Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 45

Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 45 hefði mátt benda gyðingunum á að leita frelsis samkvæmt formúlum Hitlers. En skyldi Ögmundi Jón- assyni nokkurn tíma hafa dottið í hug, hvaða örlögum þeir menn sæta í ríkjum sósíalista og fasista, sem krefjast þess að kerfið sé afnumið? Slíkum mönnum er boð- ið í „helför." • V-Evrópa vel sett V. Sig. skrifar: „Nú þegar brjálæðingnum honum Khomeini hefur tekist að koma öllu í bál og brand og olíustöðvar í íran og Irak standa í björtu báli, þá er það vitað mál, að olía mun snarhækka í verði á næstu mánuðum. Jafnvel er hugs- anlegt að um verði að ræða olíuskort, sem enn mun hækka verðið. En Vestur-Evrópa er vel sett, á gnægð olíu í 3 til 4 mánuði að minnsta kosti, jafnvel lengur. • Hver ber ábyrgðina? En hvernig erum við í stakk búin hér á íslandi? Eigum við nægar birgðir? Mér er spurn. Sagt er að við eigum eins til tveggja mánaða birgðir af sumum olíuvör- um, en lítið af bensíni. Ég spyr því: Hver ber ábyrgðina á þessum slóðaskap? Við erum háðir Sovét- ríkjunum um olíukaup, en allir vita að ófriður getur stöðvað alla flutninga frá olíuhöfnum Sovét- manna við Svartahaf. Það ætti að vera augljóst mál að við verðum alltaf að eiga að minnsta kosti 6 mánaða ef ekki eins árs birgðir, allt getur skeð, og því meiri birgðir sem til eru, því betra. Vonandi standa ráðamenn sig í þessu máli og láta hendur standa fram úr ermum. Það verður að gera róttækar ráðstafanir til hagsbóta fyrir alla landsmenn." Þessir hringdu . . . • Heilaþvegin af -niðurrifsöflum Ililda Björk Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er ekki pólitísk eða í sértrúarflokki, ég er móðir og uppalandi. Ég hef kennt bðrnum mínum bænir og að meta kristna trú, en sjálf er ég ævinlega þakklát fyrir það vegarnesti sem foreldrar mínir miðluðu mér áður en ég fór út í lífið. Það er ómetanlegt að eiga trúna að og bænina þegar á móti blæs og erfiðleikar steðja að. Hvert getur trúlaus maður snúið sér? Það er líka svo að snillingar allra alda hafa kunnað að meta kristna trú og meistarar hafa tjáð sína trú í tali og tónum og á lérefti. En skólarnir okkar eru ekki eins hrifnir, heldur ýta kristinni trú til hliðar og láta sér fátt um finnast, þegar best lætur. Rífa niður þegar verst lætur. Dóttir mín sem er í gagnfræðaskóla gengur nú í gegn- um heilaþvott niðurrifsaflanna, sem líta kristna trú smáum aug- um og fara ekki í launkofa með það — og mega til með að rífa niður trú sem gróðursett hefur verið í ungum sálum. Hverjir geta veitt okkur foreldrum stuðning í þessu efni? Gætu ekki prestarnir skipt því niður á sig að heimsækja framhaldsskólana og ræða við nemendur um kristna trú — og veitt nemendum þannig stuðning í orrahrið niðurrifsaflanna? Ég skora á þá að gera það. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í Evrópukeppni landsliða í Skara í Svíþjóð í janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Ljubojev- ics, Júgóslavíu, og Miles, Eng- landi, sem hafði svart og átti leik. HÖGNI HREKKVÍSI 3G. ... Bxe4! (Vinnur peð, því að 37. Bxe4 gengur auðvitað ekki vegna 37.... Hfl og mátar) 37. h4 — Ber‘, 38, Bxe4 — Bxg3 með skiptarr.ur. undir gafst hvítur s'kömmu síðar upp. /€5KO6L.'0ÐiR bfoO-rJA. . Bs«sa«*ssæsss«æsg!c Jektorar •IWIOfl iMJUÍd Fyrlr lenslngu I bátum og fiskvinnslustöðvum. ^(uiirÐmDgjyr Alltaf sól hjá okkur... Höfum sett upp hina vinsælu sólarlampa Leitið nánari upplýsinga og pantið tíma hjá sundlaugarvörðum í síma 22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR ^Dale . Larneeie námskeiðið Kynningarfundur í kvöld kl. 20.30, Síðumúla 31, uppi. Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö ★ OÐLAST MEIRA ORYGGI Meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. ★ ÁRANGURSRÍKARI SKOÐANASKIPTI Koma hugmyndum þínum örugglega til skila. ★ SIGRAST A RÆDUSKJALFTA Aö vera eðlilegur fyrir framan hóp af fólki og SSgjS þaö, sem þú ætiar aö segja, meö árangri. ★ MUNA MANNANÖFN Þjálfa minni þitt. Vera meira vakandi og skerpa athyglina. Að stjórna í staö þess aö þræla. Byggja upp betri persónuleika og auka eldmóö- inn. ★ SIGRAST Á ÁHYGGJUM OG KVÍDA Hugsa raunhæft. Leysa persónuleg og við- skiptavandamál. ★ STÆKKA SJÓNDEILDARHRINGINN Eignast vini, ný áhugamál og fleiri ánægju- stundir í lífinu. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. í Qv 82411 STJÓRNUNARSKÓLINN % f-'t-'A'/- ll>lKonráð AdolphSson ****»**««*> '*ss******ws*æs*æ*æ ■>s****4.****ææ*w>*>æ*****

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.