Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 SÍÐARI HLUTI 12. gr. jarOalaKa Það verður að segjast eins og er, að afstaða jarðanefndar í upphafi, sem nefndin síðar féll þó frá, og afstaða Landnáms ríkisins og landbúnaðarráðuneytisins, þ.e.a.s. skrifstofustjóra þess, kom sam- tökunum mjög á óvart. Með því að segja þessa hokurjörð í lífstíðar- ábúð, þótt ba;rinn væri ónýtur og byggja þyrfti þar af leiðandi nýjan bæ, sem nú er í smíðum, þá hefði ákvæðum 12. gr. laganna verið fullnægt, enda eru samtökin ekki að skerða landbúnaðarnot jarðarinnar þótt þau ætli sér smá skika utan túna jarðarinnar. Bú- setuskilyrði verða betri en áður með tilkomu hins nýja bæjar og eina breytingin sú, að við túnjað- arinn verða reistir fimm sumar- bústaðir, sem gert er í fullu samkomulagi við bóndann sem fékk ábúðina með því skilyrði. Samtökin benda sérstaklega á það, að túlkun Landnámsins og Jónas Haraldsson skrifstofustjórí LIU: Deilumar rnp Jbyggingu sum- arbústaða LIÚ að Hellnum landbúnaðarráðuneytisins á 12. gr. jarðalaganna er röng og lögin skýrð alltof rúmt, eins og sést bezt, þegar lögin og greinagerð þeirra eru skoðuð. 1. gr. jarðalaganna er svohljóð- andi: „Tilgangur laga þessara er að tryggja, að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhags- legu sjónarmiði og að eignarráð á landi og búseta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitarfé- laga og þeirra, sem landbúnað stunda." Mcð 1. gr. fylgir eftirfarandi greinargerð: „A undanförnum árum hefur eftirspurn eftir landi til annarra nota en landbúnaðar farið stór- vaxandi. Einkum hafa jarðir verið keyptar háu verði, þar sem góð aðstaða er til að setja niður sumarbústaði, eða eftirsóknarverð hlunnindi fylgja, svo sem veiði. Verð slíkra jarða er þegar orðið svo hátt, að sjaldnast er viðráðan- legt fyrir bændur að kaupa þær, og reynist oft fullerfitt fyrir sveitarfélög, þrátt fyrir að þau eigi lögboðinn forkaupsrétt. Afleiðingin er því sú, að margar vildisbújarðir hafa verið skákaðar niður, en það hefur torveldað eðlilegan búrekstur, og á mörgum hefur föst búseta lagst niður, vegna jarðarkaupa félagasamtaka eða manna, sem ekki hyggja á búskap. Rétt verður að teljast að gefa þéttbýlisbúum og öðrum, sem eftir sækjast, kost á landspildum til ræktunar og útivistar og til að reisa sumardvalarhús. Reynslan sýnir hins vegar nú þegar, að brýn þörf er á að fylgjast með slíkum ráðstöfunum lands og hafa áhrif á hvar og hvernig landi er ráðstafað á þann hátt. Að öðrum kosti vofir yfir stórfelld röskun á búsetuaðstöðu fólks á dreifbýlissvæðum umfram það, sem þegar er orðið, og óeðlileg verðhækkun lands. Lögum þessum er m.a. ætlað að veita byggðarlögum meira áhrifavald í þessu efni, styrkja aðstöðu bænda, bændaefna og sveitarfélaga til jarðakaupa, skapa aðstöðu til að fylgjast með öllum ráðstöfunum fasteigna og fasteignaréttinda, utan skipu- lagðra þéttbýlissvæða og hafa áhrif á verðlag þeirra. Eins og ljóst ætti að vera við les’ur greinargerðarinnar, þá eru samtökin með kaupum sínum á jörðinni hvorki að leggja niður fasta búsetu á jörðinni, né skáka niður vildisbújörð, né torvelda eðlilegan búrekstur, né skapa stórfellda röskun á búsetuaðstöðu fólks á dreifbýlissvæði, þótt þau ætli að reisa fimm sumarbústaði utan túna jarðar á svæði, sem er um 'k hektari. Samtökin leggja áherzlu á það, að Landnám ríkisins og landbún- aðarráðuneytið hafa ekki þessi sjónarmið í huga, þegar þau hafna beiðni samtakanna um að fá neðra svæðið til umráða, en sú ákvörðun er reyndar runnin undan rifjum nokkurra ábúenda að Hellnum, en ekki hlutlaus ákvörðun þessara stofnana að vel athuguðu máli. I stað neðra svæðisins er samtökun- um heimilað að byggja á efra svæði, sem er um 20 sinnum stærra, en bæði þessi svæði eiga það sameiginlegt, að sauðfé geng- ur þar á beit. Ekki eru það sjónarmið varðandi landbúnað- arnot, heldur grenndarsjónarmið. Bústofn núverandi bónda sam- anstendur af 85 kindum og sam- kvæmt upplýsingum hans gefa túnin af sér helmingi meira hey en hann þarf til að fóðra kindur þessar. Þyrfti bóndinn að nýta neðra svæðið til heysláttu vegna stærðar bústofns síns, þá væri hægur vandi að bæta við tún jarðarinnar, eins og samtökin hafa marglýst yfir að þau væru fús að gera, til þess að þessum ástæðulausu og tilbúnu deilum hvort verið væri að skerða land- búnaðarafnot jarðarinnar eða ekki, linntu. Grennd Eins og áður var getið, fjallar deila ábúenda að Hellnum við samtökin fyrst og fremst um grennd (nágrannarétt), hvaða rétt landeigandi, í þessu tilviki sam- tökin sem eigendur Skjaldartrað- ar, hafi til umráða og nýtingar á jörðinni og hvaða rétt nágrannar, ábúendur að Hellnum, hafi til að þrengja eða takmarka umráðarétt landeiganda. Ábúendur þessir hafa komið því til leiðar, að samtökin geti nýtt hluta jarðarinnar til að reisa þar sumarbústaði, þar sem þau hafa kosið, á þeirri forsendu að vera dvalargesta á staðnum valdi þeim ónæði og röskun við búskap og sjósókn, eins og áður gat. Umferðarréttur ferðamanna, bæði innlendra sem erlendra, sem hafa haft ótruflaðan umferðarrétt um plássið, hefur ekki verið vé- fengur, þegar samtökunum sem landeiganda á hinn bóginn, er meinað að byggja á umdeildu svæði, vegna umferðar um plássið, sem skapaðist af veru gesta þeirra þar. Þá má í þessu sambandi geta þess, að ein viðbáran, að samtökin fái ekki að byggja á neðra svæð- inu, var sú, að sauðfé gengi um neðra svæðið á haustin, haustbeit. Með því átti að meina samtökun- um afnot af neðra svæðinu, vegna hugsanlegrar umferðar einhverra kinda, sem kynnu hugsanlega að ráfa þarna um. Engin áform hafa þó verið um það af hálfu samtak- anna, að girða svæðið að ofan eða neðan til þess að hindra umferð þessara kinda. Vegna hugsanlegrar umferðar sauðfjár á vissum árstíma á þessu svæði, skulu landeiganda meinuð afnot af hluta af jörð sinni, sem var forsenda kaupanna á jörðinni. Hér skal ekki gert lítið úr þýðingu sauðkindarinnar fyrir íslenzkt þjóðlíf, þótt ekki verði séð að réttur hennar til umferðar sé svo mikill, að það leiði til þess að eignarrétturinn verði einskis virði fyrir landeigandann. Afskipti Náttúru- verndarráðs Þá má einnig í þessu sambandi geta afskipta Náttúruverndarráðs af máli þessu, eða öllu heldur framkvæmdastjóra þess. Eftir vettvangskönnun gerði hann þá athugasemd, að hornið á efsta húsinu yrði of nálægt lítilli fjár- tóft, sem þar er. Vildi hann meina að að óbreyttu yrði of þröngt fyrir ferðamenn, sem vildu ganga milli hússins og tóftarinnar og þar af leiðandi yrði að færa húsið utar. Hér virðist það skipta meira máli, að einhverjir ferðamenn eigi greiðan aðgang kringum húsin, heldur en að samtökin fái að staðsetja húsin á landi sínu, þar sem þeim þykir fara bezt að hafa þau. Af þessu öllu virðist mega ráða, að afnota- og umráðaréttur land- eiganda og þar með umferðarrétt- ur hans, verði að víkja fyrir hugsanlegum umferðarrétti sauðfjár og ferðamanna. Hvað Náttúruverndarráð ís- lands snertir, þá á Náttúruvernd- arráð að gefa umsögn sína skv. ákvæðum byggingarlaga, áður en sumarbústaðabyggingar eru leyfð- ar. Umsögn ráðsins var sú, að það taldi ekki tímabært að gefa um- sögn sína vegna afstöðu jarða- nefndar og annarra málsaðila, þá væntanlega Landnámsríkisins og Landbúnaðarráðuneytisins vegna 12. gr. jarðalaga. Þessi afstaða Náttúruverndar- ráðs er gott dæmi um það, hvað andstæðingar samtakanna að Hellnum hafa haft greiðan aðgang að ýmsum opinberum aðilum, sem hafa verið umsagnaraðilar í mál- inu. Að sjálfsögðu bar Náttúru- verndarráði að gefa sjálfstæða umsögn sína um það, hvort ráðið teldi að bygging sumarbústaða á neðra svæðinu ylli spjöllum á umhverfi eða ekki út frá náttúru- verndarsjónarmiðum. Ráðið varð- aði ekkert um það, hvort og hvernig aðrir umsagnaraðilar höfðu eða myndu afgreiða málið frá sínum bæjardyrum séð, t.d. varðandi ágreining um grennd eða landbúnaðarafnot af jarðarskika. Árið 1977, eða ári áður en samtökin keyptu Skjaldartröð, þá höfðu þau hug á að byggja þrjá sumarbústaði að Arnarstapa í hraunbrekku sem þar er. Eftir að framkvæmdastjóri Náttúruvernd- arráðs hafði lýst því yfir eftir vettvangskönnun, að sumarbú- staðir þarna í brekkunni myndu skyggja á fjallasýnina til jökuls- ins, séð af Arnarstapabryggju, þá gáfu samtökin þessa ætlun sína upp á bátinn, enda mátti ætla að Náttúruverndarráð yrði sama sinnis og framkvæmdastjórinn. Hér var þó gefið hreint svar, sem ekki var mótað af afstöðu annarra aðila, svo sem formanns land- námsstjórnar. Grenndarsjónarmið Hvað grenndarsjónarmiðin snertir, þá mun, þegar nágrannar deila, vega mest, hvort byggjand- inn, samtökin í þessu tilviki, var í góðri trú eða ekki, hvort nágrann- inn mátti búast við þeim óþægind- um af byggjandanum, er hann ber fyrir sig, hvort hann hefur sett fram sínar kröfur vegna fyrirhug- aðra bygginga strax í upphafi og síðast en ekki sízt hvort fjárhags- legir hagsmunir byggjandans eru meiri heldur en nágrannanna að byggingar fái að rísa. Öllum þessum sjónarmiðum fullnægja samtökin. Jörðin er keypt og sett í ábúð á þessari forsendu og í þeirri góðu trú, að samtökin fái að byggja á neðra svæðinu, sem öllum viðkomandi var kunnugt um og vissu hvað vakti fyrir samtökunum. Það er ekki fyrr en eftir að samtökin keyptu jörðina, að ábúendur að Á myndinni sést eíri hluti neðra svæðisins. Lækjar- farvegurinn á efri hluta myndarinnar skilur að tún jarðarinnar og neðra svæðið. Hraunnösin efst í hægra horni myndarinnar skilur að neðra og efra svæðið. Neðst í hægra horni myndarinnar er uppspretta eða svonefnd heilsulind Hellnabúa. Hellnum fara þess á leit að samtökin komi sér einhvers staðar annars staðar fyrir, sbr. bréf dags. 25. október 1978 og áður var rakið. Hvað hagsmunamatið snertir, þá voru annarsvegar hagsmunir samtakanna að fá að nýta brot af landi jarðarinnar undir fimm sumarbústaði, sem legið hafa und- ir skemmdum í vöruskemmu L.Í.Ú á annað ár. Hér er um að ræða fjárfestingu að núvirði 'upp á 90—100 milljónir, sem samtökun- um nýtist ekki og hafa ekkert nema kostnað af. Hins vegar eru hagsmunir nágrannanna, sem eiga jarðir sem ekki liggja að umdeildu svæði og sem ekki sjá einu sinni það svæði frá bæjum sínum, að meina landeiganda að nýta sér þessar eignir, vegna þess að þeir telja að landeigandinn og hans fólk muni leggja byggðarlagið í rúst, vegna átroðnings og ónæðis, er af honum stafi. Væri hér um að ræða ágreining í þéttbýli út af grennd, er ljóst hvernig sú niðurstaða yrði, en þar sem um ágreining í strjálbýli er að ræða virðist annað ætla að verða upp á teningnum og allt aðrar samskiptareglur og lög gildi þar en í þéttbýli. Eyðilegging undir- staðanna Hvað skemmdarverkin á undir- stöðum sumarbústaðanna snertir, þá mun L.Í.Ú gera kröfu um skaðabætur fyrir beint og óbeint tjón, sem þau urðu fyrir. Bein útgjöld vegna undirstaðanna mun vera um 5 milljónir króna, sem væntanlega mun margfaldast vegna hækkunar byggingarkostn- aðar frá því verkið var unnið unz dómur fellur í refsimáli því, sem ákæruvaldið mun höfða á hendur þeim sjö mönnum á Hellnum, er eyðilögðu undirstöðurnar. Auk þess mun verða gerð krafa um bætur vegna óbeins tjóns, þegar það er m.a. haft í huga að framkvæmdirnar við að reisa bústaðina mun tefjast í tæpt ár vegna eyðileggingar undirstað- anna. Eyðilegging undirstaðanna var með öllu óþörf og ekki til annars en að spilla málstað þeirra Hellna- manna sjálfra, þótt þeir hafi síðan reynt að réttlæta gerðir sínar í fréttatilkynningu, sem birtist í fjölmiðlum um miðjan ágústmán- uð, þar sem segir m.a.: „Fólkið á Hellnum var mjög uggandi yfir framgangi máls þessa og sá fram á, að næsta skref L.I.Ú. manna yrði að koma sumarbústöðunum fyrir í skyndingu á undirstöðunum með ólögmætum hætti án þess að nokkur fengi spornað við yfir- gangi þeirra. Fimmtudaginn 24. júlí gripu Hellnamenn til þess eina úrræðis sem þeim var tiltækt til þess að stöðva frekari ólögmæt- ar framkvæmdir þeirra L.Í.Ú- manna sem framkvæma átti með ósvífnum hætti í skjóli fjármagns og yfirgangs." Þessu til að svara, þá hafði lögreglan í Stykkishólmi komið á staðinn, í þann mund er fram- kvæmdum við stöplana var að ljúka og vinnuflokkurinn að yfir- gefa staðinn. Þótt L.Í.Ú hafi dregið í efa heimild varabyggingarfulltrúans að stöðva framkvæmdirnar með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.