Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 47

Morgunblaðið - 02.10.1980, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 47 t Albert og Sigurður þreifa fyrir sér Albert Guðmundsson Val hefur áhuga á atvinnumennsku i knattspyrnu. Hörkuleikir í kvöld TVEIR leikir fara fram í ís- landsmótinu i handknattleik i kvöld i Laugardalshöllinni. Kl. 20.00 leika KR og Þróttur og síðan mætast Valur og Vikingur. Það má búast við góðri skemmt- un i höllinni í kvöld. Þvi að báðir leikirnir eiga eftir að bjóða upp á hörku og spennu. ÞEIR Sigurður Grétarsson og Albert Guðmundsson, sem eru að reyna fyrir sér með atvinnu- möguleika í vestur-þýsku knattspyrnunni um þessar mund- ir, æfðu með 2. deildarliðinu Munster í fyrrakvöld. Munster er i 14 sæti i 2. deild. Eru taldar nokkrar líkur á því að þeir geri samning við lið þetta, en slíkur samningur væri stökkpallur í frekari atvinnumennsku hjá sterkari liðum, ef þeir félagar Eyjamenn komu verulega á óvart er þeir stóðu öðru sinni uppi í hárinu á tékknesku meisturun- um Banik Ostrava. Hanik sigraði þó í gærkvöldi 1 —0. því samtals 2—1, þar sem leik liðanna á Kópavogsvelli lauk sem jafntefli. 1 — 1. Að Fram og ÍA ólöstuðum er staðreynd, að ÍBV stóð sig lang best af íslensku þátttakend- unum í Evrópukeppnunum þrem- ur i knattspyrnu að þessu sinni. Eyjamenn áttu í vök að verjast eins og vænta mátti í gærkvöldi og leikurinn var þeim mun erfiðari en heimaleikurinn. Eyjamenn standa sig i atvinnumennsku. Þeir Sigurður og Alhert dvelja um þessar mundir hjá Atla Eð- valdssyni i Dortmund. en verði ekkert úr samningum við Munst- er. munu þeir halda áleiðis til Belgiu til viðræðna við forráða- menn belgiska 1. deildar liðsins Beerschot. Er það með sterkari liðum þar i landi og hefur nokkra kunna leikmenn innan sinna vé- handa. má þar nefna pólska markvörðinn Jan Tomaschewski. gerðu Tékkunum þó lífið leitt og heimajiðið fékk ekki mörg opin færi. Ur einu slíku tókst liðinu þó að skora á 30. mínútu leiksins og reyndist það vera eina mark leiksins. Eyjamenn náðu oft góð- um samleiksköflum úti á vellin- um, einkum er liðið sótti upp kantana, en við vítateig stöðvuð- ust flestar sóknarlotur iiðsins og flestar tilraunir Eyjamanna voru langskot sem geiguðu. Frammi- staða Eyjamanna vakti að sögn athygli í Tékkoslóvakíu og voru Tékkar lítt hrifnir af að meistara- lið þeirra ynni ekki stærri sigur á áhugamannaliði en raun varð á ... Eyjamenn töpuðu „Ætla að þagga niður í Ali“ • Hver þaggar niður í hverjum i Las Vegas i kvöld? Þaggar Holmes niður i Ali eins og hann hótar, eða verður það öfugt? Fcrill AIi hefur verið einkar glæsilegur, en á meðfylgjandi mynd er eitt af fórnarlömbum hans, Chuck Wepner, á leið i gólfið ... segir Larry Holmes um rimmu kvöldsins ÞÓ AÐ Larry Ilolmes sé heims- meistari í hnefaleikum, er sennilega margt til í því sem keppinautur hans Muhammad Ali segir: „Hann gæti labbað niður mestu umferðargötu ver- aldar með nafn sitt ritað stór- um stöfum í bak og fyrir, en enginn myndi snúa sér við og glápa, þvi enginn þekkir hann. Ef ég myndi gera það sama. fengi ég engan frið, spjarirnar yrðu rifnar af mér og ég mætti teljast heppinn að sleppa óskaddaður.“ Það er vafalaust margt til i þessu hjá Ali þrátt fyrir þessar venjulegu ýkjur og ótrúlegu frásagnargleði. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að Holmes hefur litið sem ekkert verið i sviðsljósinu. Hann hefur allt frá barnæsku verið einfari og litt gefinn fyrir frægð og frama. Hnefaleikaaðdáendur þekkja hann aðeins sem mikinn rotara. Sannarlega er Holmes gerólík- ur persónuleiki en keppinautur hans, Mohammad Ali. Eru þeir ólíkari en svart og hvítt. Engu að síður þekkjast þeir vel. Holmes var nefnilega ein af æfingar- brúðum Alis á sínum yngri árum, enda stærir Ali sig af því að hafa gert Holmes að því sem hann er í dag. Holmes segir hins vegar: „Ef enginn þekkir mig í dag, þá verður á því gerbreyting á föstudagsmorgun, þá munu allir vita hver Larry Holmes er. Ég hélt ég myndi aldrei segja neitt þessu líkt, en ég ætla ekki að sýna Ali neina miskunn. Ég ætla að berja hann í spað. Ég hef alltaf sagt að Ali væri stórkost- legur hnefaleikamaður, en hans tími er liðinn, það þarf að koma honum í skilning um það og það ætla ég svo sannarlega að gera. Hann hefur nokkuð sem ég girnist, frægð, og með því að stöðva hann mun ég öðlast hana. Fáir hnefaleikarar hafa komist jafn langt og ég. Ég er heims- meistari, en samt finnst mér ég ekki vera viðurkenndur sem slík- ur. Því lít ég svo á, að ég verði ekki verðugur heimsmeistari fyrr en ég hef þaggað niður í Ali.“ Sjá íþróttafréttir á bls. 36 ./ /...\ * \ „dún“ watt jakki. Verö 48.900 - ZMmo „dún“ watt vesti. Verö 27.900- a Fæst hjá ÚmKARNABÆ og einkasöluaðilum hans um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.