Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 41 félk í fréttum Stórbanka- menn á fundi + Senn líður að því að aðal- bankastjóri Alþjóðabankans i Washington Robert McNam- ara, hætti stðrfum þar. Hann varð bankastjóri bankans árið 1968. bessi mynd var tekin af honum á íundi Alþjóðabankans í Washington fyrir nokkru (hann er til vinstri). Hann er að ræða við Frakkann Jacques De Larosier sem er framkvæmda- stjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins. Með minkum og refum + Fyrir nokkru var Ólaf- ur Noregskonungur í opinberri heimsókn hjá Kekkonen Finnlandsfor- seta. Eins og við mátti búast var Ólafi vel tekið í Finnlandi. Meðal þeirra bæja, sem konungurinn heimsótti var bærinn Nykarleby. Þetta mun vera lítill bær. Þar eru stórbú loðdýraræktar- bænda. Er myndin tekin er þjóðhöfðingjarnir heimsóttu eitt af búum þessum, ásamt fylgdar- liði sínu. í þessu loðdýra- búi eru 110.000 minkar og rúmlega 30.000 refir. Stórir í sniðum Finnar. Betri tíð með blóm í haga? + Hinn nýi forseti Argentínu, Roberto Eduardo Viola, átti nýlega 56 ára afmæli. Hann er af ítölsku bergi brotinn, frá Buenos Aires. Hann er kvænt- ur maður, konan hans, Nelida berst lítið á, helgar sig heimili og börnum. Þau eiga tvö börn. Er forsetinn sagður góður heimilisfaðir, sem láti sig miklu skipta heimilislífið, börnin og tvö barnabörn þeirra hjóna. Forsetinn hafði sagt skömmu eftir að hann var kominn í forsetastólinn, en mikil óöld hefur ríkt í Argen- tínu sem kunnugt er af frétt- um: Aðeins tíminn getur læknað hin miklu sár, sem hlotist hafa í þessum atökum. Rúmlega 7000 manns hafa horfið sporlaust í landinu. Eru örygK'sverðir stjórnarinnar sagðir eiga þar hlut að máli. Sagt er að vonir manna um betri tíð og blóm í haga í Argentínu séu tengdar hinum nýja þjóðhöfðingja landsins. Kjólar — kjólar Dagkjólar — kvöldkjólar — samkvæmiskjólar í nýju glæsilegu úrvali. Allar stæröir — Hagstætt verö. Opiö föstudag 9—19. ‘ Laugardag 10—12. Kjólasalan Brautarholti 22. Inngangur frá Nóatúni. ■©. 0« Sjávarrétta- vika Ótal tegundir Ijúf- fengra sjávarrétta á hlaöboröi í hádeginu og um kvöld alla þessa viku. E oj)| p.i c=^uiLUj|ui \m nlL g) REKSTRARBÓKHALD OG VERÐÁKVARÐANIR Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiðs um rekstrarbókhald og veröákvaröanir í fyrirlestra- sal félagsins aö Síöumúla 23 dagana 24., 27. og 28. október kl. 15—19. Tilgangur námskeiðsins er að kynna hvernig má meö einföldum haetti fá upplýsingar úr bókhaldi fyrirtækisins um kostnaö einstakra vörutegunda eða kostnað við rekstur einstakra deilda. Leiðbeinendur: Brynjar Haraldsson tæknifræöingur. Fjallað verður um markmið fyrirtækja, skipulagningu á rekstri og uppbyggingu og notkun bókhalds sem stjórntækis. Lögð veröur áhersla á kynningu aðferöa viö mat á afrakstri einstakra vörutegunda og afkomu einstakra deilda fyrirtækisins. Kynntar veröa ýmsar aðferðir við verð- lagningu hjá fyrirtækjum sem beita má til að tryggja arðsemi viökomandi reksturs. Námskeiöiö er ætlað fram- kvæmdastjórum, fjármálastjór- um og aðalbókurum fyrirtækja. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins, sími 82930. SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SlMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.