Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 Hann ber höfuð og herðar yfir alla aðra leikmenn • Besti köríuboltamaður heims undir köríunni. Þegar Kareem Abdul-Jabbar tekur sig til og fer i fráköstin eiga aðrir leikmenn litla möguleika. Enda er maðurinn 2,26 metrar á hæð. Hann er hæsti korfuboltamað- ur heims og jafnframt sá hæst launaði, því að hann er bestur. Nafn hans er Kareem Abdul Jabbar. Hann er 33 ára gamall og hefur leikið undanfarin ár fyrir körfuknattleikslið „Los Angeles Lakers". Jabbar, sem er 2,26 metrar á hæð, hefur sex sinnum á síðustu 10 árum verið kosinn besti körfuboltaleikmaður NBA- keppninnar í Bandaríkjunum. En sú keppni þykir vera hvað horðust og þar leika allar helstu körfuboltastjörnurnar. Jabbar skorar að meðaltali 33 stig í hverjum leik og hirðir fjöldann allan af fráköstum. Jabbar er sonur lögreglumanns í New York og þar ólst hann upp í fátækrahverfunum. Hann lærði fljótt að slást á götunni, og varð illilega var við fátæktina sem ríkti í hverfi því sem hann bjó í. Snemma fór hann að leika sér með bolta og þótti strax hafa mikla hæfileika með körfubolta. Sjálfur segir hann að boltaleikurinn hafi bjargað honum frá því að lenda í slæmum félagsskap á götunni. Þegar í barnaskóla sýndi hann mikla hæfileika í körfubolta og var uppgötvaður og allar götur síðan þá hefur hann verið stjarna. Þegar hann hafði lokið námi í háskóla gerðist hann atvinnumað- ur í körfuknattleik og gerði ein- hvern hæsta samning sem sögur fara af. í dag nema laun hans aðeins fyrir að leika körfubolta 800 milljónum króna íslenskra. Þá er ótalið allir þeir peningar sem í kassann koma fyrir auglýsingar. Atvinnuknattspyrnumenn í Evr- ópu verða grænir í framan þegar þeir heyra þessar tölur og jafn- framt hvað góðum íþróttamönn- um í Bandaríkjunum er borgað í laun í atvinnumennsku í körfu- knattleik og amerískum fótbolta. I dag er öll fátækt langt að baki hjá Jabbar, hann býr í mikiili villu í fínu hverfi í Los Angeles sem heitir „Bel Air". Þar er útisund- laug, körfuboltavöllur og sex bílskúrar. Aðaláhugamál Jabbars fyrir utan boltann eru bílar. Hann hefur líka efni á því að eiga 10 bíla sem allir eru sérstaklega smíðaðir fyrir hann, og það eru stórir og miklir drekar. Enda komast hinir löngu fætur hans ekki fyrir í öðru. Jabbar þykir góður sundmaður og tennisleikari, og stundar hvort tveggja af miklum krafti. Jabbar hefur ekki gleymt æsku sinni í fátækrahverfi New York og hefur hann gefið gagnfræðaskóla þeim er hann stundaði nám í ýmis íþróttatæki og styrkt unga menn til náms og íþróttaiðkana. Lið Jabbars, Los Angeles Lak- ers, varð meistari síðasta keppnis- tímabil, og öllum til mikillar ánægju ætlar Jabbar að halda áfram að stunda körfuboltann, þrátt fyrir að hann sé orðinn 33 ára gamall. Þýtt og endursagt — ÞR. Opið mót í badminton OPIÐ mót í badminton verð- ur haldið í Vestmannaeyjum á vegum badmintonfélags Vestmannaeyja dagana 27.-28. september. Fyrri daginn hefst keppni klukk- an 13.00. Keppt verður i A- og B-flokki og þarf að skila þátttökutilkynningum til TBV fyrir 22. september. Aukatekjurnar í vestur-þýsku knattspyrnunni æði miklar... • Það er hart barist i vestur-þýsku knattspyrnunni. enda eru miklar tekjur í húfi fyrir leikmenn. Það er algengt í 1. deildinni i Þýskalandi að leikmenn fái greitt allt að 90.000 krónur fyrir sigur i leik í deildinni og oft á tíðum meira ef sigur vinnst hjá liðum sem eru i Evrópukeppni. Á þessu má sjá enn einn mun á aðstöðu islenskra og erlendra leíkmanna i knattspyrnu. Atvinnuknattspyrnumenn eru margir hverjir góðu vanir, eink- um þeir sem leika með liðum í efri deildum þar sem knatt- spyrna er i hávegum höfð, til dæmis í Vestur-Þýskalandi. Knattspyrnumenn þar i landi eru vel launaðir. betur en víða ann- ars staðar, enda er knattspyrna feikilega vinsæl þar i landi og því tekjur af aðsókn miklar. Það eru ekki einungis venjulegar mán- aðagreiðslur sem knattspyrnu- menn þiggja, heldur einnig glaðningar, eða „bónusar", fyrir unnin afrek. Þannig fá Ieikmenn sigurliða oft og iðulega f járhæðir fyrir unna sigra, jafnvel fyrir jafntefli. En auðvitað ekkert fyrir að tapa. Glaðningar þessir þykja afar háir í Vestur-Þýskalandi og knattspyrnumönnum til óbland- innar ánægju hækka fjárupphæð- ir þessar mun hraðar en verðbólg- an. Merkilegt nokk, þá fara knattspyrnufélögin ekki í felur með upphæðirnar og er fróðlegt að bera saman upphæðirnar sem knattspyrnumenn fá í glaðning á þessu keppnistimabili við þær upphæðir sem þeir þáðu á síðasta keppnistímabili. Ekkert félag vill vera þekkt fyrir að lækka „bónus- inn", en nokkur félög hafa engu að síður ákveðið að hækka ekki fjárupphæðina. Enn önnur hafa hækkað upphæðina mismunandi mikið, sum mjög mikið, eins og MSV Duisburg. Liðið barðist í bökkum á siðasta keppnistimabili og slapp naumlega frá falli. Þá fengu leikmenn 40.000 krónur í glaðning fyrir hvern sigur. Fyrir hvern sigur á þessu keppnistíma- bili, munu leikmenn liðsins hins vegar þiggja um 90.000 krónur. Leikmenn Bayer Uerdingen þiggja hæsta glaðninginn, 120.000 krónur fyrir hvern unninn sigur. Er það sama upphæð og leikmenn liðsins hrepptu á síðasta keppnistímabili. Leikmenn sex félaga fá um 90.000 krónur fyrir hvern sigur. Tvö þeirra félaga greiddu sömu upphæð á síðasta vetri einnig, 1860 Múnchen og Borussia Dort- mund. Hin félögin eru, auk Duis- burg, Borussia Mönchengladbach, Bayer Leverkusen og Bayern Munchen. Öll þrjú greiddu um 60.000 krónur fyrir hvern sigur á síðasta keppnistímabili. 1. FC Köln, Hamburger SV og 1. FC Nurnberg greiða leikmönnum sínum 75.000 krónur fyrir hvern sigur í vetur. Hamborgararnir fengu sömu upphæð á síðasta keppnistímabili, en hin félögin tvö hafa hækkað glaðninginn veru- lega. Kaiserslautern, Stuttgart, Bochum og Schalke 04 greiða leikmönnum sínum í vetur 60.000 krónur fyrir hvern sigur og er þar um hundrað prósent hækkun að ræða hjá Bochum, en hins vegar staðið í stað hjá hinum tveimur. Leikmenn efsta liðsins, Fortuna Dusseldorf, fá 57.000 krónur fyrir hvern sigur, sömu upphæð og í fyrra, og leikmenn Karlsruhe SC og Armenia Bielefeldt þiggja 48.000 krónur í glaðning fyrir afrek sín á leikvellinum ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.