Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 fclk í fréttum Miklir innileikar með frœgum + Hér heilsast þeir innvirðulega, leikarinn Peter Falk, sem er betur þekktur sem Colombo, og dægurlagasöngvarinn Frank Sinatra, í samkvæmi í London. Samkvæmið var haldið eftir fyrstu hljómleika Sinatra af tíu, sem hann heldur í London nú í haust. Áhorfendur tóku Sinatra mjög vel og í lok tónleikanna stóðu þeir upp og klöppuðu gamla manninum lof í lófa. Fyrir miðju á myndinni er Shera kona Peters Falk. Bob Hope á heimaslóð + Hann er mikið í fréttunum grínkarlinn, leikarinn og dansarinn Bob Hope. Fyrir skömmu birtum við mynd af honum á Rauða Torginu og nú er hann kominn til Englands. Þar var þessi mynd tekin. Hann var staddur þar vegna golfkeppni og notaði þá tækifærið og heimsótti fæðingarstað sinn. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita heimilisfangið látum við það fylgja: 44 Craighten Road, Eltham, Suð-austur London. A myndinni er hann með núverandi íbúum hússins. Væntanlega hefur Bob látið nokkra velvalda brandara fjúka og hver veit nema hann hafi dansað á stéttinni framan við húsið. + Þennan leikara kannast vist ílestið við. Þetta er Gordon Jackson. sem íslend- ingar þekkja vist bezt undir nafninu Hudson, þjónninn i Húsbændur og hjú. Frægur sælkeri, Robert Carrier, átti viðtal við hann i enska sjón- varpinu á dðgunum. Þar sagði „Hudson“ frá því að fjölmargir „alvöru“ yfirþjón- ar hefði hringt til hans og sagt honum að það væri óhugsandi að enskur yfir- þjónn snæddi með starfsfólki eldhússins eins og var i þátt- unum. „IIudson“ sagði einnig að sá dýrindismatur sem fram var borinn i þáttunum, hafi verið alvöru matur. En til þess að maturinn þyldi hitann frá öllum ljósabúnað- inum var hann sprautaður með einhvers konar gljá- kvoðu. Stundum neyddust leikararnir til að fá sér bita og var bragðið þá svo óskap- legt að þeir komu varla frá sér hlutverkum sinum! Tann- stönglanotkun ku hafa verið með ólikindum! Samtalið fór fram á meðan „Iludson" og Carrier snæddu skoska hænsnakjötsúpu, sem er upp- áhaldsréttur „Iludsons". Þeim var borinn maturinn og „Hudson" sagði aldrei „takk“. Sjálfur sagði hann um það. „Það er eitt af því sem ég lærði. Það fer í taugarnar á starfsfólkinu ef gestirnir cru alltaf að segja „takk“ og tefur þjónustuna. — Þetta skulum við muna næst þegar við förum á Brauðbæ! 41 LITASJÓNVÖRP Dale Carnegie félagar Hvernig væri að bjóða konunni til London? Nokkrir miöar lausir á hagstæöu veröi. Farið veröur með Feröaskrifstofunni Útsýn 23. október. Komiö til baka 28. október. Uppl. í síma 82411. Stjórnunarskólinn, Konráó Adolphsson. Sumir halda ad það sé nóg að eiga gott segulband aðrir að kassettan skipti ekki miklu máli. Hinir eru fleiri sem vita betur. | Fagmenn vita aö viö upptöku á tönlist þarf að ! hljöörita og endurspila sama lagstubbinn mörgum I sinnum áöur en endanlegur árangur næst. Þess- I vegna nota þeir ampex tönbönd. Dreifing: HdnMI sími 29575 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.