Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 (LjÓKm. Albert Kemp) Athafnasvæði Pólarsíldar á Fáskrúðsfirói. lengst til vinstri má sjá nýja veiðarfæraskemmu Sólborgar hf. Við brygKju lÍKKja sex bátar. Saltað í 10 þús- undustu tunnuna á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsíiröi 15. október. FJÓRIR bátar landa síld hjá Pólarsíld hf. í dag, um 1400 tunnum. Aflahæstur er Ottó Wathne með 450 tunnur, en aðrir sem komu voru Sigurður Ólafsson með 370 tunnur, Ilalldór Jónsson SH með 300 tunnur ok Ilafnarey SF með 260 tunnur. Reiknað er með að saltað verði í 10. þúsundustu tunnuna í kvöld eða fyrramálið. Er Pólarsíld þá sennilega orðin hæsta söltun- arstöðin á landinu á þessu hausti. 27 Er reiðubúinn að gefa skýrslu um þyrlukaup - segir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra TIL nokkurra orðaskipta kom í efri deild Alþingis i gær. milli þeirra Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra annars vegar og Eiðs Guðnasonar og Lárusar Jónssonar hins vegar, um kaup Landhclgisgæslunnar á nýju þyrl- unni. Umræðurnar urðu er verið var að ra*ða frumvarp dómsmála- ráðhcrra um skráningu á upplýs- ingum er varða cinkamálefni og frumvarp um upplýsingar hjá almannastofnunum. Eiður Guðnason (A) sagði þessi frumvörp vera tímabær og þörf, og gat þess að oft væri misbrestur á því að nauðsynlegar upplýsingar fengjust hjá opinberum aðilum. Gerði hann nýleg þyrlukaup Gæsl- unnar að umtalsefni í því sam- bandi, taldi hafa verið farið á bak við fjárveitinganefnd og Alþingi í málinu, og Alþingi hreinlega blekkt, þar sem hvergi hefði verið getið um umrædd kaup á fjárlögum ársins í ár né áður. Málið kvað hann óeðlilegt í hæsta máta. Til dæmis sagði hann fjárveitinga- nefnd tvívegis hafa óskað eftir upplýsingum um málið frá dóms- málaráðuneyti, en engin svör hefðu borist. Kvað Eiður ef til ástæðu til að setja í lög ákvæði um upplýs- ingaskyldu ríkisstjórnar gagnvart Alþingi. Eiður tók á hinn bóginn skýrt fram, að hér væri aðeins deilt' á vinnubrögð, ekki væri um það að ræða að kaup þyrlunnar sem slík væru deilumál. Friðjón Þórðarson (S) dóms- málaráðherra svaraði, og sagði athyglisvert að Eiður kysi nú að gera lykkju á leið sinni í umræðum, og koma þyrlukaupunum að. Frið- jón sagðist harma að ekki hefðu borist upplýsingar frá ráðuneytinu, en hann væri hins vegar reiðubú- inn að gefa Alþingi skýrslu um málið hvenær sem þess yrði óskað, honum væri ekkert meira að skapi en allur sannleikur og allir þættir þessa máls kæmu í ljós. Dómsmálaráðherra sagðist hins vegar furða sig dálítið á því, að Eiður Guðnason skyldi ekki hafa bryddað á þessu máli er þeir áttu báðir sæti í fjárveitinganefnd, þar til á mánudag. Enn kvaðst Friðjón vilja geta þess, að þótt fjárveit- inganefnd fjallaði um mörg mál, þá tæki hún venjulega ekki mikinn tíma í lánsfjáráætlun, en Eiður hafði í sinni ræðu gagnrýnt ráð- herra fyrir að hafa lítinn tíma til nefndarstarfa. Lárus Jónsson (S) kvaðst geta tekið undir flest það er Eiður hafði sagt um málið, málið hefði raun- verulega aldrei komið til kasta Alþingis og væri það vítavert. Lárus sagðist á hinn bóginn fagna því að ráðherra ætlaði að gera Alþingi grein fyrir málinu, en þá kæmi væntanlega í Ijós hvernig það væri vaxið. Varðandi þann tíma sem fjár- veitinganefnd ver til yfirferðar og athugana á lánsfjárlögum, sagði Lárus, að nefndin hefði þau aðeins til athugunar og yfirferðar, en samkvæmt þingsköpum væri það ekki nefndarinnar að taka afstöðu til þeirra hluta. — Það væri hins vegar í verkahring fjárhags- og viðskiptanefndar, sem jafnan kannaði lánsfjáráætlanir rækilega. Hyggjast nýta þróar- rými í auknum mæli í Siglufirði á næstunni ÞAÐ HEFUR vakið athygli á Siglufirði undanfarið að aðeins hefur verið tekið á móti 4 þúsund tonnum af loðnu í þrær á staðnum. en þróarrými er á Siglufirði fyrir allt að 20 þús- und tonnum. Jón Reynir Magn- ússon, framkvæmdarstjóri Síld- arverksmiðja ríkisins, sagði í gær að ástæðan fyrir þessu hefði fyrst og fremst verið sú, að loðnan hefði geymst illa. Nú væri ástand loðnunnar að breyt- Leiðrétting í viðtali við Ragnheiði Marías- dóttur sem birtist í Morgunblað- inu sl. sunnudag slæddist inn sú villa að sagt var að Ragnheiður hefði haft brjósklos í fótunum. Átti þar að standa að Ragnheiður hefði haft brjósklos í baki og verið slæm í fótunum vegna þess. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á mistökunum. ast og sagðist hann reikna með, að á næstunni yrði tekið á móti mcira magni af loðnu til að geyma í þróm. Á Siglufirði er nú búið að taka á móti um 40 þúsund tonnum af síld, en heildaraflinn á loðnuvertíðinni er rösklega 100 þúsund tonn. Jón Reynir sagði, að vinnsla á vertíð- inni hefði gengið mjög vel í verksmiðjunni á Siglufirði og hefði vinnsla aðeins stöðvast í um tvo sólarhringa, en þá fékkst nær engin loðna í 12 daga. Loðnan hefði verið laus í sér framan af vertíðinni og því hefði ekki verið hægt að geyma hana lengi eftir hina löngu siglingu af miðunum. Þá ætti það sinn þátt í afköstum verksmiðjunnar, að loðnan hefði ekki legið lengi í þróm, en gamalt hráefni gæti dregið úr afköstum. Hann sagði, að undanfarið hefði loðnan verið að breytast og væri nú orðin fastari í sér. Því ætti að vera hægt á næstunni að geyma hana í auknum mæli í þróm. Rangæingafélagið hefur vetrarstarfið Rangæingafélagið í Reykjavík byrjar starfsár sitt á þessu hausti með þvi að Rangæinga- kórinn kemur saman til söngæf- inga. Þær verða að jafnaði einu sinni i viku i húsakynnum Kenn- araháskóla íslands. í fyrravetur tóku tæplega 40 manns þátt í kórstarfinu en formaður kórsins er Einar Ágústsson. Bridge-deild félagsins kom saman sl. miðvikudag en eftirtaldar samkomur eru áætlað- ar í haust: Aðalfundur félagsins verður haldinn í Domus Medica fimmtudaginn 23. október kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo og umræður um ýmis málefni félagsins. Kaffi- samsæti fyrir eldra fólkið er fyrirhugað sunnudaginn 9. nóv- ember í safnaðarheimili Bústaða- kirkju að lokinni messu sem hefst kl. 14:00. Kvennadeild félagsins verður að venju með kökubasar að Hallveigarstöðum laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00 til fjáröfl- unar fyrir kórinn. Nánari fréttir af starfsemi Rangæingafélagsins koma í félagsbréfinu Gljúfrabúa. Friðjón Þórðarson Eiður Guðnason Lárus Jónsson Fyrirspurn Birgis Isleifs til fjármálaráðherra: í hve mörgum tilvikum voru tekjur áætlaðar á gjaldendur? Birgir ísleifur Gunnarsson (S) hefur lagt fram í Sameinuðu Al- þingi fyrirspurn til fjármálaráð- herra um skattamál, nánar til tekið um áætlun skattagjalda á gjaldend- ur. í 59. grein laga frá árinu 1978 um tekjuskatt og eignaskatt, er skatt- stjórum heimilaö að ákvaröa tekjur þeirra, er starfa við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi, eins og nánar er greint um í umræddri lagagrein. í tilefni þessarar lagagreinar, sem nú hefur meðal annars verið mikið til umræðu meðal bænda, hefur Birgir ísleifur lagt fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Hvaða viðmiðunarreglur setti ríkisskattstjóri til ákvörðunar við tekjuáætlun samkvæmt þess- ari grein? 2. í hve mörgum tilvikum fór álagning árið 1980 fram sam- kvæmt þessari grein laganna? 3. Hver er heildarupphæð áætlaðra tekna og álagðra skatta sem þannig var fundin? Svar óskast skriflegt, sundurlið- að eftir skattumdæmum. Birgir ísl. Gunnarsson Listskreytingar opinberra bygginga: 2% stofnkostnaðar til listskreytinga BIRGIR ísleifur Gunnarsson, Ilalldór Blöndal og Ólafur G. Einarsson. þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. hafa lagt fram frum- varp til laga um listskreytingar opinberra bygginga. í gildandi lögum um skólakostn- að er menntamálaráðuneyti heim- ilt, að fenginni umsögn sveitar- stjórnar, að verja allt að 2% af áætluðum stofnkostnaði mann- virkis í þessu skyni. Frumvarp þetta gerir hinsvegar ráð fyrir að svo verði gert, ekki aðeins varð- andi skólamannvirki, heldur öll opinber mannvirki. Fjárhæð þess- ari má verja til listskeytinga jafnt utanhúss og innan, sem verði hluti af mannvirkinu, og til kaupa á lausum listaverkum, sem komið sé fyrir í byggingunni eða á lóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.