Morgunblaðið - 23.10.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980
Ferða-, dvalar- og
húsnæðiskostnaður
þingmanna hækkar
ÞINGFARARKAUPSNEFND ákvaó á fundi sínum á þriðjudait hækkun á
ferðakostnaði þinKmanna. dvalarkostnaði og húsnæðiskostnaði. Þessir
liðir hækka um 20—25% og KÍldir 25% hækkun á ferðakostnaði frá 1. júlí.
en ha kkun á hinum tveimur frá 1. októher. Hér er um bráðahirKðaákvörð-
un að ra“ða, sem tfildir þar til ný ákvæði um þessi mál hafa verið sett.
Ferðakostnaður í kjördæmi
hækkar um 25% samkvæmt þessu,
þ.e. úr 600 þúsund krónum í 750
þúsund krónur á hálfu ári. Dval-
arkostnaður hækkar úr 6.500
krónum á dag í 7.800 krónur eða í
um 200 þúsund krónur á mánuði.
Þá var húsnæðiskostnaður þing-
manna hækkaður úr 120 þúsund
krónum í 150 þúsund krónur á
mánuði.
Pálmi Jónsson:
Kaus Guðrúnu og
felldi Matthías
VIÐ UPPHAF fundar í neðri
deild Alþingis í gær hafði forseti
orð á dræmum mætingum þing-
manna á fund. Matthías Bjarna-
son kvaddi sér siðan hljóðs utan
dagskrár og kvaðst vilja skýra
frá þvi, að hann hefði tafizt
vegna fundar i heilbrigðis- og
trygginganefnd. þar sem dráttur
hefði orðið á þvi, að Pálmi
Jónsson, landbúnaðarráðherra,
sem tryggir meirihluta stjórnar-
liða i nefndinni, kæmi á fund.
Sagði Matthias. að fundur hefði
verið boðaður klukkan 13:45, en
það hefði ekki verið fyrr en
klukkuna vantaði eina minútu i
tvö, að stjórnarliðar „stóðu með
pálmann i höndunum" og kosn-
ing stjórnar gat farið fram. Það
vakti svo kátinu þingmanna. þeg-
ar forseti sló botninn í þessar
umræður að máli Matthiasar
loknu og tók fyrir næsta mál á
dagskrá, sem var lagafrumvarp
um horfna menn.
Guðrún Helgadóttir var kosin
formaður heilbrigðis- og trygg-
inganefndar neðri deildar með 4
atkvæðum stjórnarliða, Matthías
Bjarnason fékk 3 atkvæði. Guð-
mundur G. Þórarinsson var kjör-
inn varaformaður með 4 atkvæð-
um, en Magnús H. Magnússon
fékk 3. Jóhann Einvarðsson varð
fundarskrifari án mótframboðs.
Eggert Haukdal varð formaður
atvinnumálanefndar sameinaðs
þings án mótframboðs. Reyndar
hafði gleymzt að boða Eggert á
nefndarfundinn, en hann hafði
spurnir af honum og mætti, en þá
var búið að kjósa hann formann.
Varaformaður varð Ólafur Þ.
Þórðarson án mótframboðs og
fundarskrifari Garðar Sigurðsson.
Fundur í utanríkismálanefnd
hefur verið boðaður á mánudag-
inn. Einnig er eftir að kjósa
stjórnir tveggja nefnda efri deild-
ar og verður það væntanlega gert
strax eftir helgina.
(Ljósm. Ásxeir.)
Það eru víðar útimarkaðir en á Lækjartorgi i Reykjavík. Skiðaráð Þróttar i Neskaupstað efndi til
slikrar samkomu um síðustu helgi og eins og hraustum skiðamönnum sæmir héldu þeir sinn „basar“
úti undir beru lofti. Mikil aðsókn var að útimarkaðnum og gerðu margir góð kaup auk þess sem þetta
setti skemmtilegan svip á bæjarbraginn.
Verzlunarráð Islands:
Bráðabirgðalögin um 2% hækk-
un lægstu launa aldrei staðf est
Búið að salta í
112 þús. tunnur
ÚTLIT var fyrir það í gærkvoldi, að
dagurinn i dag yrði síðasti síldar-
soltunardagurinn um sinn víða á
Austfjorðum, t.d. á Fáskrúðsfirði og
Eskifirði. Tunnuskortur var orðinn
mikill og sagðist Bergur Hall-
grimsson á Fáskrúðsfirði verða
stopp eftir daginn i dag.
Alls hafði f fyrrakvöld verið
saltað í um 112 þúsund tunnur af
sild á vertiðinni. Mest hafði verið
saltað á Eskifirði eða i um 24
þúsund tunnur, en þar eru nú fjórar
soltunarstoðvar. og á Hofn í Horna-
firði var búið að salta i svipaðan
tunnufjolda hjá Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar og Stemmu. Á
Fáskrúðsfirði er ein sOltunarstöð.
Pólarsild. og þar var i gær búið að
salta í um 16 þúsund tunnur. 1 gær
var verið að salta síld á 11 stöðum á
landinu og söltunarstaðirnir verða
trúlega fleiri í dag, en í gær voru
bátar m.a. á leið með síld á hafnir á
Snæfellsnesi.
VERZLUNARRÁÐ íslands hefur
ritað forsætisráðherra bréf, þar
sem segir, að athugun ráðsins
hafi leitt í ljós, að frumvarp til
laga um staðfestingu á bráða-
birgðalögum um 2% hækkun
lægstu launa hinn 1. desember
1979 hafi aldrei hlotið fullnaðar-
afgreiðslu, og iaun sem „login"
taka til séu því ofgreidd. Bréf
Verzlunarráðsins til forsætisráð-
herra fer hér á eftir:
Við athugun Verzlunarráðs ís-
lands á störfum 102. löggjafar-
þings íslendinga hefur komið í
ljós, að frumvarp til laga (20. mál)
um staðfestingu á bráðabirgðalög-
um um 2% hækkun lægstu launa
hinn 1. desember 1979 varð ekki
útrætt á þinginu. Einungis var
gengið frá nefndaráliti í fyrri
deild, N.d., þann 28. apríl 1980, þar
sem lagt er til að frumvarpið verði
samþykkt. Ef ákvæði frumvarps-
ins hafa ekki verið tekin upp í
önnur lög, átti umrædd launa-
hækkun að falla úr gildi þann 29.
maí 1980.
Bráðabirgðalögin voru sett 20.
nóvember 1979 og undirrituð af
þáverandi forsætisráðherra, Bene-
dikt Gröndal. Voru lögin lögð fyrir
næsta þing, skv. 28. gr. Stjórn-
arskrárinnar. Þar sem Alþingi
staðfesti ekki bráðabirgðalögin,
eru þau fallin úr gildi skv. þessu
ákvæði Stjórnarskrárinnar.
Þegar lögin féllu úr gildi, féll
einnig niður sú launahækkun, sem
iögin kveða á um. Af þessum
sökum hefðu laun þeirra, sem um
getur í lögunum, átt að lækka um
1,96% þann 29. maí sl., við þing-
lausnir. Svo varð þó ekki og því
mun þeim aðilum, sem „lögin"
taka til hafa verið ofgreidd laun
frá sama tíma.
Jón G. Sólnes keypti
Guðbrandsbiblíu fyrir
tæpar 12 milljónir kr.
GUÐBRANDSBIBLlA var seid á 7.500 pund eða tæplega 10 milljónir
islenzkra króna á bókauppboði hjá Soothebys í London siðastiiðinn
mánudag. Mun þetta vera hæsta verð, sem greitt heíur verið fyrir
islenzka bók, en kaupandi er Jón G. Sólnes fyrir hönd Listhússins á
Akureyri.
Matthías Bjarnason um Stjórnarskrárnefnd:
Störfum nefndarinnar
hefur miðað alltof hægt
„ÉG TEL, að þessi skýrsla hefði
átt að geta verið tilbúin miklu
fyrr í því formi sem hún var
send þingflokkunum og sé enga
ástæðu fyrir þvi að hún gat
ekki verið tilbúin miklu fyrr.
Þarna er ekki um neinar tillög-
ur að ræða heldur upprifjun á
því, sem kom til umraéðu í
nefndinni og á eftir að koma tii
umræðu i stjórnmáiaflokkun-
um.“ sagði Matthias Bjarnason.
alþingismaður f samtali við
Mbl. i gær. en hann á sæti i
Stjórnarskrárnefnd.
Fyrrnefnd skýrsla var merkt
sem trúnaðarmál og var Matthí-
as spurður hvers vegna svo væri.
„Ég tel ekkert vera í skýrslunni,
sem ekki má koma fyrir almenn-
ingssjónir. Fyrst nefndin hins
vegar ákvað að gera þessa
skýrslu að trúnaðarmáli þá hef
ég auðvitað umgengizt málið
með þeim hætti."
Þá var Matthías spurður hvort
fyrirsjáanlegt væri hvenær
nefndin lyki störfum: „Þegar
nefnd þessi var kosin á grund-
velli þingsályktunartillögu var
reiknað með að hún yrði tvö ár
að ljúka störfum og ætti því að
vera búin fyrir næstu áramót. í
nefndinni hefur ekki verið kall-
aður saman fundur lengi og auk
þess var ég ekki boðaður á
síðasta fund nefndarinnar. Ef
hugur fylgir hins vegar máli hjá
stjórnmálaflokkunum í landinu
eiga þeir að taka þessi mál til
meðferðar hver fyrir sig og síðan
að leita samninga um sameigin-
lega lausn, sem væri æskilegast.
Ég neita því ekki, að ég er
óánægður með störf nefndarinn-
ar, þeim hefur miðað alltof
hægt.“
Matthías var spurður hvers
vegna hann hefði ekki verið
boðaður á síðasta fund Stjórn-
arskrárnefndar: „Ég get ekki
gefið skýringu á því nema helzt
þá, sem einn kollega minn í
þinginu skaut að mér, að nefnd-
armenn hafi verið boðaðir eftir
launaskrá. Ég er ekki á þeirri
skrá, þar sem ég kæri mig ekki
um að taka meiri laun fyrir störf
í þeirri nefnd," sagði Matthías
Bjarnason.
Að sögn Jóns var á þessu
uppboði óvenju mikið af íslenzk-
um ritum úr einkasafni Svíans
Ihre, sem mörgum íslenzkum
bókamönnum er kunnur. „Þarna
var margt sannkallaðra gersema
og þeirra á meðal Guðbrands-
biblía, sem á endanum var slegin
mér fyrir 7.500 pund, en ég reikna
með, að þegar ýmis gjöld eru
komin ofan á kaupverðið verði
kostnaðurinn kominn hátt í 12
milljónir króna,“ sagði Jón G.
Sólnes, fyrrverandi alþingismað-
ur.
„Ég fór ekki til Englands gagn-
gert með það í huga að kaupa
þessa bók, en þegar boðin voru
komin af stað og spennan orðin
mikil gaf ég mig ekki og hreppti
bókina að lokum. Það var boðið af
miklu kappi og sænskir hákar
sýndu biblíunni mikinn áhuga. Ég
ætla mér ekki og hef engin efni á
að eiga þessa bók, en fannst rétt
að reyna að ná bókinni og bjóða
hana til sölu hérlendis. Ef það
tekst ekki, verð ég varla í vand-
ræðum með að selja hana í
Svíþjóð eða annars staðar," sagði
Jón G. Sólnes.
Fleiri íslendingar voru á þessu
uppboði og munu þeir hafa keypt
talsvert af gömlum íslenzkum
bókum. Guðbrandsbiblía Jóns G.
Sólness er ekki væntanleg til
landsins fyrr en eftir nokkrar
vikur og m.a. þarf sérstakt út-
flutningsleyfi fyrir bókinni.
Krökkunum vel tekið
Söfnun Rauða krossins á höfuð-
borgarsvæðinu gekk vel í gær
Rauða kross íslands.
Jón sagði, að mikill fjöldi barna
hefði tekið þátt í söfnuninni og
reiknað væri með að þau myndu
ljúka söfnuninni upp úr klukkan
átta í gærkvöldi. Söfnunarfötun-
um verður safnað saman í eina
bankastofnun í Reykjavík þar sem
„KRÖKKUNUM hefur verið
mjög vei tekið, það sem ég hef
frétt,“ sagði Jón Ásgeirsson
framkvæmdastjóri Afrikuhjálp-
ar Rauða krossins, er Mbl. ræddi
við hann síðari hluta dags í gær,
en skólabörn gengu þá fyrir
hvers manns dyr á höfuðborgar-
svæðinu með söfnunarfötur