Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 25

Morgunblaðið - 02.10.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 25 Ljósm. Árni Kristjánsson TF-RÁN á þyrlupalli Ægis i St. John’s. Varðskipsmenn skoða gripinn. Ægir kom með nýju gæzluþyrluna í gær VARÐSKIPIÐ Ægir kom síðdegis í gær til Reykjavíkur með nýja þyrlu Landhelgisgæzl- unnar. Varðskipið sótti þyrluna til St. John’s á Nýfundnalandi, en þangað var henni ferjuflogið frá Brid- geport í Bandaríkjun- um. Verður þyrlan búin til flugs í dag og henni væntanlega flogið til Reykjavíkurflugvallar að því loknu. Ægir kom til St. John’s á mánudag í fyrri viku. Var þyrlan tekin um borð sl. fimmtu- dag og sídegis sama dag var lokið við að ganga frá henni í þyrluskýli varðskipsins. Haldið var úr höfn í St. John’s síðdegis sl. fimmtudag og var varðskip- ið því sex sólarhringa á leiðinni til íslands. Að sögn skipverja hreppti Ægir slæmt veður í fyrrinótt og gekk ferðin þá hægt. Kyrfilega var frá þyrlunni gengið svo að hún yrði ekki fyrir skemmdum í miklum sjógangi. Þyrlan er af gerðinni Sik- orsky S-76. Hún er sérstaklega gerð fyrir störf við landhelgis- gæzlu og er með lyftibúnaði til björgunarstarfa. Fyrir utan flugmennina tvo eru sæti fyrir 12 farþega. Fullhlaðin getur hún flogið 400 sjómílur eða um 750 kílómetra. Hámarkshraði þyrlunnar eru um 150 hnútar á klukkustund, eða rúmir 270 km. Þyrlunum snúa tveir þrýsti- hverflar. Þyrlan er vel búin tækjum til flugs við hinar ýmsu aðstæður. Meðfylgjandi myndir eru teknar við komu varðskipsins til Reykjavíkur og einnig er þyrlan var sett um borð í Ægi í St. John’s. „Jón Magnússon. lögfræðingur Landhelgisgæzlunnar, Þröstur Sigtryggsson skipherra, Pétur Sigurðsson forstjóri og Björn Jónsson flugmaður við nýju þyrluna í þyrluskýli varðskipsins Ægis skömmu eftir komu Ægis frá Bandarikjunum. I.jósm. Mbl. Ól. K.M. Pétur Sigurðsson virðir fyrir sér stél þyrlunnar sem stendur aftur úr þyrluskýli Ægis. Þyrlan var færð eins innarlega í skýlið og unnt var, en það dugði ekki til, eins og sjá má. Ljósm. Ól. K.M. Atlantshafsflugið heldur áfram: Skólastjóramálið í Grindavík: Ríkissaksóknari krefst ekki frekari aðgerða RÍKISSAKSÓKNARI hefur tekið ákvörðun um að ekki verði meira aðhafst i hinu svokallaða „skóla- stjóramáli” í Grindavík. en það mál var mjög á döfinni fyrir u.þ.b. ári. Að kröfu Arnmundar Backmans, lögmanns Friðbjörns Gunnlaugssonar fyrrum skóla- stjóra i Grindavík, fór fram lögreglurannsókn í máli þessu og munu gögn málsins vera á þriðja hundrað síður. I bréfi ríkissaksóknara til máls- aðila segir: „Að fenginni umsögn menntamálaráðuneytisins þykja eigi vera efni til frekari aðgerða í málinu." Ellefu ferðir á viku til Chicago og New York næsta sumar NORÐUR-Atlantshafsflugið mun halda áfram milli Luxemborgar. íslands og Bandaríkjanna ef hlut- hafafundur Flugleiða samþykkir tillögu stjórnar Flugleiða þess efnis. byggða á grundvelli þess stuðnings scm ríkisstjórnir Lux- emborgar og íslands hafa lofað. Verða að minnsta kosti þrjár ferðir í viku milli Lux.-íslands og New York í vetur, en tvær ferðir í sumar til New York og Chicago. að sögn Sigurðar Helgasonar for- stjóra Flugleiða, í samtali við Mbl. „Þetta miðast við það,“ sagði Sigurður, „að komið verði í höfn þeim atriðum sem enn eru óákveðin eins og t.d. endurgreiðsla lend- ingargjalda fyrir árin 1979 og 1980, að lausum skuldum verði breytt í fast lán og fleira. Tíminn fram til hluthafafundar, 8. október, verður notaður til þess að kanna þessi atriði. Það var ákveðið að skjóta þessu til hluthafafundar, því hér er um mjög mikilsvert mál að ræða og rétt að hluthafafundur hafi síðasta orðið í þessari ákvörðun." Aðspurður sagði Sigurður að hugmyndir um hlutafjáraukningu yrðu teknar fyrir á fundinum. Reiknað er með því að sölu- skrifstofa verði áfram í Chicago en þó í mun minna umfangi en verið hefur. Varðandi flugið vestur um haf næsta sumar er gert ráð fyrir daglegum ferðum til New York, tveimur ferðum í viku til Chicago og tveimur ferðum að auki vestur um haf í tengslum við Skandinavíu- flugferðir. Bogi Hallgrímsson: og treysti núverandi stjórn betur en öðrum til þess að stjórna landinu". Spurning vaknar, hversu lengi menn láti sér nægja viðleitn- ina eina. Leiðarahöfundur Þjóðviljans hefur í frammi blekkingar þegar hann ber saman ósambærilegar tölur, þ.e. fylgi flokkanna í síðustu kosningum og akoðanaW^nj^ nu. I samræ^j-^ er fyrir. SÖ^T. leiðarans 1. okt.: Lýðhylli. Stjórnarliðar böðuðu sig í lýðhyll- inni í byrjun þeirrar óheillagöngu. sem enn er gengin. Og það er alvarlegt mál þegar menn mis- skilja svo algjörlega hin breyttu viðhorf kjósenda til ríkisstjórnar- innar, sem fram koma í síðustu skoðanakönnun. Það er alvarlegt vegna þess, að tiltrú stjórnarliða á viðvarandi lýðhylli þýðir óbreytta stefnu, versnandi lífskjör. Von- andi verður ekki langt í næstu skoðanakönnun, ef það mætti verða til þess að rofaði til í hugum stjórnarliða. ólafur G. Einarsson. Friðbjörn og Ragn- ar Arnalds þyrluðu upp miklu moldviðri MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Boga Hallgrímssyni fyrrum skólastjóra í Grindavík vegna lykta „skólastjóramálsins” svo- kallaða sem mjög var á döfinni á síðasta hausti. „Mikil blaðaskrif urðu á sl. hausti vegna veitingar skóla- stjórastöðu í Grindavík og óskaði Friðbjörn Gunnlaugsson fyrrver- andi skólastjóri grunnskóla Grindavíkur eftir opinberri rann- sókn á því, sem hann kallaði „á þeim ástæðum og atburðum, sem valdið hafa því að opinberum starfsmanni er meinað að rækja Starf S’itt og fiæmist að lokum á brott og sér sig knúinn til að segja af sér embætti". Einnig var óskað eftir að tekið væri til rannsóknar innbrot í herbergi Friðbjörns í embættisbústaðnum og brottflutningur muna hans og móður hans. / Þyrlaði Friðbjörn ásamt fyrr- verandi menntamálaráðherra, Ragnari Arnalds, upp miklu moldviðri og báru undirritaðan þungum sökum m.a. því að hafa hindrað Friðbjörn í að taki VÍo starfi S£m skólastjóri haustið 1979 með því m.a. að hafa skipt um skrár í skólanum og hafa neitað að afhenda honum lykla sem hvorugt er rétt þar sem ekki var skipt um skár. Þar af leiðandi hafði hann alla lykla að skólan- um, frá því hann gegndi starfi sem skólastjóri. Fjarstæða er að ég hafi vísað honum á dyr eða, eins og hann orðar það í viðtali við eitt dagblaðanna, að ég hafi kastað honum út. Rannsókn þessari er nú lokið. Eru yfirheyrslur og skjöl málsins á 3ja hundrað síður og er þar saman komin mikill fróðleikur um feril Friðbjörns og sannleiks- ást hans og ráðherra hans. Niðurstaða ríkissaksóknara er að sjálfsögðu sú að ekki sé ástæða til frekari aðgerða í málinu. Grindavík 26. sep. 1980 Bogi Hallgrimsson. Ólafur G. Einarsson alþm.: Skoðanakönnum Dagblaðsins um fylgi ríkisstjórnarinnar hefur vakið nokkra athygli. Viðbrögð stjórnarliða við könnuninni vekja ekki síður athygli vegna þess, hvernig þeir lesa úr tölunum. Fylgjendur stjórnarinnar reyndusí nú 41.2% ( ándvígir og óákveðnir 58,8%. Sambærilegar tölur frá febrúarkönnun eru 70,8% fylgjendur, en andvígir og óákveðnir 29,2%. Þetta þýðir lækkandi gengi stjórnarinr.ár um 41,8% á um það bil 7 mánuðum, eða 6% á mánuði til jafnaðar. „Ég fagna þessari niðurstöðu," segir forsætisráðherra. Hann bæt- ir að vísu við: „þar sem rúmlega 61% þeirra, sem tóku afstöðu, lýsa fylgi við ríkisstjórnina." Þá tölu má fá út úr könnuninni, en sambærileg tala frá febrúar- könnuninni er 89,9%. Það þýðir lækkandi gengi ríkisstjórnarinnar um 31,7%. Á sama hátt og stjórn- arliðar fagna nú 61% fylgi með því að lesa á sinn hátt úr tölunum, geta stjórnarandstæðingar ^loost yfir 282% fjölgnn í sinu Hði, þar sem nú pru 38,6% andvígir stjórn- inr.i, en voru 10,1% í febrúar. Vaxandi skilningi fólksins í landinu á ráðleysi Jiessarar ríkis- stjórnar fagna ég. Eg undrast hins vegar túlkun þá, sem fram kemur hjá forsætisráðherra þegar hann segir af þessu tilefni, að fólkið í landinu meti „viðleitnina til þess að ráða fram úr vandamálunum Að lesa úr tölum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.