Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 15 Helga, húsfreyja á Siguröarstööum, hellir upp á könnuna á Aga-vélinni. Spjallað við húsfreyjuna á Sigurðar- stöðum, Helgu Sæmundsdóttur, um búskap og mannlíf á Sléttu þessar jarðir henta ekki til nútímabúskapar, a.m.k. ekki eins og veðráttan hefur verið hér síðan ’65. Ég sá einu sinni íshrafl hér við ströndina í æsku og síðan ekki aftur fyrr en ’65. En með ísnum kemur rekinn og hann, ásamt æðar- varpinu og silungnum, telst til mestu hlunninda Sléttunnar. Það hafa komið nokkur góð rekaár. T.d. í fyrravor. Þá kom mikill reki með ísnum og eins árið 1975. Mér sýnist rekinn ekki fara minnkandi. Hann er ekki minni núna en ég man eftir sem barn. Hér er engin selveiði stunduð lengur, en selur var skotinn til matar hér í eina tíð. Selur var í Oddsstaðalóninu og í Leirhöfn voru látur. Það, sem heldur í fólk og fær það til að búa hér áfram, er tryggð við staðinn og svo fjölbreyttir búskaparhættir. Annars sér maður bara til, frá ári til árs,“ sagði Helga. „Áður fyrr voru heimilin mannmörg“ „Félagslífið er heldur lítið. Það er fátt á bæjunum og langt á milli þeirra. Það er helst að sótt sé inn á Kópa- sker, enda erum við í sama hreppi, Presthólahreppi. Þetta var allt annað áður fyrr, þegar byggðin var meiri og heimilin mannmörg, þ>ótt alltaf væri langt á milli. Hér var líka líflegra þegar síldin var. Ég fór nú aldrei í síldina en Sigurður fór upp úr ’66.“ Nú bættust í hópinn þeir feðgar, Sigurður og Valgarður, að vonum þurfandi fyrir heit- an kaffisopa, eftir allt sagið í slagviðrinu, sem ekkert lát var á úti fyrir. Alls eiga þau hjón fimm börn, það yngsta ný- fermt, en aðeins tvö voru heimavið þessa stundina; Val- garður, sem er að ljúka námi í Vélskólanum á Akranesi og dóttirin Unnur. „Krakkarnir hafa sótt skóla á Kópaskeri," sagði Helga. „Og þrír síðustu bekkir grunnskólans eru í Lundi í Axarfirði." Er blm. og ljósm. voru að tygja sig til farar, bárust þau boð um sveitasímann, að von væri á gesti frá Oddsstöðum. Var það Árni Pétursson, hlunnindaráðunautur, sem þar var á ferð. En hann hefur, að sögn hjónanna á Sigurðar- stöðum, hafst við á Oddsstöð- um í sumar, í heldur óvenju- legu sambýli, þ.e. við 50 æðar- unga, sem hann hefur fóstrað og eru að sögn mjög hændir að þessum fóstra sínum. Væntanlega hefur hlunn- indaráðunauturinn þó verið einn á ferð í þetta sinn. En úr því fékkst ekki skorið hvort fiðurfénaðurinn væri með í förum, því tíminn gerðist naumur og kvöddum við því húsfreyjuna á Sigurðarstöðum og hennar heimafólk með þökkum fyrir góðar móttökur og það að hafa veitt okkur smá innsýn í líf Sléttunga. Melrakkasléttan býr yfir sérstökum töfrum, þótt ekki sé þar um aö ræöa hrika- lega náttúrufegurð, líkt og í sumum öörum nyrstu byggðum landsins. Sléttan er flatlend að mestu og það, sem einkennir landslagið þegar fariö er eftir þjóðveg- inum, eru mýrarflóar, vötn, lón og tjarnír á eina hönd og sjórinn á hina. Reki er yfir- leitt töluverður í fjörum og vötnin eru flest krökk af fiski, þótt hulið sé augum vegfarenda. Kyrröin er mikil, enda margir bæjanna nyrst á Sléttu komnir í eyöi og því fáir á ferli, utan kannski nokkrir vegageröarmenn aö vinna viö „haröindaveginn", eins og Sléttungar kalla veg- inn um Sléttuna og allt til Vopnafjaröar, eöa einmana- legur sjófugl á sveimi. En fuglalífiö er annars fjölskrúö- ugt á þessum slóöum, sé betur aö gáö. Feröalangur fær þá tilfinn- ingu að hér, út viö nyrsta haf, sé það náttúran sjálf, sem ræöur ríkjum. Verksummerki gerð af manna höndum koma fyrir sjónir eins og eitthvaö, sem gestur hefur skiliö eftir sig eftir dvöl á framandi staö. Enda hafa náttúruöflin gert ábúendum á Sléttu marga skráveifuna. Hafísinn hefur veriö tíöur vágestur og hvíta- birnir gengiö á land. Þessir þankar eiga þó ekki alls kostar rétt á sér, því á Melrakkasléttu hefur verið búiö frá því aö land byggöist, og er enn, þótt ábúendum hafi fækkaö til muna frá því sem var í eina tíö. Þar hafa löngum verið margar jaröir og góöar, því þaö, sem á skorti í landgæðum bættu hlunnindin upp. Hér voru m.a. bestu varpjarðir á ís- landi í eina tíö. En, eins og einn viðmælenda blaöa- manns Mbl. á Sléttu, Helga Sæmundsdóttir á Sigurðar- stööum, oröaöi þaö, þá hafa sléttuvörpin staöist illa. Nú- tíminn haföi í för með sér breytta búskaparhætti og aörar kröfur til lífsgæöa en þær, sem fyrri kynslóðir höföu gert. Meira varð um vert að hafa aögang að nýtanlegu landi, sem gæfi af sér seljanlegar afuröir, en aö hafa í sig og á, beint af landsins gæöum. Þess var löngum kostur á Sléttu, en gróöursæl hefur hún víst aldrei verið. Enda vart við því aö búast af landi, sem er aö hluta norðan heimskauts- baugs. í kvöld kl. 19.30 koma þeir félagar Magnús og Jóhann í heimsókn til okkar og leika fyrir matargesti. Komið og borðið góðan mat á góðu verði. Amtmannsstíg 1, sími 13303. Enskir og danskir herrafrakkar meö og án beltis nýkomnir í miklu úrvali, hagstætt verö t’ * y- • -*- —---------------' — * • * | ' V X - WSnyrting ’'80 Kynnist haust og vetrarlínunni í snyrtingu á glæsilegu fræðslu og skemmtikvöldi snyrtifræðinga Súlna- sal Hótel Sögu, í kvöld fimmtudags- kvöld 16. okt., kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Tízkusýningar. Happdrætti. Vörukynningar. Gestir frá Línunni ofl. ofl. mjk U: V\ Á. •'.jtL Félag íslenzkra snyrtifræöinga. GEÍsm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.