Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 • Knattspyrnufélagið Þór frá Akureyri sem varð i öðru sœti i 2. deild og ávann sér rétt til þess að leika i 1. deild næsta keppnistímabii. Lewgst til hægri er þjálfari liðsins Árni Njálsson sem unnið hefur mikið og gott starf með liðinu f sumar, og átt stóran þátt i því að liðinu tókst að komast upp i 1. deild. Þór tekur í notkun nýtt og glæsilegt íþróttasvæði ÞÓR Á Akureyri vígði á sunnu- daginn stórglæsilegt íþrótta- svæði við Glerárskóla á Akur- eyri. Fyrsti leikurinn var spilað- ur á nýjum og stórum grasvelli en áður afhenti Haraldur Helgas- on, formaður vallarnefndar, Sig- urði Oddssyni, formanni Þórs, völlinn. Borði hafði verið strengdur á miðju vallarins og á þennan borða klippti Haraldur. Fyrstu spyrnuna á hinum nýja velli tók einn af stofnendum félagsins fyrir 65 árum, Hallfreð- ur Tryggvason. Nánar verður skýrt frá vígsluathöfninni og nýja Þórssvæðinu síðar. Ljósm. Mbl. Siiftr. Spennandi Kók-keppni: Bráðabani skar úr um sigur — Coca Cola-bílfarmurinn fór hvergi JÚLÍUS R. Júlíusson sigraði í Coca-Cola-golfmótinu sem fram fór á GrafarholtsveUinum um helgina. Var keppni jöfn og spennandi. Þannig tókst Júlíusi ekki að knýja fram sigur fyrr en á annari braut í bráðabana gegn Stefáni Unnarssyni. Kókhlassið sem átti að renna í hlut þess kylfings sem færi hoiu i höggi á 2. eða 17. rann hvergi þar sem enginn lék með slíkum glæsibrag á umræddum holum frekar en öðrum. Fyrri dag keppninnar komst Þorbjörn Kjærbo næst 17. holu í einu skoti. eða 77 senti- metra frá gatinu. Á annari braut saup Einar Þórisson hvejur er kúla hans staðnæmdist 32 senti- metra frá holu númer tvö. Seinni daginn komst enginn nær holu í höggi á þessum braut- um en 210 sentimetra, sem út af fyrir sig eru auðvitað stórkostieg teigskot. Leiknar voru 36 holur og léku bæði Júlíus og Stefán á 152 höggum. Jón Haukur Guðlaugsson og Gunnar Finnbjörnsson háðu einnig bráðabana um þriðja sætið. Þar fór Jón Haukur með sigur af hólmi strax á fyrstu braut. Báðir léku 36 holurnar á 155 höggum. Eiríkur Jónsson og Sigurjón R. Gíslason voru jafnir í 5.-6. sæti með 157 högg, Franz P. Sigurðsson og Sigurður Albertsson skiptu með sér 7.-8. sætunum með 158 högg hvor. Níundi var Þorbjörn Kjærbo með 159 högg og Sigurður Hafsteinsson hafnaði í tíunda sæti á 160 höggum. í keppninni með forgjöf sigraði Franz P. Sigurðsson á 142 höggum nettó. Stefán Unnarsson varð ann- ar á sama höggafjölda, en lakara skori á síðustu þremur holunum. Þriðji varð Gunnar Finnbjörnsson á 143 höggum og Halldór Fannar varð fjórði, einnig á 143, en lakara skori á sex síðustu. Þá var einnig keppt í flatarskotum og sigraði sá er sló fæst slík. Loks hafði Stefán heppnina með sér og sigraði í þessari keppni, sló alls 56 flatar- högg. gK- Valsliðið var vel ai A« ¦ UBK og Víking ÍSLANDSMÓTINU í knattspyrnu er nýlokið. Mótið var lengst af spennandi og ógerlegt var að spá um úrslit fyrr en 15 umferðum var lokið í mótinu. Þá voru línurnar nokkuð farnar að skýrast. Greinilegt er á umfjöllun blaða og knattspyrnuáhugamanna að sitt sýnist hverj- um um gæði knattspyrnunnar sem leikin var í sumar. Landsliðsnefndarformaðurinn, Helgi Daníelsson, sagði í einum af föstudagspistlum sínum í Vísi það skoðun sína, að knattspyrna sumarsins hafi verið léleg, þegar á heildina er litið, og ekki í samræmi við þann mikla kostnað sem mörg félaganna hafa lagt af mörkum. Þá er athyglisvert að lesa ummæli fyrirliða nokkurra 1. deildar liða um knatt- spyrnu sumarsins í nýútkomnu íþróttablaði. Þar segir Marteinn Geirsson: „Útkoman hefur yerið leiðinlegur fótbolti." Jón Gunnlaugsson í A: „Þetta var í daufara lagi." Diðrik Ólafsson: „Mótið var spennandi en knattspyrnan slak- ari." Af þessu má ráða, að mótið hafi verið frekar slakt. Undirritaður telur að mótið hafi verið nokkuð sveiflukennt og sem betur fer sáust all oft ágætis knattspyrnuleikir í sumar. En spurningin er hvort að við hjökkum ekki i sama farinu ár eftir ár, þrátt fyrir erlenda þjálfara. Einn okkar reyndasti og kunnasti unglingaþjálfari i knattspyrnu, Lárus Lofts- son, hélt því fram í viðtali við Mbl. og benti á ýmislegt sem betur mætti fara. Hvað um það, á hverju sumri koma fram nýir og efnilegir knattspyrnumenn, og það er bæði athyglisvert og sérstakt að jafn lítið land og ísland með rétt yfir tvö hundruð þúsund íbúa skuli eiga ekki færri en 10 knattspyrnumenn sem leika sem atvinnumenn hjá sterkum erlendum fé- lagsliðum. Og sumir þeirra hafa skipað sér á bekk með bestu leikmónnum í Evrópu. Þeir eru landi og þjóð mikil og góð kynning og eru jafnan tilbúnir, ef þess er nokkur kostur, að leggja á sig langar og erfiðar ferðir án nokkurrar greiðslu til þess að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu, til þess að vegur þess geti orðið sem mestur. Þetta ber að þakka og meta af öllum þeim sem fylgjast með knattspyrnu og reyndar fleirum. Það hefur vissulega dregið broddinn úr knattspyrnunni hér heima, að þessir snjöllu knattspyrnumenn leika erlendis, og sýnt er að fleiri og fleiri koma til með að bætast í þeirra hóp. Vitað er að erlend lið hafa augastað á Lárusi Guðmundssyni, Víking, Sigurði Grét- arssyni, Breiðabliki, Sigurlási Þorleifssyni, ÍBV, Ragnari Margeirssyni, ÍBK og Trausta Haraldssyni, Fram. Þetta eitt út af fyrir sig er sigur fyrir íslenska knattspyrnu og knatt- spyrnumenn, og sýnir að hér á landi er mikið af efnilegum leikmönnum. Hér á eftir er litillega fjallað um liðin sem léku í 1. deildinni síðastliðið keppnistímabil og jafnframt skýrt frá einkunnagjöf efstu manna í hverju liði. — þr. Valur Það fer ekki á milli mála að Valsliðið var mjög vel að því komið að sigra í íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Lið Vals var án alls vafa með sterkustu liðs- heildina og oft á tíðum urðu góðir leikmenn að sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá lið- inu. Þetta gerði það að verkum að mikil samkeppni var hjá leik- mönnum að komast í liðið og það veitir jafnan aðhald. Leikmenn Vals æfðu vel og samviskusamlega í allt sumar að sögn þjálfara þeirra og uppskáru því eins og þeir sáðu. Það, sem vekur hvað mesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.