Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 19 Jorge Luis Borges Gunter Grass Herbert (f. 1924), en líkelga þykja þeir hálfgerðir unglingar í gráum selskap hinna átján. Gabriel García Márquez (f. 1928) er víst hálfgerður unglingur þótt orðstír hans hafi borist víða. En röðin mun áreiðanlega koma að honum. Við sem erum svo illa upplýst í bókmenntum heimsins, m.a. vegna þess að íslenskir bókaútgefendur virðast hafa takmarkaðan áhuga á bókmenntum, getum þó huggað okkur við að tvær baekur eftir García Márquez eru til á íslensku: Hundrað ára einsemd (útg. Mál og menning) og Liðsforingjanum best aldrei bréf (útg. Almenna bókafé- lagið), báðar í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Cellotónleikar Erling Blöndal Bengtson og verka Beethovens og vantaði Anker Blyme héldu tónleika í mikið á að í flutningi hennar Norræna húsinu um síðustu næðist sú reisn, sem þessu verki helgi fyrir troðfullu húsi. Erling hæfir. Sónatan eftir Herman D. Blöndal Bengtson er í miklu Koppel er á köflum skemmtilegt dálæti hjá íslenskum tónleika- verk, einkum annar þátturinn gestum og ekki trútt við að þeir (Chaonne) og þar áttu flytjendur Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON N óbels ver ðlaun Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt þeir hafi getað orðað hugsan- ir sínar um heimspeki og stjórn- mál á sæmilegri ensku? Við höldum áfram að spyrja: Hvers vegna fékk ekki James Joyce Nóbelsverðlaun eða Ezra Pound? Og hve lengi á að ganga framhjá Jorge Luis Borges fyrir þá sök að hann er hægri sinnaður í skoðunum? Aðalritari sænsku akademíunn- ar, rithöfundinn Lars Gyllensten, mótmælir því eindregið að aka- demían taki pólitískar eða land- fræðilegar ákvarðanir. Engu að síður er það ljóst að akademían hefur oft látið mótast af slíkum viðhorfum. Menn bíða þess að akademían velji konu sem Nóbelsverðlauna- hafa. Doris Lessing er ofarlega í huga margra. Einnig telja margir að rithöfundur úr hópi svartra manna eigi að hljóta Nóbelsverð- laun fyrr en síðar. Góður fulltrúi þeirra er Senghor. Það var á margan hátt dirfska þegar jafn ungur höfundur og Alber Camus (f. 1913. d. 1960) fékk verðlaunin 1957. Halldór Laxness var heldur ekki neinn öldungur 1955. En nú hefur akademían hafnað öðrum skáldum en göml- um. Meðal pólskra skálda sem eru jafngildir fulltrúar pólskrar ljóð- listar og Czeslaw Milosz eru Tade- usz Rózewich (f. 1921) og Zbigniew Erfitt er fyrir sænsku akademí- una að velja Nóbelsverðlaunahafa frá Norðurlöndum. Gripið hefur verið til þess ráðs að leita ekki út fyrir eiginn hóp sem drekkur að staðaldri eðalvín úr kristalsglös- um á gömlu Bellmankránni Gullna friðinum í Gamla stan í Stokkhólmi. Eins og önnur bókmenntaverð- laun hafa Nóbelsverðlaunin fyrst og fremst gildi fyrir að vekja athygli á bókum og höfundum. Akvörðun sænsku akademíunnar er þess jafnvel megnug að draga úr pólitíska eyðimerkurrykinu. Það er nokkurs virði. En ekki kemur á óvart að fjölmiðlar vilji að úthlutun verð- launanna tengist pólitík. vilji í raun og veru eigna sér hann. Heimsóknir hans til Islands eru ávallt mikil hátíð fyrir íslenska hljómleikagesti. Eftir að hafa heyrt Anker Blyme leika einleik nokkrum dögum fyrr, var sýnt að ekki yrði jafnræði í samleik hans og celló-snillings- ins og ekki ólíklegt að tónleik- arnir í heild gætu orðið nokkuð hnökróttir. A efnisskránni voru A-dúr sónatan eftir Beethoven, sónata eftir Herman Koppel og D-dúr sónatan eftir Mendelssohn. A-dúr sónatan er meðal fegurstu gott samspil. Síðasti þátturinn er kraftmikill en nokkuð laus í formi. Síðasta verkið, D-dúr sónatan eftir Mendelssohn, er feikna erfið í flutningi, einkum fyrir píanóið, enda var síðasti þátturinn fluttur þannig, að kalla mætti áhrifamikla sýni- kennslu í því hvernig ekki á að spila undir á pianó. Fyrir utan það að spila allt of sterkt undir, var allur undirleikurinn undar- lega kæruleysislegur, tillitslítill, svo að tónleikarnir náðu ekki því risi, er annars hefði mátt eiga von á hjá öðrum eins stórsnill- ingi og Erling Blöndal Bengtson. 8 f EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Gabriel García Márquez ur hann líka til að bera eins og fleiri góðir þýðendur. Það er ekki verið að gera væntanlegum lesendum greiða með að rekja fábreytilegan efnis- þráð skáldsögunnar. En geta má þess að liðsforinginn í sögunni bíður eftir bréfi frá yfirvöldum með eftirlaunum. Hann lifir í algjörri eymd ásamt konu sinni og einum hana og gefst ekki upp þrátt fyrir hungur og sjúkdóma. Einkasonur þeirra hjóna er látinn þegar sagan hefst. Vonin er eink- um fólgin í því að haninn muni vinna til verðlauna í hanaslag. Læknirinn kemst svo að orði: „Evrópubúar halda að Suður- Ekki bara yfir- skegg, gítar og skammbyssa Gabriel García Márquez: LIÐSFORINGJANUM BERST ALDREI BRÉF. Guðbergur Bergsson íslenskaði. Almenna bókafélagið 1980. Kólombíamaðurinn Gabriel Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON García Márquez, höfundur skáld- sögunnar Hundrað ára einsemd, heldur nú áfram innreið sinni í hugskot íslenskra lesenda með stuttri skáldsögu, eiginlega langri smásögu sem nefnist Liðsforingj- anum berst aldrei bréf. Skáldsög- unni lauk García Márquez í París í janúar 1957. Þýðandi er Guðberg- ur Bergsson, en hann þýddi einnig Hundrað ára einsemd. Guðbergur er brokkgengur þýðandi séu mál- vöndunarsjónarmið látin ráða, en málfar hans oft skemmtilegt í hrjúfleik sínum. Hugkvæmni hef- Ameríka sé maður með yfirskegg, gítar og skammbyssu, sagði lækn- irinn og hló yfir dagblaðið. Þeir skilja ekki okkar vandamál." Gabriel García Márquez sýnir okkur í Liðsforingjanum berst aldrei bréf hve Suður-Ameríka er langt frá Evrópu, ein og yfirgefin í þjóðfélagslegu ranglæti sínu. Hann gerir það með því að draga upp mynd mannlegra örlaga. Liðs- foringjanum berst aldrei bréf er ef til vill fáránleg saga, jafnvel mótuð af þeim súrrealisma sem setur svo mikinn svip á bókmennt- ir Suður-Ameríku, og er líklega hvergi eðlilegri. Samt geta persón- urnar, liðsforinginn, kona hans, læknirinn, herra Sabas og fleiri verið úr hvaða þorpi sem er. Menn geta túlkað sögur Gabriel García Márquez á ýmsa vegu. í mínum augum er hann fyrst og fremst sagnamaðurinn sem nýtur þess að segja frá og gleymir ekki nauðsynlegum ýkjum til að halda lesandanum föngnum. En frásagnarlist hans er af öðru tagi en við eigum að venjast. TUDOR rafgeymar fá hæstu einkunn tæknitímaritanna. Komiö og fáiö ókeypis eintak af niöurstööum óháöra rannsóknarstofnana. Rafgeymar eru ekki allir eins. ★ Tudor — já þessir meö 9 líf. ★ Tudor rafgeymar í allar geröir farartækja. ★ Tudor rafgeymar eru á hagkvæmu verði. ★ ísetning á staönum. Skipholt 35. — Sími: 37033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.