Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 21

Morgunblaðið - 16.10.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 21 Tvö lagafrumvörp um kaup og kjör alþingismanna - kjör í þingfararkaupsnefnd á dagskrá innan skamms „ÉG þori ekki á þessu stigi að fastsetja daginn. en trúlega verð- ur kosið i þingfararkaupsnefnd áður en mjög langt um líður.“ sagði Jón Helgason. forseti Sam- einaðs þings, í samtali við Mbl. i gær, en allar líkur eru á þvi, að ekki sé hægt að fresta kjöri þingfararkaupsnefndar mjög lengi, en sýnt þykir að umræður um nýskipan kaup- og kjaramála þingmanna muni taka sinn tima. Eins og Mbl. hefur skýrt frá, hefur Jón Helgason sent þing- flokkunum til umfjöllunar frum- varp til Iaga um þingfararkaup alþingismanna, þar sem gert er ráð fyrir því að kjaradómur úr- skurði kaup og kjör þingmanna. Þetta frumvarp er samið af Bene- dikt Sigurjónssyni og Gunnari G. Schram eftir viðræður Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra, og Jóns Helgasonar. Einnig hefur Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, samið frumvarp að beiðni forseta Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir því, að kjaradómur úrskurði aðeins kaup þingmanna, en þingfararkaups- nefnd starfi áfram og úrskurði aðrar greiðslur. Mbl. spurði Jón Helgason, hvort frumvarp Frið- jóns yrði tekið til athugunar einnig. „Þetta eru bara vinnuplögg og plagg Friðjóns verður líka tekið til skoðunar," svaraði Jón. Mjög skiptar skoðanir eru með- al þingmanna um það með hvorum hættinum kjaramálum þing- manna skuli skipað og má því búast við að nokkurn tíma taki að afgreiða ný lög um það efni. efna til jass- kvölda i Gaflinum Jasskvöld í Gaflinum á fímmtudagskvöldum Kvartett Kristjáns Magnússonar leikur í kvöld VEITINGAHÚSIÐ Gafl inn við Reykjanesbraut í Ilafnarfirði mun í vetur taka upp þá nýbreytni. að efna til jasskvölda á fimmtudagskvöldum. Forráðamenn Gafis-ins munu fá ýmsa þekkta jassleikara til að koma fram á þessum kvöldum. Fyrsta jasskvöldið verður í kvöld og að þessu sinni mun kvartett Kristjáns Magnússonar leika frá kl. 20 til 23.30. í kvartettinum eru auk Kristjáns, sem leikur á píanó, þeir Guð- mundur Steingrímsson, tromm- ur, Björn Thoroddsen, gítar og Gunnar Hrafnsson, bassi. Matreiðslumenn Gaflsins munu bjóða gestum upp á ýmsa létta rétti á jasskvöldunum, svo sem pizzur, franska lauksúpu og ýmislegt fleira. Verði verður stillt í hóf, að sögn veitinga- mannanna, Jóns Pálssonar og Einars Sigurðssonar. Halldór, aðstoðarmaður Guðmundar Axelssonar, heldur hér á dýrustu bókinni í búðinni, 10 milljón króna bókinni. I>að er Skálholtsprent frá 1688—'89. I 10 milljóna króna bókinni er Olafs saga Tryggvasonar frá 1689, Landnáma. Kristindómssaga, Grönlandía og Zeta Arngríms lærða allar prentaðar 1688. Bókauppboð Klausturhóla: Sof naði og missti af bókinni ÞAÐ ER einhver misskilningur að bækur hafi farið sérstaklega lágt á siðasta bókauppboði, sagði Guðmundur Axelsson i Klausturhólum. í heildina var þetta uppboð ekki siðra öðrum. — Já, það er tómur helvízkur þvættingur, að það hafi allt farið fyrir ekki neitt, eins og þeir sögðu í útvarpinu, sagði við blm. bókfróður maður. Orðabókin hans Jóns fór að vísu lágt, en það var fyrir slysni. Hann sofnaði, einn sem ætlaði að bjóða og hann var ákveðinn að fara upp i 120 þúsund. Svo var hún slegin á 50 þúsund, meðan hann svaf, sá. Og þessi sem keypti hana, hann ætlaði upp í 200 þúsund og var lengi að bræða það með sér, hvort hann væri ekki að tefja tímann með því að byrja svo lágt eða í 50 þúsundum — gerði það samt og fékk hana fyrir fyrsta boð. Helztu bækur Espólín var dýrastur á síðasta bókauppboði Klausturhóla, Ár- bækurnar fóru á 320 þúsund, en „orðabókin hans Jóns", það er „Supplement til islandske Ordböger, I—IV“ eftir Jón Þor- kelsson. Catalouge Halldórs Hermannssonar af íslenzkum bókum úr bókasafni Cornell- háskóla fór óbundin á 40 þúsund. Niels Horrebow „Zuverlássige Nachrichten von Island" frá 1753 fór á 42 þúsund og önnur bók eftir Horrebow, útgefin í París 1764, fór á 155 þúsund. í Austur- vegi eftir Laxness, fyrsta og eina útgáfan 1933, var slegin á 45 þúsund. „Hentug handbók fyrir hvörn mann“ eftir Magnús Stephensen, útgefin í Leirárgörðum 1812, fór á 52 þúsund, „Tíu sögur af þeim enum heilögu Guðs postulum og pínslar vottum", prentuð í Viðey 1836, fór á 60 þúsund og þótti dýrt. Biblían í sjöttu útgáfu, Reykjavík 1859, var slegin á 60 þúsund. Frímúrarareglan á ís- landi í 25 ár, félagatal og söguágrip, prentað sem handrit á Akureryi 1945, á 48 þúsupd. Fjögur hundruð ára saga prent- listar á íslandi, e. Klemens á 50 þúsund, Annáll nítjándu aldar, sem séra Pétur Guðmundsson safnaði, á 47 þúsund og Ártíð- arskrár Jóns Þorkelssonar fóru óbundnar á 42 þúsund. íslendinga saga Boga Th. Melsted I—III fór á 30 þúsund í fallegu bandi. Kvæðasafn Davíðs I—III fór óbundið á 8 þúsund krónur. Stjörnur vorsins, fyrsta útgáfa, á 4.500 krónur. Ferðabók Eggerts og Bjarna, 1943, fór á 11 þúsund og Ferðabókin, þjóðhá- tíðarútgáfa í éinu bindi á ensku, á 7 þúsund. Kortasaga Haraldar Sigurðssonar, fyrra bindi, fór á 29 þúsund. íslenzk frímerki á 18 þúsund — og er nú fátt eitt upp talið. Guðmundur Axelsson sagði uppboðin tíðast vel sótt, en það væri mikið sama fólkið sem kæmi. — Menn virðast ekki gera sér ljóst, sagði hann, hversu góð kaup oft er hægt að gera á uppboðunum. Guðmundur Ax- elsson var ákveðinn í að halda áfram og vera með bókauppboð sem næst mánaðarléga í vetur. Bryndis Árnadóttir lætur fara vel um sig á galdrakústi Baldurs Brjánssonar. Hollywood: Baldur Br jánsson með nýtt töfrabragð Á kynningarkvöldi í Holly- ww)d fyrir skommu voru þátttakendur í keppninni Ungfrú Hollywood kynntir. en nú stendur atkva'ða- greiðsla yfir og verða endan- leg úrslit kvnnt og ungfrú Ilollywood krýnd þann 27. þessa mánaðar. Þá frumsýndi Baldur Brjánsson nýjan „galdraþátt“, sem hann mun verða með vikulega í Hollywood fyrst um sinn. Galdurinn felst í því að Baldur lætur unga stúlku, Bryndísi Árnadóttur halda jafnvægi á galdrakústi sínum og að sögn hans er þetta eitt af 6 elztu töfrabrögðum heims og er afarvinsælt, þrátt fyrir að það hafi ekki sézt hér áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.