Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 3 Konur á Reyðarfirði fara í síldarsöltun yfir til Eskif jarðar Reyðaríirði. 22. októbrr. SÍLDARSÖLTU N hófst hér 3. október. I dag er búið að salta í 4500 tunnur i söltunarstöðinni, en í fyrra var saltað i 2700 tunnur svo þetta er mikil aukning, enda var sildin ekki eins nálægt bæjardyrum okkar þá ok núna er. Hér er orðið tunnulaust og hafa 300 tunnur verið fengnar að láni á Eskifirði. Skip kom hingað í morgun með tunnur og átti að drcifa þeim um Austfirði, því víðast hvar er sömu sögu að segja af tunnuskortinum. Aðeins 450 tunnur komu í hlut okkar á Reyðarfirði, en von er á fleiri tunnuskipum á næstunni. í síldinni vinna 70—90 manns, en margar húsmæður komast ekki í sildina fyrr en eftir hádegi, þar sem dagheimilið starfar hér að- eins hálfan daginn, eða frá 1—6. Yfirleitt er saltað frá klukkan 8 á morgnana til 11 á kvöldin, en mikið er um að konur héðan fari yfir til Eskifjarðar á kvöldin og t.d. kom stór hópur kvenna heifh til sín úr síld frá Eskifirði klukkan 5 í morgun. 40—50 skip voru að veiðum í Reyðarfirði í nótt og var ævintýralegt að líta út á fjörðinn og sjá öll ljósin frá bátunum. Góður afli var í nótt og var vitað um einn bát með 90 tonn. — Gréta Tæplega 100 milljóna kr. bætur fyrir nauðgun ÍSLENZK kona fékk fyrir nokkru 175 þúsund dollara eða tæplega 100 milljónir króna í bætur fyrir nauðgun, sem átti sér stað í New York í september 1976. Konan, sem er tæplega fertug og hefur búið i Bandaríkjunum um langt skeið, var i viðskiptaer- indum í húsi nokkru. Hún fór í lyftu hússins á 19. hæð og auk hennar var karlmaður í lyftunni. Þegar lyftan kom á 15. hæð stöðvaði maðurinn lyftuna, ógnaði konunni með hníf og þröngvaði henni til samfara. Nauðgarinn fannst aldrei en konan höfðaði mál á hendur eig- endum hússins, á þeim forsendum, að öryggisgæzla hefði ekki verið nægileg í húsinu. Konan fór fram á jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna í bætur en fyrir dómi var sætzt á tæplega 100 milljóna króna greiðslu. Haust í Skírisskógi — ný skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri ÚT ER komin hjá Helgafelli ný skáldsaga eftir Þorstein frá Hamri, Haust i Skiris- skógi. í sögunni lætur höfund- ur veruleika nútimans tengj- ast þjóðsögu, þjóðtrú og imyndun, að þvi er segir á bókarkápu. „Allur heimur þessarar skáldsögu er bæði sérislenzkur og mjög persónu- Iegur,“ segir einnig í bókar- kynningu. önnur nýútkomin Helga- fellsbók, sem Mbl. hefur borizt, er Brennu-Njálssaga endurút- gefin, en hún kom fyrst út með eftirmála eftir Halldór Lax- ness árið 1945. Gunnlaugur Scheving, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason myndskreyttu bókina. Flugleiðir: Mikið bakslag á bók- unum — en réttir við „ÞEGAR ÞAÐ kom fram í fréttum víða erlendis, að Flugleiðir hygðust hætta flugi yfir Atlantshafið, kom tímabil, sem fólk bókaði sig ekki með félaginu, en okkur sýnist það hafa lagast aftur og er nú verið að kanna hvernig málin standa. en þetta bakslag eftir tilkynning- una um niðurfellingu þessa flugs var ekki óeðlilegt,“ sagði Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Flugleiða í samtali við Mbl. „Þetta bakslag,“ sagði Björn, „kom til bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, en síðan aftur var stefnt að því að halda þessu flugi áfram, höfum við reynt að koma fréttum til sem flestra dagblaða og fagrita í fluginu þar sem tilkynnt hefur verið um breytta ákvörðun og þar hefur ávallt verið kynnt, að það hafi verið vegna beiðni og bak- ábyrgðar bæði frá stjórnvöldum á tslandi og í Luxemborg. Það er ljóst, að það er æski- legast fyrir fyrirtæki í þessum rekstri að njóta kyrrðar í starfi. Allur órói deyfir starfslið og sífelldar neikvæðar umsagnir hafa vond áhrif á viðskiptavinina. Það er því nauðsynlegt að ljúka þessu máli nú þegar, afgreiða það.“ Mati á eignum Flugleiða lokið fyrir mánaðamót TVEIR matsmenn frá Continent- al Aircraft Services eru komnir til landsins til þess að meta flugvélakost Flugleiða að beiðni fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum Hösk- uldar Jónssonar ráðuneytisstjóra, skrifaði ráðuneytið bréf til Seðla- bankans og það hann að fá matsmenn til þess að meta veð- hæfni flugvélakosts Flugleiða. „Þetta er samsvarandi og þegar við biðjum um mat á togara eða frystihúsi," sagði Höskuldur, „en hins vegar varð að leita út fyrir landsteinana til þess að fá mats- menn þar sem hér skortir reynslu til slíks varðandi flugvélar og um er að ræða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Þeir aðilar, sem Seðla- bankinn ræddi við, mæltu með þessu matsfyrirtæki frá Los Ang- eles og er reiknað með, að mati á flugvélum sem öðrum eignum Flugleiða ljúki fyrir mánaðamót- in. Nú getur þú látíó sparísjóóínn taka bótagreiMunum GREIOSLUR 10. HVERS MÁNAÐAR Frá og með næstu áramótum verða allar mánaðarlegar bætur Tryggingastofnunar ríkis- ins greiddar inn á reikninga í innlánsstofnunum. Veröa greiðslurnar greiddar þann 10. hvers mánaðar í stað útborgunar 15. hvers mánaðar. EKKERT UMSTANG Þeir sem óska eftir því, að Tryggingastofnunin greiði bótagreiöslur þeirra framvegis inn á sparisjóðsbók eða ávísanareikning mánaðar- lega, þurfa ekki aö bíða til áramóta til að geta notfært sér þetta þægilega útborgunarkerfi. Sparisjóðurinn tekur fúslega að sér allan nauðsynlegan undirbúning og milligöngu við Tryggingastofnunina, þannig að nýja greiðslu- kerfið geti notast án tafar. BEIÐNI Til Tryggingastofnunar rikisins um að leggja greiðslur mn á viðskiptareiknmg. NAfN NAFNNUMCR FHÐiNGAnNUMCk SVÍItAWÍlAO Hér meö f#r ég þess * leit vifl Tryggmgaslotnun rlkisms. aO hun leggi gréiðslur tii mm lafnoðum og þa»r koma til útborgunar. inn é noðangremdan vlSskiptareikning h|é INNlANSSTOfNUN viesHikiAatiKNiNGua Avisanarelkningur BANKI ÚTtéð/ SpansióOsrelknmgur HC IKNINOSClGANOI/MC AKI GlrO/hiaupareikn umnm inná HRINGDU í SPARISJÓÐINN Með einu símtali við sparisjóðinn færðu allar nauðsynlegar upplýsingar um nýja greiðslu- kerfið. Síöan sendir sparisjóðurinn þér sérstaka beiðni, sem þú útfyllir. Aö þvi loknu sér spari- sjóðurinn um afganginn. Þú færð greiðsluna 10. hvers mánaðar inn á sparisjóðsbók eða ávísanareikning. ÞJÓNUSTUSTOFNUN HEIMILISINS Það skiptir ekki máli hvort þú hefur skipt við sparisjóð áður. Sparisjóðirnir eru 42 talsins. Þeir sjá um afgreiðslur hver fyrir annan og vinna sameiginlega að hagsmunamálum viðskipta- vina sinna með svonefndri landsþjónustu spari- sjóða. Eitt megin hlutverk landsþjónustunnar er að veita heimilum um allt land sem besta fyrir- greiöslu. Umsjón bótagreiðslna frá Trygginga- stofnun ríkisins er aðeins hluti hennar. SAMBAND SPARISJÓÐA 44 afgreiöslur um allt land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.