Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 13 Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjórí: Færar leiðir eða villigötur „Með lögum skal land byggja" er grundvallarlögmál í hinu litla lýðræðisríki okkar. Undirstaða stjórnskipunar og allrar lagasetn- ingar er stjórnarskrá hins ís- lenska lýðveldis. Hún á að tryggja rétt okkar og skyldur og virðing fyrir henni er forsenda þess, að friður megi ríkja í þjóðfélaginu. Um nauðsyn virðingar manna fyrir lögum þarf ekki að fjölyrða. Sá galli er þó á gildi þeirra, að dómskerfið hér á landi virðist vera of veikburða og seinvirkt til að tryggja fyllsta réttlæti til handa þeim, sem telja á sig hallað við framkvæmd laga. Verstu dæmin eru, þegar valdsmenn ríkisins beita geðþóttaákvörðun- um til hliðar við gildandi lög í skjóli veikleikans í dómkerfinu. Margir einstaklingar, verktakar, fyrirtæki og sveitarfélög telja sig hafa farið halloka i viðskiptum við ríkisvaldið vegna slíkra ákvarðana á síðustu árum. En ástæður fyrir því, að þessar línur eru settar hér á blað, eru þær, að mér virðist að höggvið hafi verið óþarflega nærri rótum lýðræðisþjóðfélags okkar við með- ferð tveggja mála, sem mikla athygli hafa vakið síðustu vikur. Flugleiðir Ekki skal hér rakinn aðdrag- andi Flugleiðamálsins, en allir landsmenn hljóta að hafa fylgst með þeim erfiðleikum, sem breytt- ar aðstæður í Atlantshafsflugi hafa valdið fyrirtækinu á síðustu tveimur árum. Samþykkt ríkis- stjórnarinnar 16. september sl. virðist eðlileg og skynsamleg m.a. af atvinnuástæðum og vegna við- bragða Luxemborgarmanna. Hlut- hafafundur Flugleiða hefur fyrir sitt leyti samþykkt þá skilmála, sem þar voru settir fram. Óskir Flugleiða um aðstoð ríkisvaldsins til að breyta lausaskuldum í föst lán og um ríkisábyrgð á sér þúsundir fordæma í atvinnulífi okkar á síðustu árum. Þar sem fullnægjandi veð eru fyrir hendi og með tilvisun til sögu flugsins og mikilvægis þess fyrir íslenskt þjóðlif ætti slík fyrirgreiðsla, sem að stofni til snertir formsatriði en ekki fjárútlát, að vera sjálfsagt mál. En nú bregður hins vegar svo við, að ráðherrar setja fyrirtæk- inu skilmála, sem minna fremur á reyfarakenndar þvinganir en ábyrga stjórnsýslu. í stuttu máli sagt, er það krafa ríkisvaldsins nú, að jafnhliða því, að vonlitlu Atl- antshafsflugi sé haldið áfram verði flestar arðbærar eignir Flugleiða seldar. Alls konar und- ansláttur er síðan hafður í frammi um fullnustu á áður gefnum lof- orðum. Afskipti ríkisvaldsins af hluta- bréfasölu og valdaskiptingu í fyrirtækinu eru einnig ámælis- verð. Á sama tíma og Seðlabank- inn fær fyrirmæli um að herða útlánareglur gagnvart atvinnulíf- inu og almenningi beitir ríkis- stjórnin sér fyrir sérréttindum í lánafyrirgreiðslu fyrir nokkra menn, sem hún hefur velþóknun á, til að kaupa sér frekari völd innan fyrirtækisins. Þúsundir stranda- glópa á liðnum árum þekkja vel áhrif sumra þessarra manna á rekstur fyrirtækisins og virðist síst þörf á að auka þau með þessum hætti. Við ættum að íhuga fordæmið og það, hvernig þjóðfélagið verður eftir nokkur ár, ef ráðherrar landsins fara almennt að ráðskast ALLS hafa safnast 55 milljónir króna í söfnun þeirri sem Kiwanismenn efndu til meÖ sölu á K-lykl- inum en þó munu einhver j- ir eiga eftir að skila af sér og nákvæmt uppgjör hefur ekki enn borist frá nokkr- um stööum úti á landi. Eru Kiwanismenn mjög ánægð- ir með þann árangur sem orðið hefur af söfnuninni, sem er tals- vert meiri en þeir bjuggust við, og vilja þakka landsmönnum góðar undirtektir. Það fé, sem safnast hefur, mun renna til aðstoðar við geðsjúka — að mestum hluta til byggingar dvalarheimilis fyrir geðsjúka í Reykjavík. Guðjón Ingvi Stefánsson með hlutabréf, fasteignir og bíla- eign hjá þeim fyrirtækjum, sem kunna að leita eftir fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum ríkisins i framtíðinni. Stjórnmálamenn okkar hafa á síðustu árum verið harðlega gagnrýndir fyrir óeðlileg afskipti sín af fjölmörgum þáttum þjóðlífsins, sem koma löggjafar- valdi og eðlilegu aðhaldi gagnvart framkvæmdavaldi ekkert við. Margir eru þeirrar skoðunar, að persónuleg auglýsingastarfsemi og óheilbrigð fyrirgreiðslupólitík margra alþingismanna hafi veikt verulega löggjafarstarfið og stefnumótun í almennum þjóð- málum, sem á þó að vera megin tilgangur stjórnmálanna. En þrátt fyrir gífurleg ítök stjórnmálamanna í allri fjölmiðl- un og fjármálalífi þjóðarinnar í smáu sem stóru, eiga völd þeirra ekki að ve'ra takmarkalaus. Full ástæða virðist vera til að hvetja stjórnlagafræðingana í forystu ríkisstjórnarinnar til að minna sína menn á ýmsar takmarkanir m.a. þær sem stjórnarskráin set- ur. Til dæmis má spyrja, hvernig fyrrnefndar stjórnarathafnir samrýmast anda eftirfarandi greina hennar: 67. grein. Eignarrétturinn er frihelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir. 78. grein. Sérréttindi er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi taka í lög. Enginn dómur skal hér lagður á stjórnun Flugleiða á liðnum árum. Það virðist vera orðið aukaatriði við hliðina á meðferð ríkisvaldsins á þessu máli og hugsanlegri mis- beitingu þess valds. Gervasoni í 75. gr. stjórnarskrárinnar er lögð sú skylda á herðar allra vopnfærra manna úíslandi að taka þátt í vörnum landsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum. Þó að sannfæring Gervasonis brjóti ekki í bága við núgildandi íslensk lög, brýtur hún í bága við stjórnar- skrána. Ef við rifjum mál þessa ógæfusama franska manns lítil- lega upp eru fyrstu kynni hans af þjóð okkar þau, að islensk stjórn- völd höfnuðu beiðni hans um landvistarleyfi hér á landi strax í vor. Piltur þessi virti þann úr- skurð hins vegar að vettugi en smyglaði sér hingað inn í landið með fölsuðum skilríkjum í haust. Með því atferli sínu gerðist hann alvarlega brotlegur við íslensk lög. Honum var því vísað úr landi. Nú brá svo við, að fjöldi fólks, sem lét úrskurð dómsmálaráðu- neytisins í vor afskiptalausan varð gagntekinn af hrifningu yfir þeirri dæmalausu fyrirlitningu, sem umræddur Gervasoni hafði sýnt löglegum ákvörðunum stjórn- valda og þar með íslensku stjórn- kerfi. í kjölfarið fylgdi fundur á Lækjartorgi þar sem alþingismað- ur nokkur krafðist að venju alræð- isvalds í sínar hendur. Líf ríkis- stjórnarinnar virtist hanga á blá- þræði. En framhald málsins og staða þess nú gefur vissulega tilefni til hugleiðinga um það, hversu föstum fótum íslenska lýð- ræðisþjóðfélagið stendur. Lítil saga, sem ég heyrði suður í Róm í sumar er hugsanlega tengd þessu máli. Hún er á þá leið, að þar hafi í fyrra komið saman til fundar nokkrir sérvitrir fjármála- menn, sem ekki hafa mikla trú á lýðræðinu. Þeir ákváðu að kosta nokkra frakka pilta til að lítils- virða stjórnskipunina í nokkrum vestrænum þjóðfélögum. Ætlun sérvitringanna mun vera sú að gefa síðan út frásögn af reynslu þessara manna lýðræðinu til háð- ungar. Framkoma Gervasonis gagn- vart íslenskum stjórnvöldum og það at, sem honum hefur tekist að gera hér bendir óneitanlega til þess að hann sé hugsanlega einn af sendimönnum fyrrnefndra sér- vitringa. Sé svo verður saga hans land- kynning, sem við vissulega höfum unnið til. Borgarnesi 19. október. Hlutavelta á Egilsstöðum EfdlsNtöðum 21. október SÍÐASTLIÐINN sunnudag héldu nokkrar ungar stúlkur á Egilsstöðum hlutaveltu til fjáröflunar fyrir Afríkusöfnun Rauða krossins. Söfnuðust tæplega 20 þúsund krónur. Stúlkurnar heita Berglind Sigurjónsdóttir, Kolbrún Axelsdóttir og Guðrún Sveins- dóttir. Jóhann 55 milljónir kr. söf nuð- ust með sölu K-lykilsins EIGENDUR SPARID BENSIN LÁTID STILLft OCYFIR- FARA BÍLINN FYRIR VETURINN 1. Vélarþvottur. 10. Skipta um kerti og platínur. 2. Ath. bensin, vatns- og olíuleka. 11. Tímastilla kveikju. 3. Ath. hleöslu, rafgeymi og 12. Stilla blöndung. geymissambönd. 13. Ath. viftureim. 4. Stilla ventla. 14. Ath. slag í 'kúplingu og bremsu- 5. Mæla loft í hjólbörðum. pedala. 6. Stilla rúðusþrautur. 15. Smyrja hurðalamir. 7. Frostþol mælt. 16. Setja silikon á þéttikanta. 8. Ath. þurrkublöö og vökva á rúðu- 17. Ljósastilling. sþrautu. 18. Vélarstilling með nákvæmum 9. Ath. loft og bensínsíur. stillitækjum. Verö meö söluskatti 39.729. Innifalið í verói: Platinur, kerti, ventlalokspakkning og frostvari á rúðusprautu. Þér fáiö vandaóa og örugga þjónustu hjá sérþjálfuðum fagmönnum MAZDA verkstæóisins. Pantið tíma i simum: 81225 og 81299. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.