Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 35 sérstakan gest kvöldsins, barí- tonsaxófónleikarann Gerry Mull- igan, sem lék ýmis þekkt lög, eins og My Funny Valentine og How High the Moon sem og eigin komposisjónir. Allt fádæma vel gert og ekki létu undirleikararnir sinn hlut eftir liggja, enda ekki af verri endanum: Roland Hannah (p.), Mads Winding (b.) og Ed Thigpen (tr.). Hannah lék sóló í gömlu standördunum eins og þeir hefðu verið samdir í gær og Ed Thigpen krafsaði fjörlega í settið. Hápunkturinn var þó þegar upp- hófst mikið og skemmtilegt ein- vígi milli Mulligan og Mads Wind- ing sem þar bætti enn einni fjöður í nú nær alfiðraðan hattinn með mjög sérkennilegum og smekkleg- um kontrabassaeinleik. í lok hljómleikanna lék Mullig- an nokkur lög með Getz-sveitinni, en enda þótt það lífgaði upp á sálina að heyra samleik gömlu mannanna, megnaði hann ekki að lyfta stemmningunni til muna með leik sinum, enda Getz og félagar búnir að þrýsta henni kyrfilega niður er hér var komið sögu. Það var því ekki laust við að ég væri dálítið kalinn á hjarta þegar ég yfirgaf Tívolí þetta kvöld og hélt áleiðis í Montmartre, þar sem Pat Metheny var mættur með hljómsveit sína. Gaman, gaman Er komið var að Montmartre í Norregade var þar mikill hópur fólks utandyra og tilkynningar uppi hangandi, þess efnis að uppselt væri á tónleikana. Þetta var um tíuleytið og þeir því byrjaðir fyrir nokkru, en engu að síður kom þetta mér á óvart. Eftir nokkuð handapat tókst mér að gera dyravörðum viðvart um að hér væri á ferð sérlegur fulltrúi íslensku þjóðarinnar með blað og blýant og myndavél. Komst ég þá inn í troðfull herlegheitin. Ég bjóst við góðu af Metheny, því ég hafði fyrir nokkrum árum orðið mér úti um plötu með honum og haft mikið gaman af. Og í þetta skiptið varð ég ekki fyrir von- brigðum. Hann og félagar hans léku tónlist sína af miklum krafti og einlægni og áhorfendur máttu vart vatni halda af hrifningu. Tónlist þeirra er all sérkennileg blanda af jazzi og þróuðu, vönduðu rokki. Oft á tíðum mjög gripandi og alltaf frískleg. Afleiðingin er sú að hún hefur náð umtalsverðum vinsældum í heimalandinu, USA, og er því tekið með nokkrum fyrirvara af spakvitrum jazzvesír- um. Sumum finnst þetta vera hið versta bévað popp og hrista haus- inn. Aðrir hrista bara hausinn en þora ekki að slá neinu föstu fyrr en næsta hefti af Down Beat kemur út. En þetta er allt saman aukaatriði. Málið er að þetta var stórskemmtilegur konsert og reyndar töluvert skemmtilegri en nýjustu plötur sveitarinnar. Virð- ist gilda það sama um þessa tónlist og tónlist þeirra Adams og Pullen: Best á hljómleikum. Pat Metheny er ungur að árum en hefur þegar öðlast töluverða frægð sem gítarleikari. Hann hef- ur leikið með ýmsu tónlistarfólki, næsta ólíku. Hann lék í þrjú ár með Gary Burton og í nokkurn tíma með Joni Mitchell. Sjálfur telur hann Burton hafa haft mest áhrif á sig, en segir að ofarlega þar á blaði séu einnig Bítlarnir og svo ýmsir jazzgítaristar eins og Wes Montgommery og Jim Hall. Hann hefur sent frá sér allmargar hljómplötur, flestar ef ekki allar, hjá ECM-fyrirtækinu. Á þeim nýjustu leika þeir með honum sem voru með í Montmartre. Lyle Mays (p), Mark Egan (rafb.) og Dan Gottlieb (tr). Allir stóðu þeir sig með miklum ágætum þar, en trommuleikarinn var sá er virtist vera veikasti hlekkurinn. Það kom fram í viðtali við Metheny í danska útvarpinu að í haust er væntanleg á markað tvöföld plata þar sem leika auk hans þeir Mike Brecker, Dewey Redman, Charlie Haden og Jack DeJohnette. Tel ég óhætt að mæla með henni fyrirfram. Eftir að þessari hátið lauk gerðist lítið á jazzsviðinu í Kaup- mannahöfn og ekki varð mér að þeirri ósk minni að NH0P tæki sér frí frá Islandsreisum og öðrum ferðalögum og léki svo sem eins og einu sinni í Montmartre áður en ég færi heim nú í haust. Og sama gildir reyndar um Philip Cather- ine. En það virðist sem sagt vera alveg eins líklegt að maður heyri í þessum mönnum hér á Fróni eins og í „Jazzmiðstöð Evrópu" svo ég held ró minni. Danny Richmond Næsta brottför 7. október Sex daga ferö frá þriöjudegi til sunnudags Verð frá kr. 282.000 (miðafi vifi gistingu i tveggja manna herbergi) Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 8, 28899 stuttar verslunar- og skemmtiferðir með íslenskrí fararstjóm Við útvegum aðgöngumiða (og þú greiðir meö íslenskum peningum) , • Enski boltinn meb eigin augum • Evita • Talk of the Town • ..fjöldi annarra veitinga- og skemmtistaða Innifalið í verði • Flug • Flutningur til og frá flugvelli • islensk fararstjórn • Hótelgisting meö morgunveröi. Þrjú hótel i hjarta borgarinnar, Royal National hotel, London Metropol eöa Selfridges. öll herbergi meö baöi, sjónvarpi, útvarpi og sima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.