Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.10.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 í grein minni um haustverk í görðum, sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir fjórum vikum, benti ég á nokkur atriði, sem byrjendur í trjárækt þyrftu að sinna á þessu hausti. Hér koma svo ábendingar til þeirra, sem eiga eldri garða eða hafa þá undir höndum. í nær öllum eldri görðum við hús og híbýli um land allt, að mínum eigin garði meðtöldum, hefur grisjun trjáa verið van- rækt. Trén bæta furðu miklu við vöxt sinn á hverju sumri og sé ékki fylgst með vexti þeirra ár Grisjun trjáaog hirðing í gömlum görðum 9 frá ári, og þau grisjuð og snyrt hæfilega þegar þörf krefur, rek- ur að því að þau þrengja hvert að öðru, varpa skugga á annan gróður og byrgja jafnvel sólar- sýn. Fyrir nokkrum tugum ára voru tré sjaldséð við heimili manns, einkum í sveitum. Mér er minnisstæður mjög fallegur garður á Suðurlandi, enda var hann landsfrægur meðan trén voru í uppvexti. En hér mátti helst ekki fella eitt einasta tré og afleiðingin varð sú, að trén urðu að háaum renglum og garðurinn að einu myrkviði. I stað þess að vera bæjarprýði varð hann bæjarlýti. Á þeim árum var mönnum nokkur vor- kunn þótt þeir væru tregir til að fella tré í görðum því að þau voru fágæt og erfitt að afla góðra trjáplantna. Trjám verður að planta allþétt í upphafi, bæði til þess að þau hafi skjól hvert af öðru og breiði ekki of mikið úr sér. Ennfremur er nauðsyn að eiga fyrir van- höldum, svo og til að hafa nokkuð úrval þegar að grisjun kemur, því að trén eru eins og mannfólkið, misjöfn að þroska og fegurð. Þau keppa um ljós og yl, og í jarðveginum er barist um næringarefnin. í samkeppninni koma eiginleikar þeirra fram, en þegar þau fara að þrengja hvert að öðru er kominn tími til að grisja og gefa þeim bestu aukið vaxtarrými. Auðvelt er að gefa einfaldar reglur fyrir grisjun á prenti, en oft reynist erfitt að fylgja þeim þegar á hólminn er komið. Áðal- reglan er sú, að gefa þeim trjám hæfilegt vaxtarrými, sem standa eiga til frambúðar. Vaxtarrýmið á að koma smám saman og fyrir því á að grisja vægilega á fárra ára fresti. Hafi grisjanir verið vanræktar um of verður ekki hjá því komist að menn gerist stór- höggir við fyrstu grisjun. Svo virðist haga til um land allt, að í flestum görðum, sem eru orðnir 25 ára eða eldri, standa fleiri tré en hófi gegnir. I tilefni af Ári trésins ættu garð- eigendur að hyggja að trjánum og athuga hvort ekki sé grisjun- ar þörf, skoða krónur trjánna nú þegar þær eru að verða lauf- lausar. Þá sést best hvernig greinar slást saman og hvað skuli nema burt. Til viðbótar má taka fram, að haustið og fyrri hluti vetrar er hentugasti grisj- unartíminn. Samtímis skyldi snyrta tré, sem þess þurfa með, t.d. stytta eða saga burt greinar, sem breiða of mikið úr sér og taka óhóflegt rými. Grisjun er allerfitt verk þegar um stór tré er að ræða og er tæplega á færi annarra en þeirra, sem kunna til verka. Því verða garðeigendur að leita til garðyrkjumanna, sem hafa reynslu og þekkingu. Á síðari árum hafa margir dugandi ungir menn bætst í hóp þeirra svo að varla þarf að standa á vinnufús- um höndum. Viður sá, sem fellur við grisj- un gildra trjáa, er til margs hæfur. Hann má. t.d. saga niður í eldivið fyrir opin eidstæði. Reyniviður hentar vel til margs- konar rennismíði, birki má nota til hverskonar smíða og bæði álmur og hlynur eru kjörviðir ásamt lerki. Rétt er að geta þess, að menn skyldu ekki nota furu- eða grenivið í opin eldstæði. Sá viður skýtur mörgum gneistum vegna þess hve mikið er af harpix í honum. Þá er og annað atriði, sem gæta þarf að í gömlum görðum. Það vill gleymast, að með því að illgresi, grasrótum og laufi er fleygt á sorphauga ár eftir ár minnkar frjósemi jarðvegsins og yfirborð hans lækkar. Áf þeim sökum er oft tilfinnanlegur áburðarskortur í gömlum görð- um. Þetta lýsir sér í vanþrifum trjánna svo sem grönnum og stuttum árssprotum, stuttum og stingandi nálum á barrtrjám og maðkar, lýs og önnur óþrif mega sín meira. Af þessum sökum er sjálfsagt að dreifa húsdýraáburði og mold í gamla garða við og við. Mörg- um finnst óþrif af húsdýra- áburði og einhverntíma var bannað að nota hann í garða í Reykjavík. En sé mold og hús- dýraáburði blandað saman hverfa bæði óþefur og óhrein- indi. Af langri reynslu minni efast ég um að unnt sé að halda við frjósemi í görðum til lengdar án þess að nota húsdýraáburð. Tilbúinn áburður er ágætur til síns brúks og sjálfsagt að nota hann svo sem þörf krefur, en myldni og eðliskostum jarðvegs verður best við haldið með því að nota húsdýraáburð öðru hvoru. Þá skyldu menn og muna, að grisjanir verka í sömu átt og áburðargjafir. Þegar tré falla hafa rætur þeirra, sem eftir standa, meira svigrúm í jarðveg- inum og eru fljót að nota sér það. Þau auka því töluvert við vöxt sinn næstu tvö til þrjú áriii eftir hverja grisjun. Eru þau því fljót að fylia í skörðin sem fram koma við grisjanir. Enn er eitt atriði, sem garð- eigendur verða að gæta að. Alltof víða vaxa greinar út yfir gangstéttir og alfaraleiðir. Lág- ar greinar geta verið hindrun á umferð manna, og þær verður skilyrðislaust að klippa af. Ennfremur ættu menn að hafa samkomulag um það við ná- granna sína þar sem lóðir liggja saman, hvaða trjágróður á að vera á lóðamörkum, en um það munu ekki til neinar reglur. Ýmsir hafa spurt mig að þvi, hvernig tré fari að verjast vetr- arkuldum og laufgist óskemmd að vori. Má vera að ég víki að því atriði síðar þegar vel liggur á mér. Rikisstjómin: Rannsókn á verð- og tekjuákvörðunum sem tengjast vísitölunni — til að draga sem mest úr sjálfvirkninni JAFNFRAMT því sem ríkis- stjórnin stefnir að þvi að nýr grundvöllur framfærsiuvisitölu gangi i gildi kringum áramótin er ætlunin að gera „víðtæka rannsókn á giidandi reglum um verð- og tekjuákvarðanir, sem tengjast vísitöiunni, i þvi skyni að draga sem mest úr sjálfvirkni í þeim efnum,“ segir i kafia um iauna- og lifeyrismál i þjóðhags- áætlun Þjóðhagsstofnunar. í kafla um stjórnarfars- og skipulagsmál er þessarar rann- sóknar aftur getið: „Ríkisstjórnin mun láta gera víðtæka rannsókn á þeirri sjálfvirkni, sem nú er við lýði á fjölmörgum sviðum efna- hagslifsins og stefna að því að draga úr henni eins og frekast eru föng á. Þetta á meðal annars við um hvers konar sjálfvirkni í verðákvörðunum og tekjuákvörð- unum, sem tengjast vísitölunni. í kafla um verðlag og tekjur segir, að nú séu horfur á að verðbólgan á árinu 1980 verði 52-54% miðað við hækkun fram- færsluvísitölu frá upphafi til loka ársins. „Þótt þannig hafi nokkuð dregið úr hækkun verðlags í ár miðað við síðasta ár, eru litlar líkur á að áfram miði í rétta átt á næsta ári, nema unnt verði að ná betri tökum á þeim þáttum efna- hagsmála, sem mestu ráða um verðlagsþróunina. Víxlgangur þessara þátta, hvort sem litið er á verðlag, laun og gengi eða þróun peningamála, virðist orðinn rótgróinn í hagkerfinu." Síðan er enn vikið að endurskoðun vísitölu- kerfisins „í þeim tilgangi að draga úr víxlgangi kostnaðar og verð- lags. I verðlagsmálum verður mið- að að því að draga smám saman úr verðhækkunum á þeirri vöru og þjónustu, sem er undir stjórn verðlagsyfirvalda. Reynsla sýnir hins vegar, að slíkar verðlagsregl- ur, sem taka mið af ákveðnum mörkum, eru vart haldgóðar nema jafnframt takist að hafa hemil á mikilvægustu innlendum kostnað- arþáttum." Síðan segir að mestu máli skipti að hafizt verði handa við fram- kvæmd þeirrar stefnu, sem ákveð- in hafi verið. Verði henni fylgt eftir „með markvissum aðgerðum á næstu mánuðum, gæti meðal- hækkun verðlags milli áranna 1980 og 1981 orðið nálægt 42%, eins og miðað er við í fjárlaga- frumvarpi. Þar sem verðlag um næstu áramót verður líklega rúmlega 20% hærra en ársmeðal- talið 1980, fæli þetta í sér að vcrðhækkun frá upphafi til loka næsta árs yrði minni en meðal- hækkun milli ára. Samkvæmt þessum áformum yrði verðbólga frá upphafi til loka árs 1981 innan við 40%.“ Lampasýning í Síðumúla FYRIRTÆKIÐ Epal hí. efn- ir þessa dagana til sýningar á listrænum húsbúnaði, svo sem fyrirtækið hefur áður gert, og í þetta sinn eru sýndir lampar cftir danska hönnuðinn Poul Henning- sen. Henningsen mun vera í hópi þekktustu hönnuða Dana, og kunnur víða um heim. Á sýningunni eru tugir lampa, af hinum ýmsu stærðum og gerðum, sem Poul Henningsen hefur teiknað. Sýningin er í húsa- kynnum Epal hf. að Síðu- múla 20, Rvk. og verður opin á almennum verzlunartíma fram til 8. nóvember. Frá sýningu Epal hf. Unglingaklúbburín húsnæðislaus: „Höfum ekki mætt skiln- ingi hjá Æskulýðsráði“ Unglingakiúbburinn, klúbbur ungs fólks, sem stofnaður var til að halda uppi dansleikjum fyrir unglinga, er nú húsnæðislaus. í september á síðasta ári fékk klúhburinn aðstöðu tii dans- leikjahalds í Tónabæ og hafði þar reglulega dansieiki fyrir ungi- inga þar til í ágúst á þessu ári. Þá tók Æskulýðsráð, sem er eigandi Tónabæjar, þá ákvörðun að húsinu yrði brcytt i félags- miðstöð og þar með var Ungi- ingaklúhhurinn orðinn húsnæð- islaus. Einn forsvarsmanna Unglinga- klúbbsins, Reynir Ragnarsson, kom að máli við Morgunblaðið og kvað unglinga hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessi málalok. Allir þeir dansleikir sem Unglingaklúbburinn hefði verið með í Tónabæ, tuttugu og einn að tölu, hefðu farið vel fram. Hefðu unglingarnir sjálfir séð um öll störf á þessum dansleikjum í sjálfboðavinnu og þannig skapast mjög góður andi á staðnum. Aldrei hefði komið til óláta hvorki segir Reynir Ragnarsson í húsinu sjálfu né utanvið það, aldrei hefði þurft að kalla til lögreglu og ekki hefðu borist kærur eða kvartanir til lögreglu vegna þessara dansleikja. Dansleikir Unglingaklúbbsins voru ekki ágóðastarfsemi og var aðeins tekið mið af því að starf- semin stæði undir sér við rekstur- inn. Miðaverð á dansleikina var haft eins lágt og hægt var — í upphafi 1500 kr, en í lokin 2000 kr. Meðlimir Unglingaklúbbsins fengu 500 kr. afslátt gegn því að sýna skírteini, sem kostuðu 1500 kr., og giltu allan tímann meðan starfsemi Unglingaklúbbsins var í Tónabæ. Á tímabilinu greiddi Unglingaklúbburinn alls 4.048.000 kr. í húsaleigu til Æskulýðsráðs og 1.458.000 kr í söluskatt. „Samstarfið við starfsfólk Æskulýðsráðs var alltaf mjög gott og á klúbburinn framkvæmda- stjóra Æskulýðsráðs og umsjónar- mönnum Tónabæjar mikið að þakka," sagði Reynir. „En við söknum þess að hafa ekki fengið nægan skilning á starfi okkar frá meðlimum Æskulýðsráðs — við héldum að það unglingastarf sem við stóðum að, væri einmitt starf- semi af því tagi sem Æskulýðsráð hefði áhuga á að styðja. En í því efni hefur okkur greinilega skjátl- ast. Nú er svo komið að Unglinga- klúbburinn er húsnæðislaus. Við höfum leitað til margra aðila í því skyni að fá húsnæði en allstaðar fengið neikvæð svör — sumstaðar hefur verið nóg að nefna unglinga til að fá þvert nei og höfum við sumstaðar ekki einu sinni fengið tækifæri til að útskýra okkar mál. En við höfum ekki enn þá gefist upp, því við vitum að mikill áhugi er fyrir áframhaldandi dans- leikjahaldi hjá unglingum. Mark- mið okkar er enn sem fyrr að koma á fót dansstað fyrir ungl- inga,“ sagði Reynir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.