Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 13 bessi ökumaður á K-bílnum íékk áminningu því billinn var ekki í lagi. Rúnar Sigurpálsson. Allmargir bílar voru stöðvaðir en reynd- ust í lagi, nema hvað í sumum tilfellum voru of margir í bílunum, sem auðvitað er ólög- legt. Þeir Karl og Rúnar voru drjúga stund á Kleppsvegi og stöðvuðu flesta bíla sem þar fóru um, svo lítil von var fyrir ölvaða ökumenn að sleppa þar framhjá. Leiðin lá í vestur- bæinn þegar klukkan var farin að nálgast fimm um nóttina. Klukkan rúmlega fimm, þegar lögreglubifreiðin var stödd á Lækjargötu kom tilkynning í talstöðina að drukkinn öku- maður væri á ferð við Umferð- armiðstöðina. Rauðu blikkljós- in voru sett á stað og ekið rakleitt þangað. Og það kom allt heim og saman, þar var amerísk bifreið í gangi og ökumaðurinn sofandi við stýr- ið! Hann var vakinn hið snar- asta og fluttur inn á lögreglu- stöð í yfirheyrslu en Rúnar ók bíl hans þangað. Yfirheyrslan gekk skrykkjótt vegna ölvunar- ástands mannsins, hann svar- aði fiestum spurningum út í hött, kvaðst t.d. hafa drukkið einn desilítra af áfengi þegar hann var spurður um hve mikið hann hefði drukkið. Maðurinn neitaði alveg að blása í blöðr- una og Ríkhard varðstjóri sagði að það breytti engu, hann yrði hvort sem er færður til blóðtöku. Það kom reyndar fram hjá manninum að konan hans ynni úti á landi og enginn matarbiti til á heimilinu. Þeg- ar leið á nóttina, fór svengd að segja alvarlega til sín og ákvað maðurinn þá að bregða sér á Umferðarmiðstöðina til þess að kaupa þar samlokur. Sú ferð fékk þann endi sem áður er lýst, en eflaust hefur það verið lán ökumannsins að sofna und- ir stýri við Umferðarmiðstöð- ina því hann var svo ölvaður að ökuferðin hefði getað endað með ósköpum. Þegar hér var komið sögu var klukkan að verða sex um morguninn og við Emilía ljósmyndari kvöddum þá félaga Karl og Rúnar og þökkuðum þeim samfylgdina. Það var augljóst, eftir að hafa fylgst með störfum þeirra og Sigurðar, að þar fóru menn sem kunnu sitt fag. DÝRT SPAUG AÐ AKA FULLUR Það getur verið dýrt spaug fyrir menn að taka áhættuna af því að aka drukknir. Minnsta ökuleyfissvipting eru þrír mánuðir og minnsta sekt eitthvað á annað hundrað þús- und krónur. Ef áfengismagn er í efri mörkum, þ.e. meira en 1,20 prómill, er lágmarks öku- leyfissvipting við fyrsta brot eitt ár og 200 þúsund króna sekt en ævilöng ökuleyfissvipt- ing liggur við ítrekuðum brot- um og enn hærri sektir og jafnvel tugthúsvist. Menn geta í flestum lilfellum önglað sam- an aurum fyrir sektinni en erfiðast þykir mönnum að missa bílpróíið í lengri eða skemmri tíma. Það er því óhætt að taka undir með Óskari Ólasyni að rétt sé fyrir ökumenn að hugsa sig vand- lega um áður en þeir freistast til þess að aka undir áhrifum áfengis. _ SS herferð gegn ölvun í umferðinni Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 80 ára afmœlinu mínu þ. 10. október. Starfsliöi deildarinnar þakka ég ógleymanlegt kvöld og fyrir þann bata, sem ég heffengið hér á Sólvangi. Eg bið Guð að blessa ykkur öll. MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, FRÁ MARÍUBAKKA. MGi Mercuri— GoJdmann MSI—Intemational AB Einkaritaranámskeið Stjórnunarfélag íslands efnir tll námskelös fyrlr einkaritara og veröur þaö haldiö í Hliöarsal, Hótel Sögu, dagana 21.—23. október kl. 09.—17. Markmiöiö meö námskeiöinu er aö auka hsefni einkaritara viö skipulagningu, tímastjórnun, bréfaskriftir. skjalavistun og almenna skrifstofustjórnun. Leiöbeinandi á námskeiöinu er frú Eiwor Bohm-Pedersen framkvæmdastjóri Mercury Sekreterar Institut í Stokkhólmi, en hún var hér einnig í febrúar sl. og hélt þá námskeið fyrir 24 einkaritara og þótti þaö takast einstaklega vel. Æskilegt er aö þátttakendur hafi a.m.k. tveggja ára reynslu í starfi sem einkaritarar, en öll kennsla á námskeiöinu fer fram á ensku. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins, sími 82930. ISIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 STÓRA STUNDIN ER RUNNIN UPP í kvöld kl. 20.00 í Höllinni leika Reykjavíkur- Bikar- og íslandsmeistarar Vals gegn snillingunum Cibona Zagreb frá Júgóslavíu sem leika með 5 af Olympíumeisturunum 1980. LESTU ÁFRAM Meðal leikmanna Vals eru Bandaríkjamennirnir Ken Barrell og John Johnson, sem auk landsliðsmanna Vals, Torfa, Stjána og Rikka og allra hinna stórsnillinganna hjá Val ætla sér sannarlega að gera sitt bezta enda aldrei fyrr verið í betri æfingu. FYRIRLIÐI Cibona er einn bezti leik- maður Evrópu í dag og er jafnframt fyrirliði landsliðsins meö 280 landsleiki aö baki. Cosic er því leikmaöur sem allir verða að sjá. Veriö velkomin VALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.