Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 99 Hef aðeins drukkið staup af víni, það getur ekki mælst 66 „ÞAÐ ER greinilega full ástæða til að halda þessu eftirliti áfram, það sýnir reynslan undanfarnar helKar,“ sagði Óskar Ólason yfirlögreuluþjónn umferð- armála er hiaðamaður Mbl. ræddi við hann um hið aukna eftirlit í umferðinni í Reykjavík um helgar, en með því á að reyna að stemma stigu við ölvunarakstri, sem sífellt virðist færast í vöxt. Það sem af er árinu hafa 852 ökumenn verið teknir vegna gruns um ölvun við akstur og auk þess hafa verið teknir rúmlega 230 ökumenn, sem sviptir hafa verið ökuréttindum fyrir ölvunarakstur en ekið hafa eigi að síður. „Ástandið er mjöK alvarlegt,“ sagði Óskar. „Þrátt fyrir aðvaranir um aukið eftirlit var 21 ökumaður tekinn á laugardag ok sunnudag grunaður um ölvun og enginn veit hvað margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni um helKÍna því við tökum væntanlega aðeins brot af þeim fjölda. Eg skora á ökumenn að hugsa nú sitt ráð áður en þeir setjast fullir undir stýri næst, hugsa um það hvaða áhrif aksturinn kann að hafa á lif þeirra ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef þeir gera það, er ég viss um að margir skilja bílinn eftir.“ Blaðamaður og ljósmyndari fylgdust með lögreglumönnum að störfum aðfaranótt sl. laug- ardags og var mjög fróðlegt að sjá hvernig lögreglan hagar eftirliti sínu með umferðinni. Við vorum sett í bíl með tveimur vönum lögreglu- monnum, Karli Magnússyni, sem var bílstjóri og Sigurði Steingrímssyni. Bíllinn var númer 12, einn fjölmargra lögreglubíla, sem voru á ferð- inni þessa nótt. Aður en haldið var í eftirlitsferðina sýndi Óskar Ólason okkur skrár lög- reglunnar yfir ökumenn, sem sviptir hafa ökuréttindum. Hægt er að fletta upp á því með litlum fyrirvara hvort ökumenn, sem lögreglan hefur afskipti af hafa réttindi eða ekki. Á upplýsingatöflu eru myndir af ökumönnum, sem grunur leikur á að aki, þrátt fyrir sviptingu. Vanir lög- reglumenn eru fljótir að leggja andlit á minnið og það er því hæpið fyrir menn að taka áhættuna. Enda sýna tölurnar það svart á hvítu, rúmlega 230 ökumenn hafa verið teknir á árinu, sem sviptir hafa verið réttindum. Upp úr miðnætti var lagt af stað í eftirlitsferðina. Ekki höfðum við ekið lengi þegar fyrsti bíllinn var stöðvaður á Hringbraut. Ökumaðurinn var allsgáður en bifreiðin ekki í fullkomnu lagi. Manninum var gefinn kostur á að aka beint heim til sín og fara með bílinn á verkstæði strax á mánudeg- inum. Þeir voru fleiri bílarnir, sem þeir Karl og Sigurður höfðu afskipti af um nóttina, sem ekki voru í lagi og ástand eins bíls var svo slæmt að ekki var annað að gera en klippa af honum númerin. En við kom- um að því síðar. AKA 2-300 KM Þeir félagar Karl og Sigurð- ur óku vítt og breitt um borgina í þessari eftirlitsferð og þeir sögðu okkur að ekki væri óalgengt að eknir væru 2—300 kílómetrar í slíkum eftirlitsferðum. Þeir voru mjög vel á verði og bílar voru stöðvaðir hver eftir annan og athugað hvort ekki væri allt með felldu. Stundum voru bílar stöðvaðir af handahófi eða þá að aksturinn gaf tilefni til þess. Stundum er heil bílaröð stöðv- uð og ástandið kannað í þeim öllum svo að vissulega er það mikil áhætta sem ökumenn taka með því að aka drukknir ' þótt ekkert verði á akstrinum séð. Karl og Sigurður tjáðu okkur að yfirleitt tæki fólk þeim mjög vel, borgararnir væru fylgjandi góðu eftirliti j með umferðinni. Jafnvel fólk, sem tekið er ölvað við akstur er oft þakklátt lögreglumönnun- um sem taka það, segir jafnvel sem svo að lögreglan kunni að hafa forðað óhöppum og slys- um á þeirri leið sem ófarin var á áfangastað. Leiðin lá upp á Breiðholts- braut og þar var Volkswagen- bifreið stöðvuð, sem ekið hafði á um 100 km hraða. Bílstjórinn gaf þá skýringu eina að hann hefði verið að flýta sér heim. Hann var skrifaður upp og væntanlega þarf hann að greiða tugi þúsunda í sekt. Það borgar sig að flýta sér hægt. Næst lá leiðin að gatnamótum Skeiðarvogar og Suðurlands- brautar og þar var kannað hvort ökumenn virtu ekki stöðvunarskylduna. Sem betur fer fóru langflestir eftir settum reglum, einn jéppi ók þó inná Suðurlandsbrautina án þess að stöðva við gatnamótin. Nafn ökumannsins fór líka í kæru- bókina. NÚMERIN KLIPPT AF Klukkan var orðin tvö og þá voru tveir bílar stöðvaðir með stuttu millibili, Rambler-bíll á R-númeri og Moskvitch á K-númeri. Ástand Ramblers- ins, sem stöðvaður var á Sæ- braut, var svo slæmt að ekki var annað að gera en klippa númerin af. Sú ráðstöfun vakti litla hrifningu eigandans, ungs manns. Bifreiðarstjóri K-bíls- ins fékk áminningu, bifreið hans var ekki í fullkomnu lagi þrátt fyrir að búið. væri að skoða hann. Næst lá leiðin út á Skúlagötu og Kalkofnsveg. Þar veittu þeir Karl og Sigurður athygli Opel-bifreið, sem ók allgreitt. Þeir veittu bifreiðinni eftirför en náðu fyrst að stöðva hana á Sæbraut enda var ökuhraðinn óheyrilegur, 100 km á klukkustund. Ökumaður- inn, 17 ára piltur með reynslu- skírteini, var færður niður á stöð fyrir Ásmund Matthías- son aðalvarðstjóra umferðar- deildar. Ásmundur hélt mikla áminningarræðu yfir bílstjór- anum unga og að því búnu var bíllinn tekinn í geymslu, enda hafði orðið verulegur dráttur á að umskrá hann. „AÐEINS STAUP AF VÍNI“ Eftir vel þeginn kaffisopa á lögreglustöðinni var lagt af stað á nýjan leik út í umferð næturinnar. Þeir Karl og Sig- urður ákváðu að fara í eftirlits- ferð um Kleppsholtið. Þeir veittu athygli bifreið á Laugav læk og ákváðu að veita henni eftirför. Lögreglubifreiðin náði bílnum í þann mund er honum var lagt í bílastæði. Kona ók bifreiðinni. Hún sagðist vera að koma úr afmælisboði og viðurkenndi að hafa fengið sér eitt staup af víni með kaffinu. Taldi hún af og frá að þetta Kamblerinn var stóðvaöur á Sæbraut. Svo margt reyndist í ólagi að klippa varð númerin af hílnum. Það er Sigurður sem er á tali við ökumanninn. Blásið í blöðruna, Ríkhard varðstjóri fylgist með. litla vínmagn gæti mælst í blóðinu. Næsta skref var að láta konuna blása í blöðru og mæla áfengismagnið í andar- drættinum. Niðurstaða þeirrar prufu var jákvæð og var konan þá færð á lögreglustöðina. Eft- ir að konan hafði gefið Ríkhard Björgvinssyni varðstjóra skýrslu, sem kominn var á vakt, var hún færð á slysadeild Borgarspítalans, þar sem tekið var blóðsýni til mælingar á áfengismagninu. Að því búnu var konan keyrð heim og henn- ar síðustu orð voru þau, hve- nær hún fengi afsökunarbréf frá lögreglunni. Hún var full- vissuð um að hún fengi bréf, * niðurstaða mælingarinnar • skæri úr um hvert innihaldið yrði. SOFANDI UND- IR STÝRI Áfram hélt eftirlitsferðin, en sú breyting varð á, að Sigurður fór heim af vaktinni en við tók Þessi ökumaður var mjog drukkinn. Ilann hafði farið á Umferðarmiðstoðina til þess að fá sér að borða en sofnað við stýrið. LKwm. Mhl Kmlila í eftirlitsferð með lögreglunni, sem hefur byrjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.