Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 5 ólöf Kolbrún Harðardóttir. GarAar Cortes. Garðar og Ólöf á óperutónleikum sin- fóníunnar í kvöld Einsönjívarar á óperu- tónleikum , Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld verða Garðar Cortes og ólöf Kolbrún Ilarðardóttir. Á efnisskránni eru atriði úr óperum eftir Verdi, Rossini, Donizetti, Puccini, Tschai- kovski, Catalandi, Poncielli og Gounod, en stjórnandi á tón- leikunum verður Jean-Pierre Jacquillat, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Bæði eru þau Garðar og Ólöf kunn fyrir störf sín að tónlist- armálum hér á landi undan- farin ár, auk þess sem þau eru í hópi fremstu söngvara ís- lenzkra og hafa komið fram á óperusviði og á tónleikum hér og erlendis. Afríkuhjálp Rauða kross íslands: Um 16 milljónir kr. hafa safnast UM IIÁDEGI í gær voru komnar um sextán milljónir kr. inn á giróreikning 1 20 200. sem er reikningur Afrikuhjálpar Rauða kross fslands. I>á hefur verið gengið fyrir hvers manns dyr í Rangárvallasýslu. Kirkjubæjar- klaustri og í Víkurlæknishéraði. en ekki var húið að telja afrakstur- inn siðari hluta dags i ga‘r. l>á hafa borist umtalsverðar upphaA- ir frá deildum utan af landi og eru þa-r frá einstaklingum sem sent hafa viðkomandi deildum framlög. Mikið af þeim eru frá börnum. sem gengist hafa fyrir hlutaveltum. Ágæt veiði og gott veður á loðnumiðunum GOIT veður hefur verið á loðnu- miðunum frá því á mánudag og hafa skipin fengið ágætan afla. I gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til Loðnunefndar: Víkurberg 520, Haförn 690, Gísli Árni 630, Huginn 600, Gullberg 550, Örn 590, Sæbjörg 580, Sigurfari 850. Á morgun, föstudag, verður geng- ið i hús á nokkrum stöðum á landinu, t.d. Akureyri, Húsavík og í Njarðvíkum og Vogum. Á sunnudag hefja sex deildir á Austfjörðum slíka söfnunarherferð, þ.e. deildin í Fljótsdals- og Borgarfjarðarhéraði, Seyðisfjarðardeild, Norðfjarðar- deild, Eskifjarðardeild. Reyðar- fjarðar- og Skagafjarðardeild. Stefnt er að því að ganga í hús í Reykjavík n.k. þriðjudag og mið- vikudag. Fjölmargir aðilar hafa haft sam- band við skrifstofu Rauða krossins og óskað eftir að fá söfnunarfötu í verzlanir og hafa t.d. fangar á Litla Hrauni óskað eftir söfnunarfötu og eínnig kom ósk um slíkt frá vinnu- heimilinu á Kvíabryggju. Þá hafa margir verzlunareigendur beðið um veggspjöld og fötur. Þeim sem áhuga hafa á að aðstoða með eigin vinnu á hörm- ungasvæðunum skal bent á að beiðni hefur borizt frá Alþjóða Rauða krossinum um að þar vanti bæði leika og lærða, s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, bílstjóra og verkamenn. Þeir sem áhuga hafa skal bent á að hafa samband við aðalskrifstofu R.K.Í. Slökkviliðsmenn víðs vegar að á námskeiði í Reykjavík í ÞESSARI viku stendur yfir námskeið fyrir yfirmenn í slökkviliðum. og er það haldið i húsakynnum slökkviliðs Reykja- víkur og fara verklegar æfingar fram á æfinga.sva'ði þess. Námskeiðið er haldið á vegum Brunamálastofnunar ríkisins og er fjölsótt, einkum af mönnum utan af landi. Taka þátt í nám- skeiðinu 25 yfirmenn í slökkvilið- um víðs vegar af landinu. Nám- skeiðið stendur yfir í 6 daga. Vegna mikillar aðsóknar, en margir urðu frá að hverfa, verður námskeiðið endurtekið í apríl á næsta ári, og þá sennilega á Akureyri. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra: Leyfi ISCARGO yrði háð ströngum skilyrðum Vissi ekki um áhuga Flugleiða á Hollandsflugi „MEÐMÆLI flugráðs voru ein- róma og það kom mér satt að segja á óvart. En leyfi til Iscargo fyrir farþegaflugi til Hollands yrði með mjög ströngum skilyrð- um. til du'mis varðandi viðhalds- aðstöðu og svo hefur félagið enga farþegaflugvél.“ sagði Steingrím- ur Ilermannsson. samgönguráð- herra. er Mbl. spurði hann í ga'r um vilyrði hans til handa Iscargo fyrir farþegaflugi til Ilollands. en i gær sendu Flugleiðir út tilkynningu um sumaráætlun sina 1981 og kemur þar fram. að félagið hyggst fljúga eina ferð í viku til Amsterdam ruesta sumar. «Þessi beiðni Iscargo kom til. þar sem flugi milli tslands og IIol lands hafði ekkert verið sinnt og satt að segja vissi ég ekkert um áhuga Flugleiða á Amsterdam- flugi, fyrr en ég frétti af sumar- áætlun þeirra núna.“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði, að í gær hefði sér verið sagt af umsókn Ýmir seldi ÝMIR GK seldi 82,6 tonn af ísfiski í Cuxhaven í gær fyrir 48,1 milljón króna, meðal.verð á kíló 582 krón- ur. Heldur hefur dregið úr sigling- um íslenzkra skipa undanfarið, en næstu daga munu nokkur skip þó landa erlendis. Arnarflugs um farþegaflug á þess- ari ieið. „Ég mundi þá eftir slíkri umsókn frá því ég var í flugráði, en mér hefur ekki gefizt tóm til að kanna, hvað af henni varð, hvort henni var hafnað eða hún dagaði einhvers staðar uppi. En málið verður athugað. Annars finnst mér þetta allt Menntamálaráðuneytið hefur sett Theodór S. Georgsson. hér- aðsdómslögmann. innheimtu- stjóra Ríkisútvarpsins frá 1. nóv- emher nk. að telja. Theodór er 53ja ára gamall, fæddur 5. febrúar 1927 í Vest- mannaeyjum. Hann varð stúdent frá VI 1947 og lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1952. Hann starfaði í Vestmannaeyjum að loknu námi og til ársins 1963 er hann réðst til Olíuverzlunar íslands í Reykjavík. Hann var lögfræðingur fyrirtæk- isins til 1979 en hefur síðan rekið eigin málflutningsskrifstofu. Eiginkona Theodórs er Ásta Þórðardóttir frá Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur börn. einkennilegt, því rekstrarstjóri Flugleiða, sem einnig er formaður stjórnar Arnarflugs, á sæti í flugráði og sat hjá, þegar beiðni Iscargos var afgreidd. Ég hef engar spurnir haft af því, að hann hafi bent á hagsmuni Flugleiða og Arnarflugs í því sambandi," sagði Steingrímur. Settur mnheimtu- stjóri Útvarpsins TIMKEN NM'IK C’ Keilulegur FAG Kúlu- og rúllulegur HWH predsion Œ Hjöruliðir Viftureimar . . : Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum um^ land aiit. /flekking FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.