Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
29
Fjölþætt starfsemi SÁÁ á sl. ári:
Um 1100 sjúkling-
ar nutu meðferðar
að Silungapolli
Hlutfallslega fleiri sjúkrarúm hér á landi
fyrir alkóhólista en í nokkru öðru landi
Opiö alla daga frá kl. 9 til 21.
Aðalfundur SÁÁ, Sam-
taka áhugafólks um
áfengisvandamálið, var
haldinn sl. miðvikudag, og
koma þar fram, að starf-
semi samtakanna var
mjög fjölbreytt á sl. ári og
Prófsteinn
á frjálsa
bóksölu
Blaðinu hefur borist eftirfar-
andi frá Landssambandi mennta-
og fjölbrautaskólanema:
Vegna máls þess sem upp er
komið milli bóksala annars vegar
og Hagkaups hins vegar vill
Landsamband mennta- og fjöl-
brautaskólanema lýsa yfir fullum
stuðningi við Hagkaup, og telur að
mál þetta verði prófsteinn á það
hvort frjáls bóksala muni þrífast í
landinu um ókomin ár.
Einnig harma samtökin þá
ákvörðun bóksala að selja ekki
bækur í bóksölur skólanna eins og
verið hefur undanfarin ár, og
raska með því verulega fjárhags-
legum grundvelli nemenda.
Með baráttukveðjum.
F.h. framkvæmdastjórnar
L.M.F.
Þórður Bogason ritari
Steinar Ilólmsteinsson for-
maður
Sjúkraþjálf-
arar á heims-
þing 1982
NÍUNDA heimsþing sjúkraþjálf-
ara verður haldið í Stokkhólmi
vorið 1982. Það er í fyrsta sinn
sem Svíþjóð heldur þesskonar
þing og munu u.þ.b. 3—4000
sjúkraþjálfarar hvaðanæva úr
heimi taka þátt í því. Aðalefni
þingsins verður „Man in action“ —
maður að starfi.
hafði vaxið mjög frá fyrra
ári. Lítil breyting varð á
aðalstjórn samtakanna, en
hana skipa 36 menn. í
framkvæmdastjórn sitja
hins vegar 8 menn og var
Hilmar Helgason endur-
kjörinn formaður hennar,
en auk hans voru kjörin i
hana þau Björgúlfur Guð-
mundsson, Hendrik
Berndsen, Magnús
Bjarnfreðsson, Ragnheið-
ur Guðnadóttir, Sæmund-
ur Guðvinsson, Eggert
Magnússon og Þórunn
Gestsdóttir.
Á fundinum kom fram, að
starfsemin að Silungapolli,
hafi gengið vonum framar.
Rúmlega 1100 sjúklingar nutu
meðferðar á starfsárinu og er
því sjúklingafjöldinn kominn í
2600 manns frá byrjun. Ekki
hefur tekist að anna eftir-
spurn 'eftir plássi og er dag-
lega biðlisti um 100 umsækj-
enda.
Frá Sogni hafa nú útskrif-
ast um 800 menn og konur frá
byrjun, þar af liðlega 400 á
starfsárinu. í byrjun apríl á sl.
ári var dagskránni gjörbreytt,
en áður höfðu starfsmenn far-
ið erlendis og kynnt sér það
nýjasta í meðferðarmálum á
hinum ýmsu stöðum. Átta
starfsmenn eru í fullu starfi
að Sogni og tveir eru í hluta-
starfi.
Það kom fram á fundinum,
að þeir Pjetur Þ. Maack og
Vilhjálmur Svan, hafi borið
hita og þunga af fræðslu og
fyrirbyggjandi starfi á vegum
samtakanna, en þeir héldu alls
liðlega 100 fundi víðs vegar um
land á sl. ári.
Að jafnaði starfa 2—3
ráðgjafar á skrifstofu félags-
ins í Lágmúla í Reykjavík, og
Frá aðalfundi SÁÁ sl. miðvikudag.
eru þeir til viðtals alla virka
daga. Samtökin starfræktu á
sl. ári svokölluð fjölskyldu-
námskeið, þ.e.a.s. námskeið
fyrir aðstandendur alkóhól-
ista, í samvinnu við Reykja-
víkurborg, sem greiddi allan
kostnað við þau. Það kom
fram á fundinum, að námskeið
þessi hafi skilað mjög góðum
árangri.
SÁÁ festi fyrr á þessu ári
kaup á tæplega 600 fermetra
húsnæði við Síðumúla 3—5 og
var það tilbúið undir tréverk.
Það var afhent samtökunum
fyrir skömmu og var þegar
hafizt handa við innréttingar,
en í bígerð er, að öll starfsemi,
sem áður var í Lágmúla flytji
þangað. Áfengisvarnardeild
Reykjavíkur hefur þegar tekið
um þriðjung húsnæðisins til
leigu.
I samtali við Vilhjálm Vil-
hjálmsson, framkvæmda-
stjóra SÁÁ kom m.a. fram, að
fyrir skömmu var hann á ferð
í Bretlandi til að kynna sér
þessi mál. Þar upplýstist, að
alls eru um 500 sjúkrarúm á
öllu Bretlandi fyrir alkóhól-
ista, en í Bretlandi búa yfir 50
milljónir manna. Á íslandi eru
hins vegar um 300 sjúkrarúm
fyrir alkóhólista, en íbúar eru
eins og kunnugt er aðeins
liðlega 230 þúsund. Hvergi í
heiminum eru hlutfallslega
jafn mörg sjúkrarúm fyrir
alkóhólista, eins og hér á
landi.
Afskorm blóm
t/ •A-1 -v- >•! p •
-viðlmidatimmsemer,
ogaötuefmskœu
Við kynnum nú, í tilefni 10 ára afmælis Blómavals afskorin
blóm og blómaskreytingar.
Komið og sjáið stórglæsilegar skreytingar, stórar sem
smáar, unnarúrafskornum blómum.
Eigum allt til blómaskreytinga.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU
blómouQl íðáfl
^ Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340