Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Ástandið er mjög ótryggt — segir Karl Steinar Guðnason „ATVINNUÁSTANDIÐ hér á Suð- urnesjum heíur verið mjö({ ótryKKt í sumar. fiskvinnslan hefur tcennió erfiðletca. fjölda starfsfólks hefur verið sa«t upp hjá Fluicleiðum otc síðustu fréttir setcja okkur hvað er að tcerast í Fríhöfninni. Síðan koma þessar fréttir frá Aðaiverktökum. að starfsfólki hafi verið satct upp störfum.“ satcði Karl Steinar Guðnasun, formaður Verkalýðs- otc sjómannaféiatcs Keflavikur otc ná- tcrennis. i samtali við Mh!.. þetcar hann var spurður um atvinnu- ástandið á Suðurncsjum. „Uppsagnirnar hjá verktökunum stafa af því að Ameríkumenn hafa kippt að sér hendinni hvað verkefni snertjr. Því sýnist okkur ástandið mjög ótryggt og ég veit ékki hver framtíðin verður, en framundan eru viðræður verktaka á Keflavíkur- flugvelli við Bandaríkjamenn um verkefni næsta árs. Ef stjórnvöld standa sig sæmilega í þessum við- ræðum þá getur verið að takist að tryggja þessu fólki áfram atvinnu, en ekkert verður sagt um það á þessu stigi,“ sagði Karl Steinar. Karl sagði að erfitt væri að átta sig á fjölda þeirra starfsmanna sem misst hefðu vinnuna á Suðurnesjum að undanförnu og benti á að margir þeirra hefðu farið að vinna annars- staðar. Einnig gat hann þess að allar uppsagnirnar væru ekki komnar í gildi enn vegna uppsagnarfrests. „Það má segja að atvinnuástandið hér sé mjög ótryggt," sagði Karl Steinar Guðnason að lokum. Islenzkir aðalverktakar: 57 starfsmönn- um sagt upp um næstu áramót FIMMTÍU og sjö starfsmenn ís- lenskra aðalverktaka hf. fengu í gær uppsagnarhréf. en uppsagnir þeirra taka gildi um áramót i flestum tilvikum. Thor Ó. Thors forstjóri sagði i samtali við Morg- unblaðið í gær, að af þessum starfsmónnum væru 30 verkamenn, 15 bílstjórar og fleiri starfsmenn við vélar, 4 starfsmenn í mötuneyti, 6 á járnaverkstæði, 1 á bílaverk- stæði og 1 smurstöðvarmaður. „Ástæður þessara uppsagna _eru þær,“ sagði Thor, „að eins og verið hefur alltaf undanfarin ár, hefur orðið samdráttur í verkefnum. Varn- arliðssamningarnir eru þannig að starfsemin er mismikil. Þegar verk- efnum lýkur verður að grípa til fækkunar starfsmanna ef ekki er unnt að taka til við önnur þegar í stað.“ Thor Ó. Thors sagði ennfremur, að alls væru starfsmenn Aðalverktaka um 330 talsins. Flestir þeirra starfa á Keflavíkurflugvelli, en 4 starfs- menn eru á skrifstofu í Reykjavík. Verði af uppsögnum allra þeirra er nú hafa fengið uppsagnarbréf munu starfsmenn fyrirtækisins því verða um 270. Thor sagði á hinn bóginn ekki alveg víst að til allra þessara uppsagna þyrfti að koma, þó nú virtist það fyrirsjáanlegt og gert ráð fyrir því. Vera kynni að ný verkefni fengjust fyrir áramót. Helstu verkefnin sem nú er unnið að sagði Thor að væru bygging jarðstöðvar, lagfæringar og endur- bætur á flugbrautum, eldvarnakerfi er verið að setja upp í flugskýli, unnið er að stækkun barnaskóla, endurbótum í mötuneyti og ýmsu öðru. Thor sagði að lokum, að hér væri ekki um meiri samdráttaraðgerðir að ræða en oft áður. Starfsemi Aðalverktaka væri fremur verkefna- bundin en árstíðabundin, og nú í haust hefði viljað svo til að mörg verkefni hefðu klárast án þess að ný kæmu í staðinn. Starfsmenn Flugleiða í Luxemburg: Vilja tryggingu vegna framtiðarinnar Á FUNI)I 23. sept. sl. í Luxem- bttrg hjá fulltrúum stjórna verka- lýðsfélaga. starfsmanna Flug- leiða þar og yfirmanna Flugleiða í Luxemborg kom fram, að sögn eins talsmanna verkalýðsfélag- anna. að bréf sem hafði átt að senda stjórn Flugleiða um mál- efni í Luxemborg hafði ekki verið sent. Eiginkonur flug- manna mæla með ráðningu elztu flugfreyjanna „MÖRGUM var skemmt þeg- ar við fengum sérstakar bar- áttukveðjur inn á fund Flugfreyjufélagsins sl. mánu- dagskvöld," sagði Gréta Ön- undardóttir varaformaður Flugfreyjufélagsins í samtali við Mbl. í gær, „en okkur barst gullfallegur blómvönd- ur með kveðju frá nokkrum eiginkonum flugmanna þar sem þær sögðust styðja okkur eindregið í því að endurráðið yrði í flugfreyju- störf eftir starfsaldri." Sagði talsmaðurinn í samtali við Mbl. að á þessum fundi hefði verið reiknað með því að lagðar yrðu fram tillögur til stjórnar Flugleiða sem gerðu ráð fyrir félagsmálaáætlun er skyldi ná til allra þeirra sem sagt hefur verið upp hjá Flugleiðum í Luxemborg og einnig þeirra sem til stæði að segja upp. Sagði talsmaður verka- lýðsfélaganna að yfirmenn Flug- leiða í Luxemborg hefðu átt að koma umræddu bréfi á framfæri með athugasemdum og tillögum í þessum efnum til stjórnar Flug- leiða, ekki seinna en 23. sept., til þess að stjórnin gæti fjallað um málið á fundi sínum 27. sept. Auk þess hafa félög starfs- manna Flugleiða í Luxemborg farið fram á það að þeir fái tryggingu vegna framtíðarat- vinnu, en slíkt sé aðeins hægt að gera með markvissum félagsmála- áætlunum er yfirmenn Flugleiða í Luxemborg og fulltrúar verka- lýðsfélaganna samþykktu. Sagði talsmaðurinn að fram til þessa hefði öllum tillögum verkalýðsfé- laganna verið hafnað og væri starfsfólkið þess vegna orðið áhyggjufullt þar sem ekki væri tryggð framtíðarafkoma bótt flug Flugleiða frá Luxemborg héldi áfram. Hús verslunarinnar uppsteypt Lokið er uppsteypu á húsi verslunarinnar í Reykjavík og er það nú fokhelt. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns V.R., verður nú unnið að múrhúðun og öllum sameiginlegum frágangi hússins og stefnt að því að ljúka honum í september á næsta ári. Verður eignaraðilum síðan afhentur hver sinn hluti til endanlegs frágangs. LjÓNm. ól.K.M. OL í bridge: Islenzka landsliðið er brokk- gengt ÍSLENZKA landsliðinu hefir gengið frekar illa á Ólympíumót- inu í bridge sem fram fer í Valkemburg í Ilollandi. íslenzka sveitin hefir spilað gegn Norður- landaþjóðunum og náðu aðeins 10 stigum af 60 mögulegum út úr þeim viðureignum. í fyrradag var spilað gegn Japönum og vannst sá leikur 15—5. Næsti leikur var gegn Dönum sem voru i efsta sæti i riðlinum og tapaðist sá leikur 3—17. f fyrrakvöld var svo leikið gegn Belgum sem voru í öðru sæti i riðlinum og tapaðist leikurinn 1 —19. í gær hófst keppnin með leik gegn Hong Kong og vannst leikur- inn 18—2 eftir míklar sviptingar. Munaði þar mest um spil þar sem Guðlaugur og Örn spiluðu 6 tígla og unnu, meðan Helgarnir spiluðu 5 spaða á andstæðar hendur og töpuðu naumlega. ísland átti að spila gegn Venezuela og Portúgal í gær. Ræddum almennt um samskipti landanna - segir utanríkisráðherra um viðræður sínar í Norfolk — ÞESSAR viðræður í Norfolk voru ekki um nein tiltekin efni, heldur var rætt almennt um samskipti landanna, sagði Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra í samtali við Mbl. i gærkvöld, en hann var þá kominn aftur til New York eftir heimsókn sína til aðalstöðva Bandarikjaflota i Nor- folk. — Ýmis efni hafa náttúrlega borið á góma meðal annars flutn- ingamál hersins milli íslands og Bandaríkjanna og við höfum áhuga á því að flutningar í lofti fáist í hendur íslendinga, Flug- leiða, eins og flutningar á sjó eru í höndum íslenskra aðila. Við reyn- um að leggja inn gott orð hvað þetta atriði varðar, en annars er þetta mál Flugleiða, sagði ráð- herra einnig. Utanríkisráðherra sagði, að ekki hefði verið rætt um fram- kvæmdamál á Keflavíkurflugvelli, en í næsta mánuði væri fyrirhug- aður fundur varnarmáladeildar með Bandaríkjamönnum um þau mál. Þá sagðist utanríkisráðherra hafa átt kurteisisviðræður við Carter forseta og Mondale vara- forseta og hitt að máli varnar- málaráðherra, aðstoðarvarnar- málaráðherra og aðstoðarutanrík- isráðherra í Washington og heim- sótt þingið og átt viðræður við nokkra þingmenn. í dag verður Ólafur Jóhannesson á allsherjar- þinginu, en leggur af stað heim- leiðis í kvöld. Fjársvikamál: Seldu bíómiða án greiðslu op- inberra gjalda RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins vinnur nú að rannsókn fjár- svikamáls sem upp er komið í Kópavogi. Eru málavextir þeir, samkvæmt upplýsingum RLR, að kæra barst um helgina þess efnis, að eigendur Borgarbiós seldu að- göngumiða. sem ekki væru stimpl- aðir af yfirvöldum og kæmist bíóið þannig undan greiðslu opinberra gjalda, svo sem skemmtanaskatts. Var í gær gefinn út úrskurður um húsleit í Borgarbíói og á skrifstofu- húsnæði þess og fór hún fram síðdegis í gær og í gærkvöldi. Fannst allmikið af gögnum sem benda þóttu til að kæran hefði við rök að styðjast og játuðu eigendur við yfirheyrslu í gær að hafa sett þessa miða í umferð. Var þeim sleppt eftir yfirheyrsluna en áfram er unnið að rannsókn málsins. Stolið 3 millj. úr SS-búð BROTIST var inn í verslun Sláturfé- lags Suðurlands við Iðufell 14 að morgni þriðjudags og stolið þaöan um þremur milljónum króna. Var brotinn upp peningaskápur og stolið fyrrgreindri upphæð, sem öll var í seðlum. Þá var brotist um borð í Ljósafoss þar sem hann lá í Hafnarfirði á mánudag og stolið þaðan ljósabyssu. Málin eru í rannsókn hjá RLR og höfðu ekki verið upplýst síðdegis í gær. Skreiðin bíður á bakkanum eftir að verða skipað um borð i Borre. Mikil eftirspurn eftir skreið og verðið hátt MUN MEIRI skreið hefur verið flutt út það sem af er þessu ári heldur en árin á undan. en skreið- arvinnsla hcfur staðið betur í ár heldur en frysting og söltun. Það eru cinkum fjögur fyrirtæki. sem selt hafa skreið á Nígeriumarkað. þ.e. Sambandið. Samlag skreiðar- framleiðenda. Sameinaðir fram- leiðendur og G. Albertsson. Flciri fyrirtæki hafa komið við sögu þessa útflutnings og f gær var skipað út 85 tonnum af skreið á vegum Lýsis hf. og rakst blaöa- maður á Jón Ármann Héðinsson, fyrrum alþingismann. á Granda- garði siðdegis, en hann sér að mestu um þessa starfsemi fyrir- tækisjns. Jón Ármann sagði, að verið væri að skipa út 85 tonnum af skreið, sem fara með Borre, skipi Hafskips, til Hamborgar. Þar verður skreið- inni umskipað og hún flutt í gámum með áætlunarskipum í Nígeríu. Verðmæti þess, sem skipað var út í gær, er rúmlega 500 þúsund dollar- ar, að sögn Jóns Ármanns, eða hátt í 300 milljónir íslenzkra króna. „Þetta er sjötta sendingin frá okkur í Lýsi og þetta virðist ganga snurðulaust fyrir sig,“ sagði Jón Ármann. „Eftirspurn er mikil, verð- ið gott og fleiri sendingar eru framundan. Raunverulega er ekki næg skreið til í landinu eins og er, miðað við eftirspurnina, en menn munu ætla að hengja upp í haust í meira mæli en áður hefur verið á þessum árstíma. Ég held að óhætt sé að segja, að hægt sé að selja skreið til Nígeríu fyrir fleiri tugi milljarða á næstu mánuðum,“ sagði Jón Ármann Héðinsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.