Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Þeir eru ekki að skaf a utan af því, Suðurnesjamenn FRÁ GRINDAVÍKURHÓFN „Seinna, seinna, segja við viljum strax“! Nokkrir skipverjar á Sigfúai Bergmann. Birgir Sigurðsson situr fremst (Myndir Mbl. Rax.) FRÁ KEFLA- VÍKURHÖFN Opinberir starfsmenn fá sitt en ekki við I>PKar blm. og ljósmyndari Mbl. komu við i Kcflavík i fyrradaK. var Binni í Gröf að lcKKjast að. Blm. tók á móti cndunum ok Kerði fast, ok hlaut fyrir frammistöðuna (væntanlcKa miðað við blaðamcnn) fjórar nýjar ýsur. Skipstjóri á Binna í Gröf er Hallgrímur Færseth. — Það hefur verið tregt undanfarið sagði hann. Slæm- ar gæftir, mikil helvítis frátök. Olíugjaldið? Það er til skamm- ar. Auðvitað nær það engri átt, að við séum lækkaðir í tekjum meðan opinberir starfsmenn og fleiri fá stórar hækkanir. fiækkað olíuverð á ekki ein- ungis að bitna á sjómönnum, heldur landsmönnum öllum. Það var strax í áttina, þegar þeir voru komnir með það niður í 2,5%. En við erum ævinlega látnir standa undir allri hækkun. Ég er ánægður með viðbrögð forystumanna okkar sjómanna, svo sem Ing- ólfs Ingólfssonar; ég er ánægð- ur með viðbrögð hans, og reyndar lika Oskars Vigfússon- ar, sagði Hallgrímur á Binna í Gröf. Kristján Rajínarsson ánæjíður núna ... Þá lagðist Sæþór að bryggju, 50 tonna netabátur. Skipstjóri, og jafnframt útgerðarmaður mcð öðrum, er Óli Jón Boga- son: — Ég er óánægður, þó ég sé útgerðarmaður og vil ekki sjá þetta helvítis olíugjald. Það er ekkert gert fyrir aðra en togar- ana og þá eru þeir ánægðir þessir kallar, Kristján Ragn- arsson o.fl. Ég vildi svo miklu heldur fá fiskverðið beint út til mannanna, heldur en að setja þetta í sjóði, sem síðan aldrei koma fram. Það sýnir sig að olíugjaldið er hækkað fyrir togaraútgerðina en ekki fyrir bátaútveginn. Við erum hér með litla vél og notum sem svarar helmingi minni olíu en aðrír sambærilegir bátar með stærri vélar, samt ræðst okkar framlag í olíusjóð af afla! Ungur ok lanjíar í land .. Togarinn Aðalvík lá í Kcfla- víkurhöfn og þar var Páll Guðmundsson, ungur maður, að koma frá borði. — Það cr alveg út í hött, sagði hann, að við skulum ekki hafa tekjur á við fólk í landi. Það virðist vera sama hverjir fara mcð stjórnina; allir eru þeir samtaka um að kasta skít í sjómenn. Og fólkið í landi skilur pkki hvað það er, að vera sjö daga samfleytt úti á sjó, fjarri fjölskyldu, og fá svo kannski einn dag frí áður en haldið er út aftur. Uss, að heyra þetta væl, sagði fullorðinn kall sem nú bar að, að sjá gamail sjóari, ýmsu vanur frá fyrri tíð. Hann var frá olíunni — og blaðamað- ur skildi við þá, olíumanninn þann unga, í hávaðarifrildi. þeir - Þeir á Sigfú.si Bergmann voru að búa sig á síld. — Það væri synd að segja annað en að við séum óhressir. sagði Birgir Sig- urðsson skipstjóri. Þetta er auð- vitað engin hemja. að það sé alltaf farið framhjá skiptaverð- inu og þessi 8% hækkun er cngin hækkun. Við erum stöðugt að dragast afturúr miðað við aðrar stéttir þjóðfclaKsins. Og það cr til skammar. að það hafa ckki verið borin fram alvarleg mót- mæli af hálfu sjómannasamtak- anna. fyrir neðan allar hcllur. að gcta haldið kjafti þcgar svona stcndur á. Seinna. seinna. scgir óskar Vigfússon. Én við viljum ckki hcyra ncitt seinna. við vilj- um heyra strax frá þessum mönnum. Það er ekki nokkurt lag á þessari sundrungu meðal sjó- manna. Sjómenn verða að standa meira saman, öðruvísi fer þetta ekki vel. Þctta eru sultarlaun sem við höfum. Það er orðið þannig í dag, að aflaaukningin þarf að vera 20% svo að við náum kauptrygg- ingunni! Nei, þetta hefur ekkert gengið, sagði Birgir. Við sigldum siðasta túr. Já, það gekk illa. Þetta voru 34 tonn og við höfðum ekki fyrir tryggingu. Hann var elztur 14 daga gamall fiskurinn, en það var ekki það, það var ekkert að þessum fiski nema hann var alltof stór og feitur. Tjallinn vill ekki orðið sjá þannig fisk, og það skiptir máli hvar þú ert á veiðum umhverfis landið. Ingólfshöfðar- fiskurinn til dæmis, hann er hættulegur siglingafiskur. Tjall- inn vill ekki lengur sjá þennan netafisk. Þessi netaveiði öll sömul er að fara í hundana, a.m.k. hjá þessari stærð af bátum eins og okkar, 150 tonna bátum. Það er allt á hall- anda fæti. Maður hreyfir sig ekki orðið í höfninni að það þurfi ekki leyfi, það eru allstaðar einhver leyfi og ofan á allt þetta leyfafarg- an er andskotans kvótakverfið! Nei, ég tek það ekki eins og orð Guðs almáttugs þegar þeir tala þessir fiskifræðingar. Ég hef aldrei orðið var við fiskifræðing innan míns sjóndeildarhrings hér. Það er stöku sinnum það komi eftirlitsmenn í plássið frá ráðu- neytinu, en aldrei fiskifræðingur; þeir hafa víst annað að gera við sín skrifborð. Þeir anza manni ekki einu sinni, sendi maður þeim fiskamerki. Við höfum alltaf ann- að veifið verið að fá merkta fiska og ég hef sent þeim þetta sam- vizkusamlega á Hafrannsókn. Þeir sendu mér plagg eftir fyrsta skiptið, en síðan aldrei meir. Það er ekki langt síðan að við fengum merkta fiska og þekktum ekki merkið; ég var forvitinn hvort þetta væri fiskur merktur erlend- is, því ég fann ekki merkið í almanakinu, en þessir kallar eru ekki að hafa fyrir því að senda manni upplýsingar. Þó hélt maður að þeir vildu fá þetta. En í sambandi við fiskverðið og olíugjaldið þá er númer eitt, að mótmæla á réttum stöðum og við rétta menn. Það er ekki æt.last til þess að við sjómennirnir höfum neitt um þessi mál að segja. Auðvitað er erfitt að kalla sjó- menn saman til fundar, því þeir eru aldrei allir í landi en það er sama, þessu verður að koma ein- hvern veginn þannig fyrir að hinn almenni sjómaður fái einhvern tíma að leggja eitthvað til mál- anna, sagði Birgir Sigurðsson á Sigfúsi Bergmann og þeir tóku undir það skipverjar hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.