Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 7
GISTIÐ ÓDÝRT MIÐSVÆÐIS éi BergstaOastrœtl 37, Siml 21011 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 7 öatóÉms? Sjálfshól á villigötum Furðulegt er að sjá, hve langt ritstjórar stjórnar- málgagnsins Dagblaðsins geta leiðst í trú sinni á áhrifamátt skoðanakannana og gildi þeirrá í þjóðlífinu. í forystugrein eftir Hauk Helgason, aðstoðarritstjóra, mátti lesa þetta síðastliðinn mánudag; „Skoðanakönnun Dag- blaðsins sýnir, að mikill meirihluti iandsmanna vill hafa varnarliðið áfram að sinni. Fyrri skoðanakannan- ir hafa sýnt minni mun. Varnarmálin eru þess eðlis, að réttmætt er að útkljá þau við þjóðaratkvæði. Þau mál eru nánast ekkert rædd í prófkjöri eða á framboðs- fundum. Um þau hefur aldrei verið kosið í þing- kosningum. Að sinni geta menn sagt, að skoðanakönnun Dag- blaðsins sýni ótvírætt meiri- hlutafylgi við varnarliðið og því sé óþarft að bera það mál undir þjóðaratkvæði, að óbreyttu ástandi í heims- málum. En ekki hafa valdsmenn breytt sam- kvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar Dagblaðsins um aronskuna. Þá væri rökréttast, að það mál, sem er ótvírætt stórmál, verði borið undir þjóðina og tekið úr höndum alþingismanna, sem kunna ekki með það að fara.“ í ofangreindum setning- um úr forystugrein Dag- blaðsins kemur fram óaf- sakanleg vanþekking Qg fá- ránlegt mat á töku ákvarð- ana í lýðræðislegu þjóð- BENEDIKT GRÖNDAL KJARTAN JÓHANNSSON VILMUNDUR GYLFASON Persónan eða þjóðin? Benedikt Gröndal veðjar nú á þaö, aó yngri þingmenn vilji ekki fá. Kjartan Jóhannsson sem formann, vegna þess að þeir hafi sjálfir hug á embættinu síöar. skipulagi. Að halda því fram, að aldrei hafi verið kosið um varnarmálin í þingkosningum, jafngildir yfirlýsingu um það, að síðan 1951 þegar varnarsamning- urinn var gerður hafi ríkt eining um hann nieðal stjórnmálaflokkanna. Slík yfirlýsing stangast algjör- lega á við þann veruleika, að fá mál hafa verið meiri átakamál í íslenskum stjórnmálum en fyrirkomu- lag varnanna. Kosningarnar 1956 og 1974 snerust ekki síst um þessi mál. Og í hverjum einustu kosningum hljóta kjósendur að hafa það í huga, hvort frambjóðendur ætla að standa vörð um sjálfstæði og öryggi þjóðar- ínar. Sú afskræming á lýðræð- islegum stjórnarháttum, sem fram kemur í seinni málsgrein Dagblaðsleiðar- ans, er fáránleg. Lítur blaðið á sig sem atkvæðakassa í þjóðaratkvæðagreiðslu? Felst það í yfirlýsingu aðal- ritstjórans, Jónasar Krist- jánssonar, sem hann hefur margendurtekið, að Dag- blaðið sé „símstöð"? I blindu sjálfshóli mega ritstjórar Dagblaðsins ekki ofmetnast og telja sér trú um, að starfsemi „símstöðvar" geti leitt til þess, að mál séu tekin úr höndum Alþingis. Haldi Dagblaðið áfram á sömu braut má búast við því, að þar verði lagt til, að Póstur og sími taki að sér hlutverk bæði Alþingis og Dagblaðsins. Erfítt uppgjör Framboð Kjartans Jó- hannssonar gegn Benedikt Gröndal í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins hefur valdið nokkru fjaðra- foki í röðum flokksmanna eins og við er að búast. Allar yfirlýsingar ráðamanna í Alþýðuflokknum um málið sýna, að einungis er tekist á um persónur. Þegar kratar áttu aðild að stjórn Ólafs Jóhannessonar, var það óþolinmæði þingflokksins, sem skapaði spennuna í stjórnarsamstarfinu. Þá sátu þeir Benedikt og Kjart- an saman í ríkisstjórninni og meðan sá fyrrnefndi gegndi skyldum sínum sem utanríkisráðherra á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna ákvað þingflokk- urinn að yfirgefa stjórn- arskútuna. Sýnir þetta, að forystuhlutverk Benedikts Gröndals hefur ekki verið mikils metið af flokksbræðr- um hans á þingi. Sighvatur Björgvinsson var formaður þingflokks kratanna á þess- um tíma og hann skipuðu þá ungir og vaskir menn, sem töldu sig hafa miklu hlut- verki að gegna í íslenskum stjórnmálum og gera enn. Eitt blaðanna spurði Vilmund Gylfason að því á dögunum, hvert væri álit hans á framboði Kjartans Jóhannssonar gegn Bene- dikt Gröndal. Sagðist Vil- mundur telja framboð Kjartans mjög æskilegt og Kjartan hafi varla getað annað eins og málum sé nú háttað. Hins vegar er Vil- mundur ekki eins afdráttar- laus í svari sínu um, hvorn hann ætli að kjósa. Hann lætur sér nægja að segja: „Þarna kunna að vegast á persónulegir hagsmunir og langtímahagsmunir flokks og lands.“ Æskilegt væri að fá nánari skýringu á því hvað í þessari setningu felst og er það ólíkt Vilmundi að ræða málin með tæpitungu. Á meðan ekki liggur ann- að fyrir hljóta menn að álykta sem svo, að Vilmund- ur Gylfason telji hagsmun- um flokks og lands best borgið undir forystu Kjart- ans Jóhannssonar í Alþýðu- flokknum en hins vegar per- sónulegum hagsmunum sín- um betur borgið með Bene- dikt Gröndal í formanns- sætinu. Þessi mun afstaða fleiri ungra þingmanna Al- þýðuflokksins, sem gjarnan hafa hug á formannssætinu sjálfir en sjá í hendi sér, aö nú sé ekki rétti tíminn til að sækjast eftir því, þegar formaðurinn og varafor- maðurinn keppa. Sóknar áætlun þeirra mun hafa byggst á því, að Benedikt drægi sig í hlé og síðan yrði kosið milli margra um for- mannssætið. Á slíka per- sónulega hagsmuni þing- bræðra sinna veðjar Bene- dikt Gröndal nú í baráttu sinni við Kjartan Jóhanns- son. Nýr ævintýraheimur fyrir böm á aldrinum 3-7 ára LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi Tískusýning íkvöldkl. 21.30 UtsoiustaÓH Karnabær Laugavegi 66 Karnabær Giæsibæ Epliö Akranesi — Eplið Isafirði — Alfholl Siglutirdi Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyium LITASJONVORP 22” —26” Sænsk hönnun ★ Sænsk ending ★ Bestu kaupin! ★ Greiöslukjör. ★ ILAUGAVEG 66 SIMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.