Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 48
/ Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiðslunm er 83033 jiflorflimblnt>it> FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Aflaverðmæti 1640 þúsund krónur án þess að bleyta net I»EIR eru manfir, sem «era það Kott á síldinni þessa dagana. en nokkud er þart misjafnt hve menn þurfa mikið að hafa fyrir sínu. Frá Eskifirði er Kerður út 10 tonna bátur, sem ber nafniö Örvar. ok kom hann inn til Fiskifjaröar í fyrradaK meö 95 tunnur af falleKri síld. l»essi afli íékkst án þess að veiöarfa ri va ri dýft í sjó. því nótabáturtinn (■unnar frá Reyöarfirði Kaf þeim Örvarsm<>nnum síldina. en Gunn- ar haföi fenKÍÖ stórt kast. Verö- ma ti þessara 95 tunna er um IfilO þúsund til útKerðar. Það er ekki óalKengt aö loðnu- og síldarbátar gefi af afla sínum og má sem dæmi nefna, að Snæfugl frá Reyðarfirði varð að gefa yfir 100 tonn af síld á dögunum eða tífalt það sem Örvar kom drekk- hlaðinn með að landi. Þá kom annar lítill bátur, Einar Hólm, sem er um 15 lesta, inn til Eskifjarðar í gær með 150— 200 tunnur af síld. Það var afgangur- inn úr nót Sæbergs, sem búinn var að fylla kvóta sinn og heldur nú á loðnuveiðar. Leyft að veiða átta háhyrninga Söluverð hvers um 27 milljónir króna SÆDÝRASAFNIÐ heíur íenK- ið leyíi til að veiða 8 háhyrn- inga í haust ok er hálfur mánuður liðinn síðan hyrjað var að reyna að fanga þessi skynsömu dýr. Enn hefur ekk- ert dýr veiðst, en eins ok undanfarin ár er vélháturinn (luðrún frá Hafnarfirði notað- ur við veiðarnar. Um síðustu helgi var búið að kasta sex sinnum, einkum á svæðinu austan Eyja, en án árangurs. Vegna fjarlægðar hafa háhyrningaveiðimenn ekki reynt fyrir sér á síldarmið- unum á Austfjörðum. Það er bandarískur maður, sem kaupir háhyrningana af Sædýrasafninu og selur þá síð- an áfram. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er hver háhyrningur nú seldur á um 50 þúsund dollara eða sem nemur um 27 milljónum íslenzkra króna. Ef tekst að veiða þá átta háhyrninga, sem leyfi var gefið fyrir, er söluverðmæti þeirra um 215 milljónir. Verðfall á lýsi en veruleg hækkun á mjölinu GOTT verð hefur undanfarið verið á loðnumjoli og verðið jafnvel farið yfir 8'A dollar próteineiningin, en á sama tíma í fyrra var verðið undir 8 dollurum. Lýsisverð hefur hins vegar farið la kkandi upp á síðkast- ið auk þess, sem erfitt hefur verið að losna við lýsi. Verð á lýsistonni mun hafa farið niður fyrir 400 dollara síðustu daga. en fór hæst i rúmleKa 500 dollara i fyrrahaust. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í gær, að verð á mjölmarkaðnum hefði stigið hægt, en jafnt undanfarið og væri nú mjög gott útlit með sölu á mjöli. Áður en loðnuvertíðin hófst í haust var búið að selja 23—25 þúsund tonn af mjöli, en nú er búið að framleiða um 16 þúsund tonn. Því hefur lítið verið selt af mjöli undanfarið, en eftir- spurn verið meiri en framboð. Jón Reynir sagðist ekki reikna með, að verulegt framboð yrði á mjöli á næstu mánuðum, sem gæti truflað þá þróun, sem verið hefur. Helztu kaupendur á lýsi héðan eru í Bretlandi og V-Þýzkalandi og þeir eiga nú miklar birgðir. Auk mikils framboðs frá Japan og á jurtaolíu, hefur dregið úr neyzlu á þeim vörum, sem þessar afurðir fara í. Sagðist Jón Reynir því reikna með, að erfitt yrði að afsetja lýsi á næstunni, auk þess sem verðið hefur farið lækkandi. Talaði Jón Reynir um verðfall í því sambandi. Nú mun vera búið að framleiða svipað magn af lýsi og mjöli eða í kringum 16 þúsund tonn, en SR hefur selt um 6 þúsund tonn af lýsi. Símamynd frá Mnskvu. AP. Stórt tap í Moskvu íslenska landsliðið í knattspyrnu lék síðari leik sinn við Sovétríkin í undankeppni heimsmeistarakeppninnar á Lenin-leikvanginum í Moskvu í ga'rkvöldi. íslenska liðið tapaði leiknum með fimm mörkum gegn engu. Fynd leik liðanna sem fram fór í Reykjavík lauk með 2 — 1 sigri Sovétríkjanna. Á myndinni skora Sovétmenn fyrsta mark sitt í leiknum með skalla eftir hornspyrnu. Sigurður Ilalldórsson og Viðar Ilalldórsson eru til varnar. Sjá nánar á íþróttasiAu. Tilmæli ASÍ til aöildarfélaga: Allsherjarverkfall í einn dag, 29. október ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefur ákveðið að leggja til við aðildarfélögin. að þau þrýsti á um samninga með því að hoða Gjábakki á Þingvöllum: Gesta- og orlofs- hús fyrir Alþingi? >VII) VORUM að líta á Gjá hakka. gamalt íhúðarhús. sem þar er.“ sagði Þórarinn Síkut- jónsson. formaður ÞinKvalla- nefndar. er Mhl. spurði hann um ferð þinKÍorseta. formanna þingflokka og nefndarmanna í Þingvallanefnd á Þingvöll í fyrradag. Þórarinn sagði, að Orkustofnun hefði haft hús þetta á leigu og rekið sem orlofshús starfsmanna, en sá samningur hefði ekki verið endurnýjaður, þegar hann rann út fyrir um ári og væru menn nú að hugleiða, hvort og þá hvernig, Alþingi geti nýtt húsið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, eru uppi hugmyndir um að Alþingi láti gera við húsið og að það verði notað sem gestahús Alþingis á Þingvöllum og einnig sem orlofs- hús. Þórarinn sagði, að sér sýndist húsið mjög lélegt orðið og það þarfnaðist mikilla endurbóta. til vinnustöðvunar um land allt miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Jafnframt felur nefndin 14 manna viðra'ðunefnd sambandsins að hafa forgöngu um að leita eftir samningum við ríki og bæjarfélöK ok um frek- ari að^erðir ef nauðsyn krefur. 1 Þetta var samþykkt á fundi 13ja manna nefndar ASÍ í Kær, en þar lýsir nefndin jafnframt þeirri skoðun sinni, að „neiti Vinnuveitendasambandið samn- ingum hlýtur að koma til vinnu- stöðvana á ábyrgð þess“. Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambandsins sat einnig á fundi í gær og ítrekaði þar afstöðu VSÍ gagnvart óformlegri sáttatil- lögu sáttanefndar. Lagði stjórnin áherzlu á, að samið yrði á svipuð- um grunni og BSRB hefði samið við fjármálaráðherra og að ekki yrði farið langt fram úr því marki. Þá er ítrekuð sú forsenda, að fyrst verði gengið frá sérkröfum, m.a. í kjaradeilu bókagerðarmanna og prentsmiðjueigenda. Sambandsstjórn Vinnuveit- VSÍ bendir á leið- ir til þess að opna viðræðurnar á ný endasambandsins bendir á nokkr- ar leiðir til þess að opna megi viðræður deiluaðila á ný. Þær helztu eru ósk VSÍ um þríhliða viðræður VSÍ, ASÍ og stjórnvalda um skattalækkanir og fjölskyldu- bætur, sem hefðu „ekki frekari verðbólguáhrif en þegar eru óumflýjanleg", 4ra ára áætlun um nýsköpun starfsaldurshækkana í kjarnasamningi og að áfram verði unnið að samkomulagi um 11 til 12 mánaða launagreiðslur í veikinda- og slysatilvikum. Þá segir síðast í ályktun VSÍ, að sambandsstjórnin hafi rætt verk- fallshótanir ASÍ og hafi í fram- haldi af því ákveðið að skipa nefnd með fulltrúum atvinnugreina og landshluta til þess að gera tillögur um verkbannsaðgerðir í varnar- skyni, ef pauðsyn krefur, eins og komizt er að orði. Nefndina munu skipa 11 menn. Sjá ályktanir ASÍ og VSÍ á blaðsíðu 26. Sjálfstæðismenn taka upp Flugleiðamálið á Alþingi ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins óskaði í gær eftir því að taka Flugleiðamálið upp til umræðu utan dagskrár í Sam- einuðu þingi í dag. Jóni Helga- syni, forseta Sameinaðs þings, var tilkynnt þessi ósk og hafnaði hann henni ekki. Fyrir Alþingi liggur beiðni Alþýðuflokksins um skýrslu samgönguráðherra um Flugleiðamálið. Málshefjandi Sjálfstæðis- flokksins í Flugleiðamálinu verður Friðrik Sophusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.