Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÖBER 1980
31
í Breiðholti, þar sem nemendum
fjölgar jafnt og þétt, hafa verið
töluverð vandkvæði á því að hafa
tiltækt nægjanlegt skólahúsnæði.
Gripið hefur verið til þess ráðs að
setja upp svokallaðar færanlegar
kennslustofur við flesta skólana.
Helztu vandamálin sem nú eru
framundan vegna ónógs húsnæðis
eru við Ölduselsskóla, Seljaskóla
og Hólabrekkuskóla. Gert er ráð
fyrir að framkvæmdir við næsta
byggingaráfanga Ölduselsskóla
hefjist nú í haust, framkvæmdum
mun verða haldið áfram við Selja-
skóla og þar er m.a. fyrirhuguð
bygging stórs íþróttahúss. Á þessu
ári verða teiknaðar nýjar kennslu-
stofur við Hólabrekkuskóla, og
þegar þær komast í gagnið er
aðeins eftir að byggja leikfimissal
við þann skóla.
Ennfremur segir fræðslustjóri
það brýnt að koma upp skóla-
sundlaug í Seljahverfi.
Rithöfundar í
skólana...
Höfundamiðstöð Rithöfunda-
sambands íslands heitir stofnun,
sem fræðslumálayfirvöld hafa
samið við um bókmenntakynningu
í grunnskólum borgarinnar. Hver
grunnskóli getur haft samband
við Höfundamiðstöð þessa og
fengið tvisvar á ári heimsókn
þeirra rithöfunda sem hann óskar
eftir að komi í viðkomandi skóla
og lesi úr verkum sínum.
Sinfóníuhljómsveit íslands mun
í vetur halda tónleika í sem
flestum grunnskólum — og er það
nýbreytni. Ennfremur er áformað
að Leikfélag Reykjavíkur sýni
finnska leikritið „Hlynurinn og
svanurinn á Heljarfljóti" í
grunnskólum borgarinnar í vetur.
í ráði er að auka fjölbreytni í
svokallaðri „safnkennslu", en í
„safnkennslu" mun felast að nem-
endur heimsæki listasöfn, og vinni
siðan að verkefnum innan viðkom-
andi safna, eða í sambandi við
skoðunarferðina. Starfandi er á
vegum Fræðsluskrifstofunnar
„safnkennari". í vetur munu
grunnskólanemendur m.a. heim-
sækja Þjóðminjasafnið og Hnit-
björg Einars Jónssonar.
Á grundvelli laga um stuðning
við tónlistarskóla starfa þrjár
skólalúðrasveitir í grunnskólum
Reykjavíkur. Kennsla fer fram í
hljóðfæraleik, tónfræði og tón-
heyrn og eru nemendur samtals
um 220 talsins. Hljóðfæri eru
lánuð nemendum gegn vægu
skólagjaldi, en að öðru leyti er
kennslan ókeypis.
Sérkennsla
Fræðslumálayfirvöld reyna með
ýmsu móti að koma á móts við
þarfir þeirra nemenda sem eiga
við margslags örðugleika að etja í
grunnskólunum. Stuðnings-
kennsla er fyrir þá sem hafa
dregist aftur úr jafnöldrum sínum
í móðurmáls- og stærðfræðinámi,
talkennsla er fyrir nemendur með
mál- og talgalla og ennfremur eru
þeir nemendur aðstoðaðir sem
„eiga í tiifinningalegum og félags-
legum vandræðum," eins og segir í
skýrslu fræðslustjóra. 12% nem-
enda njóta einhvern tíma á náms-
ferli sínum þessarar þjónustu.
Þeir nemendur sem þurfa „upp-
eldislega aðhlynningu utan skóla-
tímans" fá hjálp, tvær skóladag-
deildir eru í Reykjavík fyrir nem-
endur með „geðræn vandkvæði“,
og svo eru starfandi níu deildir í
þremur efstu bekkjum grunn-
skóla, þar sem nemendum með
námsörðugleika gefst kostur á
námi við sitt hæfi. Auk þess er á
vegum grunnskólanna „meðferð-
arheimili fyrir taugaveikluð
börn.“ Sérdeildir eru líka fyrir
hreyfihamlaða, málhamlaða og
blinda nemendur í tveimur
grunnskólanna og þangað sækja
nám u.þ.b. 30 nemendur víðs vegar
að af landinu.
Margt fleira kom fram í erindi
Kristjáns J. Gunnarssonar,
fræðslustjóra, m.a. að sálfræði-
þjónusta í skólum Reykjavíkur á
20 ára afmæli um þessar mundir.
Flugmálastjórn þakkar
leitar- og björgunarfólki
Flugmálastjórn óskar að koma
á framfæri þakklæti til allra
þeirra er hlut áttu að máli við leit
að flugvélinni TF-RTO.
Alls tóku um 100 manns þátt í
aðgerðunum, sem hófust með til-
kynningu frá Egilsstaðaflugvelli
kl. 15.35, mánudaginn 22. sept. sl.
um að TF-RTO væri saknað.
Aðgerðum lauk fimmtudaginn 25.
sept. með flutningi látinna til
byggða. Of langt mál yrði að telja
upp nöfn allra er hönd lögðu á
plóginn, en helstu aðilar aðgerð-
anna voru:
— Björgunarsveit SVFÍ, Egils-
stöðum.
— Björgunarsveitin Vopni,
Vopnafirði.
— Starfsmenn Flugleiða, Egils-
stöðum.
— Félagar ur flugbjörgunarsveit-
inni og Hjálparsveit skáta í
Reykjavík.
— Detatchment 14, 67 ARRS,
Keflavíkurflugvelli.
— Landhelgisgæzlan.
auk þess störfuðu fjölmargir ein-
staklingar og starfsmenn opin-
berra aðila.
Meðan á aðgerðunum stóð, kom
fram í einu dagblaðanna í Reykja-
vík að leitarflokka hefði mátt boða
fyrr til leitar. Hér er um misskiln-
ing að ræða. Reglur þær er gilda
um viðbrögð við hættuástandi
loftfara eru settar af alþjóðaflug-
málastofnuninni og gilda um allan
heim. Samkvæmt þessum reglum
hafa stjórnendur loftfara, í tilvik-
um sem þessum hálfa klukkustund
umfram áætlaðan komutíma loft-
farsins áður en lýst er yfir óvissu-
ástandi (Incerfa). Þetta svigrúm
er vegna þess, að loftfari getur
seinkað af ýmsum ástæðum, s.s.
vegna tafa við millilendingu eða
vegna veðurs, en mjög fljótlega
eftir áætlaðan komutíma byrjar
flugumferðarstjórn að grennslast
fyrir um ferðir loftfarsins. Það fer
eftir atvikum hverju sinni hve
fljótt flugbjörgunarmiðstöðin boð-
ar til leitar. I þessu tilfelli voru
leitarflokkar boðaðir strax og
málið komst á óvissustig og gat
það varla gerst fyrr. Þess ber svo
að gæta, að tíma tekur að boða
félaga björgunarsveita til leitar
frá daglegum störfum.
Hjálparbeiðni
Eins og kunnugt er af fréttum í
fjölmiðlum, brann íbúðarhúsið að
Geldingaá í Leirár- og Mela-
hreppi, Borgarfjarðarsýslu, í
norðan stórviðri þriðjudaginn 7.
þessa mánaðar. Engum innan-
stokksmunum varð bjargað og
húsið er að mestu ónýtt, en það
var aðeins fárra ára gamalt.
Á Geldingaá er sjö manna
fjölskylda, þar af fimm börn, hið
elzta ellefu ára, en hið yngsta á
fyrsta ári. Innbú fjöiskyldunnar
var mjög lágt vátryggt og er tjón
fólksins afar tilfinnanlegt og sárt.
Það er erfið og sár reynsla að
missa allt sitt í eldi og standa uppi
alls laus og eignum rúinn.
Þegar slíkir atburðir verða,
reynir á hjálpsemi og fórnfýsi
okkar samborgaranna. Eg er þess
fullviss, að margir vilja rétta
þessu hjálparþurfandi fólki hönd
sína og láta eitthvað af hendi
rakna til að létta því mestu
erfiðleikana. I trausti þess eru
þessar línur ritaðar og heiti ég á
samborgarana að bregðast vel og
drengilega við hjálparbeiðni þess-
ari.
Þess skal getið, að útibú Lands-
bankans og Samvinnubankans á
Akranesi hafa góðfúslega lofað að
taka við framlögum. Einnig má
koma framlögum til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar og til undirritaðs.
Jón Einarsson. sóknarprestur.
Saurbæ á Ilvalfjarðarströnd.
„Stundarfriður44
í Stokkhólmi
„Nú, eru það bara íslendingar
sem koma?“ andvarpaði Þorsteinn
Ö. Stephensen þegar honum og
öðrum leikurum í leikritinu
„Stundarfriður" var tilkynnt að
trúlega yrðu það aðallega íslend-
ingar búsettir í Stokkhólmi, sem
kæmu til að sjá sýningu Þjóðleik-
hússins í Klarateatern í Stokk-
hólmi um síðustu helgi. „Það var
nú ekki meiningin að koma alla
þessa leið til þéss að leika bara
fyrir íslendinga," bætti Þorsteinn
við og vonbrigðin leyndu sér ekki.
Og vissulega voru þeir margir
íslendingarnir, sem streymdu ' í
Klarateatern þetta kvöld, það er
ekki á hverjum degi sem íslenzk
menning er á boðstólum á sænskri
grund.
Og við skulum ekki gleyma því
að í Stokkhólmi og næsta ná-
grenni búa nú orðið um 2.000
Islendingar!
En það var sannarlega ekki
vonbrigðasvipur á Þorsteini 0.
þegar sýningunni var lokið. „Því-
líkar móttökur, þvílík stemmning,
þvílíkir áhorfendur, þetta var
bara eins og á fyrstu sýningunum
okkar heima!"
Já, „Stundarfriður" fékk sann-
arlega góðar móttökur hér í
Stokkhólmi, eins og í Belgrad,
Helsingfors og Reykjavík ... sýn-
ingin var svo frábærlega vel unnin
og skemmtileg að boðskapur leik-
ritsins nær til allra sem hafa
kynnzt hinu vestræna neyzluþjóð-
félagi, hvort sem þeir skilja málið
eða ekki.
„Við erum mjög ánægð með
ferðina," segir Stefán Baldursson,
leikstjóri. „Þetta hefur verið
ótrúlega erfitt á köflum en
skemmtilegt og lærdómsríkt. Það
er ekki sízt uppbyggjandi fyrir
sjálfstraust okkar að sjá og finna
að við erum gjaldgeng og vel það á
alþjóðavettvangi. Það sáum við vel
og fundum í Belgrad, þar sem
sýnd voru 18 leikrit víðsvegar að
úr heiminum.
Okkur var meðal annars sá sómi
sýndur að júgóslavneska sjón-
varpið tók upp og sýndi „Stundar-
frið“, en sá heiður hlotnaðist
aðeins þrem leikritum."
I þessari ferð sýndi leikflokkur-
inn á þrem stöðum: á leiklistar-
hátíðinni í Belgrad, á sænska
leikhúsinu í Helsingfors og svo á
Klarateatern í Stokkhólmi.
„Það lá nú við að við yrðum að
sýna leiktjaldalaust í Helsing-
fors,“ segir Stefán. „Leikmyndin
er mjög fyrirferðarmikil og erfið í
flutningum og tíminn var mjög
naumur. Við fengum tvo júgóslav-
neska bílstjóra til að aka leik-
myndinni frá Belgrad til Helsing-
fors.
Þeir keyrðu til skiptis sleitul-
aust í þrjá og hálfan sólarhring og
það mátti engu muna að þeir
næðu, en það tókst allt vel sem
betur fer. Sama stressið var að
koma öllu fyrir í Stokkhólmi, allt
varð að gerast á einum degi, koma
upp leikmynd, lýsa, byggja upp
sviðið, setja sig inn í aðstæður ...
En þetta eru allt smámunir
þegar allt tekst vel. Og það er svo
mikils virði fyrir okkur Islendinga
að fara utan, við erum svo ein-
angruð. Við verðum að sýna hvað
við getum og finna hvar við
stöndum og sjá aðra og læra og fá
nýjar hugmyndir.
Við erum mjög ánægð með
ferðina nú þegar við höldum heim
á leið og hver veit nema við
leggjum land undir fót aftur þegar
vorar. Við vorum að fá boð um að
koma í aðra sýningarferð með
„Stundarfrið", til Póllands, Dan-
merkur, Vestur-Þýzkalands ...“
Verzlunarráð íslands:
Uppskrift:
Ýmisbúðingur
IIÉR FER á eftir uppskrift á
Ýmishúðingi, sem reyndur hef-
ur verið í Tilraunaeldhúsi
Mjólkursamsölunnar. Hefur
hann þótt ferskur og góður og
þar að auki tiltölulega hitaein-
ingasnauður.
I dag, fimmtudag, verður
þessi búðingur kynntur ug gef-
ið að bragða á honum i Mjólkur-
samsöluhúðinni að Laugavegi
162 á milli kl. 2 og 6 e.h.
Ýmisbúðingur
5 bl. matarlím
'k 1. ýmir
50 gr sykur (4 msk.)
'k tsk vanilludropar
2 dl rjómi
hnetur
blandaðir ávextir
Leggið matarlímið í bleyti í
kalt vatn í 5 mín. Þeytið ýminn
með sykrinum. Þeytið rjómann.
Hellið vatninu af matarlíminu
og bræðið það í lítilli skál í
vatnsbaði. Kælið matarlímið þar
til það er ylvolgt, blandið því þá
saman við ýminn og þegar búð-
ingurinn fer að þykkna, bætið þá
rjómanum í. Búðingnum hellt í
skál og geymdur í kæli nokkurn
tíma. Skreyttur m/söxuðum
hnetum og borinnn fram með
ávaxtasalati sem t.d. er búið til
úr 1 ds. kokteilávöxtum, banana-
sneiðum og sundurskornum vín-
berjum. Einnig má setja búðing-
inn í hringform og hvolfa honum
síðan á fat og fylla miðjuna með
ávaxtasalatinu. Ef búðingurinn
er borinn þannig fram þarf að
bæta við 1—2 blöðum af matar-
lími.
Fjarskipti milli stjórnstöðvar-
innar á Egilsstaðaflugvelli og
stöðvarinnar uppí heiði voru með
eðlilegum hætti, vegna góðrar
framgöngu starfsmanna Pósts og
síma. Hinsvegar voru fjarskipti
við einstaka leitarflokka ekki sem
skyldi og kom þar aðallega til, að
talstöðvar voru fáar og truflanir
voru á CB-rásum. Þá dró úr orku
tækjanna eftir því sem á leitina
leið, af eðlilegum orsökum.
Fyrir 5 árum var þess krafist af
eigendum loftfara að þau yrðu
búin sérstökum neyðarsendum.
Þessi ráðstöfun flugmálayfirvalda
hefur margsannað gildi sitt, og er
þetta flugslys í Smjörfjöllum enn
eitt dæmi jjess. Líkindi eru til þess
að ef þessa tækis hefði ekki notið
við hefði leitin orðið lengri og
umfangsmeiri.
Að mati flugmálastjórnar fór
framkvæmd leitar- og björgunar-
aðgerða vel og skipulega fram við
mjög erfiðar aðstæður og var
öllum þátttakendum til mikils
sóma. Þökk sé þeim öllum.
f.h. flugmálastjóra,
Pétur Einarsson
Efnahagsmálastefna gegn
verðbólgu ekki til staðar
STJÓRN Verzlunarráðs íslands
samþykkti nýverið á fundi sínum
eftirfarandi ályktun um efna-
hagsmál:
Nú nýverið hafa lánastofnanir
hafið verulegan samdrátt í skamm-
tímalánum til fyrirtækja fram til
áramóta. Er nú enn ljósara, að
vaxandi erfiðleikar blasa við ís-
lenzku atvinnulífi.
í byrjun þessa árs voru skattar á
almenning og atvinnurekstur aukn-
ir verulega. Jafnframt hefur ríkis-
sjóður bætt stöðu sína með auknum
lántökum á innlendum og erlendum
lánamörkuðum. Þar að auki hefur
ríkissjóður ekki staðið í skilum með
framlög til opinberra stofnana og
greiðslu reikninga vegna viðskipta
við atvinnulífið. Þótt þessar aðgerð-
ir sýni góða stöðu hjá ríkissjóði,
auka þær þensluna í þjóðfélaginu og
skerða afkomu atvinnulífsins.
Á árinu hefur mjög verið þrengt
að atvinnulífinu með verðmyndun-
arhöftum og óraunhæfri gengis-
skráningu. Þessar aðgerðir hafa
leitt til taprekstrar og vaxandi
skulda hjá atvinnulífinu, bæði inn-
byrðis og hjá lánastofnunum. Lána-
stofnanir hafa þó vart verið þess
megnugar að veita atvinnulífinu
næga fyrirgreiðslu, því að efna-
hagsstefna þessa áratugar hefur
skert innlán þeirra um þriðjung frá
því sem var 1970.
I ljósi þessa er óumdeilanlegt, að
erfiðir tímar eru framundan í ís-
lenzku atvinnulífi. Er það sérstakt
áhyggjuefni nú, og vaxandi, þar sem
hvorki er fyrirsjáanlegt lát á verð-
bólgunni, né til staðar nein stefna í
efnahagsmálum, sem stefnir gegn
verðbólgunni, eflir atvinnulífið og
lætur það njóta eðlilegs svigrúms til
athafna. Slíka stefnu endurreisnar
verða stjórnvöld að marka og fram-
fylgja, þegar á þessu hausti.