Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 KALIGÚLA Naín á frummáli: Caligula. Myndataka: Tinto Brass. Leikstjórn: Piernico Salinas o.fl. Sviðsmynd: Daniio Donati. Tónlist: F’aul Clemente o.fl. SýninKarstaður: Lau(?arásbíó. Kaligúla keisari getur vart tal- ist til góðmenna mannkynssög- unnar. Upphaflega hét hann Ga- ius Casesar en var kallaður Kali- gúla eða „litlu stígvél" af her- mönnum föður síns, Germanicus- ar Caesar, frænda og kjörsonar Tiberiusar. Til að gera langa sögu stutta þá tók Kaligúla við keisara- dómi árið 37 og hélt tigninni til dauðadags árið 41. Gælunafnið „litlu stígvéP varð að öfugmæli svo til þegar við valdatökuna, því segja má að Kaligúla hafi vaðið blóðelginn í „klofstígvélum" mest- an sinn valdaferil. Er talið að hömluleysi Kaligúla í þessum efn- um hafi náð hámarki er hann lét höggva Markó (árið 38), hinn dygga foringja lífvarðarins, sem studdi hann í valdastólinn. (Heim- ildum ber ekki saman um hvort Markó hafi rutt Tiberiusi keisara úr vegi og þar með seinustu hindruninni að keisaradómi Kali- gúla.) Hvað um það, atferli Kali- gúla varð æ undarlegra. Hann leggur fæð á hinar fornu róm- versku aðalsættir en hefur á meðan hest einn svo upp til skýjanna að náigast vitfirringu. Virðist reyndar að Kaligúla sé nú fullur ótta og mannfyrirlitningar og hann treysti betur skepnum en mönnum. (Hér má og merkja áhrif egypskra trúarbragða.) Ef við lítum hins vegar á atferli Kaligúla á þessum tíma sem andsvar við mjög ótryggu ástandi svo og þeim tíðaranda sem þá ríkti verður það ef til vill skiljanlegt. Með árásum sínum á rómversku yfirstéttina er Kaligúla á vissan hátt að treysta veldi sitt, því grimmúðlegri og Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON óútreiknanlegri sem athafnir hans eru því veikari verður andspyrn- an. í mynd Bob Guccioni og Franco Rossellini um Kaligúla keisara, kemur vel fram það and- rúmsloft öryggisleysis, hnignunar og grimmdar sem á vissan hátt elur af sér skrýmslið Kaligúla. Samkvæmt túlkun mynda?innar er Kaligúla fyrst og fremst barn síns tíma, hann er hinn almáttki sem getur leyft sér hvað sem er, hvenær sem er, hann er sum sé fær um að birta hugsanir sem hinn venjulegi maður vegna að- stöðuieysis verður að láta sér nægja að upplifa í því ástandi sem gjarnan er nefnt „draumur". Mönnum kann að finnast þessi skoðun kaldhæðin en hvað gerist ekki þegar mann komast í svipaða aðstöðu, hafa alræðisvald, lítum á Idi Amin og Bokassa, nærtæk dæmi um hliðstæðan valdaferil. Staðreyndin er nefnilega sú, að valdið breytir mönnum, en ekki aðeins þeim sjálfum heldur og því fólki sem stendur næst. Þannig verða hinir valdamestu smám saman umkringdir jábræðrum sem ala á stórmennskubrjálæði þess sem valdið hefur. I myndinni um Kaligúla er einkar vel lýst þessum söfnuði síbrosandi en ber andi rýting innan klæða. Hluti af atferli þessara spilltu mannkvik- inda er hömlulaust kynlíf, má segja að það hafi verið eins konar öryggisventill sem veitti stöðugum ótta þeirra útrás. íslenskir sið- gæðisverðir virðast telja þennan þátt myndarinnar hættulegan svo hann er klipptur bæði og skorinn, rýrir þetta heimildagildi myndar- innar því hér er ekki um beint klám að ræða, aðéins lýsingu á sögulegum staðreyndum. Hins vegar virðist íslensk siðgæðisvit- und ekki ná inn á svið blóðsúthell- inganna. Þær eru tíundaðar í smáatriðum. Við erum víðsýnt fólk, Islendingar, og látum okkur greinilega ekki allt fyrir brjósti KALIGÚLA OG RÁÐGJAFAR brenna. Nú, en þrátt fyrir að skæri íslensku siðgæðisvarðanna hafi farið um filmuna virðist mér hún gefa nokkuð góða mynd af þessu hnignunartímabili í sögu Rómaveldis. Þegar í upphafi í þætti Nerva (Sir John Gielgud) og Tiberiusar (Peter O’Toole) birtist manni morkin veröld þar sem keisarinn er sundurgrafinn af sárasótt og Nerva, fulltrúi hinna fornu rómversku dyggða fremur sjálfsmorð, vill ekki stíga inn í heim Kaligúla. Til að ná þessu rotna andrúmslofti hefur leik- stjórinn farið óspart í smiðju meistara Fellinis, en hann nær ekki með einföldum brögðum lýs- ingar og myndatöku sömu áhrif- um og meistari Fellini. Til þess skortir hann ekki fé, heldur þann töfrasprota sem ekki verður keyptur, Malcom McDowell á hins vegar stafinn góða. _ * Deildarkeppni Skáksambands Islands Dagana 20.—21. sept. voru tefldar þrjár fyrstu umferðirnar i deildakeppni Skáksamhands íslands. Að venju var teflt i Munaðarnesi og voru þátttökusveitir alls 14. Að loknum þremur umferðum er sveit Taflfélags Reykjavíkur efst i 1. deild. hefur 20 vinninga af 24 mögulegum. í öðru sæti er Skákfélag Akureyrar með 15 vinninga. Þvi næst koma Skákfélagið Mjölnir og Skákfélag Hafnarfjarðar með 14 vinninga. Þess ber þó að geta að SA og SH hafa teflt einni umferð betur en hin félogin í 1. deild. í 3. deild hefur Taflfélagið Nói forystuna með 12 vinninga af 18 mögulegum. Næst kemur B-sveit TR með 11 vinninga og í þriðja sæti er Taflfélag Hreyfils með 10 vinninga. Eins og að framan greinir, var bæði teflt í 1. og 2. deild og því voru talsverð þrengsli á keppnis- stað. Það er því von ofanritaðs (og margra annarra góðkunnra skákmanna) að Skáksambandið bæti þar um betur þegar næst verður teflt í Munaðarnesi á ári komanda. Að öðru leyti var vel búið í haginn fyrir keppendur, enda létu menn almennt vel af dvöl sinni þar. I 1. umferð tefldu saman 2 efstu lið frá því í fyrra; Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Akur- eyrar. Á 1. borði áttust við Gylfi Þórhallsson og Jóhann Hjartar- son. Sá síðarnefndi náði fljótlega betra tafli en fór þá að tefla illa og fyrr en varði hafði Gylfi snúið taflinu sér í hag. Þá var komið að Gylfa að tefla veikt og þegar eftirfarandi staða kom upp var hann kominn langleiðina með að klúðra stöðunni niður í jafntefli: Síðasti leikur hvíts var 35. g4? með hótuninni 36. Rh4+ mát. Betra hefði verið að leika 35. Ha7 því að svartur á í fórum sínum óvæntan leik: 35. — IIxc3+!, 36. Ke2? Hvítur lifir í voninni um að geta mátað svart. Eins og framhaldið leiðir í ljós er um tálsýn að ræða og því hefði verið hetra að leika 36. Kxc3 - b4+, 37. Kxb4 - Bxd7, 38. Kc5 með u.þ.b. jöfnu tafli. — h5, 37. Rh4+ 37. h3, eða 37. g5!? voru betri leikir. — Kh6, 38. gxh5 — Kxh5,39. Rg2 — b4,40. Hd6 - Hc2+, 41. Kfl - Bb5+, 42. Kgl — Hxa2 og hvítur gafst upp. Að lokum fylgir hér skák úr viðureign T.R. og T.S. í 2. umferð: Hvítt: Bragi Kristjánsson. Svart: Gylfi Magnússon. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d3!? Rólyndislegur leikmáti en engan veginn bitlaus sem og skák þessi staðfestir. — Rc6, 4. g3 — Rf6, 5. Bg2 - Be7. 6. 04) - 0-0, 7. Hel — d6 Einnig kom til greiná að ráðast á miðborðið með 7. — d5,8. c3 - e5.9. h3 - b5,10. d4 Skák eftir JÓHANNES GÍSLA JÓNSSON — cxd4? Eftir 10. — Dc7 er komin upp staða er svipar mjög til þekktrar stöðu úr spánska leiknum og er munurinn frekar svörtum í hag. Nú opnast hins vegar taflið hvítum í hag eins og brátt kemur í ljós. 11. cxd4 — Bb7, 12. d5! Nauðsynlegur leikur til undirbúnings aðgerða á drottningarvæng — Ra5, 13. Bfl - a6, 14. Rbd2 - Bc8, 15. b4 — Rb7, 16. Bb2 16. a4 og 16. Rb3 eru sennilega enn sterkari leikir en textaleikurinn. — Re8? Nauðsynlegt er að leika 16. — Bd7 til þess að koma í veg fyrir 17. — a4,17. a4 — Bd7,18. axb5 - Bxb5, 19. Bxb5 - axb5, 20. De2 - Hxal, 21. Hxal - Db6. 22. Rb3 — Í5? Afleikur í erfiðri stöðu. 23. exf5 — Hxf5. 24. Rfd4! Svartur getur nú valið milli þess að tapa peði eða að fara í óhagstæð uppskipti. Hann velur síðari kostinn. — exd4, 25. Dxe7 - IIc5, 26. Dd7 - Dc7, 27. Dxb5 Eftir 27. Dxc7 - Rxc7, 28. Ha7 - Hel+, 29. Kg2 - Hbl, er svartur enn á lífi. — Df7, 28. Ha8 - Kf8, 29. - Rxd4, Hér sá svartur að bæði 29. — Dxd5, og 29. — Hxd5, stranda á 30. Hxe8+! og gafst því upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.