Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980
Gulrótarflækja
— Þessi skemmtilega gulrótarflækja kom upp úr garði i
Mosfellssveitinni. Ljósmynd Mbl.: Ól. K.M.
IMLJTÍMA
jassdaIIett
Nú hefjum við nútíma jassballett til vegs og virðing-
ar hériendis. Nýr jassballettskóli, Dansstúdíó,
býður ykkur velkomin um borð, og skuldbindur sig
til þess að kenna einungis það allra besta sem gerist
í jassballettheiminum í dag.
Áhersla er lögð á leikfimi og jassballett við nútíma-
tónlist auk þess sem sérstaklega verða kenndir
- sviðs- og sýingadansar fyrir bæði hópa og
einstaklinga.
INNRITUN
Keykjavík: Alla virka daga kl. 13-17 í síma 75326.
Keflavík: Alla virka daga kl. 9-12 í síma 92-1395.
KENNSLA
Kennt verður jafnt að degi sem kvöldi. í Reykjavík
tvo daga í viku og í Keflavík aðra tvo daga. Allir
aldurshópar frá 6 ára aldri.
Velkomin í nýjan og ferskan jassballettskóla, sem
miðlar þekkingu og reynslu undanfarinna ára við
nám og kennslu á erlendum vettvangi.
dANSSTÚdíÓ
Sóley Jóhannsdóttir
Símar 91-75326 og 92-1395 rti
24. þing Alþýðusambands Vestfjarða:
Samningar á heima-
velli ef heildarsamn-
ingar dragast á langinn
„24. ÞING Alþýðusambands Vest-
fjarða lýsir áhyggjum sinum
vegna þess seinagangs i kjara-
samningum láglaunafóiks, sem
lýsir sér í þvi, að liðnir eru meira
en 9 mánuðir frá uppsögn kjara-
samninga. Þingið telur, að ef
árangurslaust samningaþóf held-
ur áfram, hijóti að reka að því, að
Aiþýðusamband Vestfjarða taki
samningamálin i sinar hendur og
það heldur fyrr en seinna og knýi
fram samninga á heimaveili.
Höfn, Hornafirði. 22. Hept.
UM 800 tunnur af síld bárust
hingað til Hafnar á laugardag og
fékkst aflinn úti af Reyðarfirði
og Mjóafirði. Síldin var söltuð
hjá Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar, söltun hófst um klukkan
17 og var lokið um klukkan 23.
Siidin var stór og falleg og töluðu
menn um „gömlu. góðu demants-
síldina“.
Verkalýðshreyfingin getur ekki
liðið þetta ástand deginum lengur.
Kjaraskerðingin hefur aukizt
jafnt og þétt meðan tími hefur
tapazt í tilgangslítið samninga-
stapp. Þingið skorar því á öll
aðildarfélög ASV að afla sér nú
þegar verkfallsheimildar.
Þingið ítrekar samþykktir
verkalýðshreyfingarinnar um al-
gjöran forgang á launajöfnunar-
stefnu. Einnig ályktar þingið fyrri
samþykktir um, að krónutölu-
Siðastliðna nótt fengu bátarnir
ágætan afla á Norðfjarðardýpi og
lönduðu á Neskaupstað í dag.
Verulegum hluta aflans var síðan
ekið yfir Oddsskarð til Eskifjarð-
ar. Hingað kom engin síld í dag og
eru menn hér heldur súrir yfir
þessari vertíð. Við Vestmannaeyj-
ar fékk einn bátur 60 tunnur, en
bræla var við Eyjar í fyrrinótt.
Einar
hækkun launa ein og sér er ekki
einhlít til að ná auknum kaup-
mætti, enda eru félagsleg kjör og
réttindi láglaunafólks miklu lak-
ari en hjá öðru launafólki.
Mikið vantar á, að atvinnuör-
yggi fiskvinnslufólks sé í sam-
ræmi við landslög. Skylda at-
vinnurekenda til greiðslu launa í
uppsagnarfresti getur nánast ver-
ið geðþótta þeirra háð. Lág-
markskrafa verkafólks er að búa
við sömu lífeyrisréttindi og samið
hefur verið um við opinbera
starfsmenn. Takmarkið hlýtur að
vera að allir landsmenn sitji þar
við sama borð, þegar starfsævinni
lýkur. Þingið leggur áherzlu á að
skattalækkun láglaunafólks fái að
birtast í öðru formi en orðunum
tómum.
24. þing Alþýðusambands Vest-
fjarða mótmælir harðlega hinni
óbilgjörnu afstöðu foiystu Vinnu-
veitendasambands Islands til
sanngjarnra óska verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þá varar þingið mjög
eindregið við því að hin sérfræði-
legu sjónarmið einstaklinga, sem
hvorki þekkja til atvinnurekstrar
né baráttu verkalýðshreyfingar-
innar af eigin raun, séu um of
látin ráða í stefnumörkun og
störfum aðila vinnumarkaðarins."
Lítið af síld til
Hornafjarðar
Starfsemi Fríhafnarinnar í endurskoÖun:
Olliim starfsmönn-
50 sagt upp
unum
ÖLLUM starfsmönnum Fríhafn-
arinnar á Keflavikurflugvelli var
í gær sent uppsagnarbréf og er
miöað við að uppsagnirnar taki
gildi á áramótum. Að sögn Harð-
ar Helgasonar ráðuneytisstjóra
utanrikisráðuneytis stafa upp-
sagnirnar af skipulagsbreyting-
um sem standa fyrir dyrum, en
starfsemi Frihafnarinnar er nú i
endurskoðun vegna minnkandi
flugumferðar.
Hörður Helgason sagði ekki
vera hægt að segja á þessu stigi
hvenær endurskipulagningu starf-
seminnar lyki, en hún stæði í mjög
nánu sambandi við hvernig háttað
verður starfi Flugleiða á næstu
mánuðum.
Ágúst Agústsson fjármálastjóri
Fríhafnarinnar sagði starfsmenn
vera tæplega 50 nú eftir að
sumarstarfsfólkið væri hætt og
kvað hann hér vera um varúðar-
ráðstöfun að ræða, verið væri að
ræða skipulagsbreytingar, sem
e.t.v. hefðu í för með sér þörf fyrir
færri starfsmenn, en það myndi
ekki koma ljós fyrr en að nokkrum
tíma liðnum.
Brynjar Hansson starfsmaður
Fríhafnarinnar og trúnaðarmaður
starfsmanna sagðist í samtali við
Mbl. ekki hafa mikið um málið að
segja, en ljóst væri að búið væri að
segja upp starfsmönnum. Þætti
sér það undarleg aðgerð þegar
ekki væri vitað hvað gera ætti,
ráðamenn Fríhafnarinnar hefðu
ekki ákveðið hvernig starfseminni
yrði háttað í framtíðinni og því
væri ekki ljóst hvers vegna lægi á
að segja upp starfsfólki.
Björgunarsveitin Stakkur i Grindavik efndi um helgina til torfærukeppni við bæinn og vort
áhorfendur fjöimargir, en keppendur voru fimm. Sigurvegari var Gunniaugur Bjarnason sem ól
Willys, annar Guðmundur Gunnarsson, einnig á Willys, og þriðji ólafur Eyjóifsson, sem ók Scout
Keppnin gekk vel fyrir sig og urðu engin óhöpp. . K l ll
. ■ 1 iii... i ■—— — * "