Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 15
MORG.UNBJLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 15 Guðmundur Anna Júlianna Ólöf Kolbrún Góðra vina fundur heita tón- leikar Söngskólans sem verið er að hleypa af stokkunum á föstu- dagskvöld undir miðnætti í Há- skólabíói, en tónleikar þessir eru framhald skemmtunarinnar. Hvað er svo glatt á sl. ári en þúsundir manna sóttu þær skemmtanir sem voru mjög vin- sælar. Tónleikar Söngskólans eru haldnir til þess að afla fjár til síðustu húsakaupa skólans við Hverfisgötuna, en í því húsi er nú glæsilegur tónleikasalur og að- staða til hóptíma og hópæfinga í söngmenntinni. „Góðravinafund- urinn" er samsettur í gamni og alvöru og ræður léttari dúrinn ferðinni með glensi og gamni okkar kunnustu söngvara. Við litum inn á æfingu „Góðra- vinafundarins“ í fyrrinótt þar sem Söngskólafólkið var á fullri ferð, en allir kennarar skólans og nem- endur leggja hönd á plóginn. Meðal atriða eru dúettar og Nokkrir einsöngvaranna með kórinn að haki. Frá vinstri eru Már. Sigurgeir, Anna Júlíanna og buríður, en aðrir einsöngvarar eru Garðar, Guðrún Á„ Margrét og Guðmundur. „Góðravinafundur“ Söngskól- ans á miðnæturskenuntunum... einsöngur úr kunnum óperettum og einnig aðstoðar skólakórinn. Meðal atriða eru verk úr Zardas- furstaynjunni, Betlistúdentinum, Sígaunabaróninum og Kissmet. , Þá er gripið niður í ýmsa kunna bandaríska söngleiki, negrasálma og kór Söngskólans syngur sígild dægurlög með miklum tilþrifum. Þá eru flest atriðin sviðsett sérstaklega og má þar nefna Dísu í Dalakofanum í sviðssetningu Sig- ríðar Þorvaldsdóttur, Guðmundur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir syngja Nínu og Geira með nýjum texta Guðmundar, en þau sungu sem kunnugt er Tvær úr Tungun- um í fyrra. Þá er Björn R. Einarsson mætt: ur með hljómsveit sína og Söng- skólakórinn sem er í dúndrandi formi er eins og undiralda á skemmtuninni með eðlilegu risi hér og þar. Þá er það meðal atriða að Guðrún Á. Símonar og Þuríður Pálsdóttir dansa steppdans. Kynn- ir á tónleikunum er Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Sýnishorn af Söngskólakórnum í mikilli innlifun. Ljósmyndir Mbl. Kristján Aukasýningar á „í öruggri borg“ HÚSFYLLIR varð á síðustu þrjár sýningar Þjóðleikhússins á leikriti Jökuls Jakobssonar í ÖRUGGRI BORG og urðu margir frá að hverfa. Hefur því verið ákveðið að hafa þrjár aukasýningar á leikritinu og verða þær sunnudaginn 26. október, þriðjudaginn 28. október og fimmtudaginn 30. október. Að öllum líkindum geta sýningarnar ekki orðið fleiri vegna þrengsla við litla sviðið, en frumsýning á leikriti Valgarðs Egilssonar DAGS HRÍÐAR SPOR er á næstu grösum. Myndin er af Kristbjörgu Kjeld og Þorsteini Gunnarssyni í hlutverkum sínum. Rit um Rauða krossinn Egilsstöðum 21. október. DEILDIR Rauða krossins á Aust- urlandi gáfu fyrir nokkru út kynningar- og auglýsingarit til fjáröflunar fyrir Afrikusöfnun RKÍ. Er ritið hið ánægjulegasta yfir- lestrar og koma þar fram ýmsar upplýsingar um Alþjóða Rauða krossinn og starfsemi hans, en auk þess er í ritinu að finna upplýsingar og fróðleik um starf- semi deilda Rauða krossins á Austurlandi. Ábyrgðarmaður út- gáfunnar er Ragnar 0. Steinars- son á Egilsstöðum. Jóhann Óánægja með flugleyfi til Vestfjarða: „Höfum ekki áhuga á að leggja Flugleiðum til þjónustu eða f jármagn66 — segir framkvæmdastjóri Arna á Isafirði fsafirAi 21. október 1980. EINS og mönnum er kunnugt, veitti samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, flugfélagi Norður- lands flugleyfi á flugleiðinni Akur- eyri — Olafsfjörður — Reykjavík, þrátt fyrir að flugráð legði til að Flugleiðum yrði veitt flugleiðin. Hann gaf þá skýringu að sveitar- stjórnarmenn á Akureyri og Ólafs- firði hefðu lagt mikla áherslu á að Flugfélag Norðurlands fengi flug- leyfið. Nú hefur Steingrímur Her- mannsson hafnað svipaðri ósk frá Flugfélaginu Örnum á ísafirði. Ern- ir sóttu um leyfi vöruflutninga á leiðinni Isafjörður — Reykjavík — ísafjörður, og einnig sótti félagið um leyfi til fólks- og vöruflutninga á leiðinni ísafjörður — Þingeyri — Reykjavík — Þingeyri — ísafjörður, pg að auki um flugleyfi á leiðinni ísafjörður — Reykjanes — Reykhól- ar — Reykjavík — Reykhólar — Reykjanes — ísafjörður. Öllum þess- um umsóknum var hafnað af flug- ráði og hefur samgönguráðherra staðfest ákvörðunina, þrátt fyrir óskir sveitarstjórnarmanna við ísa- fjarðardjúp um að leyfið yrði veitt Ornum. „Það er einkennilegt að sam- gönguráðherra og þingmaður Vest- fjarða, teiji sig ekki þurfa að bjóða Vestfirðingum betri flugsamgöngur en þetta“ sagði Hörður Guðmunds- son framkvæmdastjóri Flugfélags- ins Arna í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í dag. „Engar flug- Ilörður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Arna. Ljósm. Úllar. samgöngur eru nú milli Reykjaness og Reykjavíkur né Reykhóla og Reykjavíkur. Þó hefur Arnarflug einkaleyfi á leiðinni Reykhólar —Reykjavík, en þeir fljúga ekki þangað reglulega og bera við slæm- um skilyrðum á flugvellinum. En að sögn Harðar fljúga þeir þó leiguflug á völlinn. Hörður sagði að sam- gönguráðherra hefði borist skeyti frá öllum hreppsnefndum í Inn- Djúpinu, þar sem lögð væri áhersla á bættar flugsamgöngur. Hann sagði einnig. að hann færi nú að þreytast á því að bjóða fram þjónustu á þeim flugleiðum sem þörfin væri brýnust, nær væri að snúa sér að því að óska eftir að flugleiðinni milli ísafjarðar og Reykjavíkur yrði skipt upp þann- ig að Flugleiðir hefðu 75% sæta- framboðs en Ernir 25%. Sagði hann aðila í samgönguráðuneytinu sífellt vera að bjóða fram aðstoð við samruna eða samstarf flugfélag- anna. En af hálfu Flugfélagsins Arna væri ekki áhugi fyrir að leggja Flugleiðum til þjónustu eða fjár- magn. Hörður gat þess að lokum, að þrátt fyrir erfið tímabil í sögu félagsins hefði a 'rei komið til opinberra styrkja til 'eirra. _ Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.