Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 21 Arnór illa ARNÓR Guðjohnsen var fjarri góðu gamni, er lið hans, Loker- en i Belgíu. gersigraði Cercle Briigge í deildarkeppninni um helgina. Arnór, sem verið hefur fastamaður í liði Lokeren í haust, meiddist á æfingu í síðustu viku og gat því ekki leikið. Lokeren fór á kostum og vann stórt og voru Pólverjarnir Lato og Lubanski meðai marka- skorara liðsins. Úrslit leikja urðu annars þessi: Anderlecht - Standard i-i Beerschot - Molenbeek 1-0 Beringen - WinterslaK 4-2 Waretfem - Gent 3-0 FC Lie«e - Lierse 0-2 Lokeren - Cercle 5-0 FC BriiKKe - Berchem 4-0 Waterschei - Beveren 1-0 Antwerp - Courtrai 1-0 er markhæsti leikmaður liðsins. Er frammistaða Öster mjög óvænt, en Teitur lýsti því sjálf- ur yfir í samtali við Morgun- blaðið í vor, að hann hefði áhyggjur af komandi keppnis- timabili. liðið virtist engan veg- inn nógu gott. Voru þá fjórar umferðir búnar og Öster með fjögur stig. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Brage — Norrköping 1—1 Atvidaberg — Öster 3—6 Elfsborg — Hammarby 2—2 Kalmar — Landskrona 1—1 Djurgarden — Sundsvall 1—1 Malmö FF1 — Halmstad 0—2 Mjallby — Gautaborg 0—1 Og staðan er þessi: öster 22 12 8 2 37 GautaborK 22 9 10 3 36 13 32 23 28 Alkmaar hefur forystu Teitur og félagar með aðra höndina á bikarnum PÉTUR Pétursson og félagar hans hjá Feyenoord sigruðu Wageningen 1—0 í hollensku deildarkeppninni um helgina. Að sögn fréttaskeyta þótti leik- urinn afspyrnuslakur og lítil skemmtun fyrir fáa áhorf- endur. Pétur lék með Feye- noord meirihluta leiksins þrátt fyrir meiðsl, en tókst ekki að skora. Feyenoord þurfti sjálfsmark til þess að tryggja sér sigur. Það skoraði Severt Tollenar. Úrslit í hollensku knattspyrnunni urðu sem hér segir: GAE Deventer - FC Utrecht 2-1 Nac Breda - Tvente 1-2 PSV Eindhoven - MVV Maastr. 2-2 Den Haag - Pec Zwolle 2-3 Roda JC - Willem 2 1-1 FC WageninKen - Feyenoord 0-1 Exceicior - Ajax 2-4 FC GroninKen - Nec Nijmeifen 2-0 Sparta - AZ '67 Alkmaar 3-7 Úrslitin í síðastnefnda leikn- um vekja að sjálfsögðu athygli, en stjarna leiksins var Austur- ríkismaðurinn Kurt Welzl, sem skoraði fjögur af mörkum Alk- maar. Jan Peters skoraði tvíveg- is og Peter Tol sjöunda markið. Markaskorarinn frægi, Ruud Geels, skoraði tvö af mörkum Spörtu og Englendingurinn Dav- id Loggie það þriðja. Leikur Excelsior og Ajax þótti fjörugur og vel leikinn. Steen Ziegler, Martin Van Geel (2) og Kees Zwamborb skoruðu mörk Ajax. FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að Öster, lið Teits Þórðar- sonar í Svíþjóð, verði sænskur meistari. Um helgina sigraði iiðið Atvidaberg, 6—3, á úti- velli og hefur 4 stiga forystu er 4 umferðum er ólokið. Teitur Þórðarson skoraði tvö aí mörk- um Öster gegn Atvidaberg og Braxc Malmo FF Elfsborg Ilammarby Sundsvall Ilalmstad Atvidaborg NorrkOping Djurgarden Kalmar Landskrona Mjallby 22 10 22 9 22 22 22 22 22 22 22 22 22 22 4 24- 4 26- 5 26- 7 39- 7 25- 8 23- 8 26- 9 23- 9 23- 9 18- 5 12 22- 5 14 16- 14 28 19 27 19 25 ■28 24 •32 22 24 20 31 19 31 19 32 19 28 19 ■33 15 37 11 Island rak lestina „VIÐ URÐUM í síðasta sætinu í FIAT-keppninni, en lékum samt 70 höggum minna en islenska liðið í sömu keppni i fyrra. Strákarnir urðu i 19. sæti af 20 á 484 höggum í karlaflokki, en við stúlkurnar rákum lestina i kvennaflokki á 565 höggum,“ sagði Sólveig Þorsteinsdóttir kylfingur, í samtali við Mbl. í gær, en hún var þá nýkomin heim frá Tor- inó á Ítalíu, þar sem þetta árlega stórmót fór fram i þriðja skiptið. íslendingar tóku þátt i annað skipti og hefur verið boðið að vera með að ári. í einstaklingskeppninni, hinni svokölluðu Al-Italia-keppni, varð Ragnar Ólafsson í 30. sæti af 40 mögulegum á 236 höggum (80-78-78). Hannes Eyvindsson, sem einnig keppti í fyrra, hafn- aði í 39. sæti á 248 höggum (80-87-81). Sólveig varð í 35. sæti í kvennaflokki á 272 höggum (92-91-89) og Jakobína Guð- laugsdóttir varð í 38. sæti á 293 höggum (93-99-101). Annars var það Sviss sem sigraði í landskeppninni, Ítalía varð í öðru sæti og Skotland í þriðja sæti. í einstaklingskeppn- inni sigraði Norðmaðurinn Svi- land í karlaflokki og svissnesk stúlka að nafni Regine Lautens í kvennaflokki. Landsliðsmark- vörður í Stjörnuna? EYJÓLFUR Bragason, hand- knattleiksmaður úr FH, hefur tilkynnt félagaskipti yfir i sitt gamla félag, Stjörnuna í Garða- bæ. Eyjólfur var aðeins eitt keppnistimabil hjá FH og náði ekki að tryggja sér fast sæti i Island í erfiðum riðli DREGIÐ var um helgina í riðla fyrir B-keppnina i handknatt- leik sem fram fer á Spáni í febrúar. Fyrir nokkru var frá þvi sagt i Mbl. og fleiri fjölmiðl- um, að búið væri að raða niður, en i ljós kom að það var byggt á dönskum handknattleikssam- bandsmanni sem þóttist hafa sambönd. En það var sem sé dregið í París um helgina og verður að segjast eins og er, að riðillinn er erfiðari heldur en niðurstaðan sem danskurinn fékk á dögunum og birt var viða í hérlendum fjölmiðlum. ísland er í A-riðli og keppir þar við landslið Pólverja, Aust- Reynir sigraöi í 3. deild urríkismanna, Svía, Hollendinga og Frakka. í B-riðli eru Sviss, Danmörk, Tékkóslóvakía, Búlg- aría, Noregur og Israel. Fimm þjóðir komast áfram og er ljóst, að róðurinn verður þungur fyrir íslenska liðið. Hins vegar á íslenska liðið nokkra möguleika, því verður ekki neitað. Annars er best að spá sem minnst í þau spil á þessu stigi málsins. — gg- aðalliði félagsins. Síðustu árin hefur hann þó jafnan verið meðal markhæstu Ieikmanna i 2. deild, en þar lék Stjarnan til skamms tíma, en leikur nú i 3. deild. Þá hefur heyrst ákveðinn orð- rómur þess eðlis, að Stjarnan sé í þann mund að fá aftur til sín tvo fyrrverandi leikmenn og máttarstólpa. Má þar fyrst nefna landsliðsmarkvörðinn Brynjar Kvaran, sem ér að velta málinu fyrir sér og hefur gefið Stjörnumönnum undir fótinn. Hins vegar er Magnús Teitsson, sem gekk í FH um svipað leyti og Eyjólfur. Magnús lék flesta leiki FH í 1. deild í fyrra og stóð sig vel. Hann var áður einn sterkasti leikmaður Stjörnunn- ar. Mbl. hefur fregnað að hann sé alvarlega að hugsa um að leika með Stjörnunni á nýjan leik í vetur ... — gg REYNIR og Skallagrímur léku til úrslita um efsta sætið í 3. deild á Laugardalsvellinum um helgina. Reynir sigraði, 4—2, en bæði liðin flytjast i 2. deild. Ómar Björnsson skoraði tvö af mörkum Reynis, allt í allt 23 mörk í sumar og er hann því markhæsti leikmaður i deildun- um þremur. Júlíus Jónsson (víti) og Jón G.B. Jónsson skor- uðu hin mörk Reynis, en Gunn- ar Jónsson og Ævar Rafnsson svöruðu fyrir Skallagrim. Á meðfylgjandi myndum RAX eru nýliðarnir tveir, Reyn- ir t.v. og Skallagrimur. Reyn- ismenn taka aftur sæti i 2. deild eftir aðeins eins árs f jarveru, en Borgnesingarnir taka nú sæti i þeirri deild í fyrsta skipti. KR og Valur hrepptu stigin FYRSTU leikirnir á Reykja- vikurmótinu i körfuknatt- leik fóru fram i iþróttahúsi Hagaskólans um helgina. Fyrst mættust KR og ÍR og lauk leiknum með sigri KR. sem skoraði 69 stig gegn 65. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin, að KR náði að smeygja sér fram úr eftir mikinn baráttuleik. FH-stelpur iðnar við að slá metin FJÓRAR knáar stelpur úr FH hafa verið nokkuð iðnar við að setja boðhlaupsmet í sinum aldursflokki í sumar. Þær byrjuðu á því að setja nýtt niet í 4x100 m boð- hlaupi með þvi að hlaupa á 57,6 sekúndum. Þá hlupu þær 3x800 metra á 8:35,2, síðan 4x200 metra á 2:04,2. þá 4x400 metra á 4:49,2 og loks 1000 metra boðhlaup á 2:43,0 min. Öll metin voru sett á frjálsiþróttavellinum í Kaplakrika. Þessar knáu stelpur heita Linda B. Ólafs- dóttir, Rakel Gylfadóttir, Anna Birna Jónasdóttir og Linda B. Loftsdóttir. West Ham var refsaö grimmilega ENSKA knattspyrnufélagið West Ham United heíur fengið á baukinn fyrir fram- komu áhangenda liðsins á Evrópubikarleik West Ham og Castilla, sem fram fór í Madrid fyrir skömmu. West Ham tapaði 1—3. Refsingin er í því fólgin að greiða mjög háa peningasekt, auk þess sem næstu tveir heima- leikir West Ham í Evrópu- keppni verða að fara fram a.m.k. 300 kilómetra fyrir utan Lundúnaborg, þar sem West Ham hefur aðsetur. Lilleström í úrslit LILLESTRÖM tryggði sér sæti í úrslitum norsku bik- arkeppninnar i knatt- spyrnu, er liðið sigraði Brann. 2—1, í undanúrslit- um. Mo, úr 2. deild, mætti Vaalerengen í hinum undan- úrslitaleiknum. en úrslit fengust ekki þrátt fyrir framlengingu. Guðmundur Yngvason í Þrótt ÞRÓTTUR á Norðfirði fær góðan liðsstyrk fyrir næstu knattspyrnuvertíð. Er þar á ferðinni Guðmundur Yngva- son. fyrrum leikmaður með Þrótti, KR, og Stjörnunni. Guðmundur er sterkur mið- vallarleikmaður og var m.a. í Faxaílóaliðinu fræga á sínum tíma. Reykjavíkurmótið Tveir fyrstu leikirnir í úr- slitakeppni Reykjavíkur- mótsins í handknattleik fóru fram i gærkvöldi. KR sigr- aði Fram. 24—18, í hörku- leik. Markhæstur hjá Fram var Atli Hilmarsson með 9 mörk, en Jóhannes. Þorvarð- iir og Konráð skoruðu 4 stykki hver fyrir KR. Síðan sigraði Víkingur Þrótt nokkuð örugglega. 22—17. ÓIi H. skoraði fimm fyrir Þrótt, Þorbergur og Steinar voru með sex stykki hvor fyrir Viking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.