Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980 23 Handtökur í þúsundatali Nýju Dclhí. 15. okt. — AP. AÐ MINNSTA kosti 3.000 manns voru teknir fastir á Bombay-svaAini í dag. að sögn UNI-fréttastofunnar indversku. er stjórnarandstöðu flokkarnir efndu til eins dags verkfalls í mótmælaskyni við hækkandi verðlag i Indlandi og nýfengnar heimildir stjórnarinnar til að handtaka fólk án dóms og laga. Fréttastofan sagði, að um 40 manns hefðu slasast og að um 60 almenningsvagnar hefðu skemmst er mótmælendur létu grjót dynja á vögnum víðs vegar í Bombay. Ennfremur sagði fréttastofan, að meðal hinna handteknu væru a.m.k. tveir fyrrverandi þing- menn, sveitarstjórnarmenn og fjöldi manna er sagðir væru glæpamenn. Flestir hinna hand- teknu væru í haldi fyrir að virða að vettugi bann við útifundum. Khadafy höfuðpaur? París. 15. október. — AP. FRANSKIR aðilar er vinna að rannsókn sprengingarinn- ar í bænahúsi gyðinga þar í borg 3. október síðastliðinn. álita að Moammar Khadafy Libýuleiðtogi hafi verið höf- uðpaurinn í verknaðinum. að því er fréttablað gyðinga Jew- ish Tribune, skýrir frá í dag. Segir í ritinu, að Khadafy hafi fyrirskipað verknaðinn til að ná sér niður á frönskum yfirvöldum, sem staðið hafi á bak við tilraunir til að bola Khadafy frá völdum. Engar fregnir hafa farið af tilraun- um af þessu tagi. Engar hand- tökur hafa farið fram í Frakklandi í tengslum við sprenginguna. Bankar, verzlanir, veitingahús og vefnaðarvöruverksmiðjur vori víðast hvar lokaðar í dag, og í sumum hlutum borgarinnar lögðu leigubílstjórar niður vinnu. I borginni Poona voru 22 menn teknir fastir er þeir reyndu að hindra járnbrautarferðir með því að setjast á teinana. Þá herma fregnir frá Indlandi, að hundruf manna hafi verið handteknir kjölfar þess að stjórn Indiri Gandhi varð sér úti um heimild ti. að taka menn fasta og halda þeim í haldi án réttarhalda. Um sjö hundruð menn hafa t.d. verið handteknir ,,í öryggisskyni", eins og það er kallað, í Uttar Pradesh- héraðinu, fjölmennasta héraði landsins, að sögn V.P. Singh æðsta manni fylkisins. Meðal hinna handteknu eru svartamarkaðs- braskarar, fjárglæframenn og undirróðursmenn, eins og haft er eftir Singh. Aðstoðaði Esquivel hryðjuverkamenn? Hucnos Aires. 15. október. — AP. AF HÁLFU argentínskra yfirvalda var frá því skýrt í dag. að Adolfo Perez Esquivel, er hlaut friðarverðlaun Nóbels í vikunni. hefði á sínum tíma verið stungið í fangelsi og haldið þar í 14 mánuði án réttarhalda fyrir að hafa stutt hryðjuverkastarfsemi í Argentínu. Litið var á þessa tilkynningu yfirvalda sem tilraun til að afsaka aðgerðir stjórnarinnar er miðuð- ust að því að bæla niður hryðju- verkastarfsemi í landinu, en þær urðu á sínum tíma mjög blóðugar. Veður víða um heim Akureyri -1 skýjað Amsterdam 12 skýjaö Aþena 27 heiðskírt Berlín 7 skýjaó BrUssel 9heióskírt Chicago 18 skýjaö Feneyjar 11 rigning Frankfurt 12 skýjaö Genf 11 þoka Fœreyjar 4 alskýjaö Helsinki 12 rigning Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 rigning Las Palmas vantar Lissabon 20 skýjaö London 12 heiöskírt Los Angeles 23 heióskírt Madrid 20 heiðskírt Malaga 22 skýjað Mallorca 25 skýjað Miami 27 skýjað Moskva 12 skýjað New York 14 skýjað Osló 9 skýjað París 10 skýjað Reykjavík 2 skýjaö Ríó de Janeiro 24 skýjað Rómaborg 21 heiðskírt Stokkhólmur 7 rigníng Tel Aviv 26 heiðskírt Tókýó 21 heiðskírt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 11 heiðskírt Nóbelsverðlaunanefndin gagn- rýndi argentísk yfirvöld fyrir handtökuna á Esquivel og öðrum óbreyttum borgurum. Sagði í til- kynningu Nóbelsverðlaunanefnd- arinnar, að eftir að herinn komst til valda í Argentínu árið 1976 hefði miklu ofbeldi verið beitt til að bæla niður hryðjuverkastarf- semi vinstrimanna þar í landi. í tilkynningu Argentínustjórn- ar í dag sagði, að Esquivel þyggi nú við ferða- og athafnafrelsi. Mannvíg í Belfast Bclfast. 15. októbcr. AP. SONUR mótmælendaleiðtoga. er tók málstað rómversk-kaþólskra á Norður-frlandi, var myrtur á heim- ili sinu i Belfast i dag. Annar maður var veginn í árásinni. Tveir vopnaðir menn ruddust í nótt inn á heimiii Ronald Bunting, 32 ára gamals sonar mótmælenda- leiðtogans Ronald Buntings majórs, í kaþólska hverfinu Andersontown. Kona hans særðist alvarlega í árás- inni. Félagi Buntings, Noel Little, sem var virkur félagi í sósíalista- flokki írskra lýðveldissinna (IRSP) eins og hann, beið bana í árásinni. IRSP er pólitískur armur írska þjóðfrelsishersins, kaþólskra hryðjuverkasamtaka er tóku á sig ábyrgðina á morðinu á þingmannin- um Airey Neave í fyrra. Bunting var sonur Ronald Buntings majórs fyrrverandi aðstoðarmanns mót- mælendaleiðtogans séra Ian Pais- ley. Náið samband var milli feðg- anna, þótt þeir væru á öndverðum meiði í stjórnmálum. Zhao Ziyang, hinn nýi forsætisráðherra Kína. býður Valery Giscard d'Estaing Frakklandsforseta velkominn til Peking. Forsetinn verður eina viku í Kína. Giscard hvetur til vopnahlés Peking, 15. október. — AP. VALERY Giscard d'Estaing Frakklandsforseti átti í dag við- ræður við Zhao Aiyang forsætis- ráðherra Kína. og í ræðu er forsetinn hélt í opinberri veizlu hvatti hann til vopnahlés i deilu íraka og írana og að deiluaðilar settust að samningaborði. Giscard sagði að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að koma sér saman um atriði er leyft gætu vopnahjé og viðræður Irana og íraka. í viðræðum hans við Aiy- ang urðu leiðtogarnir sammála um að ástandið í heimsmálum hefði hrakað verulega á síðustu 12 mánuðum. Heimildir herma, að Giscard hafi látið í ljósi þá skoðun sína, að jafnvægi yrði því aðeins tryggt á alþjóðavettvangi ef Kína og Evrópa yrðu tvær öflugar heildir. Fallhlífa- árás á skæruliða San Salvador. 15. október. — AP. IIERMENN, sem vörpuðu sér til jarðar i fallhlífum. felldu um 50 vinstrisinna i skæruliðabúðum í Mið-Salvador í nótt. Fjórir her- menn féllu í árásinni, sem var liður í sókn gegn ska'ruliðum. Jafnframt hefur kaupsýslumað- urinn Victor Keilhauer, sem var rænt fyrir sex mánuðum, verið látinn laus og hann er á leið til Bandaríkjanna. Lögregla segir, að 20 lík hafi fundizt á víð og dreif umhverfis höfuðborgina. Ráðgjafi Carters fékk Nóbel Stokkhólmi. Washington. 15. októbcr. — AP. IIAGFRÆÐIVERÐLAUN Nóbels v<iru í dag veitt handa- ríska hagfræðingnum Lawr- ence Klein, en hann er prófess- or í hagfræði við háskólann í Pennsylvania. Klein, sem er fæddur í Omaha í Nebraskafylki, fyfir 60 árum, var aðalráðgjafi Cart- ers forseta í efnahagsmálum er Carter barðist fyrir útnefningu Demókrataflokksins við for- setakosningarnar 1976. Hann var hönnuður fyrstu efna- hagsáætlunar Carters, er ætlað var að draga ur atvinnuleysi í kjölfar lægðar í bandarísku efnahagslífi á árunum 1974 til 1975. Klein tók þó ekki við störfum í stjórn Carters, m.a. vegna tengsla hans við kommúnista- samtök í æsku. Herinn tekur völdin á jarðskjálftasvæðum EI Asnam, 15. október. - AP. gengin í gildi á jarðskjálftasvæð- CHADLI Bendjedid forseti lýsti unum í E1 Asnam og nágrenni. en því yfir í dag, að herlög væru þar hafa nú fundist lík 3.000 Þetta ^erÖist _______________16. okt 1978 — Karol Wojtyla kardináli kosinn Jóhannes Páll páfi II. 1976 — Bardögum í Líbanon lýkur þegar Sýrlendingar og Pal- estínumenn fallast á vopnahlés- beiðni Saudi-Araba. 1970 — Anwar Sadat verður forseti Egypta í stað Nassers. 1964 — Kínverjar sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sína. 1962 — Vopnahlé i Kongó. 1951 — Ali Khan, forsætisráð- herra í Pakistan, ráðinn af dög- um. 1949 — Borgarastríðinu í Grikk- landi lýkur. 1942 — 11.000 farast í fellibyl í Bengal. 1941 — Sovézka stjórnin flýr til Kubishev — Stjórn Konoye segir af sér í Japan. — Þjóðverjar taka Odessa. 1916 — Bandamenn taka Aþenu. 1912 — Porfirio Diaz tekur Vera Cruz, Mexíkó. 1900 — „Khaki“-kosningunum í Bretlandi lýkur — Yangtze- sáttmáli Breta og Þjóðverja um Kína gerður. 1859 — Árás John Browns á Harper’s Ferry, Virginíuríki. 1815 — Napoieon Bonaparte kemur til eyjunnar Sankti Hel- enu í útlegð. 1806 — Ófriður hefst milli Tyrkja og Rússa. 1793 — Marie Antoinette háls- höggvin í Frakklandi. 1756 — Brezkur her Robert Clives sækir inn í Bengal. Afmæli. Robert Stephenson, brezkur verkfræðingur (1803— 1859) — Oscar Wilde, írskættað- ur rithöfundur (1854—1900) — Davíð Ben-Gurion, ísraelskur stjórnmálaleiðtogi (1886—1974) — Eugene O’Neill, bandarískur rithöfundur (1888—1953) — Henry Cavendish enskur vís- indamaður (1731—1810) — Noah Webster, bandarískur orðabóka- höfundur (1758—1843). Andlát 1621 Jan Sweelinck, orgelleikari. Innlent. 1518 d. Stefán biskup Jónsson — 1755 Kötlugos — 1953 írafossvirkjun vigð — 1959 d. dr. Björn Sigurðsson — 1962 d. Árni Thorsteinsson tónskáld — 1966 d. dr. Árni Friðriksson — 1968 Bretar heiðra Óðinsnienn — 1979 Þingrof. Orð dagsins. Framhjáhald: lýð- ræði í ástarmálum — H.L. Mencken, bandarískur ritstjóri (1880-1956). manna er fórust i jarðskjálftun- um. Af hálfu alsírskra yfirvalda er því nú haldið fram. að vart hafi fleiri en tiu þúsund manns farist i skjálftunum. Varðgæzla hefur verið aukin á jarðskjálftasvæðunum til að koma í. veg fyrir rán og gripdeildir, og íbúum E1 Asnam hefur verið gert að yfirgefa borgina, en 80% allra mannvirkja í borginni hrundu og eyðilögðust í skjálftunum. Ibúar E1 Asnam eru 125.000 talsins. Frá mánudagskvöldi til þriðju- dagskvölds var 15 mönnum bjarg- að lifandi úr rústum húsa og mannvirkja, þ.ám. níu ára stúlku er fannst ómeidd í kjallara heimiL is síns, sem jafnaðist við jörðu. I dag fundust fjórir á lífi í rústun- Líkin sem fundist hafa í rústun- um hafa verið grafin jafnskjótt við tilkomulausa afhöfn í útjarðri borgarinnar. Flestir þeirra sem komust lífs af í jarðskjálftunum í E1 Asnam hafa hafst við í tjöldúm í útjaðri borgarinnar, en þeim hefur nú verið gért að yfirgefa jarðskjálftasvæðin, eins og fyrr segir. ■ ■■ ’ ERLENT,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.