilgangsleysi persónanna. Venjuleg þýsk fjölskylda er viðfangsefni Franz Xaver Kroetz. Ottó er verkamaður sem vinnur fábreytilegt starf í verksmiðju. Kona hans Marta sinnir eingöngu heimil- isstörfum. Sonurinn Lúðvík vill verða múrari, en fær það ekki fyrir föður sínum sem krefst þess af syninum að hann stefni hærra. Tómstundir fjölskyldunnar fara að mestu í sjónvarpsgláp. Ottó er dæmigerður Þjóðverji eða á að minnsta kosti að vera það. Hann er aðhaldssamur í fjármálum, reglusamur í öllu og fær sér sinn bjór þegar honum hentar. Það er aðferð Koretz við að lýsa fólki að leggja áherslu á hversdags- heim þess, hið smávægilega í kringum það sem getur að vísu stundum orðið risavaxið, jafnvel ofviða. Svo er einnig um þessa fjölskyldu í Miinch- en árið 1976. Ottó þolir ekki lengur þann ramma sem líf hans er komið í. Eftir að hafa hrakið soninn að heiman fær hann skap- vonskukast, ræðst gegn sjón- varpi og húsgögnum og öskrar eins og vitstola maður. Skelf- ingu lostin eiginkona flýr að heiman. Ottó verður einn eft- ir, fær sér oftar en áður í staupinu, skoðar blöð með myndum af beru kvenfólki. Hann heimsækir Mörtu sem líka er einmana þótt hún segi honum að hún eigi sér góðan vin. En Að sjá til þín maður! verður ekki lýst með að rekja það lið fyrir lið sem gerist í verkinu. Meðal þess sem óvenjulegt er hjá Kroetz eru þagnir sem undirstrika skip- brot og vonleysi persónanna. Þannig er til dæmis þriggja mínútna þögn í leikritinu áð- ur en skilnaður hjónanna, upplausn fjölskyldunnar verð- ur staðreynd. Þetta er napurt, en mér virtist það líka búa yfir vissri kaldhæðni sem nálgaðist skop. Þýskir raunsæishöfundar og ádeilumenn í rithöfunda- stétt gera mikið til að sýna tómleikann að baki velferðar- innar, óróleikann undir sléttu yfirborðinu. Franz Xaver Kroetz er ekki einn um að túlka firringuna. Engu að síður má skoða verk hans í ljósi sígildra spurninga um tilvist mannsins, ekki endi- lega umhverfi hans. Það eru Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Karlsson horfa á sjónvarp i hlutverkum þýskra hjóna, Mörtu og Ottós. mannleg vandamál sem Kroetz glímir við. Það lýsir hugrekki hjá Leik- félagsmönnum að hefja leik- árið á þessu verki. En ekki verður annað sagt en farsæl- lega takist undir stjórn ungs leikstjóra, Hallmars Sigurðs- sonar. Leikmynd Jóns Þóris- sonar er að sama skapi Emil Gunnar Guðmundsson (Lúðvík) og Sigurður Karls- son (Ottó) spjalla um framtíðina. markvisst verk og sama gildir um lýsingu Daníels Willi- amssonar. Píanóleikur Kat- rínar Sigurðardóttur dró síst úr harðneskju leiksins. Þýð- ing Ásthildar Egilson og Vig- dísar Finnbogadóttur var ekki gallalaus, en nothæf. Þeir, sem fylgst hafa með Sigurði Karlssyni hafa veitt því eftirtekt að hann vex með hverju nýju verkefni. Túlkun hans á Ottó þótt mér með afbrigðum, að engu verður fundið því að naumast er hægt að gera betur. Margrét Helga Jóhanns- dóttir kom ekki á óvart að þessu sinni. Hún hefur fyrir löngu sýnt hvað hún getur. En það er með fádæmum hvað henni tókst vel að lýsa í senn mildi og hörku Mörtu. Emil Gunnar Guðmundsson er meðal efnilegri leikara ungrar kynslóðar. En í hlut- verk Lúðvíks passaði hann illa. Framsögn hans var um of ábúðarleg fyrir svo ungan mann og stórborgarafkvæmi eins og Lúðvík. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF Karlakórsöngur Norræn söngmenning er ein- kennilega saman sett og er karlakórinn einn afkimi þessa fyrirbæris. Frá félagslegu sjón- armiði er þetta skiljanlegt, því karlmenn voru í bókstaflegri merkingu einráðir um allt er laut að mennt og menningu, ekki síður en í öðrum greinum mann- legra samskipta. Karlakórinn óx upp sem félagslegt fyrirbæri í æðri menningarstofnunum þessa karlasamfélags og tónlistin mót- aðist mjög af þessum uppruna kóránna. Skólasöngvarnir voru í fyrstu meginviðfangsefnin, en síðar, er stofnaðir voru karla- kórar utan skólanna, komu fram tónverk er báru meiri svip skáldskapar. Þessi nýja tónlist og svo um- ritun eldri tónverka var aðal- uppistaðan í menningarumsvif- um karlakóranna. í umróti tveggja styrjalda í Evrópu hefur konan tekið sér stöðu við hlið karlmannsins og þar með orðið virkari í mótun allra þátta mannlífsins og karlakórnum eins og mörgum öðrum fyrirbær- um karlaveldisins, verið vikið til hliðar. Víða út um land eru karlakór- ar og kvennakórar stríðandi aðilar og enn stendur samkeppn- in milli blönduðu og „óblönduðu" kóranna hér í höfuðborginni, vegna þess að enn geta íslend- ingar ekki greint skýrt á milli þess sem heitir iðkun tónlistar og þátttaka í félagsskap. Heim- sókn Stúdentakörsins frá Lundi Tónllsl ef tir JÖN ÁSGEIRSSON er eins og bergmál frá löngu liðnum tímum, fölgrá mynd af glððum skóladrengjum. Stúdentakórinn frá Lundi er vel æfður og syngur mjög fal- lega. Söngmátinn er ólíkur því, sem gerist meðal karlakóra hér á landi og er lögð mikil áhersla á mjúkan söng, sem oft á tíðum verkar eins og stæling á söng blandaðra kóra. Tónleikarnir hófust á fallegum söngvum úr Ljóðaljóðunum og síðan komú nokkrir söngvar yfir Ijóð úr Hávamálum og við vísur eftir Þormóð Kolbrúnarskáld. Ein- hvern veginn standa þessar tónsmíðar á skakk við 'textana, þó þær séu vel gerðar og væru ágætlega sungnar. Bezta verkið á þessum tónleikum var Litle Musgrave and Lady Barnard, eftir Britten, en þar vantaði nokkuð á í flutningi, til að skapa verkinu sterka og litríka gerð. Af íslenzkri tónlist flutti kórinn Fimm limrur eftir Pál P. Páls- son og þó að nokkuð vantaði, að kórinn næði gamanseminni fram, var flutningurinn víða fallegur, einkum í fjórðu limr- unni, sem ber nafnið Blómseljan. Tónleikunum lauk svo með upp- rifjun á gamalli tónlist eftir fyrri stjórnendur kórsins og eins og fyrr, þá var söngurinn vel útfærður og skemmtilegur áheyrnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.