Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 Eyrarsveit: Athugasemd við frétt í Morgunblaðinu 9. okt. sl., var frétt um heitt vatn í skeri fram- undan Berserkseyri í Eyrarsveit, og í leiðinni kvartað yfir því, að engar rannsóknir skuli hafa verið gerðar á þessu svæði né á vatns- öflunarmöguleikum. Hér er því til að svara, að allar þær yfirborðs- rannsóknir, sem við verður komið, hafa þegar verið gerðar, þ.e. at- hugun á dreifingu hitans (mest 52°C), vatnið efnagreint og jarð- fræðilegar aðstæður kannaðar. Efnagreiningin gefur vonir um a.m.k. 80° heitt vatn, ef borað yrði. Bólustreymið, sem um er talað, er allt í kringum skerið og nær ekki nema 30 m útfrá því suður í átt til lands. Skerið, sem heita vatnið kemur upp í, er um 300 m frá ströndinni þannig að garð þyrfti frá landi ef vinna ætti vatnið þar úti. Annar kostur er að reyna að finna hvort og hvar heitavatnsæðin liggur upp á land. Ekki er vitað alveg nákvæmlega hvar það mundi vera, en því miður hníga rök að því, að hún muni liggja til ASA inn í Hraunsfjörð samsíða ströndinni, en ekki til suðurs beint upp á land. Er þetta jafnframt stefna yngstu brotlín- anna og gígaraðanna á Snæfells- nesi. Gangar með norð-suðlæga stefnu eru þó einnig á þessu svæði, og gæti hugsast að vatnsæðin fylgi einhverjum þeirra. Samkvæmt efnainnihaldi vatnsins má eiga von á vandamálum í sambandi við útfellingar. Vegna nálægðar við sjó kynnu vandamál einnig að koma upp vegna íblöndunar sjávar ef grunnvatnsborð yrði lækkað við vatnsvinnslu. Því eru allar líkur á að jarðhitavatn á þessum stað yrði ekki nýtt nema með varmaskipta- stöð og tvöföldu innanbæjarkerfi. Slíkt kerfi er einnig nauðsynlegt ef lögð yrði fjaryarmaveita og mæla jarðhitalíkurnar, þótt háðar séu ofangreindum annmörkum, fremur með því að velja þann hitunarkost. Auk Berserkseyrar sérstaklega hefur jarðhitadeild Orkustofnun- ar þaulkannað norðanvert Snæ- fellsnes með tillití til jarðhita. Vísbending hefur fengist um heitt vatn, en staðið á fé til að bora djúpar rannsóknarholur. Kristján Sæmundsson. Ilelgi Torfason. Jarðhitadeiid. Orkustofnun. Árni Ilelgason. Stykkishólmi: „Gef oss Barrabas lausan“ Þrátt fyrir bitra reynslu, þrátt fyrir upplýsingar og fræðslu, hrópa menn ennþá þessi orð og oftast, ef ekki alltaf, án þess að gera sér grein fyrir á hvað er verið að hrópa. Og enn fylgir á eftir: „Komi afleiðingarnar yfir bórn vor og oss.“ Það vantar svo sem ekki að menn hneykslist á hópnum sem stóð kringum frelsarann og þeim hrópum sem þar gullu. En hvernig er umhorfs meðal okkar nú? Mér koma í hug raddir sem hrópa á bjór, lúmskasta vímuefn- ið, auðvitað án þess að hugsa um afleiðingar. Og hverjir eru það sem hrópa hæst? Auðvitað þeir sem áfengið hefir gert ruglaða og áttavillta, þeir sem sjá engar heilbrigðar leiðir heldur ana áfram forarpytt- ina. Eyðsluþjóðfélagið hefir blindast um of af manninum með krónu- gleraugun og daglega uppsker það neikvæð lífsviðhorf og „setur sál í veð“. Nýlega var hér á ferð í heim- sókn til átthaganna kona, sem hefir verið búsett í Noregi fjölda ára. Eg hitti hana og talið barst að Noregi og ástandinu þar. Hún var ekki í neinum vafa. „í guðsbænum," sagði hún, „kalliö aldrei bjórinn yfir ykkur. Hann er búinn að valda svo miklum vandræðum heima að það verður aldrei með tölum talið. Menn heimtuðu þetta til að farið væri úr því sterka í það veika eins og orðað var. En það er nú eitthvað annað en svo hafi farið. Það segja sjúkraskýrslurnar okkar, læknarnir, heilsugæslu- stöðvarnar og heimilin. Kannski eru sárin þar verst og sárust. Og í guðsbænum. Farið ekki í slóðina okkar." Þetta sagði þessi góða kona sem vill föðurlandi sínu allt hið besta. Maður hennar starfar við stórt sjúkrahús. Hann var ekki heldur í vafa. Margir eru þeir skipbrots- menn ölsins og vímunnar sem þar eru með bát sinn í nausti. Og svo hrópa ábyrgðarleysingj- ar hér á landi: „Gef oss Barrabas lausan." Og þeim á að trúa! Guð minn góður. Spurningin er: Ætla íslendingar að blása á reynsluna og tár þeirra sem kveina undan þessu böli? í Mbl. um dagirin var talað um að ríkið GRÆDDI 25 milljarða á áfengissölunni. Ég held að réttara væri að skipta um tvo fyrstu stafina og setja BL í staðinn fyrir GR og hækka töluna. Og hafi heitið blóðpeningar nokkurn tíma átt rétt á sér er það í þessu sambandi. „Blóð bróður þíns hróp- ar...“ En á ég að gæta bróður míns? Er ekki kominn tími til að hugleiða þessi mál af alvöru og bæta ráð sitt? Árni Helgason ' ......... ■ Yfirlit fræðslustjóra Rvk: 50% gruimskólajiema í Breiðholti og Árbæ NÚ ER svo komið að 43% allra grunnskólanemenda í Reykjavik eru búsettir í Breiðholti, og séu Breiðholts- og Árbæjarhverfi tal- in saman, eru nálægt 50% grunn- skólanemenda i Reykjavik bú- settir í þessum nýjustu hverfum borgarinnar. Þetta kom m.a. fram á fundi, sem fræðslustjóri, Kristján J. Gunnarsson, hélt með blm. nú fyrr i vikunni. Fræðslustjóri Reykjavikur gaf þar yfirlit um skólastarfið i grunnskólum borg- arinnar. Verkefni Reykjavíkurborgar á sviði skólamála er fyrst og fremst rekstur grunnskóla borg- arinnar, sem eru nú 22 að tölu, en einnig rekstur nokkurra fram- haldsskóla. Undanfarin ár hefur verið unnið mikið að „mótun“ fjölbrauta- og iðnnáms, innan skólanna og utan. en fræðslu- stjóri sagði það erfiðleikum bundið að taka ýmsar ákvarðanir um skipulagslega uppbyggingu framhaldsskólastigsins meðan ekki lægi fyrir heildarlöggjöf um framhaldsskóla. Grunnskólahald- ið væri á hinn bóginn að mestu orðið í samræmi við lög um grunnskóla frá 1974. Engir hálftóm- ir skólar Samkvæmt áætlunum verða nemendur á grunnskólastiginu samtals um 11.600 þetta skólaár, 1980—81. Það er um 180 nemend- um færra en sl. skólaár — samt er fækkunin minni nú en undanfarin ár. Samhliða þessari heildarfækk- un fjölgar nemendum i Breiðholti og Árbæ: Eru skólar í eldri hverfum Reykjavíkur orðnir hálf- tómir? — Nei, síður en svo, sagði fræðslustjóri, og það kemur margt til að þessu er ekki þannig varið. I fyrsta lagi voru nemendur alltof margir á tímabili í sumum skól- anna, þess eru dæmi að nemendur hafi verið þrisvar sinnum fleiri heldur en skólinn var upphaflega reistur fyrir. I öðru lagi þá hafa sex skólar borgarinnar í eldri hverfum borgarinnar verið teknir til afnota fyrir aðra en grunn- skólanemendur. Og í þriðja lagi þá hefur með fækkuninni gefist tæki- færi til ýmissa breytinga á hinu eldra húsnæði, og komið fyrir t.d. bókasafni og sérstökum stofum fyrir ýmsar námsgreinar svo sem eðlisfræði o.s.frv. Greta Petersen: Sýkn eða sekur Þegar við lesum um Amnesty International, pólitíska fanga, hungur og neyð finnum við til hjálparleysis. Við erum svo fá — og það er svo lítið og „fátækt" landið sem við búum í. En guði sé lof þá eru hér heldur engin stór vandamál, hér eru engir eða fáir fangar, eiturlyfja- neytendur og þvílíkir vandræða- gripir. Unglingarnir eru að vísu erfiðir og safnast saman niðri í bæ, en hvar eiga þeir líka að vera? Foreldrarnir vinna báðir, það þarf að útvega peninga til að eiga eins fínt heimili og „Jón og Stína“ og þegar það er fengið, eru börnin til ama með sína rokktónlist, skítuga skó og hávaðasama vini, „Pabbi og mamma eru þreytt, farið þið út og leikið ykkur eða gerið eitthvað skemmtilegt". Svo les ég bókina um Sævar. Sagt er að bókin veki spurningar. Þessi bók vekur ekki bara hjá mér spurningar, hún fyllir mig magn- lausri sektarkennd. Þetta er ekki bara frásögn af máli Sævars heldur um þá fjölmörgu, sem verða undir í lífinu í okkar litla velferðarríki. Við erum undrandi yfir að þýska þjóðin skuli ekki hafa „séð, heyrt og talað“. Þeir voru eins og vitru kínversku aparnir þrír. Við höfum fordæmt Þjóðverjana í 40 ár, við fordæmum Rússana, Chile, Grikkland o.fl. Við erum svo góð hér á íslandi og höfum engin vandamál nema verðbólguna (sem flestir sem betur fer græða á). Hvar vorum við og erum, við sem erum miðaldra í dag, hvernig gat það viljað til að börn frá 9—15 ára voru send á stað eins og Breiðuvík? Hvernig er hægt að líða það að lögregla og félagsmála- stofnun gangi þannig frá málum? Hvers vegna hefur enginn sagt eða gjört eitthvað? Við vissum að Breiðuvík var til, við heyrðum um börn og unglinga sem voru send þangað, hvers vegna spurði enginn okkar hvernig það væri starf- rækt? Einhver segir kannske að þetta hljóti að Vera ýkt. Enda þótt aðeins þriðjungur af bókinni væri sannur fyllti það mig sektar- kennd. Ef barn eða unglingur fær krabbamein, liðagigt eða aðra válega sjúkdóma, fyllumst við meðaumkun, ekkert er sparað og allir vilja að allt sé gert, að sjálfsögðu og sem betur fer. En er það ekki eins sjálfsagt að við sjáum, heyrum og tölum, þegar börn og unglingar hrópa á hjálp til sjálfhjálpar: hvar eigum við að vera, hvert megum við fara, hvar erum við velkomin? Við sendum félagsráðgjafa, sál- fræðinga og geðlækna til annarra landa svo þeir megi læra um vandamálin þar og koma heim og hjálpa unglingunum hér, og þeir reyna, en virðast vera hjálpar- vana. Þeir eru hjálparvana og það er okkur að kenna, þeim fullorðnu, sem viljum ekki sjá, heyra og tala. Við horfum á sjónvarp, við höfum ekki tíma, nei, við höfum ekki einu sinni tíma til að fylgjast með okkar eigin börnum og annarra börn eru oft vondir félagar eins og við öll þekkjum. Hvar vorum við, hvað gerðum við, þegar milljónir voru notaðar til að byggja Krísuvíkurheimilið — guði sé lof var það aldrei tekið í notkun og stendur nú autt, en það verður kannske hægt að nota það fyrir fangelsi fyrir barnabörn okkar (eða annarra) ef þau verða tekin fyrir eiturlyfjaneyslu, þjófn- að eða hver veit hvað. Við vorum góð og gjafmild þegar Hallgrímskirkja var byggð. Þessi stóra, fallega kirkja sem stendur að mestu auð. Hugsið ykkur, ef við gætum orðið jafn gjafmild og góð ef byggja ætti stað fyrir unga fólkið að hittast á. Þökk sé fullorðinni konu sem opnar salernin fyrir ungmennun- um og sér að það eru mannrétti að komast á klósett, þegar búið er að loka Breiðfirðingabúð, Gúttó, Lídó og Tónabæ fyrir krökkunum, sem verða að hýrast á Hallærisplaninu ef þau vilja koma saman. Hvers vegna er það fyrsta rólega helgin í Reykjavík í langan tíma sem rokktónleikar eru haldnir í Laug- ardalshöll? Ég held það sé ekki vegna þess að hernámsandstæð- ingar héldu þá — ég held það sé vegna þess að unglingarnir höfðu stað til að fara á. Viö getum hjálpað með því að hætta að dæma, reyna að skilja og muna eftir hvernig var að vera barn og unglingur. Það er okkur að kenna að barn og unglingur eins og Sævar og margir aðrir fá slíka meðferð. Látum okkur þetta að kenningu verða og reynum að skilja öll þessi svokölluðu vand- ræðabörn — þau taka við í framtíðinni og það er svo sannar- lega mikið í húfi. Hver þorir, hver vill viðurkenna að það er okkur að kenna? Það er svo auðvelt að ýta sökinni frá sér og fordæma lög- regluna sem auðvitað er svo mis- jöfn sem við hin. Að lokum vil ég þakka Stefáni Unnsteinssyni fyrir að skrifa bók- ina um Sævar, og fyrir að vekja hjá mér sektarkennd, vonandi gerist það hjá mörgum fleirum. „Ein sem er sek“. Greta Petersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.