Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
37
Kveðjuorð:
Asmundur Stur-
laugsson frá Tungu
Þann 2. sept. síðastliðinn var ég
eitthvað að dytta að fjárhúsum
mínum að nýloknum heyskap
þessa gjöfula og hlýja sumars, er
sonur minn ungur kom þar til mín
og tilkynnti mér að Ásmundur frá
Tungu væri dáinn, hefði orðið
bráðkvaddur að heimili sínu
Áiftamýri 8 í Reykjavík, þá kvöld-
ið áður. Þó hér ætti í hlut aldraður
og vinnulúinn maður snerti þessi
andlátsfregn mig djúpt, ég lagði
frá mér verkfærin og labbaði út á
tún. Þetta kom svo óvænt, hugur
minn leitaði til baka til liðinna
ára og áratuga er hann Ásmundur
var svo sjálfsagður og óaðskiljan-
legur þáttur lífsframvindunnar
hér í dalnum okkar. En hér dugðu
engin mótrök. Þetta var hinn kaldi
veruleiki, þessi prúði vammlausi
vinur og nágranni var horfinn
okkur.
Og mér sýndist draga til mist-
urs yfir Tungu.
Ásmundur fæddst á Þiðriksvöil-
um í Hófbergshreppi hinn 5. ágúst
1896, sonur hjónanna Sturlaugs
Einarssonar og Guðbjargar Jóns-
dóttur, en foreldrar hans fluttust
að Svartártungu í Bitru vorið 1903
og bjuggu þar allan sinn búskap
til hárrar elli. En Svartártunga
var föðurleifð Sturlaugs. Þar höfði
foreldrar hans, Einar Þórðarson
og Guðrún Bjarnadóttir, búið
langa tíð. Einar Þórðarson mun
hafa verið andaður er þetta var.
Það hafa verið mikil og góð
umskipti fyrir ungu hjónin að
flytja úr snjóþyngslum Þiðriks-
valladals að höfuðbólinu Svartár-
tungu sem þá eins og nú bauð
-uppá mikla heyskaparmöguleika
og kostarík sumarbeitilönd enda
blómgaðist búskapur þeirra vei í
Tungu og þar ólu þau upp sinn
stóra og mannvænlega barnahóp.
Ásmundur var annar í aldursröð
systkina sinna, elst var Þórey,
maður hennar var Ólafur Jónsson
trésmiður á Borðeyri, húnvetnskr-
ar ættar. Þórey lést ung árið 1921.
Þriðji í röðinni er Hjörleifur
bóndi á Kimbastöðum í Skaga-
firði, kona hans er Áslaug Jóns-
dóttir frá Vatnshömrum í Borg-
arfirði.
Fjórði Einar prófastur á Patr-
eksfirði, lést 1955. Fimmti Hjörtur
bóndi á Fagrahvammi við ísa-
fjörð, tvíkvæntur, fyrri kona hans
var Arndís Jónasdóttir frá Borg,
Reykhólasveit, lést 1947. Seinni
kona hans er Guðrún Guðmunds-
dóttir Einarssonar refaskyttu frá
Brekku á Ingjaldssandi. Sjötta i
röðinni var Guðbjörg, nú látin, en
maður hennar var Sæmundur
Einarsson kennari ættaður úr
Grafningi; meðal barna þeirra er
Kristján Sæmundsson jarðfræð-
ingur. Sjöundi var Jón, hann varð
úti í mjög snöggum stórhríðarbyi
7. des. 1925 15 ára að aldri í
fjárleit. Yngst var Halldóra, býr
að Hamarsholti í Gnúpverja-
hreppi, maður hennar er Kolbeinn
Jóhannsson verkstæðismaður og
þúsund þjala smiður þeirra
Hreppamanna.
Ásmundur mun hafa hafið
sjálfstæðan búskap í Svartár-
tungu árið 1930, fyrstu árin í
sambýli við föður sinn og Hjört
bróður sinn, þó hygg ég hann hafi
þá þegar verið búinn að koma sér
upp allnokkrum fjárstofni, þar
sem jörðin bauð upp á slíkt og
maðurinn búhneigður sem fleiri
föðurfrændur hans.
Það sama ár byggði hann íbúð-
arhús í Tungu sem enn er í
notkun.
Nokkru fyrr en hér er komið
sögu hafði flutst í sveitina borg-
firsk heimasæta, Svava Jónsdóttir
frá Vatnshömrum í Andakíl. Þau
felldu hug saman og giftu sig
veturinn 1930.
Þó Svartártunga væri mikil
landrýmis- og heyskaparjörð þá
mun hún hafa sett þrem bændum
nokkrar skorður hvað heyskap
snertir áður en ræktun kom til
sögunnar og allur heyskapur með
handverkfærum unninn á órækt-
uðu landi.
Hjörtur tók því það til ráðs að
flytja burt eftir 3 ára búskap,
fyrst vestur að Hanhóli i Bolung-
arvík, en hefur nú um allmörg ár
búið myndarbúi við góðan orðstír
að Fagrahvammi við Isafjörð, sem
hann reisti frá grunni. Fljótlega
dró svo úr búsumsvifum Sturlaugs
er hér var komið sögu, þar sem
hann gerðist þá aldraður maður.
Þegar Ásmundur var orðinn
einn um jarðnytjar uxu umsvifin.
Bú hans var á þessum árum einna
stærst í sveitinni og afurðasemi
góð. Að vísu gerðu fjárpestir strik
í reikninginn en árferði var gott
þau árin, sem hjáipaði bændum
mikið að fleyta sér yfir þá erfið-
leika.
Einstök snyrtimennska ein-
kenndi búskap Ásmundar og öll
hans störf. Ég minnist í því
sambandi heygaltanna sem
kannski áttu ekki að standa nema
eina nótt, hvað þeir voru listilega
uppbornir og kembdir utan, einnig
gömlu hlöðukjallaranna í húsa-
túninu sem hann hlóð úr grjóti og
standa enn ósnaraðir eftir 60 ár.
Þeir þyldu að lagt væri við þá
hallamál, svo snilldarlega hefir
honum tekist að fella steinana í
vegginn.
Á árunum fyrir og um 1920,
stundaði Ásmundur trésmíðanám
hjá mági sínum Ólafi Jónssyni
trésmíðameistara á Borðeyri, og
hlaut réttindi í þeirri grein. Hann
var því sjálfum sér nógur um þá
hluti er hann byggði upp öll hús í
Tungu. Hann vann einnig oft að
byggingum og annarri smíðavinnu
samhliða búskapnum og var eftir-
sóttur til þeirra starfa er vanda
þurfti til.
Nú þessi síðustu ár heyrum við
aldamótamennina oft nefnda í
ræðu og riti. Ásmundur var einn
úr þeirra hópi og varðveitti til
hinsta dags marga þá eðliskosti er
þann hóp prýddu.
Hann var einn af stofnendum
Ungmennafélagsins Smára hér í
sveit og virtur félagi þess meðan
það starfaði. Á vegum þess félags
gekk um árabil handskrifað fé-
lagsblað er „Víðir" nefndist. Á
titilblaði þess var ljóð er Ásmund-
ur orti til félagsins og nefndi
Hvöt. Bar það vott um prýðilega
hagmælsku hans og var sungið á
félagsfundum. Þar sem blað þetta
er nú glatað og ljóð þetta á fárra
manna vörum, langar mig að fá
það prentað með þessum minn-
ingarorðum.
Svo hjartanlrxa vrlkomnir hinxaA á
þinn fund
ok hljótið KÍrði sanna um
orskamma stund.
Ok vorsins Kfislar iýsi þeirra lönd
er laufblaðinu smáa rétta
hjálparhönd.
Þér er ekki með löKKjof manna
markaður skór.
þvi mexum við ráða hvort þú verður
stór.
En velferð þin er oss 1 sjálfsvald sett.
já setjum skrið á fleyið ok stýrum
rétt.
En lciðin er örðuK KeKn um
lífsins-oldurót.
Ok landtaka óviss. máske hraun
ok Krjót.
Þvi efldu þótt i æskulýðsins reit.
Þá allir munum Ka'ta þin sem
byKKjum þessa sveit.
Ásmundur var í eðli sínu hlé-
drægur og sóttist ekki eftir
mannaforráðum, komst þó ekki
hjá því að sinna ýmsum þeim
félagsmálastörfum er fyrir kom í
sveitum. Hann gegndi oddvita-
störfum a.m.k. eitt kjörtímabil,
var lengi í sóknarnefnd, form.
stjórnar Kf. Bitrufjarðar síðustu
árin hér heima. En hann flutti
burtu var hann kjörinn heiðursfé-
lagi Búnaðarfélags hreppsins.
Þau hjón brugðu búi haustið
1967 og fluttu til Reykjavíkur.
Fyrstu árin voru þau þó mikið í
Tungu að sumrinu og lögðu hug og
hönd að áframhaldandi uppbygg-
ingu jarðarinnar sem þá var
komin í hendur Sigurkarls sonar
þeirra sem þar býr nú við vaxandi
hagsæld. Þau eignuðust átta börn,
misstu einn son, Snorra, á fyrsta
ári, hin eru talin hér í aldursröð.
Þórey býr í Reykjavík, maður
hennar var Steingrímur Bene-
diktsson og eiga þau 7 dætur, þau
litu samvistum. Sigurkarl bóndi í
Svartártungu, kona hans er Gunn-
hildur Halldórsdóttir frá Brodda-
dalsá, eiga 4 börn. Ragnar vél-
virki, býr í Kópavogi. Kona hans
er Aðalheiður Torfadóttir, eiga 2
börn. Sturla rafvirkjameistari býr
í Rvík., kona Guðrún Narfadóttir,
eiga 3 börn. Hrefna býr í Rvík.,
maður hennar er Gissur Þor-
valdsson Þórarinssonar frá
Hjaltabakka, framkvæmdastjóri
Vöruflutningsmiðstöðvarinnar,
eiga 2 börn. Snorri býr vestur í
Winnipeg, kona Gunnvör Daníels-
dóttir, ættuð af Suðurnesjum, þau
eiga 3 börn. Yngstur er Pálmi
trésmíðameistari, kona Ásdís
Halldórsdóttir frá Broddadal.
í febrúar síðastl. áttu þau Svava
og Ásmundur 50 ára hjúskaparaf-
mæli og efndu þá til fagnaðar á
heimili sínu, buðu þangað afkom-
endahópnum ásamt gömlum sveit-
ungum og vinum. Svo gerðu þau
jafnan á merkum tímamótum i lífi
sínu heima í Tungu og veittu þá af
miklum höfðingskap og á það
raunar við um allar gesta-
móttökur þeirra, en gestkvæmt
var í Tungu, sérstaklega voru
mannaferðir tíðar áður en bílvegir
komu un Tunguheiði miili Breiða-
fjarðar og Norðurlands.
Ásmundur hélt vinnuþreki sínu
óskertu fram í háa elli fram uni
áttrætt er sjónleysi fór að t íga
hann verulega, hann gat þó lesið
nokkuð og fylgdist prýðilega ineð
hræringum þjóðlífsins.
Síðustu samfundir okkar voru í
júní í sumar er hann kom nor.ður
að vera við fermingu nafna síns og
sonarsonar. Þá glaður og hress,
dáðist ég þá að minni hans en
hann þuldi mér margar vísur er þá
skömmu áður höfðu birst í sunnu-
dagsblaði Tímans.
En nú var komið að leiðarlok-
um. Fyrir hönd okkar Þórustaða-
fólks vil ég þakka áratuga vin-
semd og góð samskipti ep þau
voru að sjálfsögðu mikil þar sem
aðeins áin skilur túnin.
Útför hans var gerð að Óspaks-
eyrarkirkju þann 11. sept. siðast-
liðinn í fögru og björtu haustveðri.
Áður hafði farið fram minningar-
athöfn í Háteigskirkju.
Er gröf hans lokaðist fann ég
enn til þess saknaðar er gagntók
mig er ég frétti lát hans, hann var
nú horfinn okkar jarðnesku aug-
um að fullu.
En í hugum okkar sem lengst
áttum með honum samleið lifir
mynd af sviphýru prúðmenni sem
ávinningur var að kynnast og
blanda geði við.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum
þeirra og öðrum vandamönnum
votta ég samúð.
Kjartan Ólafsson.
Minning:
María Finnsdótt-
ir frá Austurkoti
Miðvikudagurinn 1. október
rann upp bjartur og fagur. Hægur
andvari lagði leið sína yfir lög og
láð. Sólin sendi geisla sína til þess
að kveðja gróður sumarsins, sem
nú er óðum að fölna og deyja, en
það voru fleiri en blómin, sem
voru að kveðja þennan fagra
haustmorgun. María Finnsdóttir
frá Austurkoti í Vogum var látin.
Hún andaðist á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar í hárri elli,
86 ára að aldri.
María Finnsdóttir var fædd í
Hvarfsdal, Dalasýslu 25.3.1894, en
fluttist ung með foreldrum sínum
að Hnúki í Klofningshreppi. Frá
þeim stað geymdi hún æskuminn-
ingar sínar um glaðværan systk-
inahóp og góða foreldra. Bræðurn-
ir voru fjórir, en systurnar þrjár.
Þau eru nú öll látin.
Um þrítugsaldur verða mikil
þáttaskil í lífi Maríu. Hún flytur
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendihréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunhlaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linuhili.
fyrst til Reykjavíkur ásamt bróð-
ur sínum, Kristjáni, en nokkru
síðar flytjast þau systkinin suður í
Voga á Vatnsleysuströnd. Þar hóf
bróðir hennar útgerð, en fórst með
allri áhöfn í öðrum vertíðarróðrin-
um 17. marz 1928. Bróðurmissir
Maríu varð henni sár og bjó
ofarlega í minningum hennar alla
tíð.
Árið 1928, 20. október giftist
María Árna Klemens Hallgríms-
syni í Austurkoti, en hann var þá
tekinn við búsforráðum aldraðra
foreldra sinna. Heimilið var fjöl-
mennt, umsvif mikil í útgerð og
búskapur stundaður eins og land-
kostir léyfðu. Unga húsfreyjan
fékk því stórt hlutverk strax á
fyrstu búskaparárunum. María og
Árni eignuðust þrjár dætur, einn-
ig ólu þau upp fósturson frá sex
ára aidri. Dæturnar eru: Halla
Scheving, gift Magnúsi Ágústs-
syni, útgerðarmanni, Ása, gift
Eiði Sigurðssyni, bifreiðastjóra,
og Helga Sigríður, gift Jóni
Bjarnasyni, verkstjóra. Fóstur-
sonurinn er Kristján Sæmunds-
son, jarðfræðingur, kvæmtur Sig-
ríði Pálmadóttur. Barnabörnin
eru átta og barnabarnabörnin tvö.
Allar eru systurnar búsettar í
Vogum. Tengsl þeirra við for-
eldrahús voru óvenjulega sterk,
ekki síst eftir að María missti
mann sinn 1965. María var gæfu-
manneskja allt sitt líf, glæsileg í
útliti, virðuleg í hlýrri framkomu.
Það var ekki óalgengt að ókunnug-
ir á mannamótum spyrðu: Hver er
þessi kona?
Maður Maríu, Árni Klemens,
var gáfaður hugsjónamaður, er
samtímamenn gerðu ungan að
forystumanni sveitarfélagsins á
fjölmörgum sviðum og vil ég þar
nefna fræðslu- og skólamál. Aust-
urkotsheimilið og skólinn voru
tengd sterkum böndum í meira en
þrjá áratugi og var Árni skóla-
nefndarformaður í 32 ár, og lengst
af prófdómari við skólann. Þótt
hlutur Árna væri stór í fræðslu-
málum sveitarinnár var hlutur
húsfreyjunnar engu minni þótt á
öðru sviði væri. Austurkotsheimil-
ið var um langa hríð athvarf og
dvalarstaður fjölmargra kennara
og skólastjóra. Vinarþel Maríu til
skólans hélst alla hennar tíð og
má þar nefna, að er hinn nýi skóli
var vígður á sl. ári, Stóru-Voga-
skóli, færði hún skólanum bóka-
gjöf ásamt skrifborði Árna heit-
ins, hinum besta grip. Þessum fáu
minningum um merkiskonuna
Maríu Finnsdóttur, eiga að fylgja
innilegustu þakkir frá mér og
mínum fyrir órofa tryggð og
vináttu, sem við getum aldrei
fullþakkað. Dætrum Maríu og
öðru venslafólki flytjum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu þessarar
mætu konu.
Jón H. Kristjánsson.
Gleymum
ekki
oeðsjúkum
Kaupið lykil
18. október