Morgunblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980
17
FRÁ GRINDAVÍKURHÖFN
„Það er eins og þessir
menn sitji um að
koma aftan að okkur“
Fyrir íraman Sigíús Berg-
mann lá Fjölnir. þar sem einung-
is einn Grindvikingur var um
borð, hinir allir aðkomumenn. —
„Við vitum ekki betur,“ sögðu
þeir, „en að það sé aðkomufólk
sem heldur þessu plássi uppi. eins
og fyrrum þegar menn komu
hingað úr sveitinni á vertið.
— En hvað ertu að spyrja
okkur? Það er ekki ætlast til þess
að við vitum eitthvað um þessi
mál. Við vitum ekkert, lokaðir
niðri í lest, lesum ekki einu sinni
blöð. Og ekki erum við alltaf í
verkföllum eins og flugmenn. Við
fáum heldur ekki skrifað um
okkur heilu blöðin, þó nokkrum
okkar sé sagt upp. Við fáun engan
frest, þegar við erum afskráðir
svona allt í einu þó ekki sé stopp
nema eina eða tvær vikur. Nei, það
eru ekki skrifaðar heilu greinarn-
ar um okkur, heldur afæturnar í
þjóðfélaginu. Blöðin hugsa um
þær.
— Auðvitað er þetta olíugjald
fáránlegt. Það tekur því eiginlega
ekki að tala um það. En það er
annað sem við vildum koma á
framfæri og það er, að grund-
vallarbreyting þarf að verða á
þessari fiskverðsákvörðun. Við
fiskum kannski ufsa, sem fer í
þriðja flokk, og fáurrt greitt fyrir
þriðja flokks kaup, sem sé trygg-
inguna, en ufsinn er síðan allur
hengdur upp í skreið og seldur á
toppverði. Það er miklu betra fyrir
fiskvinnsluna í þessu tilviki að fá
þriðja flokks ufsa heldur en fyrsta
flokks þorsk. Þessu viljum við
breyta. Það er grundvöllurinn
fyrir fiskverðinu sem þyrfti nauð-
synlega að stokka upp.“
Þessa ræðu héldu þeir í samein-
ingu þeir Björgvin Emilsson, Ólaf-
ur Sigurðsson og Jón Þórólfsson.
Eini Grindvíkingurinn um borð
var Steingrímur Guðmundsson, 18
ára gamall og yngstur manna um
borð. En þarna var líka Enok
Guðmundsson ættaður úr Bol-
ungavík, og fór auðvitað sérlega
vel á með honum og blm., sem er
líka kynjaður úr Bolungavík.
— „Það er ævinlega gengið á
okkar rétt," sagði Enok, „það er
eins og þessir menn sitji um það
að koma aftan að okkur. Þeim
væri hollt að kynna sér ástandið
eins og það er, hjá sjómönnum.
Við höfum. trygginguna allt árið,
nema einstaka bátur yfir há vetr-
arvertíðina. Enda þykir það orðið
einsdæmi, haldist allur sami
mannskapur á bát út vertíð."
Og allir voru þeir skipverjar á
Fjölni sammála um að sjómanns-
kaupið væri lítið kaup fyrir vinn-
una um borð, “afar lítið“, sögðu
þeir.
FRÁ KEFLAVÍKURHÖFN
Mánatindur frá Njarðvíkum
var að búa sig að fara á síld.
Þeir voru á línu, en það gekk
stirt, litið um þorsk, bara
skrap. sögðu þeir. ýsa og keila.
— Já, við erum að fara að
berjast um þessar fáu síldar
sem við megum veiða, sögðu
þeir. reyna að ná þeim sem
flestum á sem skemmstum tim-
anum.
Stefán Steingrímsson er fyrsti
vélstjóri. —■ Það er ekki rétt-
mætt, sagði hann, að níðast
alltaf á sjómönnum, þegar alls
konar þrýstihópar í landi fá sitt.
Það er ekki vafamál, að það
verða átök um áramótin þegar
aðalvertíðin hefst, og jafnvel
fyrr.
Og þessi 8% hækkun er smán-
arleg. Ástandið er þannig hér
núna, að það er einn og einn
bátur sem fiskar meir en fyrir
tryggingu. Eg hreinlega skil ekki
Sjómenn
verða að
standa
saman
hvernig fjölskyldumenn fara að
því að lifa með svo lág laun, eins
og allt er orðið. En þeir skilja
það þessir kallar í verkalýðsfor-
ystunni og stjórnmálamennirn-
ir. Forystumenn sjómannasam-
takanna hafa engan veginn stað-
ið í stykkinu, þeirta hlutverk er
að sjá til þess að ekki sé gengið á
hlut sjómanna, en það hefur
einmitt verið gert æ ofan í æ. Og
það er ekki að sjá, að á þessu
verði nein breyting til batnaðar,
sagði fyrsti vélstjóri á Mána-
tindi.
Þarna var líka fyrsti stýri-
maður, Sigurður Benjamínsson.
Hann sagði það væri hrikalegt
orðið að stunda sjóinn. — Það
breikkar alltaf bilið milli okkar
og annarra stétta í þjóðfélaginu.
Og óánægjan er svo megn, að ég
reikna með að upp úr þessu
standi allir sjómenn sameinaðir,
því það er alveg klárt að menn
hugsa sinn gang eftir þessa
aðför. Það er alltaf ráðist fyrst á
sjómenn, en samt eru það sjó-
menn sem með sínum störfum
standa undir öllu þjóðarbúinu.
Ég trúi ekki öðru, en hljóðið í
sjómönnum sé á eina lund og við
viljum hér að sjómenn um land
allt taki sig saman og sýni
algera samstöðu og setji fram
stórar kröfur, rétt eins og flug-
menn! Það er það sem við viljum
hér.
Fjórir á Fjölni, Björgvin Emilsson, Enok Guömundsson, Ulatur
Sigurösson, Jón Þórólfsson á l«iö upp.
Skipverjar á Mánatindi, Sigurður Benjamínsson fyrsti stýrimaöur
fremstur, þá skipstjórínn, Stefán fyrsti vélstjóri var kominn ofan í
vél.
11 tonna fiskibatur
Skidoo — Citation 450 E
æL„ -
ŒC&(Í)3XD \
Getum útvegaö 10 metra langan og 3,66 metra breiðan fiskibát frá
Cygnus á afar hagstæðu veröi. Þessir bátar eru sérstaklega góö sjóskip
en þurfa tiltölulega litlá vél og því sparneytnir á olíu.
Gísli Jónsson & Co. H/F.
Sundaborg 41 — Sími 86644.
árgerö 1981, komin.
42 hestöfl meö rafstarti og blandar
sjálfur olíu í benzín.
Traustir — Eyöslugrannir — Snöggir
Gísli Jónsson & Co. H/F,
Sundaborg 41 — Sími 86644.