Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
Sigrún Klara Hannesdóttir lektor:
Yfirskrift þessa landsfundar,
Ixikasafnið er uppiýsinKamiðstoð
gefur tilefni til þess að ræða málin
frá ýmsum hliðum og ég hefi því
valið að kalla þetta spjall mitt
uppiýsingar og ákvaðanataka til
þess að leggja áherslu á nauðsyn
upplýsingaþjónustu fyrir opinber
stjórnvöld. Það ætti ekki að þurfa
að hafa um það mörg orð hversu
knýjandi það er fyrir alla þá er
marka stefnu og taka ákvaðanir
fyrir stóran hóp manna að hafa
greiðan aðgang að heimildum og
upplýsingum um þau málefni er
þeir þurfa að fjalla um. Það er því
ætlun mín að ræða um þessa hlið
upplýsingamála í þjóðfélaginu og
reyna að skoða hvernig þessum
málum er háttað hér á landi
sérstaklega.
„Þekkingar-
sprengjan“
Til þess að gera þessu vanda-
máli skil, þ.e. upplýsingadreifingu
til þeirra er með ákvörðunarvald
fara í þjóðfélaginu, langar mig að
draga fram nokkur þau atriði sem
hafa orðið til þess að þetta
vandamál er víða í brennidepli í
nágrannalöndum okkar og þeim
aðdraganda sem þetta vandamál
hefur haft.
Öll höfum við heyrt um þessa
margumtöluðu útgáfu- og þekk-
ingarsprengingu sem varð eftir
heimsstyrjöldina síðari. Þá var
fjármagni dælt í alls kyns rann-
sóknir, háskólar blómguðust og
þekkingu á öllum sviðum, sér-
staklega á sviði raunvísinda og
tækni, fleygði fram. Við munum
einnig eftir keppni milli stórþjóða
um að koma manni til tunglsins og
kalda stríðið með öllum sínum
vopnum og vörum varð einnig
aflgjafi til alls kyns rannsókna.
Það var skoðað sem skilyrði til
efnahagslegra framfara að hægt
væri að auka framleiðsluna, en
framleiðsla og þróun nýrra iðn-
greina var jafnframt bundin við
tækniframfarir, sem aftur voru
grundvallaðar á rannsóknum.
Þegar litið var á efnahagslegar
framfarir kom í ljós að mannafli
og fjármagn voru ekki einhlít.
Þekking, þjálfun og rannsóknir
voru grundvöllur þess að framfar-
ir gætu átt sér stað. Þetta má orða
á þann veg að þekkingin sé orðin
meira grundvallarskilyrði til efna-
hagslegrar þróunar en mannafl-
inn og fjármagnið.
Upplýsingadreifingin
Af því sem á undan er sagt,
liggur það í augum uppi að
aðaláherslan hefur verið lögð á að
koma upplýsingum og heimildum
til vísindamanna og þeirra sem
vorú að bæta við þekkinguna.
Óteljandi tölvubankar geyma nú
tilvísanir í tug-miiljónir heimilda
á öllum sviðum vísinda, læknis-
fræði og slíkra greina, þar sem
einn vísindamaðurinn kynnir fyrir
öðrum þær uppgötvanir sem hann
hefur nýjastar gert.
Við höfum annars vegar sér-
fræðingana, hvern á sínu sviði,
sem tala hvert sitt sérfræðinga-
mál. Oft er jafnvel hætt við því að
þeir verði þröngsýnir vegna þeirr-
ar þröngu þekkingar sem þeir
hafa aflað sér. Hins vegar höfum
við svo opinber stjórnvöld sem
veroa að taka ákvarðanir um hin
flóknustu mál sem e.t.v. eingöngu
sérfræðingar skilja til hlítar, en
stefnumörkun verður að vera gerð
með tilliti til heilla almennings, og
ekki má gleyma því að þessum
ákvörðunum og forsendum þeirra
verður einnig að koma til skila til
almennings.
Hér má taka lítið dæmi til
skýringar. Vísindamenn búa nú
senn yfir þeirri þekkingu að hægt
verður að ráða litninga-samsetn-
ingum, og hægt er nú þegar að
frjóvga egg utan líkama móður. Á
þennan hátt er hægt að hugsa sér
að ekki líði á löngu þar til hægt er
að ráða útliti og gáfnafari ein-
staklinga sem skuli í heiminn
bornir og koma í veg fyrir að
einstaklingar með viss einkenni
fæðist. Það mun því koma til
kasta stjórnvalda að taka ákvarð-
anir um hvort slíkt skuli leyft og á
hvaða grundvelli. Ef til vill verður
það eitt flóknasta viðfangsefnið að
ákveða hver það sé sem megi með
slíkt ákvörðunarvald fara. Hér
mætast vísindaleg hæfni til að
framkvæma afdrifaríkar aðgerðir
og þjóðfélagsleg ákvaðanataka um
hver og hvernig skuli nýta þessa
þekkingu.
Það sem ég hefi verið að reifa
hér hefur verið orðað á mjög
snjallan máta í ræðu sem einn
þingmanna okkar flutti ekki alls
fyrir löngu. Hann sagði: „Vísinda-
menn vita meira og meira um
minna og minna uns þeir vita allt
um ekki neitt, en stjórnmálamenn
vita minna og minna um meira og
meira uns þeir vita ekki neitt um
alla hluti.“
Þetta eru að sjálfsögðu ýkjur til
þess að leggja áherslu á ákveðin
sannindi og það vandamá) sem við
stöndum frammi fyrir er, hvernig
sámræma má þessi vandamál sem
við stöndum frammi fyrir er,
hvernig samræma má þessi sjón-
armið og hjálpa þessum aðilum að
skilja hvern annan. Það sem hér
verður að koma til skjalanna er
ekki aðeins upplýsingamiðlun
milli sérfræðinga sem tala sama
sérfræðingamálið, heldur upplýs-
ingadreifing til þeirra sem ekki
skilja þetta sérfræðingamál en
verða samt að fá nægilega innsýn
í viðfangsefnið til þess að geta
tekið skynsamlega og grundaða
ákvörðun. Þegar mikilvæg ákvörð-
un er tekin er heldur ekki nóg að
Sigrún Klara Hannesdóttir.
Erindi flutt á
6. landsfundi
hafa vísindalega þekkingu og upp-
lýsingar á mjög takmörkuðu sviði,
heldur verður einnig að vera til
staðar umfangsmikil þekking á
öllum þeim þáttum sem máli
skipta og öll þessi þekking verður
að vera í aðgengilegu formi fyrir
þann sem ekki er sérfræðingur, til
þess að hann nái að tileinka sér
það. Upplýsingaþjónusta til
stjórnmálamanna og þeirra er
með opinbera stjórnsýslu fara er
því miklu umfangsmeiri og flókn-
ari en sú upplýsingaþjónusta er
vísindamenn hagnýta sér og jafn-
framt miklu skemmra á veg kom-
íslenskar aðstæður
Við skulum nú líta á þessi mál
frá okkar íslenska sjónarhóli. Á
Islandi höfum við 60 manna lög-
gjafarþing þar sem lagasetningar
eru afgreiddar um öll þau mál í
þjóðféiaginu þar sem lagasetn-
ingar er þörf. Við höfum 12
ráðuneyti og lauslega talið úr
símaskránni eru um 260 manns
starfandi í þessum ráðuneytum og
er þó eflaust ekki allt talið. Auk
þess höfum við svo ráðherra og í
mörgum tilfellum aðstoðar-ráð-
herra. Ekki má heldur gleyma
þeim fjölda opinberra stofnana og
hálf-opinberra sem einnig taka
miklar og afdrifaríkar ákvarðanir
sem varða almanna heill og nægir
þar að nefna Framkvæmdastofn-
un ríkisins og Seðlabankann. Til
viðbótar eru svo sveitarstjórnirn-
ar, borgarstjórnin í Reykjavík og
nefndir á þeirra vegum. Þetta er
allt stór hópur manna og margt
sérfræðinga. Þar að auki eru á
hverju ári settar á laggirnar
ótölulegur fjöldi nefnda, aðallega
á vegum hinna ýmsu ráðuneyta.
Hver ný ríkisstjórn leggur þar við
heiður sinn að láta gera úttekt á
vissum málaflokkum og koma með
tillögur til úrbóta.
Ákvarðanataka
Ef reynt er að gera sér grein
fyrir hvernig nefnd vinnur eða í
raun hvernig ákvörðun er tekin
má skipta þessum störfum í
þrennt:
1. Upplýsingaöflun.
2. Úrvinnsla upplýsinga (þ.m.t.
kynning á málefninu mat á
valkostum o.fl.)
3. Niðurstöður.
Við sjáum strax í hendi okkar
hversu mjög niðurstöðurnar
hljóta að byggjast á því að upplýs-
ingaöflunin sé yfirgripsmikil og
tæmandi. Sé einhver mikilvægur
þáttur skilinn útundan hlýtur
ákvarðanatökunni að vera áfátt.
(Hér verður að ganga út frá því að
menn taki ákvarðanir samkvæmt
bestu vitund en ekki gegn sam-
visku sinni til þess eins að þjóna
pólitískum hagsmunum þess
flokks sem þeir fylgja.) Ef ekki
eru skoðaðir allir þættir málsins
frá upphafi er hætt við að fljót-
lega þurfi að setja nýja nefnd til
þess að kanna áhrif ákvarðana-
tökunnar og koma með tillögur til
lagfæringar. Og þá er næst að
spyrja: Hvað kosta svona vinnu-
brögð og hver borgar fyrir mistök-
in?
Upplýsingaskortur
Sem áhorfandi, sem engan þátt
tekur í pólitískri ákvarðanatöku
nema með atkvæði mínu á kjör-
degi, hefur mér oft verið hálf órótt
vegna þess hve illa mér finnst búið
að okkar opinberu stjórnvöldum
er varðar upplýsingaþjónustu. Ég
hefi velt því fyrir mér hvernig
menn fari yfirleitt að, þegar þeir
þurfa að kynna sér eitthvert
málefni til hlítar. Þetta þykja
kannski undarlegar áhyggjur af
þeim sem byggja bókaþjóðina
miklu þar sem allir eiga að vera
svo fjarskalega vel upplýstir. En
ég er samt þeirrar skoðunar að
fáir ef nokkur hópur samfélagsins
séu jafn illa settir og þeir sem með
þjóðmálin fara, hvað snertir
heimildaöflun um hin margvíslegu
efni. Vísindamennirnir vinna yfir-
leitt á þröngu sviði eins og áður er
sagt og afla sinna heimilda — að
vísu oft með ærinni fyrirhöfn, en
vita þó oftast hvar er að leita.
íslensk stjórnvöld verða að
byggja mestmegnis á persónu-
legri upplýsingaþjónustu, þ.e. þeir
hringja flestir í einhvern sérfræð-
ing sem þeir þekkja til, utan eða
innan kerfis, og fá hann til þess að
segja sér til. Ókostir við þessa
tegund upplýsingaöflunar eru
auðsæir: Hún hlýtur að vera mjög
brotakennd og takmarkast við
skoðun eins sérfræðings, að ekki
sé nú minnst á ef pólitískar
skoðanir hans komast líka inn í
myndina, og þessi aðferð er einnig
mjög tímafrek fyrir báða aðila.
íslensk málefni eru í sérflokki
hvað varðar erfiðleika við heim-
ildaöflun. Okkur skortir ritaðar
heimildir um ótrúlega marga
þætti samfélagsins. Mér hefur oft
dottið í hug að tíma sérfræð-
inganna sé svo kyrfilega sóað í
fundahöld og upplýsingagjöf í
síma að enginn tími sé afgangs til
þess að gera skýrslu um starfsemi
stofnunarinnar eða koma þýð-
ingarmiklum upplýsingum á
prent. Einn sagnfræðingur hafði
áhyggjur af því að ákvarðanataka
færi nú orðið svo mikið fram í
síma að erfitt yrði að skrifa sögu
íslands á síðari hluta 20. aldar þar
sem litlar skriflegar heimildir
væru til.
Sá fróðleikur sem komist hefur
á prent í dagblöðum, tímaritum
eða í skýrsluformi er einnig óað-
gengilegur vegna skorts á tíma-
rita- og dagblaðalyklum, og loks
eru skjalasöfn og bókasöfn opin-
berra stofnana mjög víða í hinum
mesta ólestri og enginn á greiðan
aðgang þar að neinu.
Það má ekki eiga sér stað og við
megum ekki láta það koma fyrir,
að þingmenn okkar komi tómhent-
ir og illa upplýstir á þýðingar-
miklar erlendar ráðstefnur, þar
sem kollegar þeirra koma með
bunka af heimildum um þau efni
sem fjalla skal um. Það er ekki
heldur hægt að ætlast til að
þingmenn sjálfir hafi tíma til að
sitja löngum stundum inni á
einhverju bókasafni við að afla sér
heimilda. Þeir hafa svo sannar-
lega í alltof mörgu að snúast til
þess. Upplýsingaöflunin ætti að
vera sjálfsagður þáttur í stjórn-
sýslukerfinu, jafnvel sjálfsagðari
en nefndaskipunin.
Tillaga til úrbóta
Ekki ætla ég mér þá dul að
halda að ég hafi hér í erminni
einhverja patent-lausn sem bjargi
þessum málum við á skömmum
tíma. Samt ætla ég mér að koma
með tvær tillögur til úrbóta sem
mjög er knýjandi að hrinda í
framkvæmd, eða að minnsta kosti
að hefjast handa um hið allra
fyrsta.
1. Bókakostur alþingis og ráðu-
neyta verði sameinaður í eitt
gott stjórnsýslusafn sem sveit-
arstjórnir og aðrir aðilar er
fara með opinbera stjórnsýslu
hafi einnig aðgang að. Þetta
stjórnsýslusafn á fyrst og
fremst að vera þjónustusafn
þar sem hægt er að leggja inn
pöntun á heimildum og upplýs-
ingum. Þetta á að vera stofnun
sem býður upp á heimildaleitir
og þjónustu við notendur og
sendir þeim þær upplýsingar
sem þeir þurfa á að halda.
Bókasafn alþingis í núverandi
mynd og allur sá ótrúlegi fjöldi
rita og gagna sem til eru í
ráðuneytunum er vel nothæfur
kjarni til að byrja með, yrði
hann vel skipulagður og sér-
menntað og þjálfað starfslið
fengið til þjónustunnar.
2. Gert verði átak í þá veru að
skrá (helst í tölvutæku formi)
efni íslenskra tímarita, dag-
blaða og skýrslna. Þessi skrá
sem ætti helst að vera tölvu-
tækur gagnagrunnur, yrði að
vera þannig úr garði gerð, að i
einu vetfangi væri hægt að fá
tilvísanir um hvar á að leita að
vissum upplýsingum. Dagblöð-
in hafa mikilvægu hlutverki að
gegna á sviði upplýsingadreif-
ingar og verður því að vinda
bráðan bug að því að gera yfir
þau ítarlegar efnisskrár.
Lokaorð
Það er dýrt að stjórna landinu
og við heyrum skýrslur um fjölda
nefnda og ráða sem sett eru á
laggirnar á hverju ári. Ég hygg að
með virkari upplýsingaþjónustu
til þessa mikilvæga þáttar þjóðfé-
lagsins — ákvarðanatökunnar —
yrði fljótt hægt að spara. Bóka-
söfnin eru ekki, eða eiga ekki að
vera, útgjaldabaggi á samfélaginu.
Þau geta sannað ágæti sitt á
örskömmum tíma sé til þeirra
beint nægu og vel þjálfuðu starfs-
liði sem gerir sér grein fyrir því að
upplýsingar eru fjármunir í spör-
uðum vinnutíma og betri ákvörð-
unum. Aðgengilegar, ítarlegar
upplýsingar eru undirstaða vitur-
legrar ákvarðanatöku.
Upplýsingar og
ákvarðanataka
in.